Færslur: 2008 Nóvember

15.11.2008 11:23

Esja ?


 Menn hallast helst að því að þetta sé strandaferðarskipið Esja og er myndin tekin á Seyðisfirði 1966 © mynd úr safni Guðmundar Falk

15.11.2008 01:20

Titika strandar í Keflavíkurhöfn

Gríska skipið Titika með heimahöfn í Porto Rico strandaði í Keflavíkurhöfn í sinni fyrstu ferð sem vöruflutningaskip og undir þessu nafni og í eigu nýrra eiganda. Orsök strandsins voru þær að er skipið var að fara frá hafnargarðinum í Keflavík bilaði vélin og rak skipið upp í kletta fyrir neðan Fiskiðjuna sálugu þann 1. nóv. 1955. Skipið sem var smíðað sem farþegaskip í Washington í Bandaríkjunum 1929 og mældist 717 tonn kom hingað til að taka skreið. Keyptu heimamenn í Keflavík og Njarðvík skipið á strandstað fyrir 60-70 þúsund kr. og náðu því út 24. apríl 1956. Skipið var þétt og lagfært og komið á flot og farið með það í Njarðvík og gert við það þar og dregið til Reykjavík þar sem fór fram meiri viðgerð á skipinu til að koma því til Hollands þar sem það fór í brotajárn. Notuðu þeir ferðina til að flytja út kopar og aðra málma í tunnum til sölu erlendis og með því gátu þeir náð hagnaði út úr dæminu, en annars stóð allt á sléttu. Valur Línberg sendi okkur myndina en það var tengdafaðir hans Ragnar Sigurðsson sem tók hana og sendum við kærar þakkir fyrir.

                               Titika á Strandstað í Keflavík © mynd Ragnar Sigurðsson.

15.11.2008 01:14

Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 strandar

Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 strandaði á Hópsnesi við Grindavík 12. feb. 1988 og ónýttist á strandstað.

  103. Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 á strandstað við Hópsnes © mynd Valur Stefánsson

15.11.2008 01:10

Ísleifur VE 63 brenndur


                             605.  Ísleifur  VE 63 brenndur © mynd Tryggvi Sig.

14.11.2008 21:43

Áfram togaragetraun


                                                   Þá er bara að vera áfram getspakir

                                           © myndir úr safni Tryggva Sig.

14.11.2008 21:36

Svarið við togurunum hér fyrir neðan


Frá bryggju talið Bjarni Ólafsson AK 67og síðan Skúli Magnússon RE 202 þá Pétur Halldórsson RE 207 sá utasti er annað hvort Hvalfell RE 282 eða Askur RE 33 rauði báturinn er Stjarnan RE 3 © mynd úr safni Tryggva Sig.

14.11.2008 16:52

Gullberg VE 292


                                   Gullberg VE 292 © mynd Valur Stefánsson

14.11.2008 16:48

Viðey RE 12


                                     262. Viðey RE 12 © mynd Tryggvi Sig.

14.11.2008 00:00

Gullmolar

~Að undanförnu hefur síðuriturum borist mikið magn af sannkölluðum GULLMOLUM og hér birtum við fjóra þeirra. Um er að ræða syrpu frá gömlu síðutogurum og viljum við gefa mönnum kost á að spreita sig við að finna út um hvaða skip er að ræða. Þessar myndir komu úr safni Tryggva Sigurðssonar í Vestmannaeyjum. Gjörið þið svo vel.



~
                     ©   Myndir úr safni Tryggva Sig.

13.11.2008 20:49

Hér er lausnin - Már GK 55


    Hér kemur lausnin úr spurningunni hér fyrir neðan, Már GK 55 © mynd Tryggvi Sig.

13.11.2008 13:38

Af hverjum er þetta stýrishús?


                    Af hverjum er þetta stýrishús ?  © mynd Tryggvi Sig.

13.11.2008 00:38

Varðskipið Óðinn

 Það var fundur í dag kl. 1700 um borð í Óðni í Reykjavík hjá Hollvinasamtökum um verndun Óðins, en hann er nú kominn undir sjóminjasafnið í Reykjavík, "Víkin". Óðinn hefur fengið pláss úti á Granda fyrir framan safnið en safnið fékk hann afhentan 2006. Óðinn var færður frá Faxagarði að safninu 28.feb. 2008, en Hollvinasamtökin voru stofnuð haustið 2006.
 Það hefur verið lögð mikil vinna í að gera
Óðinn sýningarhæfan, þar á meðal hefur bryggjunni verið breitt og hún hækkuð sem einskonar göngubrú út að skipinu og þar er svo komin nýr landgangur
mjög góður. Settar hafa verið sliskjur á bryggjuna og á síðu Óðins til að halda honum við bryggjuna og er hann nú vel festur þarna.
Töluvert af fólki hafa skoðað
skipið en fleiri mættu koma. Það eru nefnilega ekki margir sem vita að Óðinn er orðinn að safni núna og Gæslan hefur ekkert með rekstur hans að gera heldur sér Víkinn alveg um hann núna. Af því hann er í gæslulitunum og merktur Gæslunni er það sem gerir það að fólk heldur að hann sé á vegum Gæslunnar.
Það þarf að auglýsa hann upp sem safn en það er margt að sjá þarna um borð og á eftir að aukast búnaður sambandi við hann.
Það hafa verið reglulegar ferðir um skipið undir leiðsögn og geta hópar komið þarna og fengið leiðsögn. Meira að segja hafa skipherrar á eftirlaunum séð um þetta á helgum í sumar, þá helst Ólafur Valur Sigurðsson fyrrverandi skipherra.
Þetta kom fram í spjalli við Jón Pál sem er einn af áhugamönnum um verndun Óðins. Hann sagði ennfremur að nú þyrfti að auglýsa Óðinn
 svolítið upp en peninga kassinn sem sjá á um rekstur hans er uppurinn um þessar mundir og ef stefnir í sem horfir þar að taka af honum hitann vegna peningaleysis og þá er voðinn vís og allt fer í óefni um borð. Það þarf einhverja styrktaraðila til að styrkja þetta málefni svo halda megi skipinu í horfinu og gera það að fallegu safni. Það hafa fjöldi manna úr Hollvinasamtökonum unnið mikið þarna um borð sem sjálfboðaliðar en margir af þeim hafa verið á honum gegn um tíðina.

Jón Páll sem var á Óðni til margra ára, birtir fleiri myndir á síðunni sinni frá fundinum í dag.



                                             Varðskipið Óðinn  © myndir Jón Páll

13.11.2008 00:17

Á hvaða báti var þetta stýrishús?


              Á hvaða báti var þetta stýrishús? Þekkið þið það? © mynd úr safni Tryggva Sig.

13.11.2008 00:13

Bensi VE 234


                               1284. Bensi VE 234 © mynd Tryggvi Sig.

13.11.2008 00:09

Birgir RE 323


                             1116. Birgir RE 323 © mynd Valur Stefánsson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is