Færslur: 2009 Apríl09.04.2009 23:25Íslandsbersi HF, Magnús Ingimarsson SH og Glaður ÍSHér sjáum við Íslandsbersa HF 13, Magnús Ingimarsson SH 301 og Glað ÍS 221 í Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi. 2099. Íslandsbersi HF 13, 1850. Magnús Ingimarsson SH 301 og 1922. Glaður ÍS 221 © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 09.04.2009 23:14Lundey NS 14 og Faxi RE 9Hér birtist smá syrpa með bátunum Lundey NS 14 og Faxa RE 9 sem Þorgeir Baldursson tók fyrir rúmri viku í og við Reykjavíkurhöfn. Lundey NS 14 Lundey NS 14 og Faxi RE 9 á ytri-höfninni í Reykjavík © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 09.04.2009 13:32Ber vel fullfermiNú áðan kom Muggur KE 57, 15 tonna bátur sem byggður var á síðasta ári hjá Sólplasti í Sandgerði með um 16 tonna afla að landi í Sandgerði. Eins og sést á myndinni ber hann aflann vel, en lestin var full, auk þess sem fiskur var í körum á þilfarinu. 2771. Muggur KE 57, kemur að landi í Sandgerði núna áðan, það er ekki hægt að segja annað en að hann beri nánast fullfermi vel Lestin full og fiskur í körum á þilfarinu, annar eiganda Jóhann Jónsson sést á myndinni © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 09.04.2009 10:42Jörundur II RE 299 / Hamar SH 224253. Jörundur II RE 299 © mynd Snorri Snorrason 253. Hamar SH 224 © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 09.04.2009 10:34Jón Jónsson SH 187 / Fanney HU 83619. Jón Jónsson SH 187 © mynd Snorri Snorrason 619. Fanney HU 83 © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 08.04.2009 23:09Fréttir af miðunum©myndir þorgeir baldursson 2009 Þeir voru kampakátir félaganir stefán Daniel Ingasson og Tómas Theódórsson með þessa stóru Löngu sem að kom um borð i kvöld hún var um 2 metrar á lengd auk þess var hrognasekkurinn um 5 kiló að þyngd og hérna fyrir ofan má sjá Stefán með sekkinn Skrifað af Þorgeir 08.04.2009 23:03Ocean Tiger R 38Ocean Tiger R 38 í Hafnarfirði um síðustu helgi © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 08.04.2009 22:13Havborg FD 1185 ex Bessi ÍS 410Færeyski togarinn Havborg FD 1185 ex Havborg FD 1160 ex South island TG 111 ex Bessi ÍS 410 í Hafnarfirði um síðustu helgi © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 08.04.2009 19:48Sæljós GK selt frá Sandgerði til DjúpavogsStálbáturinn Sæljós GK 185 sem var með heimahöfn í Sandgerði hefur nú verið seldur Ósnesi og Eyfreyjunesi á Djúpavogi og er hann þegar kominn austur. Frá sölunni var sagt á skipasíðu Ragnars Pálssonar og vitnað í heimasíðu Djúpavogs. 1068. Sæljós GK 185 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 08.04.2009 14:43Minna tjón en haldið varNú er ljóst að tjónið af völdum brunans í Oddi á Nesi SI 76 er mun minna en haldið var. Eins og sést á myndinni er yfirbygging bátsins illa brunnin, en þar með er nánast upptalið það sem ónýtt er og mest allt neðan þilja er óbrunnið. Því verður gert við bátinn þó það liggi ekki fyrir hvar það verði gert eða hverjir láta gera það. Þá virðist liggja fyrir að upptök eldsins voru ekki frá logsuðu eins og haldið var heldur eitthvað nálægt eldavélinni, en þar hafði engin logsuða farið fram. Svona lítur báturinn út í dag © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 07.04.2009 22:06Sólbakur rauf 1000 tonna múrinnSamkvæmt upplýsingum á aflasíðu Gísla Reynissonar rauf Sólbakur EA ( áður Kaldbakur EA) 1000 tonna múrinn núna í mars. Er það nokkuð sjaldfjæft að togari komist yfir 1000 tonn, og síðast gerði Ásbjörn RE það fyrir nokkrum árum síðan. Sólbakur kom inn til Reykjavíkur sl. sunnudag og var strax landað úr honum og fór hann síðan aftur út að kvöldi mánudags, en þann dag tók Þorgeir Baldursson með fylgjandi myndir af togaranum. 1395. Sólbakur EA 1 í Reykjavíkurhöfn um síðustu helgi © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 07.04.2009 15:43Fleiri myndir frá Skinney SF 20Bræðurnir Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir á Hornafirði sendi okkur tvær myndir til viðbótar sem teknar voru eftir að Skinney SF 20 kom að bryggju í heimahöfn sinni í dag. Önnur sýnir trolldekkið og hin skipstjóra skipsins Margeir Guðmundsson. Margeir Guðmundsson skipstjóri í brú skipsins við komuna til Hornafjarðar Trolldekkið © myndir Andri Snær og Bragi Fannar Skrifað af Emil Páli 07.04.2009 10:22Nýja Skinney kominÞorsteinn Guðmundsson á Hornafirði tók þessar myndir af Skinney SF 20 er hún var fyrir utan Hornafjörð í morgun og sendum við honum bestu þakkir fyrir. 2732. Skinney SF 20 fyrir utan heimahöfnina Hornafjörð í morgun © myndir Þorsteinn Guðmundsson Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is