Færslur: 2009 Maí17.05.2009 00:13Skagaröst KE 34762. Skagaröst KE 34 © mynd Snorri Snorrason Byggður í Nykobing M. Danmörku 1958. Er hann var sjósettur í Limafirði bar hann nafnið Vörður, en áður en hann var afhentur varð nafnið Heimir orðið ofan á. Nöfn: Heimur SU 100, Skagaröst KE 34, Skagaröst ST 34, Ingibjörn ST 37 og Ingibjörg BA 204. Úreltur í des. 1991. Skrifað af Emil Páli 17.05.2009 00:01Sæborg KE 102824. Sæborg KE 102 © mynd Snorri Snorrason Bátur þessi er enn í útgerð og var m.a. birt mynd af honum hér á síðunni fyrir fáum dögum sem Fengsæll ÍS. Annars er saga hans þessi: Hann var smíðaður í Fredrikssund, í Danmörku 1930 og endurbyggður í Keflavík 1971-1972. Síðustu níu árin fyrir endurbyggingu þótti hann nokkuð óhrjálegur og gekk þá undir nafninu, TORFBÆRINN. Árið 1989 var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins, 1993 var hann næst elsti bátur landsins og frá aldamótum eða frá árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins. Nöfn þau sem báturinn hefur borið á þessum tæpu 80 árum eru: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sævorg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og Fengsæll ÍS 83. Skrifað af Emil Páli 16.05.2009 00:01Haförn ÞH 1981186. Haförn ÞH 198 1186. Haförn kominn að landi með góðan rækjufarm © myndir Birgir Karlsson Skrifað af Emil Páli 15.05.2009 12:56Rautt Portland VE 97 til EyjaBenóný Benónýsson, yngri eða Binni eins og hann er kallaður, sendi okkur myndasyrpu sem tekin var af Portlandi VE 97, er skipið kom blátt að lit í Njarðvíkurslipp á dögunum og fór þaðan síðan í rauðum lit. Þá er ein mynd af Portlandi VE 97 komið til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Sendum við Binna kærar þakkir fyrir. 219. Portland VE 97 á leið inn í hús til litabreytinga hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur á dögunum Svona leit Portland út er það kom út úr húsinu Hér er Portland VE 97 komið í rauða litnum til sinnar heimahafnar í Vestmannaeyjum © myndir Benóný Benónýsson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 15.05.2009 00:07Elín Kristín GK 837423. Elín Kristín GK 83 © mynd Emil Páll maí 2009 Skrifað af Emil Páli 15.05.2009 00:01Flugaldan ST 542754. Flugaldan ST 54 © mynd Þorgeir Baldursson maí 2009 Skrifað af Emil Páli 14.05.2009 23:17Rækjuveiðar frá HvammstangaBirgir Karlsson sem býr á Hvammstanga og hefur lengi verið á sjó þaðan svo fyrir sendi okkur slatta af skemmtilegum myndum, sumar algjörar perlur, af bátum sem gerður voru út þaðan og eins öðrum sem hann var á fyrir sunnan. Munum við birta þessar myndir næstu daga og vikur, en þarna má m.a. sjá mannskap við rækjuveiðar, humarveiðar og netaveiðar. Fyrstu myndirnar sýna mannskap á Glað HU 67 á rækjuveiðum. Skrifað af Emil Páli 14.05.2009 00:13EskifjörðurHákarlaverkandi Lúðuhaus 6983. Hólmanes SU 1 sl. mánudag © myndir Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 14.05.2009 00:06Rýta ÍS 118Gunnar Th. sendi okkur þó nokkrar myndir fyrir nokkrum dögum og höfum við nú birt þær allar. Með þessari fylgdi eftirfarandi lesning: Ég læt fljóta með mynd af RYTU hans Gunnsteins vinar míns í Bolungavík. Gunnsteinn hefur í tvö eða þrjú ár dundað við að koma bátnum í stand eftir langa lega á kambi. RYTA er fallegasta trilla, hét upphaflega Jón Formaður RE en var síðast í eigu Leifa Ingólfs í Víkinni (sem er pabbi Ingólfs Þorleifssonar) 5239. Rýta ÍS 118 © mynd Gunnar Th. 2009 Skrifað af Emil Páli 14.05.2009 00:01Aðalsteinn Hannesson AK 355443. Aðalsteinn Hannesson AK 35 © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 13.05.2009 00:17Besiktas HallandUm þetta skip fræddi Óskar Franz okkur um og sagði: Basiktas Halland er smíðað 2008 hjá Karadeniz Gemi Insa í Tyrklandi sm.no.5.og mælist 7800 t. 122.66 m x17.20m. Besiktas Halland í Örfirisey sl. mánudag © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 13.05.2009 00:10FrengerFrenger © mynd Emil Páll 2009 Þetta rúmlega 40 ára gamla norska skip var í Reykjavíkurhöfn sl. mánudag og benti margt til þess að verið væri að undirbúa það til slipptöku. Annars hefur Óskar Franz útvegað okkur þessar upplýsingar um skipið: Frengen er smíðað 1967 hjá Frengen Slip & Motorverksted í Fevag í Noregi sm.no.3. og mælist 407 t. Upphaflega hét skipið Fengen,en árið 1982 fær það nafnið Frengoy,og svo aftur nafnið Fengen 2008. Skrifað af Emil Páli 13.05.2009 00:05EgersundEgersund á Eskifirði sl. mánudag. Frekari upplýsingar um skipið eru ókunnar © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is