Færslur: 2008 Nóvember

10.11.2008 18:03

Hvalirnir í Hvalfirði


            Hvalirnir í Hvalfirði 22. feb. 1966 © mynd úr safni Guðmundar Falk

10.11.2008 00:01

Breytingar á Drangavík VE 80 í Póllandi

Okkur hefur borist myndir af Drangavík VE 80 sem er í breytingum í Póllandi (ein frá sjósetningu í október og ein frá síðastliðnum fimmtudegi), sem Magnús Ríkharðsson hefur tekið, einnig birtum við mynd þá sem við birtum hér frá Tryggva Sig. sl. fimmtudag, svona til samanburðar svo menn geti séð hversu miklar breytingarnar eru.
              Drangavík VE 80 við sjósetninguna í okt. sl. eftir breytingarnar © mynd Magnús Ríkharðsson

Svona leit Drangavík VE 80 út sl. fimmtudag þann 6. nóv. © mynd Magnús Ríkharðsson

                     2048. Drangavík VE 80 fyrir breytingar © mynd Tryggvi Sig.

 

09.11.2008 21:49

Barentshaf 2008


              © MYNDIR ÞORGEIR BALDURSSON 2008
 Frystitogarinn Björgvin EA 311 hélt frá Akureyri um kl 14 i dag áleiðis i Barentshaf um borð eru 25 menn og verður eflaust handagangur i vinnslunni þvi að eftir siðustu heimildum siðuritara hefur verið mjög góð veiði þarna norðurfrá og er að minnsta kosti 2 skip áleið til löndunnar i þessari viku annas vegar Kleifarberg ÓF 2 i eigu Brims H/F og hinnsvegar Venus HF 519 I eigu Granda H/F meðfylgjandi myndir eru frá brottför Björgvins EA 311 og þar má sjá skipstjórana frá vinstri Angantýr Árnasson og Sigtryggur Gislasson svo koma þeir Brynjar Arnarsson og Sigurður Daviðsson en þeir hafa séð um heimasiðu skipsins www.123.is/bjorgvinea  svo er bara að óska þeim góðrar veiði

09.11.2008 20:12

Bátur á Akranesi - sá minnsti?

Einn af vinum síðunnar sendi okkur áðan þetta skemmtilega greinarkorn sem við birtum hér með orðrétt, ásamt mynd þeirri sem hann tók.

Var á Akranesi í dag og meðal þess sem ég rak augun í var þetta allra minnsta hafskip sem ég hef augum litið. Raunar sá ég í sumar minnsta hraðbát sem ég hef séð til þessa, eða tveggja metra langan. Það var hins vegar í Danmörku og telst ekki með.
Ég giska á að þessi bátur sé tæpir fjórir metrar að lengd, gæti þess vegna verið TERHI 385. Af einstöku hugmyndaflugi hefur hann svo verið borðhækkaður og frambyggður. Þó handbragðið sé kannski ekki neitt listaverk og fleytan sé varla til stórræðanna í öldugangi, þá get ég sem manískur trilluáhugamaður auðveldlega ímyndað mér gleði og ánægju eigandans með bátinn sinn. Þarna er allt sem þarf og ekkert umfram það. Skjól í stýrishúsi fyrir vindi, hægt að hita sér kaffi í skjóli og tylla sér undir þaki, jafnvel dotta örlítið þegar veiðin lætur á sér standa. Menn þurfa ekki alltaf milljónir til að skapa sér skemmtun og afþreyingu. Hugmyndaflug er allt sem þarf -  ívafið mátulegri nægjusemi. Þarna við flotbryggjuna ruggaði semsé - og ég dreg ekkert úr því - lykill að lífshamingju þess sem setur í fyrsta sæti hófsemi og lítillæti.
 
Mér fannst þetta flottur bátur, ekki endilega útlitsins vegna heldur vegna hugarfarsins sem að baki liggur.....
 
Kveðja, Gunnar Th

                                    Litli báturinn á Akranesi © mynd Gunnar Th.

09.11.2008 11:48

Mánaberg ÓF 42


                                    © Mánaberg ÓF 42 mynd þorgeir Baldursson 2008
 Um kl 05 i morgun  kom isfisktogarinn Björgúlfur EA 312  með frystitogarann Mánaberg ÓF 42
i togi til Akureyrar þar sem að bilun hafði komið upp i stýrisbúnaði Mánabergs þegar skipið var á veiðum i Reykjafjarðarál en skipið var aðeins búið að vera um það bil viku á veiðum og var komið með um 40 milljónir i aflaverðmæti

09.11.2008 10:38

Egill I RE 123


                                    2004. Egill I RE 123 © mynd Emil Páll

09.11.2008 10:30

Álsey VE 2


                                         2772. Álsey VE 2 © mynd Emil Páll

09.11.2008 10:24

Rex HF 24


                                                 2702. Rex HF 24 © Emil Páll

09.11.2008 00:16

Stapafell

Hér sjáum við mynd af olíuflutningaskipinu Stapafelli koma 19. mars 1966 að gömlu trébryggjunni þar sem olía var oftast losuð í Keflavík á þeim árum. En bryggja þessi hvarf að mestu í ofsaveðri 1983.

  Stapafellið að koma að trébryggjunni, sjá umfjöllun fyrir ofan myndina © mynd úr safni Guðmundar Falk

09.11.2008 00:08

Tumi II

þessi litli bátur var smíðaður í Engi í Noregi 1986 úr áli. Hann var fyrsti sérsmíðaði þjónustubáturinn fyrir fiskeldi með sjálfvirkum útbúnaði til fóðurgjafar o.fl. Var hann notaður til að fæða fisk í kvíjum á Keflavíkinni í stuttan tíma þar sem eigandinn Sjóeldi hf. í Höfnum fór í þrot 1988. Hann var síðan seldur úr landi til Færeyja 1995 og þar fékk hann nafnið Njördur og var notaður frá Kollafirði.

                                         1747. Tumi II © mynd Emil Páll

09.11.2008 00:03

Ægir


                                      Ægir © mynd úr safni Tryggva Sig.

08.11.2008 23:35

"Múnað" á Stafnesi KE 130


 Svona af því að það er nú komin helgi og ekki veitir af að létta aðeins lundina hjá þjóðinni birtum við hér mynd þar sem karlarnir á Stafnesinu eru að sýna afturendann fyrir ljósmyndarann © mynd Karl Einar Óskarsson

08.11.2008 22:24

Glóðarhaus

Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði sendi okkur hér mynd af glóðarhaus sem stendur fyrir ofan Café Sumarlínu og skiltinu við hann. Segist hann hafa gert þetta til gamans vegna komments sem var á síðunni nýverið.


                                       © myndir Óðinn Magnason

08.11.2008 12:19

Birtingur NK 119


                             ©MYNDIR ÞORGEIR BALDURSSON  2008
Birtingur NK 119 skip Sildarvinnslunnar i Neskaupsstað  kom inn til Akureyrar i morgun vegna bilunnar i stýrisbúnaði og þarf skipið að fara upp i flothvinna til viðgerðar á meðfylgjandi myndum má sjá skipið ásamt nokkrum áhafnarmeðlimum og neðsta myndin er af skipstjóranum Isak Valdimarssyni en hann sildi skipinu frá Neskaupstað

08.11.2008 11:39

Nunni EA 87


                              1851. Nunni EA 87 © mynd Þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is