Færslur: 2009 September08.09.2009 00:23Hamravík KE 7582. Hamravík KE 75 © mynd Emil Páll Smíðanr. 69 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk í Flekkefjord í Noregi 1963. Sú stöð keypti skipið aftur í júní 1979, en þó lá skipið við bryggju í Njarðvík, þar til í ágúst 1980. Í mars 1980, var lagt fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa innflutning á skipinu aftur og átti eigandi þá að verða Njörður hf. í Sandgerði, en frumvarpið dagaði uppi á Alþingi og því dró Goðinn skipið út í ágúst 1980. Eftir að skipið komst í norska eigu var því breytt í Brunnbát. Nöfn: Hamravík KE 75 og í Noregi hét það fyrst Hamravík og síðan Fröytrans, með heimahöfn í Vardö. Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 00:10Ingiber Ólafsson II GK 135965. Ingiber Ólafsson II GK 135 © mynd Emil Páll 1964 Smíðanr. 27 hjá Ulstein Mekaniska Verksted í Ulsteinsvik í Noregi 1964. Fyrsta íslenska skipið með bakka - hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1977, Lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur frá 1995. Úrelding 1995. Seldur til Færeyja í jan 1996, Lagt við bryggju Í Reykjavík og síðan fluttur til Njarðvíkur, enda fór báturinn aldrei til Færeyja. Tekinn í hús í Njarðvík 2002 til endurbyggingar, en hætt var við það. Að lokum dreginn frá Njarðvík 8. maí 2004 til Danmerkur í pottinn. Nöfn: Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66. Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 00:01Jóhann Guðnason KE 771333. Jóhann Guðnason KE 77 © mynd Emil Páll 1977 eða '78 Smíðanr. 51 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1973. Lengdur 1981. Yfirbyggður 1985. Var fyrsta íslenska fiskiskipið sem hafði um borð línubeitningavél (1975) Vélin var frá norska fyrirtækinu Mustad stöperi & Mek verksted A/S. Nöfn: Fjölnir ÍS 177, Bergþór KE 5, Jóhann Guðnason KE 77, Sigurður Þorleifsson GK 256, Eyfell EA 540, Kópanes SH 702 og á Írlandi Kópanes S 702. Seldur úr landi til Cork í Írlandi 7. ágúst1992. Fór í pottinn í Hull á Englandi 2006. Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 21:19Erling KE 451361. Erling KE 45 © mynd Emil Páll Smíðanr. 24 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri í Uskedalen í Noregi 1969. Yfirbyggður og breytt úr togskipi í nótaskip hjá Vélmsmiðjunni Herði hf. Njarðvík frá júlí 1977 til 1978. Lengdur 1986 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Stykkið sem sett var í bátinn til að lengja hann var smíðað upp í sveit í Danmörku og flutt hingað til lands. Nöfn: Stjernöysund, Pétur Jóhannsson SH 207, Seley SU 10 og Erling KE 45. Strandaði á Borgarboða við Hornafjörð 11. des. 1990 og sökk. Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 20:09Goði AK 501631. Goði AK 50 í höfn á Akranesi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Nýsmíði nr. 466 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði og var afhentur 10. júní 1982. Nöfn: Fálkinn NS 325, Sigurbára VE 249, Sveinbjörg SH 317, Sveinbjörg ÁR 317, Vörðufell GK 205, Vörðufell SF 200, Gæfa SF 2, Mundi Sæm SF 1 og Goði AK 50. Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 18:06Hvaða fyrirbæri var þetta og hvar var það staðsett?Hvaða fyrirbæri var þetta og hvar var það staðsett? © mynd úr safni Svafars Gestssonar Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 16:58Á Hafnarröstinni í GhanaSvafar Gestsson frá Húsavík, núverandi vélstjóri á Jónu Eðvalds SF, hefur sent okkur til birtingar mikið magn af myndum sem hann hefur tekið á skipum og af skipum víða um heim. Myndir þær sem hann sendi okkur nú eru t.a.m. teknar hérlendis, í Ghana, Færeyjum, Portúgal-Algarve, Póllandi, Marokko, Las Palmas og Skotlandi. Myndirnar sem teknar voru í Ghana, voru teknar er hann var vélstjóri á Húnarröstinni sem flaggað var í skamman tíma þangað niður eftir og kom síðan heim aftur. Sýna myndirnar lífið um borð, veiðarnar, önnur skip, fiskiflóruna og margt annað skemmtilegt.Verða þær birtar í smá skömmtun og dugar þetta örugglega í marga mánuði. Sjálfur hefur hann þetta að segja um aðstæður þarna: Í höfninni í Thema í Ghana varð maður að fara með myndavél eins og þjófur að nóttu þar sem herinn er með aðstöðu í sömu höfn og við vorum í og allar myndatökur bannaðar og var því fylgt strangt eftir. Það eru reyndar bara tvær hafnir í Ghana í Thema þar sem við vorum og svo Takoradi. Til að komast inn á hafnarsvæðið þurfti maður að hafa sérstakann hafnarpassa og fara í gegnum 4 hlið með tilheyrandi veseni. Fyrirtæki það sem ég vann hjá í Ghana heitir: Salvation Merchant Fishing company. Sendum við Svafari bestu þakkir fyrir. 249. Hafnarröst í Las Palmas Addy bókarinn hjá fyrirtækinu Anaman með rottu Áhöfn ásamt Bóbó skipstjóra Baracuta © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 00:20Úlla SH 2691637. Úlla SH 269, í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 00:17Egill SH 1951246. Egill SH 195, í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 00:12Rifsari SH 70´ 1856. Rifsari SH 70, á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 00:03Matthías SH 212463. Matthías SH 21, á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 07.09.2009 00:01Magnús SH 2051343. Magnús SH 205´, á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 06.09.2009 19:57Harpa RE 3421033. Harpa RE 342 © myndir Emil Páll Smíðanr. 324 hjá Werft N.V. Scheepsv. Deest í Deest í Hollandi 1967. Yfirbyggður og lengdur Danmörku 1977. Breytt í krabbaveiðiskip í Hafnarfirði 2002. Seld til Karabíska hafsins eftir að hafa skemmst mikið af eldi í ársbyrjun 1992 og þaðan seld til Grænlands. Nöfn: Harpa RE 342, Ammassat GR-18-82, Aqisseq GR 11-90 og Bjal Fighter GR 5-259 1971-1973 var skipið skráð sem Rauðanes ÞH en notaði ekki það nafn. Skrifað af Emil Páli 06.09.2009 18:24Þá er það síðasta byggðargetraunin í bili a.m.k. og spurt er hvar þetta sé?Hvaða staður er þetta? © mynd úr safni Svafars Gestssonar Skrifað af Emil Páli 06.09.2009 10:40Númi HF 62 ex KÓ 241487. Númi HF 62 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðanr. 15 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1977 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Hljóp af stokkum 15. júní 1977 og afhentur 1. júlí. Nöfn: Ásbjörg ST 9, Ásbjörg RE 79, Alli Júl ÞH 5, Valdimar SH 106, Númi KÓ 24 og Númi HF 62. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1064 Gestir í dag: 30 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060480 Samtals gestir: 50933 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is