Færslur: 2022 Maí23.05.2022 12:50Landsvala gestur um borð i Ljósafell su 70i siðustu viku þegar ljósfell Su var á veiðum i Berufjarðarál birtist hópur af Landsvölum sem að greinilega voru ornar þreyttar eftir langt flug og rigningu og stóð hópurinn umþað bil 10 fuglar að finna sér skjól tveir þeirra birtust skyndilega inni brú en gekk illa að rata aftur út en með hjálp Skipstjórans Guðjóns Antons blessaðist þetta allt saman læt fljóta með nokkrar myndir af atburðarrásinni
Skrifað af Þorgeir 23.05.2022 12:12Barði Nk 120 nýskveraður á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 20.05.2022 06:17Þórunn Sveinsdóttir ve 401
Skrifað af Þorgeir 18.05.2022 23:11FDA FINN fiskeldisbátur
Skrifað af Þorgeir 17.05.2022 10:59Stebbi Gunnars á Fáskrúðsfirði
Skrifað af Þorgeir 15.05.2022 18:31Frosti þH 230
Skrifað af Þorgeir 15.05.2022 17:24Gletta EA á Hauganesi
Gletta EA. Bátur þessi stendur nú fyrir framan veitingastaðinn Bakkalá á Hauganesi. Það litla sem um bátinn er vitað er að frá Húsavík kom hann hér í Eyjafjörðinn. Á Húsavík var báturinn í eigu Helga Jónssonar sem seldi hann Þórólfi Þorsteinssyni á Svalbarðseyri. Árni Ólason á Hauganesi keypti bátinn af Þórólfi og lét smíða á hann stýrishús sem staðsett var aftan miðju bátsins. Frá Árna fór báturinn til Halldórs Gunnarssonar, Hauganesi og frá Halldóri til Júlíusar Steingrímssonar, mjólkurbílstjóra. Á Dalvíkurárunum var báturinn kallaður "Ostur." eða "Osturinn." Júlíus smíðað nýtt stýrishús á bátinn úr trefjaplasti og valdi því stað framan miðju. Örn Viðar Einarsson, Hauganesi keypti bátinn frá Dalvík en næsti eigandi hans var Örn Traustason, Hauganesi. Flest öll bönd bátsins voru endurnýjuð er báturinn var í eigu Arnar Traustasonar. Núverandi eigandi bátsins er Elvar Reykjalín, Hauganesi og er hann nú að finna, árið 2022, framan við veitingastaðinn Bakkalá á staðnum. Þrátt fyrir mikla leit að þeim sem smíðaði bátinn þá hefur ekki tekist að finna hann. Sagnir herma þó að smiður þessi hafi smíðað annan bát nákvæmlega eins og úr sama efni. Hafa skal á bak við eyrað að þó að báturinn sé hér flokkaður með bátum smíðuðum á Eyjafjarðarsvæðinu þá kemur einnig til greina að svo hafi ekki verið en ætla má þó að norðanlands sé hann smíðaður. Viti einhver eitthvað meira um bát þennan þá eru upplýsingar vel þegnar. Heimildir. Fyrri eigendur. Skrifað af Þorgeir 15.05.2022 17:17Sólrún EA og Særún EA á Árskógsandi i dag
Skrifað af Þorgeir 15.05.2022 11:29Samherjaskip mætast
Skrifað af Þorgeir 09.05.2022 23:19Július Geirmundsson is 270
Skrifað af Þorgeir 09.05.2022 21:37Lif og fjör hja trilluköllum i BótinniÞað var lif og fjör hjá trillukörlum i morgun þegar ég mætti i Sandgerðisbótina voru nokkrir farnir af stað til veiða en aflabrögð voru i rólegri kantinum þvi að um kl 10 i morgun fór að kula úr norðri svo að erfiðra varð að finna fiskinn og var aflinn frá 100 -400 Kg á bát læt hér fylgja nokkrar myndir frá þvi i dag
Skrifað af Þorgeir 08.05.2022 08:39Beitir NK 123 á landleið með fullfermi
Skrifað af Þorgeir 07.05.2022 03:57Samherji kaupir AkrabergAkraberg FD 10 ex Guðbjörg IS mynd oddremi Samherji hefur keypt frystitogarann Akraberg Fd 10 af Framherja í Færeyjum, sem Samherji á þriðjungshlut í. Skipið var smíðað 1994 í Noregi fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og hét upphaflega Guðbjörg ÍS. „Við ætlum að nota skipið til að veiða grálúðu í íslensku lögsögunni,“ sagði Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja. Grálúðan verður hausuð, sporðskorin og heilfryst um borð. Skipið er væntanlegt í næsta mánuði. Það mun fá nafnið Snæfell og heimahöfn þess verður á Akureyri. Það verður hrein viðbót við flota Samherja og reiknar Kristján með að 18 menn verði í áhöfn. Hann sagði að skipinu hefði verið vel viðhaldið og alltaf fiskað vel. Hrönn hf. rann inn í Samherja 1997 sem þá eignaðist togarann. Hann var seldur til Þýskalands og hét þá Hannover NC. Skipið kom aftur í flota Samherja 2002, var lengt um tæpa 18 metra, breytt í fjölveiðiskip og fékk nafnið Baldvin Þorsteinsson EA. Það fór aftur til Þýskalands 2007. og fékk nafnið Odra Nc 110 Framherji keypti skipið 2013 og hefur gert út síðan. Framherji fær nýjan togara í næsta mánuði og þess vegna var Akrabergið selt. gudni@mbl.is
Skrifað af Þorgeir 04.05.2022 21:58Góð veiði við Örvæntinguna
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær. Bróðurparturinn af aflanum var þorskur en einnig nokkuð af ýsu, ufsa og karfa. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að túrinn hafi gengið vel í alla staði. „ Aflinn var um 115 tonn þannig að það er ekki hægt að kvarta. Við vorum að veiða í Berufjarðarálnum og við Örvæntingu og síðan tókum við tvö hol á Lónsbugtinni. Þetta gekk afar vel. Það er verulegt magn af þorski á þessum slóðum og það virtist vera að Lónsbugtin væri þakin af ýsu. Við urðum þarna til dæmis varir við töluvert af smáýsu. Það var sannast sagna fínasti afli í þessum túr og allt í lukkunnar velstandi,“ segir Steinþór. Gullver mun halda á ný til veiða í fyrramálið. Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1114 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120240 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is