Færslur: 2021 Ágúst22.08.2021 07:26Á leið i Pottinn
Skrifað af Þorgeir 21.08.2021 15:24Gunnar Nielsson Ea 555
Skrifað af Þorgeir 21.08.2021 08:37Kaldbakur EA 1 úr slipp i gær
Skrifað af Þorgeir 20.08.2021 23:04Ragnar yfirgefur Island
Skrifað af Þorgeir 20.08.2021 07:47Viðir EA 423 til hafnar á AkureyriMagnús Ingólfsson skipstjóri á Viði EA 423 var brattur eftir strandveiðitimabilið þegar hann kom til Akureyrar i gærmorgun en báturinn var að mestu leiti gerður út frá Skagaströnd i sumar
Skrifað af Þorgeir 19.08.2021 20:55Sigrún Hrönn Þh 36
Skrifað af Þorgeir 19.08.2021 07:23Vonast eftir jákvæðum niðurstöðum
Væntingar eru um jákvæðar niðurstöður úr loðnuleiðangri sem hefst í byrjun september. Mælingar á ungloðnu haustið 2020 leiddu til þess að gefinn var út upphafskvóti fyrir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn. Vísitala ungloðnu í leiðangrinum fyrir ári var sú næsthæsta frá upphafi slíkra mælinga. Ef ekki væri varúðarnálgun í aflareglu upp á fyrrnefnd 400 þúsund tonn hefði upphafskvótinn verið yfir 700 þúsund tonn. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ljósmynd/?Hafrannsóknastofnun Venju samkvæmt verður upphafskvótinn endurskoðaður að loknum leiðangrinum í september. Lokaráðgjöf verður gefin út að loknum mælingum í janúar og febrúar. Eftir mikla leit og mælingar á loðnustofninum var gefinn út kvóti upp á samtals 127.300 tonn fyrir vertíðina síðasta vetur, en árin tvö á undan voru engar loðnuveiðar heimilaðar. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur, segir að í byrjun september verði lagt af stað í hefðbundinn tæplega 20 daga haustleiðangur á tveimur rannsóknaskipum. Bjarni Sæmundsson fer á vegum Hafrannsóknastofnunar og Árni Friðriksson hefur verið leigður af Grænlendingum til loðnurannsókna á sama tíma. Samvinna verður um rannsóknir og verður rannsóknasvæðið hafið norður af Íslandi og landgrunnið við Austur-Grænland. Farið verður vestur fyrir Angmaksalik og norður fyrir Shannon-eyju og 75. gráðu ef ís og veður hamla ekki mælingum. Kynþroska loðna á ferðinniBirkir segir ekki óeðlilegt að væntingar séu bundnar við leiðangurinn miðað við mælingar á ungloðnu haustið 2020, en sá árgangur ber uppi veiði næsta vetrar. Þá mældust um 146 milljarðar einstaklinga eða 734 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en samkvæmt aflareglu þarf yfir 50 milljarða til að mæla með upphafsaflamarki. Í árlegum makrílleiðangri Árna Friðrikssonar í júlí varð vart við kynþroska loðnu fyrir norðan land, m.a. meðfram landgrunnsbrúninni. Birkir segir að ekki sé óvanalegt að á þessu svæði sé eitthvað af ókynþroska loðnu en óvanalegt sé að þarna sé stór kynþroska loðna. Hann segir að eftir sé að vinna nánar úr gögnum um það hversu langt þessi loðna hafi verið komin í þroska með tilliti til hrygningar. Frétt af mbl.isMakríllinn er á víð og dreifHann segir viðbúið að miðað við sterkan árgang sem vonandi sé á leiðinni sé loðnu víðar að finna en síðustu ár. Líklegast segir hann að þessi loðna komi til hrygningar á hefðbundnum tíma næsta vetur og gefi þá fyrirheit um að vel sé að rætast úr með þennan árgang. Kynþroska loðna sem fannst í þorskmögum í Eyjafirði í sumarbyrjun, en þá var farið í nokkrar rannsóknarferðir á minni bátum. Ljósmynd/?Hafrannsóknastofnun Minna var af hrognaloðnu nyrðraUndanfarin ár hafa borist fréttir af síðbúinni hrygningu loðnu fyrir norðan land. Til að meta stöðuna í ár fóru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar í nokkra túra á minni bátum í maí og júní. Birkir Bárðarson segir að erfitt sé með samanburð, en það sé samhljómur meðal heimamanna, sem rætt var við, um að minna hafi verið af hrognaloðnu við Norðurland í ár en nokkur ár þar á undan. Könnuð voru svæði frá Siglufirði austur í Þistilfjörð. Birkir segist að gerðar hafi verið tilraunir til að bergmálsmæla hvort marktækt magn væri á ferðinni. Skoðaðir voru líklegir hrygningarblettir, myndavélar voru notaðar til að mynda fisk í torfum og hugsanleg loðnuhrogn á botninum og háfar notaðir til að ná loðnu og öðrum sýnum. Myndirnar til hliðar eru teknar í einum þessara rannsóknarróðra. Þá voru tekin sýni úr fiskmögum og annað slagið var þar að finna loðnu. Í Eyjafirði fannst í slíkum sýnum óhrygnd loðna sem hefði að líkindum hrygnt í júní. Þá voru tekin húðsýni úr hnúfubökum, en með efnagreiningu er vonast til að hægt verði að sjá hvað hvalirnir höfðu verið að éta. Birkir segir að með þessum mælingum hafi ekki sést afgerandi magn af loðnu, hvorki til veiða né til að hafa áhrif á stofnmat. AF 200 milum mbl.is Myndir Þorgeir Baldursson og Hafrannsóknarstofnun 2021 Skrifað af Þorgeir 19.08.2021 06:33Strandveiðum 2021 lokið
Heimilt verður að veiða 11.100 tonn í strandveiðum ársins, s.s. maí, júní, júlí og ágúst 2021. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa. Reglugerð um strandveiðar ársins hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og hefur Fiskistofa opnað fyrir umsóknir um strandveiðileyfi. Í reglugerðinni segir jafnframt að hverjum strandveiðibát verði heimilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tímabilinu. Óheimilt er að stunda strandveiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Hver veiðiferð má eigi standa yfir lengur en 14 klukkustundir og má afli ekki vera umfram 650 kíló í hverri ferð. Óheimilt er að hafa fleiri en fjórar handfærarúllur um borð. Heildarveiðiheimildirnar eru einungis í einum potti en veiðileyfin skiptast á fjögur svæði: Eyja- og Miklaholtshreppur – Súðavíkurhreppur, Strandabyggð – Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit – Djúpavogshreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður – Borgarbyggð. Ljóst var í júlí að heimildir til strandveiða myndu ekki duga og ákvað Kristján Þór Júlíussin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka þær um 1.171 tonn. Við það varð heildarmagn veiðiheimilda strandveiða í þorski 11.171 tonn. Talið var að aflaviðmiðun myndi duga út ágúst þegar tekið var mið af þróuninni á þessu ári og gang strandveiða í ágúst í fyrra þegar dagsaflinn nam 175 tonn að meðaltali. „En fiskveiðar falla ekki alltaf inn í excelskjölin þó það sé óbrigðult hjá Hafrannsóknastofnun. Strandveiðarnar nú eru gott dæmi um þetta. Saman fer einmuna tíð og mokafli, þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun mæli stöðuga lækkun á viðmiðunarstofni þorsks,“ segir í færslu LS. „Einhverjum dytti til hugar að segja að hér fari hljóð og mynd ekki saman. Afli strandveiðiflotans hefur haldist ótrúlega stöðugur ásamt fjölda báta, en vísitala Hafrannsóknastofnunar lítur út eins og rússíbani.“ Fram kom í kynningu Hafrannsóknastofnunar á veiðiráðgjöf vegna fiskveiðiársins 2021/?2022 (sem hefst 1. september) að stærð íslenska þorskstofnins hafi verið ofmetin undanfarin ár. Var viðmiðunarstofn þorsks í fyrra raunverulega 982 þúsund tonn en ekki 1.208 þúsund tonn eins og áður var talið, eða tæplega 19% minni. Viðmiðunarstofn þorsks í ár er talinn nema 941 þúsund tonn.
Skrifað af Þorgeir 15.08.2021 11:19Nær alltaf með hámarksskammt
Sígur á seinni hluta strandveiða.Strandveiðar hafa gengið með miklum ágætum í sumar á flestum svæðum en áberandi mestur hefur aflinn verið á svæði A þar sem hann var kominn yfir fimm þúsund tonn í byrjun vikunnar. Þar eru líka flest útgefin leyfi, 264 alls. Í byrjun vikunnar nam heildaraflinn á öllum svæðunum fjórum rúmum tíu þúsund tonnum. Óveidd eru því ekki nema rétt rúmlega tvö þúsund tonn. Halldór Gunnar Ólafsson, skipstjóri á Lofti HU á Skagaströnd, var úti á spegilsléttum Húnafirðinum í 18 gráðu hita að draga þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn. „Það er heitt í veðri og stundum lítið rek en þetta hefur gengið ágætlega til þessa og verið mjög gott að undanförnu. Ég byrjaði strax á strandveiðunum í maí og náði tólf róðrum í þeim mánuði. Í júní voru róðrarnir 11, 12 í júlí og svo er spurningin sú hvað teygist úr þessu núna. Það er ekki mikið eftir í pottinum og ég er vonast til þess að ná kannski fjórum til fimm dögum til viðbótar áður en þessu lýkur,“ segir Halldór Gunnar. Upphaflegi potturinn var 11.100 tonn en svo var bætt í hann 1.171 tonni af þorski 20. júlí sl. Alls eru útgefin leyfi núna 688 talsins en voru 676 í fyrra. Meðaltalsafli á bát það sem af er á þessu ári er 15,2 tonn og meðalafli í róðri 673 kg. Þetta er fjórða sumarið sem Halldór Gunnar er á strandveiðum. „Það hefur verið fínn fiskur hérna í flóanum að undanförnu. Þetta hefur mjög mikið verið 5 kg plús fiskur, allt að 400 kg í róðri og kannski um 100 kg af 8 kg fiski og þaðan af þyngri og restin eithvað bland. Þetta hefur annars að langmestu leyti verið þorskur og eittvað lítið af ufsa með.“ Ufsinn er utan kvóta og strandveiðimenn mega veiða hann eins og þá lystir. Útgerðin fær 80% af andvirði ufsans sem seldur er á markaði og 20% rennur til verkefnasjóðs sjávarútvegsins þegar uppboðskostnaður og hafnagjöld hafa verið dregin frá. Halldór Gunnar er sáttur við verðið sem hefur fengist á mörkuðum. Fyrir blandað þorskkóð hafi fengist á milli 350-360 krónur á kílóið og frá 400-440 kr. fyrir 5 kg+ fiskinn. 8 kg+ fiskur hafi hæst farið á 560-570 kr. kílóið. „Ég hef verið heppinn á þessu sumri. Þeir eru ekki nema tveir róðrar sem mig vantaði einhver 100 kg upp á að ná 770 kg af óslægðu. Aðrir róðrar hafa skilað mér hámarksskammtinum. Ég er með fjórar rúllur og það er alveg hægt að svitna yfir þessu þegar maður hittir á blettinn og fiskurinn bítur ört á krókana. Ég hef verið að fara út um klukkan hálffjögur á næturna og yfirleitt verið kominn aftur í land um klukkan tvö eða þrjú síðdegis. Maímánuður var alveg einstaklega góður og þá var ég oft að koma í land í kringum hádegi.“ Halldór Gunnar er einnig framkvæmdastjóri Bio Pol sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd sem stundar rannsóknir á lífríki Húnaflóa og stuðlar að nýsköpun innan sjávarútvegs á svæðinu. Bio Pol rekur einnig vottað vinnslueldhús þar sem smáframleiðendur geta leigt sér aðstöðu og unnið úr sínum hráefnum í neytendapakkningar. Heimild Fiskifrettir Myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 15.08.2021 07:53Lif og fjör á Pollinum á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 14.08.2021 19:52Helga María RE 1 landaði 170 tonnum í vikunni
Ísfisktogarinn Helga María AK hefur verið að veiðum á Vestfjarðamiðum í allt sumar og hafa aflabrögð verið með ágætum að sögn Friðleifs Einarssonar, skipstjóra. Frá því segir á heimasíðu Brims að um mikil viðbrigði frá nokkrum síðustu sumrum sé að ræða þegar skipin þurftu að fara norður fyrir land til að fá afla vegna ördeyðu á Vestfjarðamiðum. Aflinn í síðustu veiðiferð var um 170 tonn. Uppistaðan var þorskur en einnig veiddist töluvert af karfa. Aðrar tegundir voru ufsi og ýsa. „Við byrjuðum á grunnslóðinni, Látragrunni og þar um kring, tókum svo karfaskammtinn okkar í Víkurálnum og enduðum svo í þorski á Kögurgrunni,” segir Friðleifur en hann segir ufsann hafa gert vart við sig af og til. „Við reynum að forðast ýsuna eftir megni og svo er karfi alls staðar. Reyndar hefur karfinn verið að gefa eftir á Halanum en þangað var ekki farandi fyrr í sumar vegna mikillar karfagengdar. Það hefur ekki verið mikið af fiski í kantinum norður af Patreksfirði nú seinni partinn í sumar en það á væntanlega eftir að lagast.” Nú líður að lokum kvótaársins en Friðleifur býst ekki við miklum áherslubreytingum þótt nýtt kvótaár gangi í garð. „Markaðurinn ræður veiðum og vinnslu og við náum í þann afla sem vantar hverju sinni,” segir Friðleifur. Skrifað af Þorgeir 14.08.2021 08:28Aflýsa sjávarútvegssýningunni IceFish
Búið er að aflýsa alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Icelandic Fisheries Exhibition (IceFish) sem átti að fara fram 15. til 17. september í Fífunni í Kópavogi vegna samkomutakmarkanna. Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri sjávarútvegssýningarinnar, segir í tilkynningu að ákvörðunin sé þungbær og að sýningunni verði frestað til þess að tryggja öryggi allra sem kom að henni. IceFish hefur verið haldin á þriggja ára fresti og býður gestum tækifæri til að hitta bæði innlenda og alþjóðlega kaupendur og birgja á sviði atvinnuveiða.
Skrifað af Þorgeir 14.08.2021 00:05Stakkur SU 200
Skrifað af Þorgeir 12.08.2021 06:35Dragnótabátar i Sandgerði
Skrifað af Þorgeir 11.08.2021 21:08Börkur og Beitir til heimahafnar
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1569 Gestir í dag: 49 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060985 Samtals gestir: 50952 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 18:00:53 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is