Færslur: 2008 Október21.10.2008 17:11Helgi Helgason rifinnMynd sú sem hér birtist sýnir þegar hafist var handa við að rífa Helga Helgason Ve í slippnum á Akureyri á árunum 1964-1965. En mynd þessa sendi Þorsteinn Pétursson okkur. Helgi Helgason VE rifinn á Akureyri © mynd Þorsteinn Pétursson Skrifað af Emil Páli 21.10.2008 10:53Gissur hvíti í brúarskiptumHér aðeins fyrir neðan er fjallað um Gissur hvíta HU 35 ex SF 55, þegar hann var í eigu Særúnar ehf., á Blönduósi og var rauður með nýja brú. Þorgeir Baldursson átti í safni sínu myndir af því þegar skipt var um brúnna og þó ekki sé alveg öruggt hvernær það gerðist er helst fallist á að það hafi verið árið 1996. Hér sjáum við fjórar myndir Þorgeirs frá þessum tímamótum. 964. Gissur hvíti HU 35 ex SF 55 © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 21.10.2008 00:52Afi Aggi EA 399399. Afi Aggi EA 399 ex Kári GK 146 © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 20.10.2008 22:52Gissur hvíti SF 55Hér sjáum við tvo af þeim bátum sem borið hafa nafnið Gissur hvíti SF 55. 1629. Gissur hvíti SF 55 © mynd Tryggvi Sig. 964. Gissur hvíti SF 55 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 20.10.2008 20:04Sá elsti sem enn er í rekstriÞessi bátur hefur frá aldamótum verið elsti bátur landsins, smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1930. Upphaflega hét hann Huginn GK 341 og var úr Vogum, en í dag heitir hann Fengsæll ÍS 83. Hér birtum við mynd eftir Tryggva Sig, af honum er hann bar nafnið Ingólfur GK 125, en það nafn bar hann á árunum 1978-1988. 824. Ingólfur GK 125 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 20.10.2008 13:23Söguleg staðfestingMynd sú sem nú birtist er í raun staðfesting, sem hvergi hefur komið fram í skipaskrám. Málið snýst um það að Jónas Jónasson GK 101 frá Njarðvík var seldur til Eskifjarðar í maí 1966 og síðan brann hann og sökk 3. júní sama ár milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Fram að þessu er aðeins talað um að hann hafi haldið fyrra nafni þegar það gerðist, en á þessari mynd Tryggva Sig, kemur í ljós að hann hafði fengið nafnið Birkir SU 519 og sést raunar að málað hafði verið yfir fyrra nafn á stýrishúsinu og númerið að framan til að sitja hið nýja á. Með öðrum orðum það var Birkir SU 519 sem áður hét Jónas Jónasson GK 101 sem brann og sökk þarna. 622. Birkir SU 519 ex Jónas Jónasson GK 101 © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 19.10.2008 23:08Þröstur KE 51Um þennan bát hefur mikið verið fjallað hér á síðunni en hann heitir í dag Maron GK 522 og ný nýlega birtist einmitt mynd af honum hér á síðunnu. Hér birtum við tvær myndir af honum er hann bar nafnið Þröstur KE 51. 363. Þröstur KE 51 © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 19.10.2008 21:58Valdimar GK og Vesturborg GKHér sjáum við sama bátinn undir tveimur nöfnum. Fyrst er það Vesturborg GK 195 sem var í eigu Valdimars hf. í Vogum og er myndinn tekinn þegar hann kom nýkeyptur til landsins en þá kom hann fyrst til Njarðvíkur. Síðari myndin er af bátnum eftir að hann laut nafnið Valdimar GK 195 og er í eigu Þorbjörns hf. í Grindavík, en sú mynd er einmitt tekin í Grindavík. 2354. Vesturborg GK 195 2354. Valdimar GK 195 © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 19.10.2008 16:46Jón Stefánsson VE 49Hér sjáum við bátinn nýjan, en nánar er fjallað um hann á síðu Hafþórs í dag. 621. Jón Stefánsson VE 49 © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 19.10.2008 11:28Ófeigur III á strandstaðEins og menn muna margir hverjir þá strandaði Ófeigur III VE 325 við Þorlákshöfn 20. feb. 1988 og ónýttist þar. Nú hefur Valur Stefánsson sent okkur þessa mynd frá strandstað og færum við honum bestu þakkir fyrir. 707. Ófeigur III VE 325 á strandstað við Þorlákshöfn © mynd Valur Stefánsson Skrifað af Emil Páli 19.10.2008 08:30Hafnarey SF 36Bátur þessi var smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1961 og var tekinn af skrá 1986. Ástæðan var að hann sökk í Hornarfjarðarhöfn eftir að togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 bakkaði stjórnlaust á hann 13. jan. 1986. Bátnum var bjargað upp og var Björgunarfélaginu gefinn hann, en það seldi hann síðan til Dráttarbrautar Keflavíkur sem ætlaði að endurbyggja bátinn. Þótt ótrúlegt sé þá sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur og var fljótlega tekinn upp í slipp hjá Dráttarbrautinni. En þar sem ljóst varð fljótlega að hann myndi ekki fást aftur skráður varð bið á endurbyggingu. Er Dráttarbrautin varð síðan gjaldþrota var endanlega ákveðið að endurbyggja hann ekki. Var hann því bútaður í tvennt 23. maí 1990 og brendur á áramótabrennu við Aðalgötu í Keflavík sama ár. 469. Hafnarey SF 36 komin til Keflavíkur © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 18.10.2008 22:32Jón Finnsson GK 506Jón Finnsson GK 506 © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is