Færslur: 2008 Október12.10.2008 16:03Týr kemur með þann færeyska til ReykjavíkurVarðskipið Týr kom um kl. 14 í dag til Reykjavíkur með færeyska togarann Rasmus Effersöe TG 2, sem áður hét Haukur GK 25 frá Sandgerði. En Týr sótti togarann til Grænlands eftir að ósk hafði borist um það frá togaranum. Að sjálfsögðu var okkar maður Jón Páll Ásgeirsson á staðnum og tók fyrir okkur þessa mynd og sendum við honum bestu þakkir fyrir. Týr kemur með Rasmus Effersöe til Reykjavíkur í dag © mynd Jón Páll Ásgeirsson Skrifað af Emil Páli 12.10.2008 15:35Sæfari ÁR kominn líka í sæbjúguveiðarnar1964. Sæfari ÁR 170 liggur utan á 1639. Dalaröst GK 150 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll Ekki áttu menn von á að þegar Dalaröstin var keypt frá Húsavík til Sandgerðis í vetur til að veiða Sæbjúgur að það væri eitthvað til að byggja á. Nú hefur það þó sannast að svo er, því búið er að kaupa annan bát til veiðanna, en það er Sæfaxi ÁR 170 eru báðir bátarnir gerðir út frá Sandgerði. Hér sjáum við veiðarfæri bátanna sem þeir nota á Sæbjúgun © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 12.10.2008 03:10Bjarni Sæmundsson RE 301131. Bjarni Sæmundsson RE 30 © mynd Guðjón H. Arngrímsson Skrifað af Emil Páli 12.10.2008 00:39Erlingur VE og Erlingur II VE á síldveiðum392. Erlingur VE 295 462. Erlingur II VE 395 © myndir úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 11.10.2008 21:06Dúddi Gísla sjósetturEinn af lesendum síðunnar Gunnar Th. var staddur í dag niður við Hafnarfjarðarhöfn, er fram fór sjósetning Dúdda Gísla GK 48, þess sama og var til sýnis á Sjávarútvegssýningunni á dögunum. Þar sem Gunnar var aðeins með símann sinn með sér lét hann sig hafa það og tók þessar líka góðu myndir af athöfninni og lánaði okkur til birtingar. Þess má geta að um leið og báturinn var kominn í sjó, var vél hans komin í gang. Sendum við Gunnari bestu þakkir fyrir. Svona í smá framhjáhlaupi, þá hefur eldri Dúddi Gísla, nú verið seldur til Hafnarfjarðar og skráður sem Ólafur HF 200, en fyrrum Ólafur HF 200 hefur verið skráður HF 120. 2778. Dúddi Gísla GK 48, sjósettur í Hafnarfirði í dag © (síma)myndir Gunnar Th. Skrifað af Emil Páli 11.10.2008 13:11Ísfélag VE 1Á Sjávarútvegssýningunni í Fífunni á dögunum voru mörg skipslíkön til sýnis og þ.á.m. þetta sem sýndir nýsmíði fyrir Ísfélag Vestmannaeyja og smellti Þorgeir Baldursson þá ad því meðfylgjandi mynd. Ísfélag VE 1 stendur á líkaninu © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 11.10.2008 13:02Gitte Henning L 349Á síðu Ingólfs Þorleifssonar 123.is/golli er hann með hlekk beint á heimasíðu danska uppsjávar veiðiskipsins Gitte Henning. Þar inni er fjöldi mynda af smíði nýja skipsins sem sjósett var í vor. Þetta er glæsilegt skip sem smíðað er hjá Karstensens Skibsværft & Maskinværksted í Danmörku, og hefur smíðanúmerið 408. Þessi sama skipasmíðastöð er að smíða nýja Þórunni Sveinsdóttur VE. Á nýliðinni Sjávarútvegssýningu var sýnt líkan af skipinu og tók þá Þorgeir Baldursson mynd þá sem birtist hér með. Skrifað af Emil Páli 10.10.2008 17:19Elliði GK 44543. Elliði GK 445 © mynd Tryggvi Sig. 43. Elliði GK 445 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 10.10.2008 07:12En hver er nú þetta?Mynd sú sem nú birtist var tekin af bátnum eftir að hann náði landi eftir mikið óveður þar sem m.a. frammastrið brotnaði eins og sést á myndinni. Komst hann inn til Keflavíkur þar sem myndinvoru tekin, en hann hafði verið úti á Faxaflóa þegar veðrið skall á bátnum á leið frá Ólafsvík. til nýrrar heimahafnar á Austfjörðum. Raunar fóru leikar þannig að hann var ekki gerður upp eftir þetta sjótjón, heldur lauk hann ferli sínum á áramótabrennu hálfu öðru ári síðar.En hver er báturinn? © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is