Færslur: 2009 September04.09.2009 00:02Akraborg4. Akraborg © mynd Snorri Snorrason Sm. í Danmörku 1956 og kom ný hingað til lands. Seld til Englands 9. nóv. 1974. Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 22:54Frár VE 78Eins og stóð hér í umfjölluninni um Tryggva Sig, ætlaði ég að birta þessar myndir sem ég birti nú um Frá VE, þegar svar væri komið á getrauninni. En þar sem hún hefur reynst þyngri en ég átti von á og enn er ekki komið svar, birti ég samt myndirnar af Frá. Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 18:29Hvar er þessi mynd tekin?Hvar er þessi mynd tekin? © mynd úr safni Svafars Gestssonar Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 17:34Tryggvi Sigurðsson Drullusokkur nr. 1Svo þeir sem þekkja ekki til, haldi ekki að ég sé að valta yfir vin minn og þekktan skipaljósmyndara Tryggva Sigurðsson, þá er hann í mótorhjólaklúbb sem heitir Drullusokkar og heiti hans þar er Drullusokkur nr. 1. Í dag tók ég skemmtilega myndasyrpu í Njarðvíkurhöfn, er bátur sá sem Tryggvi er vélstjóri á Frár VE 78 var að koma úr slipp. En meðan á slippdvölinni stóð hafði Tryggvi með sér mótorhjólið sitt og tók það auðvitað um borð að nýju áður en haldið var heim á leið og eru myndirnar því helgaðar honum. 1595. Frár VE 78 tilbúinn til sjósetningar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag Eftir sjósetningu á Frá kom Tryggvi á mótórfáki sínum að skipshlið Áður en gengið er frá hjólinu til hífingar um borð þarf að taka af sér hjálminn Það er ekki sama hvernig tógið er sett á hjólið Ekki var þetta alveg nógu gott og því þurfti að laga áður en híft var Þetta er allt annað Hjólið komið á loft Svo allt færi nú eins og Tryggvi vildi sjálfur tók hann við stjórn kranans © myndir Emil Páll í september 2009 (í dag) Myndir af bátnum sjálfum koma í kvöld eftir að getraunin er komin. Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 00:15Garpur SH 95
Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 00:09Esjar SH 752330. Esjar SH 75 á Rifi sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrokkur bátsins er smíðaður í Crist í Gdansk í Póllandi og verki lokið hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1999 sem nýsmíði nr. 3. Lengdur hjá Stálorku og Málsmiðju Ella í Hafnarfirði frá nóf. 2002 til jan 2003. Hefur báturinn borið þetta eina nafn frá upphafi. Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 00:03Birta SH 131927. Birta SH 13 á Rifi sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðaður hjá Stálvík hf. í Garðabæ 1988. Lengdur í miðju 1994 af Orra hf. í Mosfellsbæ. Nöfn: Brimnes SH 717, Guðmundur Jensson SH 717, Freyja GK 364, Freyr GK 364, Valdi SH 94 og Birta SH 13. Skrifað af Emil Páli 03.09.2009 00:00Bára SH 272102. Bára SH 27 á Rifi sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíði þessa stálbáts hófst í Skipabrautinni hf í Njarðvík sem smíðaverkefni nr. 3 á árinu 1994, en sú smiðja varð gjaldþrota og því var smíðinni lokið hjá Ósey hf. í Hafnarfiðri í feb. 1996. Báturinn var síðan lengdur, breikkaður, þilfarið hækkað o.fl. hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi haustið 1996. Nöfn: Þórir SK 16, Þórir II ÁR 77, Arney HU 36, Arney HU 136 og Bára SH 27. Skrifað af Emil Páli 02.09.2009 20:4454 ára gamall, hefur borið 12 skráningar og er enn í útgerðÞeir eru ekki margir bátarnir sem enn eru í gangi þrátt fyrir að vera orðnir hálfrar aldar gamlir, hér birtum við þó myndir af einum slíkum og um annan og systurskip hans mundum við segja frá á næstunni. Sá sem við segjum frá núna hefur borið á þessum 54 árum þrjár skráningar og birtum við myndir af honum með þrjár þeirra og á einni myndinni sést hvernig hann lítur út í dag, en myndin var einmitt tekin í kvöld. 363. Þröstur ÍS 222 © mynd Emil Páll 1982-83 363. Þröstur KE 51 © mynd Emil Páll trúlega um 1988 363. Maron GK 522 í kvöld © mynd Emil Páll í september 2009 Smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Holland Launch N.V. í Amsterdam í Hollandi 1955. Stórviðgerð í Dráttarbraut Keflavíkur 1972, lengdur 1988 og nýtt þilfarshús sett á bátinn í Hafnarfirði 2002. Nöfn: Búðafell SU 90, Hópsnes GK 77, Hafberg GK 377, Torfhildur KE 32, Bjargey SH 230, Þröstur HU 131, Þröstur ÍS 222, Þröstur HF 51, Þröstur KE 51, Ósk KE 5, Þórunn GK 97 og Maron GK 522. Skrifað af Emil Páli 02.09.2009 20:21Alnafnar: Farsæll GK 162Hér sjáum við tvo alnafna sem báru nafnið Farsæll GK 162, þegar viðkomandi myndir voru teknar, en þó nokkur ár eru á milli þeirra eða tæplega 30 og eins er mikill stærðarmundur á bátunum, en báðar myndirnar eru tekar er þeir voru að koma til hafnar í Keflavík. 402. Farsæll GK 162 © mynd Emil Páll trúlega nálægt 1980 Smíðaður hjá Jóhanni Gislasyni í Hafnarfirði 1961 og bar nöfnin Farsæll GK 162, Fengsæll GK 262, Ingólfur GK 125 og Ingólfur HU 125. Úreltur 14. maí 1991. 1636. Farsæll GK 162 kemur í kvöld að landi, en hann er á dragnót í Buktinni © mynd Emil Páll í sept. 2009 Smíðaður í Grönhögena Sevents A/B í Degerhamn í Svíþjóð 1977. Er Grindvíkingar keyptu hann var hann með nafnið Lovísa, en óinnréttaður og sá Anotn Narváez um hönnun innréttingar og að innrétta bátinn. Þá var hann lengdur um 3 metra áður en hann kom hingað til lands í fyrsta sinn. En veiðar hóf hann frá Grindavík í febrúar 1983 og má því segja að Grindvíkingar hafi í raun verið fyrstu útgerðaraðilar bátsins. Báturinn strandaði á Hópsnesi við Grindavík 6. mars 1993 og náði Goðinn honum af strandstað nokkrum dögum síðar, ekki alvarlega skemmdum. Síðan var báturinn lengdur. hækkaður og nýr hvalbakur og ný brú sett á hann hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1996. Hér á landi fékk báturinn strax nafnið Farsæll GK 162 og hefur því borið það nafn í 26 ár. Skrifað af Emil Páli 02.09.2009 19:05Hvar er nú þetta?Hvar er nú þetta? © mynd úr safni Svafars Gestssonar Skrifað af Emil Páli 02.09.2009 12:21Vita- og varðskip16. Árvakur © mynd Snorri Snorrason 229. Þór og 159. Óðinn © mynd Emil Páll 231. Ægir © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 02.09.2009 01:19Hörku drátturSKAFTI HF 48 OG GUNNBJÖRN IS 302 © MYNDIR ÞORGEIR BALDURSSON 2009 Dráttarbátar Hafnarsamlagsins aðstoða Skafta við að komast að bryggju ©þorgeir skipaljósmyndaranir mættir Sigurður H Daviðsson og Brynjar Arnarsson ©þorgeir Rækjunni landað ©þorgeir Baldursson Gunnbjörn is 302 kom með Skafta HF 48 til hafnar á Akureyri i gærkveldi laust fyrir kvöldmat en skipin voru á veiðum á Rifsbanka Gir skipsins hafði bilað með þeim afleiðingum að aðalvélin ofhitnaði og ekki þótti ráðlegt að gangsetja hana aftur þvi var brugðið á það ráð að draga skipið til Akureyrar og landa úr skipunum aflinn um 40 tonn samtals eftir 4 sólahringa og var aflanum ekið i nótt vestur i Bonungarvik i rækuverksmiðju fyrirtækisins Skrifað af Þorgeir 02.09.2009 00:14Háberg EA 299HÁBERG EA 299 © Mynd þorgeir Baldursson 2009 Hjörvar Hjálmarsson skipst ©mynd þorgeir baldursson 2009 Sildarvinnslan i Neskaupsstað hefur tekið á leigu af samherja tog og nótaskipið Háberg EA 299 sem að samherji keypti til landsins nú á vormánuðun skipið mun fá það verkefni að vera hleri á móti Bjarna Ólafsson AK 70 og Berki NK 122 þegar skipin munu birja veiðar á norsk /islensku sildinni skipstjóri á Háberginu mun verða Hjörvar Hjálmarsson sem að áður var með Barða NK120 Skrifað af Þorgeir 01.09.2009 23:36Birtingur NK seldur1807 Birtingur NK 119 © Mynd þorgeir baldursson 2009 Sildarvinnslan i Neskaupsstað hefur selt tog og nótaskipið Birting NK 119 til Grænlands og mun skipið fá nafnið Erica kaupendur eru þeir sömu og áttu Ammasat .Siku og Ericu en hið siðastnemda var selt úr landi i fyrra og mun vera ætlun eigenda að skipið veiði loðnu og sildarkvóta Grænlands Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1064 Gestir í dag: 30 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060480 Samtals gestir: 50933 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is