Færslur: 2009 September

17.09.2009 00:08

Sandvík GK 57 / Þórarinn KE 18


                                         335. Sandvík GK 57 © mynd Emil Páll 1981


   335. Þórarinn KE 18 © Emil Páll 1982

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1954.
Nöfn Auðunn EA 57, Björg EA 57, Smári EA 57, Sandvík GK 57, Kristín Björg RE 115, Sandvík GK 57, Þórarinn KE 18 og Þórarinn GK 3. Tekinn úr rekstri 2002.

17.09.2009 00:01

Sædís EA 26


                     1618. Sædís EA 26 í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1997

Sm. hjá Vacht & Boatbuilder í Worshester, Englandi 1982. Afskráður sem fiskiskip 2006 og skráður sem skemmtibátur.
Nöfn: Sædís NS 54, Sædís EA 26, Sædís GK 260, Ásþór SH 888 og Alli Gamli BA 88.

16.09.2009 20:16

Hafnartindur SH 99


                   1957. Hafnartindur SH 99 í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

16.09.2009 20:13

Smyrill


                                        Smyrill © mynd Svafar Gestsson

16.09.2009 20:09

Fuglafjörður í Færeyjum


                            Fuglafjörður í Færeyjum © mynd Svafar Gestsson

16.09.2009 13:29

Skátinn GK sökk á Akranesi í morgun


                         1373. Skátinn GK 82 í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2007

Eftirfarandi frétt mátti lesa í Skessuhorni í morgun:

Bátur sökk við slippsbryggjuna á Akranesi

16. september 2009

Tæplega 30 tonna trébátur, Skátinn GK 82, sökk við slippsbryggjuna á Akranesi á tíunda tímanum í morgun. Báturinn hafði legið við bryggjuna í um vikutíma. Starfsmenn í Daníelsslippi voru að vinna um borð í bátnum dagana á undan og komið var að því að færa hann upp í slippinn. Báturinn er á bólakafi við bryggjuna en einungsi möstrin standa uppúr sjó. Til stendur að báturinn verði tekinn upp á morgun. Þá koma kafarar og kranabíll á staðinn og væntanlega kemur þá í ljós orsök þess að báturinn sökk, en ekkert var að veðri í nótt og starfsmenn Daníelsslipps segja að bönd sem báturinn var bundinn með við bryggjuna hafi verið í lagi.

Gunnar Richter í Daníelsslipp segir í samtali við Skessuhorn að þegar menn hafi komið að bátnum upp úr klukkan átta í morgun hafi allt virst í lagi, en svo virðist sem báturinn hafa sokkið á næsta klukkutímanum. Þó hljóti að hafa verið kominn sjór í bátinn í morgun, að sögn Gunnars. Skátinn GK er í eigu Gunnars Leifs Stefánssonar sem gerir út skip m.a. til hvalaskoðunar.

16.09.2009 12:04

Boston Wellvale FD 209 / Arnarnes ÍS 42


              Boston Wellvale FD 209 © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar


                1128. Arnarnes ÍS 42, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 1986

Smíðanr. 974 hjá Cook Welton & Gimmel Co Ltd í Berverley, Englandi 1961. Kjölur lagur 30. júní 1961 og togarinn afhentur 14. des. sama ár. Komst í eigu íslendinga eftir að hafa strandað 22. des. 1966 við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi og náð þar út aftur og varð þar með síðasti síðutogari íslendinga. 1986 var honum breyttí skuttogara, auk þess sem hann var yfirbyggður við bryggju í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði Í Njarðvík, áður hafði verið skipt um brú og fleiri endurbætur farið fram eftir að hafa brunnið illa í júní 1962 út af St. Kilda. Frá 1993 hefur hann að mestu verið gerður út frá Mexíkó og frá 1999 er hann skráður sem þjónustuskip fyrir túnfiskveiðar við Mexíkó.
Nöfn: Boston Wellvale FD 209, Boston Wellvale GY 407, Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70 og svo ýmist Arnarnes skráður erlendis eða Arnarnes SI 70 skráður hér heima og frá 1999 hefur hann verið skráður sem Copasa 1 og er frá Mexíkó.

16.09.2009 00:00

Með Hafnarröstinni í Ghana


                                                     Capt. Hinni


                                                       Capt. Hinni


                                        Svafar með áhöfninni


                                         Svafar með vélstjórunum sínum


                                              Danco bátsmaður


                                    Ein gömul © myndir Svafar Gestsson

15.09.2009 22:04

Erlingur SF 65 tekur ís í myrkrinu


                
  Þessar myndir voru teknar rétt fyrir kl. 22 í kvöld í Njarðvíkurhöfn er Erlingur SF 65 kom til að taka ís. Eru myndirnar teknar þvert yfir höfnina og án flass og er myndin óunnin að öllu leiti. Skarpari mynd má sjá á síðu Markúsar Karls Valssonar krusi.123.is


    1379. Erlingur SF 65 við ísturninn í Njarðvikurhöfn rétt fyrir kl. 22 í kvöld © myndir Emil Páll í september 2009

15.09.2009 18:59

Mikið um að vera í Akureyrarhöfn


  Akureyrarhöfn í dag © mynd Þorgeir Baldursson í sept. 2009. Eins og sést á myndinni er mikið um að vera í verkefnum sem tengjast m.a. slippnum

 

15.09.2009 18:54

Eyborg EA 59 komin heim


    2190. Eyborg EA 59, í Akureyrarhöfn í dag © mynd Þorgeir Baldursson í september 2009.
Sem kunnugt er þá hefur Eyborg verið gerð út erlendis nú um nokkra ára skeið, en hún kom aftur heim í gærmorgun er hún sigldi inn til Akureyrar

15.09.2009 17:55

Herjólfur i slipp á Akureyri



                             Herjólfur © myndir þorgeir Baldursson 2009

  Vestmannaeyjarferjan Herjólfur kom i morgun til Akureyrar i slipp og verður i að minnsta kosti 10 daga  Auk almennra viðgerða og viðhalds verður veltiugginn á skipinu lagfærður. Siglingastofnun/ Vegagerð standa fyrir breytingum vegna áætlaðra siglinga í Landeyjahöfn á næsta ári t.d. er ráðgert að bæta hlifina fyrir  skrúfu o.fl.

15.09.2009 13:42

Tryggvi kominn með síðu

Hinn þekkti bátaljósmyndari Tryggvi Sigurðsson í Vestmannaeyjum hefur nú opnað sína síðu og er hún með tenginguna batarogskip.123.is

Sendum við honum bestu óskir með nýju síðuna.

15.09.2009 08:57

Jöfur KE 17 / Berglín GK 300


                                1905. Jöfur KE 17, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll


             1905. Berglín GK 300, á Stakksfirði © mynd Baldvin Þór Bergþórsson 2009

Smíðanr. 33 hjá Stálvík hf. í Garðabæ. Gefið nafn 16. apríl 1988, hljóp af stokkum 17. apríl og afhentur 28. júlí 1988. Breytt í Póllandi 2004.
Nöfn: Jöfur KE 17, Jöfur ÍS 172 og Berglín GK 300.

15.09.2009 08:49

Þormóður Goði RE 209 / Beitir NK 123


                          226. Þormóður Goði RE 209 © mynd Snorri Snorrason


                                  226. Beitir NK 123 © mynd Þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 604137
Samtals gestir: 25436
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:38:56
www.mbl.is