Flokkur: blogg

11.08.2007 01:28

FISKISÚPAN DALVIK 2007

JÆJA NÚ ERU KOMNAR MYNDIR I MYNDAALBÚM AF FISKISÚPUKVÖLDINU 2007 ENDILEGA SKRIFIÐ VIÐ MYNIRNAR NÖFN FÓLKS EF AÐ ÞIÐ VITIÐ UM ÞAU NJÓTIÐ VEL GÓÐIR  HÁLSAR

10.08.2007 17:38

GUÐNÝ IS 266

HVAÐ GETA MENN SAGT MÉR UM ÞENNAN BÁT 

10.08.2007 16:54

SUÐUREYRI AFLA HÆÐST FYRIR VESTAN SIÐUSTU VIKU

  1. Suðureyri aflahæsta verstöðin í síðustu vikuSuðureyri var aflahæsta verstöð Vestfjarða í síðustu viku samkvæmt upplýsingum Fiskifrétta. Þar komu alls liðlega 62 tonn að landi, en í Bolungarvík rúmlega 57. Á Ísafirði komu tæplega 52 tonn að landi og tæplega 38 tonn á Patreksfirði. Á Tálknafirði og Flateyri kom lítið sem ekkert sjávarfang að landi í síðustu viku, 2,2 tonn á Flateyri og hálft tonn á Tálknafirði heimild bb.is myndir þorgeir

09.08.2007 13:17

Alrún is 103

Báturinn Arún ÍS-103 sökk við flotbryggjuna á Suðureyri í morgun. Arún er 5,5 brúttótonna færeyskur handfærabátur frá árinu 1990. Leki kom að bátnum og reynt var að dæla upp úr honum án árangurs og því fór sem fór. Nú liggur báturinn á botninum og bíður þess að vera komið á þurrt. heimild  BB .IS MYND ÞORGEIR BALD 2007

08.08.2007 02:10

Svanborg Ve 52

Hérna kemur einn gamall  úr eyjum Svanborg Ve 52 hver getur sagt sögu hennar hérna myndin er tekin árið 2001 i innsiglingunni i Vestmannaeyjum

08.08.2007 01:54

ÁSÚLFUR IS 202

HÉRNA  KEMUR NÆSTI BÁTUR  ÚR  BYGGÐASAFNINU AÐ VESTAN OG  HVAÐ GETA MENN SAGT UM SÖGU HANS OG AFDRIF

07.08.2007 02:06

GÓÐAR HORFUR MEÐ SILD OG MAKRILVEIÐAR

Norska skipið Libas er um þessar mundir í síldarrannsóknaleiðangri á svæðinu milli Íslands og Noregs. Athuganir benda til þess að útbreiðslusvæði norsk-íslensku síldarinnar hafi stækkað sem talið er lofa góðu um síldveiðar næsta árs. Þá hefur komið fram að makríll hefur leitað meira norður og vestur á bóginn en áður.

Leif Nöttestad fiskifræðingur sem er um borð í Libas segir í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren, að síld sé að finna bæði í íslenskri lögsögu, Síldarsmugunni og við Jan Mayen. Útlit sé fyrir að síldin sé nú á leið austur á bóginn í átt að norsku lögsögunni. Útbreiðslusvæði makríls hafi í ár færst meira til norðurs og vesturs en áður og mikið sé af ungum makríl í Síldarsmugunni og í norskri lögsögu.

Þegar Fiskaren hafði samband við Libas var skipið statt 72°20 N og stóð til að leita næst í austur- og norðurausturhluta Noregshafs en fara síðan í færeysku lögsöguna til þess að kanna útbreiðsluna til suðurs. ,,Stækkandi útbreiðslusvæði síldarinnar endurspeglar stóran stofn, hann er í góðu standi og átan sömuleiðis. Ennþá er of snemmt að spá fyrir um kvóta næsta árs en þó er hægt að segja að útlitið sé gott,? segir Nöttestad. Heimild Skip.is mynd ÞORGEIR BALDURSSON

05.08.2007 14:14

MARIA JÚLIA BA 36

Rakst á þetta gamla varðskip okkar islendinga i höfn á BONUNGARVIK fyrir skemmstu og nú er spurt hvað vita menn um sögu þessa skips góðir fræðimenn og hvað er ætlunin að gera við það  

04.08.2007 12:26

ISBORG IS 250

Set hérna inn mynd no 2 úr BYGGÐA SAFNINU Á ISAFIRÐI  myndin er af Isborgu is 250 OG ÞÆTTI MÉR GAMAN AÐ EINHVER MYNDI SEGJA SÖGU HENNAR OG HVAÐ UM HANA VARÐ

04.08.2007 01:21

EIN MEÐ ÖLLU AKUREYRI 2007

Ein með öllu hófst á Akureyri i gærkveldi og var kominn talsverður fjöldi fólks i bæinn  og þar á meðal voru HARA systur úr hveragerði LJÓTU HÁLVITARNIR frá Húsavik og svo verða ýmsir skemmtkraftar Björgvin Halldórsso og hljómsveitin Von frá Sauðarkróki. PÁLL ÓSKAR ,Sniglabandið, Magnús Prins póló ,Stuðmenn JÓVAN X-FACTOR Söngvaborg (Sigga Beinteins og Maria Björk) Helena Eyjólfs og Hvitir Mávar ásamt ýmum öðrum viðburðum sem að hægt er að nágast bæklinga yfir i sjoppum og bensinstöðvum i bænum

03.08.2007 00:49

ODRA NC 110 (EX BALDVIN ÞORSTEINSSON EA 10

Baldvin Þorsteinsson ea 10  hefur sem kunnugt er verið seldur til dótturfyrirtækis Samherja h/f i þýskalandi og hefur fengið nafnið ODRA NC 110og er skipið skráð i Cuxhaven og var það tekið niður úr slippnum á akureyri i gærkveldi og mun skipið sigla frá akureyri innan fárradaga

02.08.2007 16:53

ÁMINNING TIL ÖKUMANNA PASSA HRAÐANN

 HEIMILD AKUREYRI.NET  MYND ÞORGEIR Aukin löggæsla um verslunarmannahelgina -Virkt umferðareftirlit um land allt

Embætti ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að auka sérstaklega löggæslu um verslunarmannahelgina líkt og undanfarin ár. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit og fíkniefnalöggæslu.

Á síðustu vikum hafa embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu haft samstarf um skipulagt eftirlit með fíkniefnasölum með það að markmiði að draga úr framboði og sölu fíkniefna á þeim útisamkomum er haldnar verða um verslunarmannahelgina. Fíkniefnaeftirlitið vegna verslunarmannahelgarinnar hófst mánudaginn 23. júlí síðastliðinn. Síðan þá hefur verið leitað að fíkniefnum á 325 stöðum, í farangri, húsum og bílum. Þar af hafa fundist fíkniefni á 61 stað og hald langt á allar tegundir fíkniefna. Að auki hafa 30 ökumenn verið teknir undir áhrifum fíkniefna.

Fyrir og um verslunarmannahelgina munu þrjú teymi rannsóknarlögreglumanna ásamt fíkniefnaleitarhundum frá lögreglu og tollstjóranum í Reykjavík verða á ferðinni þar sem fólk safnast saman. Teymin munu verða öllum lögregluliðum landsins til aðstoðar en lögð verður sérstök áhersla á eftirlit á þeim stöðum þar sem margir koma saman.

Umferðareftirlit lögreglunnar verður aukið verulega um helgina. Lögreglubifreiðar eru búnar nýjum tækjabúnaði. Þar á meðal er stafrænn búnaður sem hljóð- og myndritar samtöl og samskipti lögreglumanna og ökumanna, búnaður er getur mælt hraða ökutækja óháð akstursstefnu lögreglubílsins ásamt fleiru. Jafnframt verður eftirlit á ómerktum bifreiðum lögreglu, úr sjálfvirkum hraðamyndavélum auk þess sem eftirlit með umferð verður úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Í ljósi þess að margir yfirgefa heimili sín um verslunarmannahelgi er ástæða til að minna almenning á að ganga tryggilega frá öllu áður en lagt er af stað auk þess sem æskilegt er að fá nágranna til að fylgjast með íbúðarhúsnæði sem stendur autt

02.08.2007 08:30

AGGI AFI EA 399 FÉKK I SKRÚFUNA

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, sigldi til aðstoðar 46 tonna snurvoðabáts, rétt fyrir hádegi. Báturinn hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd, að því er kemur fram í fréttatilkynningu Landsbjargar.

Báturinn varð vélavana um 12 mílum úti fyrir Skagaströnd. Engin hætta var á ferð og verið er að draga bátinn í land.

Þetta er sjöundi björgunarleiðangur Húnabjargar frá því á Sjómannadaginn þann 3. júní að sögn Reynis Lýðssonar, formanns Björgunarfélagsins Strandar á Skagaströnd. Hann segir það heldur margar ferðir og telur ástæðuna vera hversu mikil umferð hefur verið af bátum sem sumir hafi verið óheppnirheimild mbl .is mynd þorgeir

01.08.2007 22:42

Venus Hf 519 landar á Akureyri

Venus HF 519 eitt skipa Granda HF landaði á Akureyri i vikunni afla úr barentshafinu um 600 tonnum mest þorskur  aflaveðmæti um 140 milljónir og tók túrinn 40 daga og mun skipið halda til veiða á sömu slóðir nk sunnudagskvöld

01.08.2007 21:20

Jonny King og Siggi Helgi i Hótel Bjarkarlundur

Kántrýbragur verður á fjölskylduhátíðinni í Bjarkalundi í Reykhólasveit um verslunarmannahelgina. Kúrekar norðursins, þeir Johnny King og Siggi Helgi, bregða sér vestur og sjá um fjörið ásamt söngkonunni Lilju Björk. Línudanskennsla verður í boði ásamt karaókíkeppni fyrir börn og fullorðna, sem geta tekið sönginn sinn með sér á diski. Ratleikur verður fyrir yngstu kynslóðina. Á laugardagskvöldið verður brenna með gítarspili og söng eins og alltaf um verslunarmannahelgina í Bjarkalundi. Í veitingasalnum á hótelinu verða í boði kántrýborgarar, burritos og kántrýdrykkir í kúrekastíl, auk hins rómaða matseðils Bjarkalundar.

Að sögn Þorsteins Valdimarssonar hjá Hótel Bjarkalundi hafa umsvifin meira en tvöfaldast frá síðasta ári. ?Sjálft hótelið er jafnan fullsetið og flestir sem leið eiga til Vestfjarða eða eru að koma þaðan staldra við, auk þeirra sem nýta sér stórbætta aðstöðu fyrir hjólhýsi og tjaldvagna og tjaldferðalanga. Fólk lætur mjög vel af aðstöðunni, segir Þorsteinn, og bætir við: Aðalbláberin eru orðin fullþroskuð hérna í brekkunum og gestir velkomnir í berjalandið.?

?Það verður örugglega mjög góð stemmning í Bjarkalundi og við reiknum með að besta veðrið verði hér?, segir Jón Oddi Víkingsson, sem betur er þekktur sem Johnny King, einn af Kúrekum norðursins. ?Ég myndi segja að í Bjarkalundi væri besta útihátíðarsvæði sem finnst á landinu. Hér er allt til alls.?heimild bb.is mynd þorgeir baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is