Færslur: 2009 Október

10.10.2009 16:57

Ísilögð Tálknafjarðarhöfn




                                                     2432. Njörður BA 114,


           2367. Bangsi BA 337 © myndir úr Flota Tálknfirðinga, Birna Rán Tryggvadóttir

10.10.2009 16:45

Pálmar RE 7 / Gullþór KE 87


                            721. Pálmar RE 7 © mynd Snorri Snorrason


                       721. Gullþór KE 87, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðaður á Seyðisfirði 1946. Stækkaður 1949. Brenndur á áramótabrennu í Keflavík 31. des. 1986.

Nöfn: Pálmar NS 11, Pálmar RE 7, Valur RE 7, Guðmundur Þór SU 121, Dalaröst NS 56, Stakkafell SK 10, Haftindur HF 123, Sigurbjörg VE 62 og Gullþór KE 87.

10.10.2009 15:53

Núpur BA 4 / Núpur BA 69


                                                    1591. Núpur BA 4


                                                 1591. Núpur BA 69


                                                  1591. Núpur BA 69


           1591. Núpur BA 69 © myndir úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson


10.10.2009 12:34

Keilir II AK 4


                        2604. Keilir II AK 4 © loftmynd Þórarinn Ingi Ingason í okt. 2009

10.10.2009 12:30

Þórir SF 77




´                           Þórir SF 77 © loftmyndir Þórarinn Ingi Ingason í okt. 2009

10.10.2009 07:50

Þekkið þið þennan ? Hugsanlega Vilborg ST 100

Hvaða bátur hér er á ferðinni veit síðuritari ekki en myndirnar eru teknar suður af Snæfellsnesi, snemma í vikunni. Einhvað nafn er á stýrishúsinu, en það er of dauft til að hægt sé að lesa það, þó myndirnar séu stækkaðar. Á hliðum stýrishússins eru fimm stafar númer sem byrjar á A-, þá eru fánalitirnir íslensku málaðir á bátinn að framan, annað veit ég ekki um bátinn. Þó sá síðuritari að hann var við bryggju í nágrenni Kaffivagnsins í Reykjavík sl. miðvikudag, en hafði þá ekki tækifæri til að skoða hann nánar, enda þá ekki kominn með myndirnar.  Það væri því gaman er einhver ykkar lesendur góðir vissi einhver deili á bátnum.
















                        Þekkið þið bátinn?  © myndir Þórarinn Ingi Ingason í okt. 2009

Éf um réttar ágiskanir séu að ræða um að þetta sé 1262. Vilborg ST 100, þá er þetta saga viðkomandi báts:

Smíðanr. 1 hjá Vör hf. á Akureyri 1972. Fiskiskip til 2005, að hann var skráður sem farþegaskip. Skemmdist mikið af eldi á Skjálfanda 2. sept. 2008. Dreginn til Húsavíkur af Sæborgu ÞH 55 og 8. október 2008 sótti Keilir SI 145 bátinn og dró til Siglufjarðar til viðgerðar.

Nöfn: Sjöfn ÞH 142, Ásgeir Torfason ÍS 96, Rúna RE 150, Óskar ÍS 68, Guðbjörg GK 517, Sigurpáll ÞH 130 og Vilborg ST 100.

10.10.2009 00:01

Portúgal


                              Frá Sagres, fyrsta sjómannaskóla Hinriks sægreifa


                                                          Í Lagos


                                                         Í Lagos Marina


                                                            Lagos


                                                       Marina Albufeira


                                                        Marina Faro


                              Portúgalskur fiskihundur © myndir Svafar Gestsson

09.10.2009 20:51

Loftmyndir yfir sjó af Ársæl ÁR 66, Mána ÁR 70 og Sandvíking ÁR 14

Þyrluflugstjórinn Þórainn Ingi Ingason kom færandi hendi, enn einu sinni nú í vikunni, eftir þyrluflug, þar sem hann tók fyrir okkur myndir til birtingar á síðunni og munu þær koma inn á síðuna í kvöld og á morgun. Sendum við Þórarni eða Tóta eins og hann er almennt kallaður, bestu þakkir fyrir og hér sjáum við hluta af sendingunni eða fjórar myndir af þremur ÁR bátum.


                                                    1014. Ársæll ÁR 66

Smíðanr. 21 hjá Brattvag Skipsinnredning A/S í Brattvaag í Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1982.

Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320, Arney KE 50, Auðunn ÍS 110, Nansen ÍS 16, Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og Ársæll ÁR 66.




                                                          1829. Máni ÁR 70

Smíðaður hjá Mossholmes Marine í Rönnang, Svíþjóð 1987. Lengdur 1995.

Nöfn: Dofri ÁR 43, Dofri ÍS 243 og Máni ÁR 70.


                   1254. Sandvíkingur ÁR 14 © myndir Þórarinn Ingi Ingason í okt. 2009

Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. Seyðisfirði 1972, umbyggður, breikkaður, lengdur og borðhækkaður 1995.

Nöfn: Höfrungur SU 66, Arnar KE 260, Arnar SH 157, Arnar RE 400, Fönix VE 24 og Sandvíkingur ÁR 14.

09.10.2009 16:37

Baldvin Njálsson GK 400


   2182, Baldvin Njálsson GK 400, í Hafnarfjarðarhöfn í fyrradag, fulllestaður bæði af sjávarfangi og olíu © mynd Emil Páll 7. okt. 2009

Smíðanr. 636 hjá Constrcciones Navales Santodomingo A/S í Vigó á Spáni 1990.

Nöfn: Grimnöy T-52-T, Otto Wathne NS 90, Rán HF 42 og Baldvin Njálsson GK 400.

09.10.2009 16:33

Berglín GK 300


              1905. Berglín GK 300, á Stakksfirði © mynd Baldvin Þór Bergþórsson 2009

Það er svo stutt síðan að saga hans var sögð, eða aðeins nokkrar vikur og því læt ég það vera núna, nema séróskir komi þar um.

09.10.2009 16:24

Brynjólfur VE 3


           1753. Brynjólfur VE 3, í Reykjavíkurhöfn í fyrradag © mynd Emil Páll 7. okt. 2009

Smíðanr. 37 hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi 1987 sem sérútbúið rækjuveiðiskip með frystingu um borð. Styttur í Slippnum í Reykjavík 2005 og í beinu framhaldi af því siglt til Póllands þar sem skipasmíðastöðin Skipapol í Gdansk þar sem rækjulinan og frystitækin, ásamt tilheyrandi búnaði var fjarlægður, auk þess sem skipið var allt tekið í gegn og lestar stækkaðar.

Nöfn: Gissur ÁR 6, Gissur ÞH 37, Flatey ÞH 383 og Brynjólfur VE 3.

09.10.2009 14:43

Fengur HF 89 ex Tenor kominn í slippdokkina á Akureyri










                 2719. Fengur HF 89 ex Tenor © myndir Þorgeir Baldursson í okt. 2009

09.10.2009 14:31

Skuldsettur Lómur 2 án rafmagns


                      Lómur 2, í Kópavogshöfn í fyrradag © mynd Emil Páll 7. okt. 2009

Frá því í júní 2008 hefur stór og mikill togari Lómur 2 legið við bryggju í Kópavogshöfn. Togarinn sem er i eigu íslenskts fyrirtækis, er með heimahöfn í Tallin og er mjög skuldsett. Talið er að um 170 milljónir hvíli á skipinu, auk þess sem það skuldar hálfa aðra milljón í hafnargjöld og þess vegna hefur nú verið klippt á rafmagn til skipsins og því má búðast við skemmdum á því nú er vetrarkuldar hefjast.
Togarinn var áður m.a. gerður út á rækjuveiðar á Flæmska hattinum og hefur verið til sölu og var búið að selja hann í fyrra er kreppan varð til þess að sú sala fór út um þúfur.

09.10.2009 13:48

Eyborg EA 59 í slipp á Akureyri

Hér kemur myndasyrpa frá Eyborg EA 59 þar sem hún er í slipp á Akureyri. Fyrst birtist þó mynd af skipstjóra togarans.


             Skipstjórinn á Eyborg EA 59







               2190. Eyborg EA 59 í slipp á Akureyri © myndir Þorgeir Baldursson í okt. 2009

09.10.2009 11:20

Bjarmi BA 326 / Geir KE 1


               1321. Bjarmi BA 326 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson


                                         1321. Geir KE 1 © mynd Emil Páll 2009

Smíðanr. 314 hjá  Brastad Shipsbyggeri í Vestnes, Noregi 1968. Yfirbyggður Sandgerði 1975. Lengur og endurbættur hjá Þorgeir & Ellert hf. Akranesi 1998. Lengdur og yfirbyggður hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1998.

Átti að seljast til Kenýu í nóv. 1992, en skipið fór aldrei þangað, en lá þess í stað í Þorlákshöfn þar til það var selt til Keflavíkur í nóv. 1993. Fyrir mistök var númerið ÍS 207 málað á bátinn í Njarðvíkurslipp í lok sept. 1995, en átti átti að fara á bátinn við hliðina. Var það lagfært degi síðar. Eigendur fluttu með bátinn til Grænlands 2002, en hann kom fljótlega til baka.

Nöfn: Ben Senior N194Ö, Reynir GK 177, Júlíus ÁR 111. Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Jóhannes Ívar ÍS 207 (sjá hér fyrir ofan), Jóhannes Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Bjarmi, aftur Bjarmi BA 326 og Geir KE 1.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060410
Samtals gestir: 50929
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:57:41
www.mbl.is