Færslur: 2009 Apríl28.04.2009 06:16Pétur Mikli, Selur o.fl. í HelguvíkÍ góða veðrinu í gær tók Emil Páll meðfylgjandi myndir við hafnarframkvæmdirnar í Helguvík. Þar sjáum við þau fjögur fley sem notuð eru við framkvæmdirnar. Annars vegar Pétur Mikla og með honum er prammi sem við höldum að heiti Steinunn, þá er það Selur og Svavar sem eru saman og að lokum er ein mynd af Sel sigla með fullfermi af grjóti út á mikið dýpi. Í síðasta mánuði birtum við mynd af Pétri Mikla fyrir þá sem vilja sjá hvernig hann lítur út. 7487. Pétur Mikli og óþekktur prammi, hugsanlega Steinunn 5935. Selur og 2255. Svavar 5935. Selur á siglingu með fullfermi © myndir Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 27.04.2009 19:29RANNSÓKNARSKIP I SLIPPNUMNeptune EA 41 og Póseidon EA 303 ex (Harðbakur ) myndir Þorgeir Baldursson 2009 Hérna má sjá Neptune EA 41 ssnr 2266 og Póseidon EA 303 ssnr 1412 en seinnaskipið hefur nú verið málað i sömu litum og mun brátt fara til rannsóknarstafa erlendis reiknanð er með þvi að Neptune EA fari af stað um um kl 18 á morgun Skrifað af Þorgeir 27.04.2009 16:31Á reki í HafnarfjarðarhöfnOft getur rekald í sjónum valdið miklu tjóni, hvort sem það eru rekaviðadrumbar eða eitthvað annað. En það sem tíðindamaður síðunnar rakst á í Hafnarfjarðarhöfn í dag á siglingaleið smábátanna, er nokkuð óvenjuleg og getur örugglega verið stórhættulegt. Hér er um að ræða gas- eða súrefniskút af stóru gerðinni. Þetta var á reki í Hafnarfjarðarhöfn í dag á siglingaleið smábátanna © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 27.04.2009 14:49Jóna Eðvalds II nú Krossöy frá Noregi
Skrifað af Emil Páli 27.04.2009 06:12Frá ReykjavíkurhöfnHér birtum við þrjár myndir sem teknar voru í Reykjavíkurhöfn fyrir örfáum vikum. Tvær sýna gamla báta sem legið hafa lengi í höfninni og sú þriðja er tekin í smábátahöfninni. Á fyrstu myndinni sjáum við Geir Goða RE og Dúu SH, sem ber á myndinni leikararnafnið Póseidon sem sett var á bátinn, þegar hann var notaður í kvikmynd í ágúst sl. Á þeirri næstu sjást Hallgrímur BA, Surprise HU, Steinunn RE, Steinunn Finnbogadóttir SH ex RE og Adólf RE. Á þriðju myndinni eru það litlubátanir, auk Árnessins sem nú er humarveitingastaður og Andreu. Dúa SH, hér með leikaranafnið Póseidon og Geir Goði RE Hallgrímur BA, Surprise HU, Steinunn SF, Steinunn Finnbogadóttir SH ex RE og Adolf RE Litlu bátarnir, ásamt Andreu og Árnesi sem nú er notað sem humarveitingastaður © myndir Þorgeir Baldursson 2009. Skrifað af Emil Páli 27.04.2009 06:06Úr HafnarfjarðarhöfnFrá Hafnarfjarðarhöfn: Þarna sjást Íslandsbersi HF, Magnús Ingimarsson SH nú Hafsteinn SK, Glaður ÍS, Númi KÓ, Erna HF, Hrefna HF, Pólaris frá Reykjavík og Ígull HF. © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 27.04.2009 04:48Grænland eða Færeyjar ?Óþekkt höfn á Grænlandi eða í Færeyjum © mynd Húnbogi Valsson Skrifað af Emil Páli 26.04.2009 23:27ÁburðarlöndunEdmy Bergen Imo 7926409 © mynd þorgeir baldursson 2009 Enn eitt áburðar skipið var að landa hérna á Akureyri i dag þegar siðuritari átti leið um bryggjuna og eins og myndirnar bera með sér var farið að minnka i lestinni ekki vissi ég hvað miklu var landað af áburði en skipið lét úr höfn um kl 20/30 i kvöld Skrifað af Þorgeir 26.04.2009 00:14Gægir HU 3125978. Gægir HU 312 ex Elín Björk SI 84 © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 25.04.2009 00:03Bergur VE 44 og EldborgÞessi þriggja mynda syrpa var tekin í slippnum í Reykjavík nú í vikunni og sýnir togaranna Berg VE 44 og Eldborg sem hefur heimahöfn í Tallin. Myndasmiðurinn var Emil Páll. 2677. Bergur VE 44 F.v. Eldborg og Bergur VE 44 Eldborg með heimahöfn í Tallin © myndir Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1529 Gestir í dag: 19 Flettingar í gær: 2617 Gestir í gær: 121 Samtals flettingar: 1327011 Samtals gestir: 56630 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:25:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is