Færslur: 2009 Janúar

16.01.2009 00:13

Þekkið þið þennan?


                        Þekkið þið þennan? © mynd úr safni Tryggva Sig.

16.01.2009 00:10

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255


                                   Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Tryggvi Sig.

16.01.2009 00:07

Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10


                            93. Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 © mynd Tryggvi Sig.

16.01.2009 00:04

Jói á Nesi SH 159


                             1964. Jói á Nesi SH 159 © mynd Tryggvi Sig.

16.01.2009 00:00

Rauðsey AK 14


                                      1030. Rauðsey AK 14 © mynd Tryggvi Sig.

15.01.2009 10:39

Erlingur VE 295 og áhöfnin


                                 Erlingur VE 295 við staurabryggju í Vestmannaeyjum
  Ef maður spáir í því hvað áhöfn á bát eins og þessum hefur verið nægjusöm, þá birtum við hér fyrir neðan hópmynd af áhöfninni sem tekin var á Raufarhöfn. Þá voru 15 karlar á þessum 22ja tonna bátu og deildu með sér 7 kojum og ekki höfðu þeir gerfihnattardisk, sjónvarp eða neitt af nútíma þægindum.

                        Áhöfn Erlings VE á Raufarhöfn © myndir úr safni Tryggva Sig.

15.01.2009 10:34

Búddi KE 9



                                            13. Búddi KE 9 © myndir Emil Páll

15.01.2009 00:01

Hvað var hans síðasta nafn?

Hér birtum við myndasyrpu frá endalokum báts sem lengi bar nafnið Skúli fógeti VE 185. Við spyrjum hins vegar um hvort menn vita hvaða nafn hann var skráður með síðustu 3-4 árin. En það var þann tíma sem hann stóð upp í Daníelsslipp í Reykjavík. Saga bátsins er að hann var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi 1969 og bar meðan hann var gerður út nöfnin: Fróði ÁR 33, Hersteinn ÁR 37, Albert Ólafsson KE 39 og Skúli fógeti VE 185. En spurningin er um nafnið þar á eftir? Endalok bátsins voru þau að hann var brotinn niður í Daníelsslipp í Reykjavík eins og sést á myndunum.





            1082. ex Skúli fógeti VE 185, en hvað var hið síðasta skráða nafn á honum? © myndir Tryggvi Sig.

14.01.2009 17:11

Olgeir ex Andrés

Litili svarti báturinn með Akureyrarnerkinu. Þetta hefur Gunnar Nielsson að segja okkur um litla dráttarbátinn í dokkinni (sbr. mynd sem pabbi hans tók) Olgeir ex Andres smíðaður 1959 hér í bæ líklega af Atla Akureyri fyrir Olíuverslun Íslands. Staðsettur í dag bak við skúr við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Hann er/var 13 brútto tonn.


                        275. Olgeir ex Andrés  © mynd úr safni Gunnars Níelssonar

14.01.2009 14:54

Haförn HU 4 MEÐ KVEÐJU FRÁ HVAMMSTANGA

Birgir Karlsson á Hvammstanga sendi okkur nokkrar myndir af bátum sem þar hafa verið gerðir út  MEÐ KVEÐJU FRÁ HVAMMSTANGA og munum við birta þær á næstu dögum eða vikum. Hér birtum við tvær þeirra um leið og við sendum Birgi bestu þakkir fyrir sendinguna.


                                                     1186. Haförn HU 4

                                1470. Haförn HU 4 © myndir Birgir Karlsson

14.01.2009 00:12

Hvaða bátur er þetta ? - Sólborg SU 202

Bátur sá sem er á þessari mynd sem Óðinn Magnason sendi okkur, þekkjum við ekki, þrátt fyrir að hafa stækkað myndina, er ekki ljóst að fullu hver báturinn er og því leggjum við það fyrir ykkur lesendur góðir hvort þið þekkið bátinn.


                           1359. Sólborg SU 202 © mynd Óðinn Magnason

14.01.2009 00:07

Freyr ÁR 170 og Sandafell SU 210


                                                         11. Freyr ÁR 170

                                 11. Sandafell SU 210 © myndir Tryggvi Sig.

14.01.2009 00:00

Skagfirðingur SK 4 og Snæfugl SU 20


                                                              1285. Skagfirðingur SK 4

                                                  1363. Snæfugl SU 20

                            1265. Skagfirðingur SK 4 © myndir Tryggvi Sig.

13.01.2009 12:30

Röstin GK 120 - nýir eigendur

Fyrirtækið TT luna ehf. sem á síðasta ári keypti bátanna Álftafell ÁR 100 og Birtu VE 8 hefur nú keypt Röstina GK 120, sem legið hefur með bilaðann gír alllegi í Sandgerðishöfn.


                                 923. Röstin GK 120 © mynd Emil Páll

13.01.2009 10:47

Kolmunnaveiði 2009


                     ©  Faxi RE  Ingunn AK OG Vilhelm þorsteinsson EA
                                     Myndir þorgeir Baldursson 

Skip HB Granda mega veiða 61.000 tonn af norsk-íslenskri síld og kolmunna á næsta ári

Kolmunni
Kolmunni

Nú þegar búið er að ákveða heildarkvóta á norsk-íslenskri síld og kolmunna í Norður-Atlantshafi á næsta ári og hlutur Íslendinga í heildarkvótanum liggur fyrir, er ljóst að í hlut skipa HB Granda koma rúmlega 33.600 tonn af norsk-íslenskri síld og rúmlega 20.000 tonn af kolmunna. Að teknu tilliti til yfirfærslu á óveiddum kvóta milli ára verða veiðiheimildirnar á árinu 2009 hins vegar mun rýmri eða rúmlega 36.700 tonn af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum og tæplega 24.300 tonn af kolmunna.

Samkvæmt samkomulagi strandríkjanna, sem eiga veiðirétt úr viðkomandi stofnum, verður heildarkvótinn á norsk-íslenskri síld 1.643.000 tonn á næsta ári. Þar af koma um 238.400 tonn í hlut íslenskra útgerða. Ákveðið hefur verið að kolmunnakvóti næsta árs verði 590.000 tonn, með fyrirvara um samþykki Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), og það þýðir að rúmlega 95.700 tonn af kolmunna koma í hlut íslenskra skipa á árinu 2009.

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarveiðiskipa HB Granda, hefur félagið leyfi til að færa 3.106 tonn af af óveiddum kvóta ársins, hvað varðar norsk-íslensku síldina, yfir til næsta árs og alls munu skip félagsins því geta veitt 36.720 tonn af norsk-íslenskri síld á árinu 2009. Hvað varðar kolmunnann þá er heimil færsla á 4.246 tonnum milli ára og heildarveiðiheimild næsta árs verður samkvæmt því 24.285 tonn. Til samanburðar má geta þess að HB Grandi fékk úthlutað um 31.000 tonna kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessu ári og kolmunnaveiði skipa félagsins var um 26.000 tonn á árinu. Frétt af Heimasiðu Granda




 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is