Færslur: 2009 Október

18.10.2009 00:00

Portúgal


                                                            Sagre


                                                               Sagres


                                              Skúta


                                                        Skúta


                                                             So What


                                                    Úti fyrir Albufeira


                                  Úti fyrir Albufeira © myndir Svafar Gestsson

Þeir eru margir sem hafa haft orð á því við okkur hvað þessar myndasyrpur af lífi íslenskra sjómanna í ýmsum heimshornum, svo og það sem fyrir augu þeirra ber, eru skemmtilegar. Nú er hinsvegar farið að styttast í syrpur frá megin þorra viðkomandi landa. T.d. nú vikunni birtast síðustu myndirnar allavega í bili frá Las Palmas, Póllandi og Skotlandi. Í næstu viku koma þær síðustu frá Portúgal, en eftir er tveggja vikna skammtur frá Suðurodda Suður-Ameríku, en töluvert meira bæði frá Morocco og Chana. Þá munu í fljótlega hefjast birting á gömlum togurum og koll af kolli.

17.10.2009 15:34

Stórt björgunarskip staðsett í Njarðvík


                  2474. Jón Oddgeir ex Gunnar Friðriksson © mynd Emil Páll í júlí 2009

Í framhaldi af því óhappi er björgunarbáturinn Njörður Garðarsson týndist á Faxaflóa 2. október sl., er brotsjór reið yfir Hannes Þ. Hafstein með þeim afleiðingum að báturinn slitnaði aftan úr og týndist hefur nú stórt björgunarskip verið staðsett í Njarðvíkurhöfn. Skip þetta sem heitir Jón Oddgeir er sömu tegundar og Hannes Þ.Hafstein og mun verða gert út frá Reykjanesbæ tímabundið. Um er að ræða björgunarskip, sömu tegundar og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.
Jón Oddgeir er aukaskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur og er notað þegar eitthvað af björgunarskipunum í kringum landið þurfa í viðhaldsskoðanir. Þetta björgunarskip er hins vegar á sölulista og hefur verið síðan nýtt björgunarskip leysti það af hólmi á Ísafirði, en skip þetta bar áður nafnið Gunnar Friðriksson og var staðfest fyrir vestan.


 .

17.10.2009 14:59

Hólmsteinn kominn á flot


          Hér sjáum við Hólmstein kominn á flot í Sandgerðishöfn, ásamt Ásdísi GK 218 sem keyrði á hann í gær með þeim afleiðingum að Hólmsteinn sökk og í forgrunn er akkeri sem bjargað var úr sjó og stendur nú við endan á nýja slysavarnarhúsinu hjá Sigurvon © mynd Emil Páll í dag 17. okt. 2009


   573. Hólmsteinn (ex GK 20) eftir að hann var kominn á flot nú skömmu eftir hádegi, en þar komu við sögu Köfunarþjónusta Sigurðar, slökkvilið Sandgerðis o.fl. aðilar © mynd Emil Páll 17. okt. 2009

17.10.2009 12:31

Hamar SH


             
Gunnar Th. sendi okkur áðan aðra frétt og fylgdi henni þessi texti og þrjár myndir:

Í morgun hlaut ég þann heiður að sjóða sinkið á Hamar SH úti við Kópavogshöfn. Þráinn Arthúrsson þúsundþjalasmiður ætlar að sjósetja bátinn milli kl. 16 og 17 í dag eftir algera endurbyggingu. Allt ofan bláa litarins er nýtt, auk beggja stafna og nokkurra borða og banda. 

 

            Hamar SH, við Kópavogshöfn í morgun © myndir Gunnar Th. í morgun 17. okt. 2009

17.10.2009 10:34

Rauðmaginn ST 17 og Tjaldur ÍS 6



Einn af okkar föstu lesendum, sem um leið er nokkuð duglegur að senda okkur efni, sem oft á tíðum er annað en það hefðbundna er Gunnar Th. Nú hefur hann sent okkur myndasyrpu til birtingar og fylgdi eftirfarandi texti með.

Ég komst í þessar myndir hjá  Kristmundi Kristmundssyni í vélsm. Stálveri við Eirhöfða. Faðir hans, Kristmundur Sörlason frá Gjögri lét byggja þennan bát uppúr 1980. Báturinn var smíðaður í Vogum á Vatnsleysuströnd og smiður var Gunnar Sigurðsson skipasmiður frá Ísafirði. Báturinn var upphaflega byggður sem fjölskyldu- og ferðabátur, en var breytt í fiskibát nokkrum árum síðar. Hann var svo gerður út frá Gjögri og víðar, m.a. frá Arnarstapa. Síðasta nafn hans var Jóhanna Steinunn. Síðustu tvær myndirnar tók ég svo sjálfur nú í gærmorgun af bátnum eins og hann er nú. Báturinn er í eigu Kristmundar í Stálveri og bíður endurbyggingar, enda ótrúlega heillegur þrátt fyrir langa stöðu.

Fyrsta myndin, sú við flotbryggjuna er tekin í Snarfarahöfninni. Hinar eru teknar í Ófeigsfirði, og það er Tjaldur RE-32 (1583) sem liggur við hlið Rauðmagans á einni þeirra.  Síðustu myndina tók ég sjálfur af Tjaldinum, þar sem hann liggur undir húsgafli vestur í Bolungarvík og grotnar niður.










               Rauðmaginn © myndir Gunnar Th og úr safni Kristmunds Kristmundssonar


                           1583. Tjaldanes ÍS 6 © mynd Gunnar Th. 26. sept. 2009

17.10.2009 00:00

Suðuroddi Suður-Ameríku














                                       © myndir frá Einum velunnara síðunnar

16.10.2009 19:32

Hólmsteinn GK sigldur niður í Sandgerðishöfn


    573. Hólmsteinn GK 20, í innsiglingunni til Sandgerðis, eins og hann leit út áður en skipt var um stýrishús á honum og settur á hann hvalbakur © mynd Emil Páll

Um fimmleitið í dag var slökkviliðið í Sandgerði kallað út þar sem að eikarbáturinn Hólmsteinn GK 20 sökk í Sandgerðishöfn.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn gátu þeir lítið aðhafst þar sem að Hólmsteinn sökk á innan við 3 mínútum eftir að Ásdís GK 218 keyrði utan í hann, en gírinn á Ásdísi bilaði þegar þeir voru að koma að bryggju með þessum afleiðingum.

Það er sveitarfélagið Garður sem er eigandi Hólmsteins og hafa þeir ráðið Köfunarþjónustu Sigurðar til að koma bátnum á þurrt land.

Sigurður Stefáns sem er eigandi Köfunarþjónustun Sigurðar sagði að hann væri þegar byrjaður að undirbúa þá vinnu að koma bátnum upp.

Hólmsteinn er smíðaður í Hafnarfirði 1946 úr eik og mælist hann 43 brúttólestir.  Engan sakaði við áreksturinn né þegar báturinn sökk.



   573. Hólmsteinn GK 20 við bryggju í Sandgerði, fyrr á árum og fyrir breytingu © mynd Emil Páll

Báturinn er smíðaður hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði árið 1946 og hefur ekki verið gerður út í nokkur ár, en eins og stóð til að varðveita hann sem safngrip á Garðskaga.

Nöfn: Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK 20 (frá 1958)

Myndir og frásögn af atburðum dagsins er fengnar frá 245.is

16.10.2009 11:55

Óskar RE 157 í þjónustu við gullleit


                            962. Óskar RE 157 í Njarðvíkurhöfn nú rétt fyrir hádegi


   Trollið tekið í land, en verið er að losa skipið við veiðafæri og annað svo hægt sé að ferma það fyrir gullleitina á Grænlandi © myndir Emil Páll í dag 16. okt. 2009

Nú er unnið að því að losa togarann Óskar RE 157 í Njarðvíkurhöfn við veiðarfæri og annað svo hægt sé að ferma hann með aðföngum, s.s. matvælum, vistum, sprengiefni o.fl. til að nota við gullleitina sem hafin er í Grænlandi. Nú þegar hefur 47 manna hópur starfað í nokkrar vikur í Grænlandi við gullnámur sem þar eru. Að verki þessu koma bæði íslensk og erlend fyrirtæki. Hefur Óskar RE verið tekin á leigu til að flytja aðföngin m.a. í gámum til Grænlands.

16.10.2009 10:27

Hákon EA 148


                           Líkan af 2407. Hákon EA 148 © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðanr. 86 hjá Astilleros V Maestranzas de. la. Armda-ASMAR í Talcahuano, Chile 2002.

Smíðasamningur var undirriatður 18. feb. 1999. Hönnun var í höndum Fengs hf. Hafnarfirði og Nordvestconsult a/s Noregi. Sjósettur 29. ágúst 2000 og gefið nafn, það verk framkvæmdi Auðbjörg Ingimundardóttir, eiginkona Guðmundar Þorbjörnssonar útgerðarmanns. Skipið lagði af stað til Íslands 11. júlí og kom fyrst í Sundahöfn, Reykjavík, laugardaginn 4. ágúst 2001.

Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Hákon EA 148.

16.10.2009 10:10

Akurey KE 121 / Akurey SF 122


                                         2. Akurey KE 121 © mynd Emil Páll 1988


          2. Akurey SF 52 sem safngripur á Hornafirði © mynd Andri og Bragi 2008

Smíðanr. 848 hjá Frederikssund Skipswarft A/S, Frederiksund, Danmörku 1963. Úreltur í maí 1992 og átti þá að fargast en var breytt í krá í Hornarfjarðarhöfn.

Nöfn: Akurey SF 2, Akurey GK 160, Akurey KE 121 og Akurey SF 122.

16.10.2009 09:57

Sigurey BA 25 og Þrymur BA 7


      1507. Sigurey BA 25 og  1753. Þrymur BA 7 © mynd úr Flota Patreksfjarða, Sigurður Bergþórsson


        1507. Sigurey BA 25 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómannadagsráðs


            999. Þrymur BA 7 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómannadagsráðs

16.10.2009 00:00

Smábátar


            5868. Díanna prinsessa SH 696, í Stykkishólmi © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                    6489. Fjöður GK 90, í Grindavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                      5986. Fram GK 616, í Sandgerði © mynd Emil Páll í júlí 2009


          2423. Friðrik Bergmann SH 240, í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                  6513. Glaumur SH 260, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

                     Gló, í höfn á Hvammstanga © mynd Þorgeir Baldursson 2009


                  7192. Gló KE 92, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                 2574. Guðbjartur SH 45, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                2387. Kristín KÓ 251, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009

15.10.2009 18:43

Fátækur námsmaður


                  Björn Sigurbergsson © mynd þorgeir Baldursson
Hérna má sjá Bjössa sem að i dag er 1 stýrimaður á Klakki SH 501 þegar hann var
fátækur námsmaður i stýrimannaskólanum á Dalvik fyrir mart löngu

15.10.2009 18:26

Skipstjórinn frægi


             Skipstjórinn frægi Lúddi Brynjarsson © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Árni Geir

15.10.2009 14:22

Guðmundur í Tungu BA 214


        1393. Guðmundur í Tungu BA 214 © úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson

Smíðanr. 8 hjá Sterkoder Mek Verksted A/S í Kristiansund, Noregi 1968, Sökk í námunda við Færeyjar, er Hvanneyrin var að draga hann erlendis. Hafði skemmst mikið er hann lenti í ís í Reykjafjarðarál 1988. Eftir það lá hann við bryggju á Akureyri, þar til hann var dreginn út, en hann var afskráður 28. okt. 1992.

Nöfn: Nord Rollnes  T-3-H, Trausti ÍS 300, Guðmundur í Tungu BA 214, Sveinborg GK 70, Sveinborg SI 70 og Þorsteinn EA 610.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1040
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060456
Samtals gestir: 50932
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:18:51
www.mbl.is