Færslur: 2008 September27.09.2008 21:03Á ArnarstapaSamkvæmt vef Fiskistofu hefur Bárður SH 81 ehf. á Arnarstapa hafið útgerð á Happasæl KE 94. Sama útgerðarfélag á aflaskipið Bárð SH 81, en það er nú í lengingu hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. 2660. Happasæll KE 94, mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Emil Páli 27.09.2008 15:05Alert FR 336Í júní 1995 kom þetta skoska skip sem var frá Fraserburgh til Njarðvíkur til að sækja skrokk sem smíðaður hafði verið í Noregi og kom til Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur 19. júnar 1983. Stóð til að ljúka smíði hans í Njarðvík, en þrátt fyrir að ýmsir vildu kaupa það skip, lá ljóst að ekki fengist á hann kvóti og því varð ekkert úr smíði. Skrokkurinn var þó merktur sem Brúsi SN 7 og hófst lokafrágangur í janúar 1995 og 22. júní það ár er hann var sjósettur var búið að setja á hann stýrishús, perustefni o.fl. Dró Alert FR 336 síðan skrokkinn til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar lauk frágangi á skrokknum og báturinn hóf veiðar sem Fairhfull III, en vera hans í útgerð varð þó ekki löng, þar sem hann sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998. Þess skal getið að Skipasmíðastöð Njarðvíkur flutti inn fleiri skrokka og varð úr þeim íslensk skip.
Skrifað af Emil Páli 27.09.2008 00:11Haukafell SF 1112038. Haukafell SF 111, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 26.09.2008 22:15Víðir EA í kvótahopp og svo í pottinnÍ dag föstudag átti togarinn Víðir EA 910 að láta úr höfn á Akureyri og er för hans heitið til Noregs, en þangað hefur hann verið seldur. Fyrst fer hann í svokallað kvótahopp, þ.e. hann er skráður inn sem fiskiskip og fær á sig kvóta, en eftir nokkra mánuði fer hann síðan í pottinn fræga. Þetta er leið sem Norðmenn eru ötulir við að fara fyrst með bátana í kvótahopp og síðan í pottinn eftir örfáa mánuði. 1376. Víðir EA 910, mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 26.09.2008 22:02Þór Pétursson ÞH 502017. Þór Pétursson ÞH 50, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 26.09.2008 13:53Bit VikingÞetta tankskip kom í gær með olíu til Helguvíkurhafnar, en áður hafði það losað í Reykjavík. Skipið er með heimahöfn í Skárhamn. Bit Viking kemur þvert yfir Stakksfjörðinn frá Reykjavík og stefnir á Helguvíkina. Mynd Emil Páll Skipið undir Hólmsbergi, framan við Helguvík, meðan beðið er eftir hafnsögumanni, mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 25.09.2008 23:22Haftindur HF 123993. Haftindur HF 123, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 25.09.2008 23:19Jósef Geir ÁR 361266. Jósef Geir ÁR 36, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 25.09.2008 18:29Seafast til NoregsNýverið sjósetti Seigla á Akureyri nýjan plastbát sem smíðaður var fyrir norskan markað. Meðfylgjandi myndir tók Þorgeir Baldursson, þegar hann fór frá Akureyri kvöld eitt, en þá var förinni heiti til nýrrar heimahafnar, en sökum brælu komust þeir ekki nema til Seyðisfjarðar þar sem þeir biðu eftir betra veðri. Á þessum myndum Þorgeirs Baldurssonar sjáum við bátinn, tækin í stýrishúsinu og skipstjóran sem sigldi honum út. Skrifað af Emil Páli og Þorgeir 25.09.2008 02:21Gísli Árni RE 3751002. Gísli Árni RE 375 á gullaldarárum rækjuveiðanna, mynd úr safni Péturs Sigurgeirs Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 25.09.2008 02:14Stakkanes ÍS 8481036. Stakkanes ÍS 848, myndir úr safni Péturs Sigurgeirs Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is