Flokkur: blogg

11.04.2008 08:26

Siggi Þorsteins IS 123


                                          ©mynd Þorgeir Baldursson  2008
Gísli H. Hermannsson, forsvarsmaður FiskAra í Súðavík, segir að fréttir Ríkisútvarpsins af fyrirtækinu séu úr lausu lofti gripnar. Fullyrt var á vef útvarpsins að engin vinnsla eða veiðar hefðu farið fram hjá fyrirtækinu síðan í febrúar og að laun hefðu ekki verið greidd í einhvern tíma. Þá var sagt að samkvæmt heimildum rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots ?Ég kannast ekkert við þetta. Hluti af starfsfólkinu hefur verið við vinnu á Kópaskeri, en við erum að vinna að því að flytja starfsemi sem þar ER hingað vestur. Þannig kom beitningavélabáturinn Séra Jón ÞH hingað á föstudag. Starfsfólkið hefur verið að ganga frá tækjum og tólum í eigu systurfélagsins Axarskafts. Svo hefur skip í okkar eigu, Siggi Þorsteins, verið á Akureyri þar sem verið ER að undirbúa það undir afhendingu til Afríku, og verið ER að undirbúa Val fyrir humarveiðar fyrir sunnan land?, segir Gísli.

Gísli segist ætla að lögsækja Ríkisútvarpið fyrir meiðyrði. ?Maður ER tekinn af lífi í beinni útsendingu. Ég hef haft samband við verkalýðsfélagið og fengið staðfest að það séu engar útistandandi launakröfur. Þá talaði ég við héraðsdóm og þar eru engar uppboðsbeiðnir. Ég ER búinn að biðja um að fréttin verði dregin til baka en það hefur ekki verið gert?, segir Gísli H. Hermannsson.

Aðspurð um málið segir Guðrún S. Sigurðardóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, að þegar hún hafi verið beðin um að draga fréttina til baka hefði forsvarsmaður FiskAra sagt að vinnsla væri í gangi í Súðavík. Það hafi ekki reynst Vera rétt, og í framhaldinu hafi ekki tekist að ná aftur í Gísla. Heimlid RUV.IS
 
 

08.04.2008 16:45

Kaldbakur EA 1 Þorskveiðar

Gott Þorskhal
                   ©Mynd Þorgeir Baldursson 2008

17.03.2008 17:25

Ný Heimasiða Björgvin EA 311


                     © MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2007
Ný heimasiða 2 skipverjar á B/V Björgvin EA 311 hafa sett upp heimasiðu  www.123.is/bjorgvinea  þeir Brynjar Arnarsson og Sigurður Daviðsson hafa bloggað um það sem að er helst að gerast um borð en aðspurðir segjast þeir að sárlega vanti sitengingu eins og nokkur skip i flotanum eru komin með og virðist einkennilegt að árið 2008 skuli ennþá vera býflugumynd af þessum samskifta máta þvi að venjulegt skeyti er 3 klst i land til viðtakenda

16.03.2008 22:29

Venus HF 519 Mettúr úr Barentshafinu


                             ©    myndir  þorgeir baldursson
Venus  HF-519, við bryggju í Reykjavík núna seinnipartinn. Hann var að koma úr Barrentshafinu með túr upp á 250 miljónir eftir 40 daga að veiðum, afli upp úr sjó er 950 tonn þorskur. Hásetahluturinn er 2,5 miljónir og er þetta mesta hlutur sem fengist hefur út úr einum túr.
Skipstjóri á Venus er Guðmundur Jónsson 

16.03.2008 09:50

LJÓSMYNDASÝNING Á HÚSAVIK


                                                  © mynd Pétur Jónasson 2008
Samsýning 17 ljósmyndara var opnuð i safnahúsinu á Húsavik i gær 15/3 og verður hún opin til 24 /3 2008 þar sýna þeir um 140 myndir allt frá 1-30 hver og verður sýningin opin daglega frá kl 13-17 og hérna má sjá Atla Vigfússon við nokkrar af myndum sýnum.   Fleiri myndir i myndaalbúmi

15.03.2008 19:26

2262 Sóley Sigurjóns GK 200


                                                           © Mynd þorbjörn Ásgeirsson
                 Hin nýja Sóley Sigurjóns GK 200 ex(Sólbakur EA 7 ) við bryggju i Póllandi en miklar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu fyrst skal telja að skipið hefur verið stytt til að koma þvi upp að 4 milum  einnig  voru mannaibúðir borðsalur eldhús og millidekk endurnýjað ásamt ýmssum öðrum smáverkum  sem að yfirleitt fylgja slikum endurbótum

13.03.2008 10:36

Andey IS 440 Seld til Færeyja


                ©    myndir þorgeir baldursson 2004/2008
Andey i slippnuum i morgun þar sem verið var að botnhreinsa skipið

Andey ÍS 440 seld til Færeyja Andey ÍS lét úr höfn á Ísafirði í fyrradag og hélt til Akureyrar þar fer í slipp. Búið er að skrifa undir sölusamning við færeyska útgerð um kaup á Andeynni af Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru. Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG, segir að fyrirvarar séu á samningnum um ásigkomulag skipsins eins og venja er í skipasölum. Sverrir segir að það væri óvænt ef salan gengi til baka en ástand skipsins verður metið í slippnum á Akureyri. Skipið hefur legið bundið við bryggju frá því að HG hætti rækjuútgerð.Heimild BB.IS  

13.03.2008 08:39

Fékk i skrúfuna


                         © Myndir Þorgeir Baldursson 2005    Heimild MBL.IS
       

Skelveiðiskipið Fossá ÞH362 fékk barka í skrúfuna austan við Langanes klukkan hálf fimm í nótt og bíður nú aðstoðar á Eiðisvík. Tveir björgunarsveitarbátar eru á leið til að draga Fossána til lands. "Það er fínt veður þarna og þeir létu bæði plóginn og ankeri falla til að halda sér stöðugum," sagði vaktstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Fossá er 250 lesta skip og eru fjórir menn um borð en ekkert hættuástand hefur skapast.

Björgunarbátarnir Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Vopnafirði og Gunnbjörg frá Raufarhöfn stefna nú á slysstað og er reiknað með að þeir nái þangað um klukkan hálf átta. 

13.03.2008 00:36

Snorri Sturlusson VE 28


                   ©   Mynd Þorgeir Baldursson 2007

F/T Snorri Sturlusson  VE 28 hefur verið seldur frá Isfélagi Vestmanneyja til kaupanda i Rússlandi og er stemmt að afhendingu skipsins um miðjan mai næstkomandi

12.03.2008 12:45

Góður Dráttur


                                ©Mynd Þorgeir Baldursson 2008

Skipverjar á Örvari HU 2 lentu i heldur óskemmtilegu atviki á Papagrunni i siðustu viku þegar skipið fékk annað af 2 trollum sem að það dró i skrúfuna svo að draga þurfti það i land .Kaldbakur EA 1 var næsta skip og var skipið tekið i tog til Fáskrúðfjarðar og var þá eftir um 8 klst vinna fyrir kafara að skera úr skrúfunni fleiri myndir i myndalbúmi

19.02.2008 07:38

Seiglubátar sigla til Noregs

Eftir Hjört Gíslason Myndir þorgeir Baldursson 19. febrúar 2008 07:56:57  © fleiri myndir i myndaalbúmi i dag

hjgi@mbl.is ?ÞETTA eru alveg hörkubátar og þola bræluna vel. Það er frekar að mannskapurinn þoli hana illa. Okkur varð að minnsta kosti ekki svefnsamt í látunum milli Raufarhafnar og Færeyja. Ég held maður reyni þetta ekki aftur í febrúar,? sagði Páll Steingrímsson, skipstjóri í samtali við Verið í gær.

Páll var þá nýlega farinn frá Færeyjum, en hann er með annan af tveimur smábátum, 15 tonna, frá Seiglu á Akureyri, sem verið er að ferja til kaupenda í Norður-Noregi.

Þeir fóru frá Raufarhöfn áleiðis til Færeyja á fimmtudagsnóttina og hrepptu hið versta veður. En hvernig gekk?

Þetta eru hörkubátar

?Þetta gekk, við vorum 28 tíma á leiðinni. Við fengum þvílíka brælu á okkur að það var alveg hrikalegt. Þetta eru hörkubátar og maður hefði varla trúað því að hægt væri að bjóða þeim veður og sjó eins og var á leiðinni til Færeyja. Þeir fóru aldrei undir 10 mílna ferð. Við hefðum átt að vera 19 til 20 tíma á leiðinni í þokkalegu veðri. Bátarnir þoldu þetta vel en mannskapurinn var orðinn anzi lemstraður því það var enginn svefnfriður á leiðinni.

Við þurftum svo að bíða af okkur haugabrælu í Færeyjum en núna á mánudag er veðrið fínt og við erum að keyra á þetta 17 til 18 mílum. Við gerum ráð fyrir að vera í Álasundi á þriðjudagsmorgun og þaðan verður svo haldið norður með Noregi til Vannvåg í Lófóten, en þaðan verða bátarnir gerðir út. Alls er siglingaleiðin um 1.000 mílur.?

En er ekki óvarlegt að sigla svona litlum bátum yfir Atlantshafið að vetri til?

?Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur á þessum árstíma. Við erum reyndar í mjög góðu sambandi við Nesradíó, sem hringir í okkur tvisvar á dag. Þeir vita alveg af öllu okkar ferðalagi og láta okkur vita um leið og veðrabreytingar eru í vændum. Þeir náðu til dæmis að vara okkur við storminum sem gekk yfir Færeyjar um helgina, svo að við biðum það veður af okkur.

Maður er búinn að prófa þetta. Þegar maður er vanur að vera á 3.000 til 8.000 tonna skipum eru viðbrigðin mikil. Það er öðruvísi að fara á 15 tonna bát yfir hafið. Það er mikill munur,? sagði Páll Steingrímsson.

18.02.2008 23:04

Bóbi á Sigurði VE 15

   
Teksti www.eyjafrettir.is  Ómar Garðarsson  myndir Þorgeir Baldursson

Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, 15 lítur yfir farinn veg með Ómari Garðarssyni:

Ætlaði aldrei að verða sjómaður

-segir skipstjórinn sem komið hefur með yfir milljón tonn að landi af síld og loðnu - Hann byrjaði sína skipstjóratíð hjá Einari ríka 1963 og hefur haldið sig við fjölskyldu hans nær óslitið síðan

Í flestum tilfellum er ekki heiglum hent að slá mælistiku á lífsstarf fólks. Matið er á svo margan hátt afstætt og taka þarf afstöðu til svo margra hluta. Það á ekki við Kristbjörn Árnason, skipstjóra á Sigurði VE, sem er einn fengsælasti skipstjóri Íslandssögunnar, ef ekki sá fengsælasti, a.m.k. í tonnum talið. Hann byrjaði með Sigurð VE árið 1974 og hefur fiskað um eina milljón tonna á þessum 33 árum. Hann byrjaði sem skipstjóri 1963 og var einn af þeim stóru á síldinni á sjöunda áratugnum. Einnig rótfiskaði hann loðnu á Örfiriseyna. Þar má bæta við einhverjum tugum þúsunda tonna og heildaraflinn því vel á aðra milljón tonna. Hefur einhver skipstjóri gert betur? Ég efast um það.

Kristbjörn, eða Bóbi eins og hann er venju­lega kallaður, byrjaði sem skipstjóri árið 1963 hjá Einari ríka og hefur síðan, fyrir utan örfáa mánuði verið með báta í eigu fjölskyld­unnar. Hann hefur þjónað þeim vel og er ekki hættur þó hann hafi orðið sjötugur á árinu.

Já, það er orðið drjúgt framlagið hans Bóba til Hraðfrystistöðvarinnar og síðar Ísfélagsins, líka til Vestmannaeyja og íslensku þjóðar­innar í heild. Og þá vaknar spurningin, af hverju hefur hann ekki fengið viðurkenningu í formi riddarakross?

Það er eitthvað sem Bóbi er örugglega ekki að velta fyrir sér. Hans áhugamál eru fjölskyldan, Sigurður, trillan og rjúpnaveiðin.

Fréttir litu við hjá Bóba á heimili hans á Húsavík. Það var ánægjuleg stund og for­réttindi að fá þetta tækifæri til að kynnast manni sem hefur sett mark sitt á söguna. Mann sem er orðin lifandi goðsögn.

Byrjaði mjög ungur á sjó

?Ég er Húsvíkingur, fæddur 1937, 18. ágúst,? segir Bóbi þegar hann er spurður um upp­runann. Fjölskyldan er Birna Sigurbjörns­dóttir og tvö börn, Árni Björn sem er stýrimaður hjá honum á Sigurði og dóttirin Aðalbjörg.

?Og hér er mjög gott að vera,? segir hann þar sem við sitjum í stofunni, viðbyggingu, sem minnir helst á brú á skipi með útsýni yfir Húsavík.

Við flytjum okkur í eldhúsið og þá er Bóbi spurður hvort hann sé kominn af sjómönn­um? ?Nei,? segir hann. ?Pabbi gerði allt mögulegt, var múrari meðal annars. Ég fór mjög ungur á sjó eins og flestir strákar gerðu á þessum árum. Þá var verið að taka guttana á síldarbátana og ætli ég hafi ekki verið sautján ára þegar ég byrjaði. Þá voru þrír eða fjórir síldarbátar gerðir út frá Húsavík. Ég byrjaði á reknetum í Faxaflóa á bát sem hét Guðmundur Þorlákur, síðan fór ég á síld á Stefáni Þór og svo á Helguna,? segir Bóbi um fyrstu skrefin á sjónum.

?Ég ætlaði aldrei að verða sjómaður,? sagði Bóbi þegar hann var spurður hvort honum hefði strax líkað vel á sjónum. ?Ég var svo sem ekkert farinn að ákveða hvað ég ætlaði að gera nema bara fara að vinna. En þegar maður byrjaði fór sjórinn að toga í mann. Ábyggilega höfðu tekjurnar sín áhrif og svo var ekki mikið um atvinnu, menn fóru bara í það sem var í boði.?

Stefán Runólfsson réði hann sem skipstjóra

Og áfram hélt Bóbi á sjónum, var með merkisskipstjórum sem háseti og síðar stýrimaður en það var vorið 1963 sem hann byrj­aði sem skipstjóri. ?Þá kom hann til mín, Stefán Runólfsson, vinur minn, og spurði hvort ég vildi ekki taka Báruna. Hann var þá verkstjóri í Hraðfrystistöðinni í Eyjum,? segir Bóbi. Þarna hófst samstarf hans og Einars Sigurðssonar, Einars ríka, og hefur þráðurinn ekki slitnað við fjölskylduna síðan ef undan eru skildir nokkrir mánuðir sem Bóbi var með bát fyrir Harald Sturlaugsson á Akranesi.

Fyrst var hann á bátum sem Hraðfrystistöð­in gerði út og segja má að Bóbi hafi fylgt með þegar Hraðfrystistöðin sam­einaðist Ísfélagi Vestmannaeyja en undir því nafni hefur sameiginlegt félag starfað frá 1992. ?Ég er búinn að vera með Sigurð frá 1974 en áður hafði ég verið skipstjóri á Engey, Akurey og Örfirisey auk Bárnnar.?

Og skipin stækkuðu

Þau eru nokkur stökkin sem Bóbi tók frá Báru, sem var 64 tonna blöðruátur yfir á Sigurð sem í dag ber um 1500 tonna afla. Er þetta um leið lýsandi dæmi um þróun ís­lenska fiskiskipaflotans frá því um miðja síðustu öld. Einnig hefur þróun fiskleitar­tækja verið ör á þessu tímabili. Þegar Bóbi byrjaði var asdikið komið til sögunnar. Það var reyndar mjög frumstætt sem fiskleitar­tæki en olli byltingu í síldveiðum því áður hafði aðeins verið kastað á vaðandi síld.

?Þegar ég tók við Engey, sem var 150 tonna stálbátur, fannst mér hún svo stór að ég hafði á tilfinningunni að ég kæmist ekki út úr Reykja­víkurhöfn. Þetta var skrýtin tilfinning, að fara af Bárunni, sem var svo lág, yfir á Engey,? segir Bóbi sem dæmi um þróunina en Engey var 150 tonna stálbátur.

?Þegar ég byrjaði með Báruna fórum við strax á síld í Faxaflóanum og svo fyrir Norðurlandi og Austfjörðum. Það gekk vel,? segir Bóbi en vissulega má segja í hans til­felli að fall er faraheill.

Fall er fararheill

?Ég man að í fyrsta túr fann ég torfu 23 sjómílur norðvestur af Akranesi. Ég man þetta eins og það hefði skeð í dag. Þegar við vorum búnir kasta flaut nótin. Síldin var inni en hún slapp og fannst ekki meir. Við fórum svo að Hafnarnesinu þar sem flotinn var. Þá fann ég torfu sem var alveg niður við botn og ég ákveð að kasta. Þarna fékk mínar fyrstu síldar, fimm stykki sem voru í blýteininum. Svo fréttist af síld nær Akranesi og við fórum þangað. Þar voru tvær torfur og kastaði ég á aðra og fylltum við bátinn eins og hægt var og lönduðum í Reykjavík.?

Síðan eru liðin rétt tæp 45 ár og tonnin, sem Bóbi hefur komið með að landi, komin yfir milljón í síld og loðnu.

Það var hálfgerður gullgrafarabragur á þessu því ekki var búið að skrá áhöfnina þegar þeir komu í land með fyrsta farminn. ?Við fórum út á laugardegi og fannst enginn maður til að skrá okkur. Var þá útbúinn nafnalisti og átti að skrá okkur á mánudeg­inum. Það reiknaði enginn með að við fengjum einhvern afla og við óskráðir þegar við komum inn á sunnudegi með fullan bát.?

Ekki fengu þeir meira í Faxaflóanum og fóru norður með bátinn þar sem hann var gerður klár fyrir sumarsíldina eða norsk-íslensku síldina eins og hún er kölluð í dag. ?Asdikið var þá handsveif og mér gekk ágætlega að ná tökum á því. Þarna var kraftblökkin líka komin til sögunnar,? segir Bóbi en áður voru næturnar dregnar á höndum í nótabáta, sem hver síldarbátur var með, einn eða tvo.

?Þó þetta væru ekki stórir bátar var stund­um sótt langt á haf út. Kom fyrir að við fórum á Bárunni 200 til 250 mílur út frá landinu á eftir síldinni. Við lentum auðvitað stundum í brælum. Einu sinni vorum við á þeim litla við Ingólfshöfðann, ætluðum að landa í Eyjum en þegar til kom var allt fullt þar. Það var snarvitlaust veður og við vorum sendir til Njarðvíkur. Þegar við komum að Þrídröngum var gefið út að pláss var í Eyjum en þá var of seint fyrir okkur að snúa við. Ég man að margir bátar lentu í leiðindum við Reykjanesið en allt slapp þetta hjá okkur.?

Gekk vel að tileinka sér nýja tækni

Það var ekki aðeins að bátarnir stækkuðu, tækninni fleygði fram. ?Þegar ég byrjaði sem háseti var asdikið ekki komið til sögunnar. Þá var einn uppi í bassaskýlinu uppi á stýri­shúsi og kíkti eftir vaðandi síld. Asdikið var svo komið þegar ég byrjaði sem stýrimaður en ekki treystu allir skipstjórar þessu nýja tæki. Sögðu að það væri ekkert að marka helvítis asdikið, köstuðu þvert ofan í þær upplýsinar sem asdikið gaf og fengu stundum ekki neitt. Ég lenti sem stýrimaður hjá Hreiðari Bjarnasyni á Helga Flóvents og hann var mjög tæknilegur skipstjóri. Ég lærði mikið hjá honum. Hann skoðaði allt mjög vel og kast­aði ekki nema vera viss. Þannig að það var betra að vera ekki of fljótur á sér og það er nú oft þannig í lífinu.?

Bóbi segir að sér hafi gengið vel að tileinka sér þessa nýju tækni. ?Ég þróaðist með þessu, hefur alltaf gengið vel að fiska og átta mig á því sem er að gerast í kringum mig í sjónum. Eins var þetta með staðsetningarbúnaðinn, þar hefur þróunin orðið mikil frá lóraninum upp í GPS-staðsetningartækin sem nú eru líka að verða almenningseign.?

Það var óhemju magn af síld

Síldin hefur alla tíð verið brellin, sum árin veiddist mikið og allir græddu. Svo komu mögru árin þegar ekkert fékkst, sjómenn og fólk í landi löptu dauðann úr skel og útgerðir og síldarfyrirtæki fóru á hausinn. Þegar Bóbi er að byrja sinn skipstjóraferil er eitt síldar­ævintýrið að hefjast, Austfjarðasíldin sem náði hámarki á árunum 1965 og 1966 en skellurinn var mikill þegar hún hvarf árið 1968. Minnkuðu þjóðartekjurnar um 45% á þessum tveimur árum. Aðspurður sagði Bóbi að það hefði verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu.

?Fyrirfram vissi maður ekkert hvað var að ske, fór bara til að veiða og svo sem ekkert mikið um það að segja. Það voru allir í þessu og okkur gekk alveg rosalega vel. Við lönd­uðum um tíma hjá Sigfinni Karlssyni á Norðfirði. Þar áttum við eitt sumarið átta eða tíu nótur í röð án þess að nokkur bátur land­aði þar í millitíðinni. Við hefðum getað land­að einu sinni enn en þá var hann búinn að melda til sín bát og við fórum á Seyðisfjörð.?

Var óhemju magn af síld þarna? ?Maður getur ekki sagt til um það en ég held að það hafi verið mjög mikið. Þarna var líka mikið af kolmunnatorfum. Ég man nokkrum árum fyrr, þegar ég var á Gulltoppi VE og allir voru að drífa sig á þjóðhátíð. Þá sigldum við yfir margar mjög stórar torfur á leiðinni til Eyja. Ég ætlaði ekki að vilja fara en það held­ur ekkert Eyjamönnum þegar þjóðhátíð er annars vegar. Og ég var bara stýrimaður,? segir Bóbi og hlær.

Síldin hélt sig lengi á Rauða torginu svokallaða sem var um 60 til 80 mílur með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. Var nafnið dregið af Rússum sem stunduðu reknetaveiðar á síld á þessum slóðum. ?En við eltum síldina alveg norður að Svalbarða á Örfiriseynni sem var um 350 tonn. Ég á til kort sem sýnir leið síldarinnar inn á Rauða torgið en hún virtist fylgja hitaskilunum. Ýmist voru þau breið eða gengu saman og lágu svona þvers og kruss. Ég lagðist yfir þetta og teiknaði upp. Ég sýndi Hjálmari vini mínum kortið og hann sagði; -þetta er miklu betra en hjá okkur,? sagði Bóbi og er þarna að tala um Hjálmar Vilhjálmsson, fiski­fræðing, sem veit flestum meira um göngur síldar og loðnu.

Pældi mikið í hegðun fisksins

Varstu mikill grúskari og pældir í því hvað var að gerast í hafinu? ?Ekki svona almennt en ef þú ert að tala um veiðarnar þá pældi ég mikið í hvaða stefnu fiskurinn fer og reyndi að giska á viðbrögð hans. Fylgdi hitaskilum eftir og öðru sem mér fannst skipta máli.?

En svo er ævintýrið úti á árunum 1968 og 1969 og íslenskan þjóðin er nálægt því að fara á hausinn. Hvað gerðist? ?Ég er ekki á því að síldin hafi verið ofveidd. Það byggi ég á því að undir það síðasta voru bátarnir að veiða á smá bletti við Jan Mayen en á öllu svæðinu voru stórar torfur á 120 til 140 ­föðmum.

Þannig var þetta líka alla leið frá því þú fórst út af landgrunnskantinum við Langa­nesið og að Jan Mayen. Þar kom hún upp og varð veiðanleg 30 mílur suðaustur af eynni og alveg upp á sex mílur.?

Það varð líka breyting í hafinu á árunum um og fyrir 1970, þegar sjórinn kólnaði og hafís kom upp að landinu? Hafði það einhver áhrif? ?Ég veit það ekki og núna er verið að tala um hlýnun í hafinu. Ég er búinn að fylgj­ast með þessu í yfir 40 ár og það er köld tunga sem kemur inn fyrir Kolbeinsey og það er önnur fyrir utan landgrunnskantana. Svona er þetta búið að vera frá því ég man eftir mér,? sagði Bóbi sem á síðustu árum hefur aftur fengið tækifæri til að eiga við norsk-íslensku síldina sem á síðustu árum hefur látið sjá sig á ný á Íslandsmiðum.

Vill láta banna flottrollið

Þegar það berst í tal nefnir Bóbi flottrollið sem ekki er í miklu uppáhaldi hjá honum. ?Ég er svo oft búinn að tjá mig um þetta helvítis troll sem er að eyðileggja allt. Þeir trúa mér ekki núna en gera það kannski einhvern tíma í framtíðinni. Í vor var þetta því líkur skandall. Síldin tvístraðist um leið og þeir komu trollandi og á endanum fékk enginn neitt,? sagði Bóbi sem hélt sig við nótina.?

Viltu banna allar veiðar á síld og loðnu í flottroll? ?Ef ég fengi að ráða, væri sjáv­ar­útvegsráðherra, myndi ég banna veiðar á síld og loðnu í flottroll en kolmunninn veiðist ekki öðruvísi. Ég er búinn að halda þessu fram alla tíð en þeir segja að ég yrði fljótur að skipta um skoðun ef troll yrði hengt í rassgatið á Sigurði. Ég er ekki viss um að það dygði til. Þetta er alveg rosalegt finnst mér og vonandi breytist þetta einhvern tíma í framtíðinni. En málið er, held ég, að þetta þykir þægilegur veiðiskapur en þegar fiskurinn er orðinn styggur og fer að víkja sér undan fer mesti glansinn af veiðunum. Fiskur er eins og hnefaleikari, lætur ekki berja sig nema einu sinni, komist hann hjá því. Hefðu allir verið á nót í fyrra sumar hefðu allir mokveitt. Ég er sannfærður um það. Að fá menn til að veiða í nót er meira en að segja það í dag. Yngri mennirnir, en nú er ég kannski að segja meira en ég veit, hafa ekki þessa reynslu. Þeir hafa komið inn með trollinu og ég held að veiðar í nót hljóti að detta upp fyrir þegar frá líður.?

Bóbi var látinn ríða á vaðið

Örfirisey þótti mikið skip á sínum tíma, 350 tonn og með stærstu skipum í íslenska flotanum. En Einar Sigurðsson var alla tíð framsýnn og hann sá möguleika á að breyta Sigurði úr síðutogara í nótaskip. ?Þegar Einar seldi Örfirisey upp á Akranes seldi hann mig með sögðu þeir. Hún var nefnd Rauðsey og var ég með hana á loðnu fyrir heiðursmenn­ina Harald og Sturlaug þegar ég fæ skilaboð um að koma til Reykjavíkur. Ég vissi ekki hvað var um að vera en þá vildi Einar fá mig til að reyna að veiða í nót á Sigurð. Það var ekkert smá stökk. Ég man að ég sagðist skyldi athuga það en bankarnir voru eitthvað tregir til að lána Einari gamla í þetta verkefni. Hann var þó alveg ákveðinn í að þetta myndi lukkast. Keyrði allt í botn en þeir reyndu að bremsa hann af. Einar sagði líka að ég yrði skipstjóri án þess að ég væri búinn að gefa ákveðið svar. Ég man að ég kom inn á skrifstofu hjá honum og spurði hvort hann vildi ekki fá að vita hvort ég ætlaði að taka Sigurð eða ekki. Þá sagði hann; -ætlar þú ekki að gera þetta fyrir mig, vinur??

Þetta nægði og hefur þráðurinn ekki slitnað milli Bóba og Sigurðar frá árinu 1974. ?Það hefði mátt útbúa hann betur í byrjun en það fengust ekki peningar í nauðsynlegar breyt­ingar fyrr en í ljós kom að þetta var yfirleitt hægt. Eftir það fara að koma inn stærri skip eins og Beitir og Börkur Neskaupstað og seinna Víkingur Akranesi. En ég var látinn prófa hvort þetta væri yfirleitt hægt. Ekki byrjaði þetta vel því ég man fyrstu vertíð­ina að asdikið virkaði ekki rétt og við vorum svo óheppnir að fá gallaða nót. Við máttum ekki fá neitt að ráði þá rifnaði hún. Samt fiskuðum við ágætlega.?

Þarna ertu að tala um loðnuna? ?Já. Það var ekki fyrr en seinna að við fórum á síld á Sigurði.?

Ekki sá liprasti í traffík

Síld og loðna halda sig iðulega á litlum blett­um og þá er oft þröng á þingi sem ekki hentaði Sigurði. ?Við höfum reynt að halda okkur einskipa, vera ekki nálægt öðrum skipum sem þýðir að við látum engan vita hvar við erum sem hentar mér ágætlega,? segir Bóbi og glottir.

?Einhvern veginn þefa þeir mann uppi en maður fær frið í smá tíma. Ég veit meira en margur hvernig þetta er í sjónum en ætla ekki að tjá mig um það frekar.?

Þetta eru orð að sönnu því stundum kom fyrir að Bóbi gaf áhöfninni frí í nokkra daga þegar veiðar stóðu sem hæst, og það brást ekki, það veiddist ekkert á meðan.

Einhverju sinni heyrði ég skipstjóra spjalla við þig á loðnuvertíð. Það var ekkert að finna og hann spyr þig. Hvar heldurðu að loðnan haldi sig? Þú svaraðir; -ég veit það ekki, hef aldrei verið loðna. Bóbi hlær að þessu og segir að ýmislegt sé sagt í talstöðina.

Sigurður, skip með eigin vilja

Er Sigurður einstakt skip? ?Já. Hann er einstaklega gott sjóskip og í vondum veðrum skammtar hann sér ferðina sjálfur. Ég þarf aldrei að skipta mér af því, er ekkert að taka völdin af honum en hann er ekki neitt sérstaklega lipur inni í trafík enda 72 metrar. Málið er að maður þarf að ákveða fyrirfram hvað maður ætlar að gera ef það er hægt að koma því við. Sérstaklega var þetta erfitt áður en við fengum Beckerstýrið. Eftir það varð allt léttara.?

Sigurður er mjög sterkbyggður enda gerður til veiða í ís. ?Það er ekkert langt síðan ég spurði um þykktina í skrokknum og þá var hún meiri en í nýjum skipum. Það er mikil áreynsla á þessi skip og það getur alltaf komið upp málmþreyta. Þú veist því aldrei hvenær plata gefur sig. Í brælum þegar hann heggur í ölduna finnur maður hvernig hann skreppur saman. Þegar aldan er farin hjá og hann er að jafna sig, hristist maður í stólnum. Og þá geturðu maður ekkert gert nema treyst á Guð.?

Leiðir Sigurðar og Bóba hafa víða legið. Þeir hafa veitt við Ísland að sjálfsögðu, við Nýfundnaland, Noreg, Máritaníu og við Svalbarða en þá var Haraldur Ágústsson með skipið.

Á loðnu við Nýfundnaland

Þið voruð á loðnu við Nýfundnaland, hvernig gengu veiðarnar þar? ?Jú, það er rétt. Það var árið 1975 og þegar við fórum vissi enginn neitt um veið­arnar nema að Norðmenn höfðu veitt þarna. Hvort það var í nót eða troll vissum við ekki. Svo var þarna stór rússneskur floti og líka Spánverjar,? sagði Bóbi sem þarna var sendur með troll þó hann hefði ekki mikla trú á því.

Þeir voru líka með tvær nætur og áttu að landa í bræðsluskipið Nordglobal sem margir muna eftir. Þeim var sagt að Norðmenn væru komnir á miðin en annað átti eftir að koma á daginn. ?Þegar við erum langt komnir að Nýfundnalandi dettur mér í hug að beygja og skoða landgrunnskantinn. Þarna sáum við svakalega mikið af hval og ég segi við strák­ana; -hér hlýtur að vera loðna. Við keyrðum þarna um en fundum engar lóðningar. Við héldum því áfram að leita að Nordglobal og norska flotanum sem átti að vera kominn.?

Það var bleka þoka og þegar eitthvað kom inn á radarinn hélt Bóbi fyrst að það væru borgarísjakar. ?Það reyndist vera Nordglobal og þegar okkur tókst loks að ná sambandi við skipið spurðum við eftir Norðmönnunum og hvar þeir væru að veiða. Þá var okkur sagt að þeir væru ennþá í Noregi. Rússarnir voru aftur á móti fyrir sunnan okkur en þar var ekkert að finna nema ryk. Ég kastaði trollinu og ég held að Rússarnir hafi bara hlegið sig máttlausa því við toguðum svo hægt. Ég nennti ekki að standa í þessu en rétt utan við traffíkina finn ég torfu og er að snúa á henni þegar herflugvél kemur. Hún sér að þarna er nýtt skip og byrjar að hringsóla yfir okkur. Það er í fyrsta skipti sem ég hef verið feginn að fá þoku sem kom svo snöggt að þeir ­misstu af okkur.?

Heimsmet í loðnuveiðum?

Minnugur hvalavöðunnar keyrir Bóbi 80 mílur frá rússneska flotanum og kastar trollinu. ?Það var grunnt þarna en mér var alveg sama. Ég var með asdikið úti og sé að það fer eitthvað inn í trollið. Við hífum, fáum um 20 tonn og það var stór og falleg loðna. Ég sé svo torfu og segi við strákana við skul­um kasta litlu nótinni. Við fáum 60 eða 70 tonn og ég læt strákana þræða í hina nótina. Þarna fyllum við skipið og gátum tekið tvo fullfermistúra áður en Rússarnir þefuðu okkur uppi. Á þessum bletti voru þeir á meðan við vorum þarna,? sagði Bóbi og þarna hafði nótin sigur á trollinu sem honum leiddist ekki.

Þeim á Sigurði gekk það vel að þeir komust í kanadísku blöðin. ?Það var talað um að við hefðum sett heimsmet.?

Hvað fenguð þið mikið og á hvað löngum tíma? ?Við fengum 16 þúsund tonn á ekki tveimur mánuðum. Ég er samt ekki alveg klár á tímanum en við fórum í júní og okkur gekk alveg svakalega vel. Seinna komu Norð­mennirnir og þeir voru bara með næturnar til að skipin yrðu rólegri á toginu. Þeir reiknuðu ekki með að geta veitt í nót og vantaði mann­skap því færri eru á trollinu.?

Mjög sorglegt að missa mann

Þau eru mörg árin sem þú og Sigurður hafið att kappi við Ægi konung. Hvað er það erfiðasta sem þú hefur lent í?

Þarna verður Bóbi hugsi en eftir nokkra þögn segir hann. ?Ég lenti einu sinni í því að missa mann. Það er held ég það erfiðasta,? segir hann lágt. ?Svo fékk einn hjartaáfall og dó en hann hafði verið með mér í 30 ár. Hann var með leyndan hjartagalla. Þetta er það langerfiðasta og kemur alltaf upp í hugann. Fyrst eftir að þetta skeði mátti ekki segja eitt einasta orð þegar ég var að veiða, þá fipaðist ég. Þetta var svo sorglegt.?

Ísjakinn reyndist vera risabrot

En erfiðasta ferðalagið? ?Það hefur gengið á ýmsu en það var oft erfitt að sigla frá Suður­ströndinni norður í Krossanes með fullt skip,? segir Bóbi en einn túr stendur þó upp úr. ?Við lögðum af stað norður í Krossanes og það spáði ágætlega en strax á Breiða­firðinum erum við komnir í norðaustan sex til sjö vindstig. Við keyrðum upp að Látra­bjargi og vorum í skjóli af Vestfjörðunum meðan það var hægt. Þegar við erum að nálg­ast Straumnesið er ljóst að það er illviðri fram­undan. Kannski hefði maður átt að bíða af sér veðrið en á loðnunni flýgur tíminn frá manni. Þetta leit heldur ekkert illa út því við áttum von á að fá svona átta vindstig í nefið. Þá skammtar Sigurður sér þá ferð sem hann vill fara á, ef veðrið lagaðist fór hann hraðar og ef það versnaði fór hann hægar.?

Þegar þeir eru komnir fyrir Vestfirðina dró til tíðinda. ?Ég var staddur uppi í brú með tveimur mönnum og úti var hríðarsorti, skyggni lítið og talsverður sjór. Þá sé ég allt í einu eitthvað hvítt á bakborða sem ég hélt að væri ísjaki eða ís. Þegar þetta nálgast sé ég að þetta er brot. Það var svo langt og stórt að ég sá ekki fyrir endann á því og hafði engan tíma til að snúa undan. Ég varð því að hag­ræða skipinu þannig að það sneri sem best. Mér hefur fundist hann gera það best komi aldan 30 gráður á bakborða að framan. Við vorum á tveimur mílum, á hægustu ferð þegar brotið kemur æðandi og hæðin var upp á mitt mastur. Þetta var eins og brim sem brotnar uppi í fjöru,? segir Bóbi og saman takast þeir á við það sem framundan var.

Reynslan skipti sköpum

Ekki er vafi á að þarna skipti sköpum traust skip og skipstjóri með áratuga reynslu sem gjörþekkti sitt skip. En átökin voru heiftarleg.

?Það sem skeður næst er alveg ólýsanlegt. Ég bað strákana að fara aftur í og var einn í brúnni. Svo kom brotið og rauk úr því um leið og það fór langt upp á skip. Ég man alltaf hvað Sigurður var lítill þegar brotið nálg­aðist og svo skall hann í það. Aflið var gífurlegt og maður sá ekkert nema sjó. Svo lyftir hann sér upp, svo endastingst hann niður og ég skil það ekki ennþá að hann skyldi hafa komist upp aftur. Þarna kúplaði gírinn skrúfunni út því það hreinsaðist allt af pönnunni. Það pípti inn með öllum gluggum og hurðum og þú sást ekkert nema sjó í gluggunum. Sama hvert þú leist. Svo fann ég að skrúfan kúplaðist inn og bætti aðeins við skrúfuna.

Þá fór ég að sjá rönd út um gluggana og vissi að þá var þetta að koma. Setti ég allt í botn og það var tignarlegt að sjá hvernig hann reif sig upp. Það hreinsaðist af glugg­unum og þá sá maður að það var ekkert nema mastrið sem stóð upp úr. Næst hreinsaðist af hvalbaknum og á endanum hafði hann náð að hreinsa sig allan. Að skipið skyldi þola þetta var alveg ótrúlegt. Þarna vorum við að fara ofan í Húnaflóadýpið og héldum að nú færi hann að lagast þegar við kæmumst á dýpra vatn.?

Varstu hræddur? ?Nei, ég var ekki hræddur og verð yfirleitt ekki hræddur þó ég sé ekkert öðru vísi en aðrir menn. En ég hét því þó þarna að svona myndi ég aldrei leggja á mína menn aftur ef ég kæmist hjá því.?

Hvernig var svo ferðalagið eftir þetta? ?Það var svona sull eins og maður segir.?

Er ekki hættur

Nú ert þú orðinn sjötugur. Ertu hættur með Sigurð? ?Nei,? svarar Bóbi ákveðinn. ?Ég verð í vetur og sé svo til.?

Þegar upp er staðið er ekki hægt annað að segja en að þú hafir verið farsæll skipstjóri. Hefðir þú viljað gera eitthvað annað? ?Þegar ég byrjaði til sjós ætlaði ég að vera á sjónum á meðan ég væri að koma undir mig fótunum. Það hefur teygst úr þessu og þegar ég lít til baka hefði ég ekki viljað gera annað. Ég hef átt auðvelt með að veiða og haft gaman af því. Ég get ekkert verið nema þakklátur fyrir það en þegar maður lendir í að missa þessa drengi er það skuggi á annars mjög farsælum ferli. Það er alveg rosalegt, það vita allir sem hafa lent í því. Ég hef alltaf verið rosalega heppinni með menn, verið með góða og trygga kalla og hafa sumir verið með mér í 30 til 40 ár.?

Og þú hefur verið hjá sömu fjölskyldunni alla tíð. ?Mér hefur líkað mjög vel hjá útgerðinni, þetta er allt sóma fólk. Einar gamli var flottur og góður karl, fannst mér. Hann var alltaf góður við mig. Sigurður heitinn, sonur hans, var líka mjög góður og mér hefur líkað ákaflega vel hjá þeim. Ég hefði ekki verið hjá þeim allan þennan tíma hefði ég verið eitthvað leiður. Og þeir hafa gert mjög vel út,? sagði Bóbi og kvaðst vilja hætta glaður og ánægður.

?Ég ætla að bíða með að þakka þeim samstarfið en er þakklátur fyrir að þeir skuli hafa þolað mig allan þennan tíma.?

Og áfram hélt spjallið, m.a. um drauma og hjátrú sjómanna og kemur í ljós að Bóbi trúir á drauma. Nefnir hann tvo sem hann réði þannig að þeir sögðu til um fiskirí. Hafði hann rétt fyrir sér í bæði skiptin.

Og þegar áfram er haldið kemur enn frekar í ljós hvað honum þykir vænt um starf sitt sem skipstjóri og veiðimaður er hann af Guðs náð. Veiðir sinn kvóta á trillunni milli úthalda á Sigurði og fer á rjúpu á haustin. Ekki má gleyma fjölskyldunni sem er ásamt sjómennsku og veiðiskapnum það sem Kristbjörn Árnason lifir fyrir. Annað lætur hann aðra um hafa áhyggjur af.

Og í stuttu blaðaviðtali verður eitthvað að sitja á hakanum og í tilfelli Bóba eru það t.d. veiðar við Afríku og þegar Sigurður var tekinn af norsku Landhelgisgæslunni.

Omar@eyjafrettir.is


Hérna öslar Siguður VE 15 inn Eyjafjörð með fullfermi af loðnu á leiðinni i krossanes

18.02.2008 01:02

Það Gefur Á Bátinn


              ©    Myndir Þorgeir Baldursson  2008 ®

Hafnsögubáturinn Sleipnir i eigu Hafnarsamlags Norðurlands  var sendur út til þess að draga togarann Gullver NS12  til hafnar eftir að bilunnar var vart i vélbúnaði skipsins en það hafði verið i slipp á Akureyri og var nýfarið frá bryggju þegar bilunarinnar varð vart

18.02.2008 00:28

Sandafell SU 210


       ©    MYND ÞORGEIR BALDURSSON          ®  
Sandafell SU 210 á rækjuveiðum útifyrir norðurlandi báturinn heitir i dag Siggi Þorsteins is 123 og liggur við bryggju á Akureyri og biður örlaga sinna hver er saga hans

16.02.2008 19:15

LJÓSAFELL SU 70


Ljósafell SU 70 kom úr gagngerum  endurbótum frá Póllandi i siðustu viku og er áætlað að skipið stoppi i 2 1/2 viku á Akureyri þar sem að settur verður niður vinnslulina á millidekk þar á meðal 2 aðgerðarvélar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is