Færslur: 2008 September

11.09.2008 07:26

Bolli KE 46


                             1248. Bolli KE 46 © mynd Emil Páll 1988

11.09.2008 07:23

Kristján KE 21


                       712. Kristján KE 21 © mynd Emil Páll 1977

10.09.2008 23:43

Grigoriy Mikheev


                                           Grigoriy Mikheev © mynd Emil Páll 2008

10.09.2008 23:38

Sírius

Smíðað 1972 hjá Hjörungavaag Mek. Verksted A/S í Hjörungavaag í Noregi sm.no. 16
 og hét fyrst, Bremer Roland, 1984 Anne Sofía og 2000 Sirius.

                          Síríus © mynd Þorgeir Baldursson 2007

10.09.2008 23:34

Sunna

Skipið er smíðað 1977, sennilega hjá Imbari Shipbuilding Co. Ltd. í Imbari hvar svo sem það er sm.no.181. Hét það fyrst Dalsland, 1986 Dellach, 2003 Sunna og heitir í dag Mariam Hope og er í Cambodíu.

                       Sunna © mynd Þorgeir Baldursson 2005

10.09.2008 21:43

Antarctic Dream


Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hafa rannsóknarskip svonefndir heimskautafarar haft reglulegar viðkomur í Keflavíkurhöfn á undanförnum árum og munu nokkur þeirra koma fram eftir hausti, og önnur hafa þegar haft viðkomu. Með skipunum eru farþegar sem fara í land í Keflavík og taka flug frá landinu, en á móti koma aðrir sem fara um borð. Skip það sem kom í morgun heitir Antarctic Dream og er skráð á Panama. Var það með 80 farþega og var skipið að koma frá Svalbarða en það hefur verið á siglingu um norðurslóðir í sumar. Héðan fer Antarctic Dream til heimahafnar í Chile en sigling þangað tekur fjórar vikur.
 Meðan skipin stoppa í Keflavík tekur það vistir hér svo og eldsneyti, auk þess sem ýmis önnur þjónusta fer fram við skipin. Eins var með þetta skip, auk þess sem iðnaðarmenn voru að störfum í skipinu í dag.
                Antarctic Dream í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll 2008


10.09.2008 00:00

Hornbjarg úr djúpinu rís


 1977. Júlíus Geirmundsson ÍS 270 og Hornbjargið í baksýn © mynd Þorgeir Baldursson 2008

09.09.2008 23:49

Skipaljósmyndun


                       © myndir þorgeir Baldursson 2008
Björgvin EA 311 var á veiðum á austfjarðamiðum i fyrradag og þegar skipin mættust fórum við Bóbó skipst á Björgvin og ég útá sitthvorn brúarvænginn og tókum myndir af skipunum og hérna má sjá mina hlið málsins ég vil samt taka það fram að neðri myndin er croppuð útúr þeirri efri og þar að leiðandi talsvert óskýr

09.09.2008 22:38

Kossinn langi á Austfjarðarmiðum

Kossinn langi. Tveir spánverjar kyssast á Austfjarðamiðunum í gær fv er Freri og Venus sá blái. 
             Freri og Venus á Austfjarðarmiðum í gær © mynd Þorgeir Baldursson 2008

09.09.2008 22:25

Lýsisskip strandaði á Ísafirði

Lýsisskip strandaði í Sundunum á Ísafirði fyrir um kl. hálf níu í kvöld. Drapst á vél skipsins sem rak stefnið upp í sandbakka í firðinum. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson og hafnsögubáturinn Sturla Halldórsson komu strax á staðinn. Búið er að draga skipið út og fór allt betur en á horfðist í fyrstu. Engan sakaði. Skipið liggur nú við bryggju og er verið að skoða það.  Skipið, sem heitir Leoni Theresa, er 90 metra langt, um 2300 brúttótonn og siglir undir fána Gíbraltar. Um 12 manns eru áhöfn skipsins, sem er rússnesk.

                                         Lýsisskipið Leoni Theresa á Eskifirði í síðustu viku

                                    © myndir Þorgeir Baldursson 2008

09.09.2008 15:57

Úr Dauðadeildinni í pottinn

Nú í nokkur ár hefur það orð loðað við Njarðvíkurhöfn að vera kölluð DAUÐADEILDIN, ástæðan er sú að mörg þeirra skipa sem þar hafa legið, hafa í raun ekki beðið neitt annað en að verða fargað með einhverjum hætti. Nú eru þar nokkrir fiskibátar og einn farþegabátur sem trúlega eiga ekkert annað eftir en að fara í pottinn. Að vísu eru þarna 3 eikarbátar, sem sögur segja að eigi að endurbyggja og nota í ferðaþjónustu. Undir lok vikunnar er ráðgert að eitt þessara skipa Tjaldarnes GK 525 fari fyrir eigin vélarafli til Danmerkur í brotajárn (pottinn) og hafi í togi með sér annan sem staðið hefur um tíma uppi í Njarðvíkurslipp, Hannes Andrésson SH 747.

Þrír þeirra báta sem rætt er um hér að ofan, 124. Tjaldanes GK 525, 163. Jóhanna Margrét SI 11 og 929. Svanur KE 90.

                                                  124. Tjaldanes GK 525

                  582. Hannes Andrésson SH 747 © myndir Emil Páll 2008

 

09.09.2008 00:16

Háey II ÞH 275


              2757. Háey II  ÞH 275 © mynd Þorgeir Baldursson 2008

09.09.2008 00:06

Sæþór AK 7


                             1779. Sæþór AK 7 © mynd Emil Páll 2008

09.09.2008 00:00

Guðmundur Jónsson ST 17


        2571. Guðmundur Jónsson ST 17 © mynd Guðjón H. Arngrímsson 2008

08.09.2008 15:03

Kristbjörg HF 177


           239. Kristbjörg HF 177 ex Örvar II SH © mynd Emil Páll 2008

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is