Flokkur: blogg

01.11.2007 21:45

Grunnskólanemar I Brekkuskóla


Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðið fyrir rekstri skólaskips vor og haust undanfarin ár fyrir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins og hafa Fiskifélag Íslands, sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunin séð um framkvæmdina.

Í dag 1. nóvember mun skipið hefja ferð sína með nemendur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins en ferðirnar munu standa yfir út nóvember.

Skólaskipið mun fara í um 40 ferðir með yfir 600 nemendur en það eru tvær námsferðir á hverjum degi. Líkt og áður er það Fiskifélag Íslands sem skipuleggur ferðir skólaskipsins og sér um samskiptin við skólana og sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnuninni sjá um kennsluefnið og fræðsluna um borð.

 Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og trollinu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðings.

 Óhætt er að segja að um sé að ræða metnaðarfulla dagskrá þar sem nemendur kynnast mörgum hliðum á þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga, segir í frétt frá Fiskifélagi Íslands.

31.10.2007 21:58

Óli Á Stað Gk 4 (Óli Tað)


Hérna kemur myndin af Óla á Stað Gk 4 þegar hann var að draga netin á veiðislóð fyrir suðausturlandi árið 2000 þegar ég var skipverji á Hafnarröst Ár 250

31.10.2007 18:17

Norðurljós is 3

Línuveiðin svipur hjá sjón í Ísafjarðardjúpi eftir tilraunaveiðar Örfiriseyjar

Eins og kunnugt er fékk eitt stærsta fiskiskip landsins, Örfirisey RE, leyfi fyrir stuttu til að skarka inn allt Ísafjarðardjúp í nafni tilrauna með nýjan botntrollsbúnað. Skipið var í rúma þrjá sólarhringa við þessar rannsóknir, en einu rökin sem heyrst hafa fyrir því að láta þær fara fram í Djúpinu voru og eru þau að svo stutt hafi verið á netaverkstæðið í landi. Til fróðleiks er ekki úr vegi að geta þess að 1000 tonna togarar eru allir með netaverkstæði um borð, þannig að þessi rök eiga betur við sem gamanmál á þorrablóti en annarsstaðar.

Smábátaeigendur við Ísafjarðardjúp fengu ekkert af þessu að vita fyrr en þeir sáu Örfiriseyna komna lengst inní Djúp og langt frá netaverkstæðinu. Þetta eru þó þeirra heimamið, en það veldur greinilega engum svefntruflunum á Hafrannsóknastofnun.
Reglan er sú, þegar smábátaeigendur hafa farið fram á lokun svæða, t.d. fyrir togveiðarfærum, að erindi þeirra eru send til útvegsbændafélaganna á viðkomandi svæðum til umsagnar. Þessi vinnuregla á hins vegar ekki við þegar málum er farið á hinn veginn: svæðisfélög smábátaeigenda hafa aldrei fengið erindi til umsagnar þegar aðilar innan LÍÚ hafa farið fram á opnun svæða eða hvað eina. Á þessum vinnubrögðum hefur, þótt ótrúlegt sé, ekki enn fengist skýring.

Áður en þessar tilraunaveiðar hófust voru smábátaeigendur að leggja línu í Djúpinu og það er athyglisvert að sjá hvernig veiðarnar gengu fyrir og eftir tilraunaveiðarnar.

Hér eru aflatölur af Norðurljósi, ÍS 3, en báturinn var að línuveiðum í Ísafjarðardjúpi á þessu tímabili. Dagsetningarnar eiga við löndunardag:

4. okt. 28 balar, afli 2656 kg - 94,86 kg á bala
11. okt. 28 balar, afli 2571 kg - 91,81 kg á bala
13. okt. 32 balar, afli 3129 kg - 97,78 kg á bala

Lögnin sem dregin var 13. október að morgni var lögð kvöldið áður, en tilraunaveiðar Örfiriseyjar hófust sama kvöld, á öðrum stað í Djúpinu og stóðu til 15. október þegar þeim var fram haldið á Hornbanka, en eins og kunnugt er, er mjög gott netaverkstæði þar á miðunum.

Norðurljósið lagði aftur tveimur dögum síðar:

17. okt. 30 balar, afli 1539 kg - 51,30 kg á bala
27. okt. 28 balar, afli 1746 kg - 62,36 kg á bala

Varla þarf að taka fram að smábátaeigendum er lítt skemmt, aflasamdrátturinn er yfir 40%. Það var Hafrannsóknastofnun sem sóttist eftir því að Örfiriseyjan fengi að skarka í Ísafjarðardjúpi við þessar bráðnauðsynlegu rannsóknir. Það er því kaldhæðnislegt að sjá eftirfarandi standa á heimasíðu stofnunarinnar að nýlokinni ?haustkönnun Hafrannsóknastofnunarinnar á rækjumiðunum á Vestfjörðum":
?Frá og með árinu 2006 virðist rækjustofninn hafa vaxið í Ísafjarðardjúpi og er heildarvísitala dálitlu hærri nú en haustð 2006, vegna mikils ungfisks er þó ekki unnt að leggja til rækjuveiðar að sinni".


2357.jpg
Mynd: Þorgeir Baldursson

Norðurljós ÍS 3

heimild www.smabatar.is og .www.skip.is 

31.10.2007 11:28

Frosti Þh 229


© Þorgeir Baldursson 2006
Frosti Þh 229 kom til hafnar á Akureyri i morgun með aflaverðmæti rúmar 66 milljónir eftir 30 daga aflinn var blandaður ýsa ,þorskur og ufsi ,og nú fer skipið i slipp þar sem að skipt verður um skrúfublöð ,skrúfuhring og sitthvað fleira sem að telst eðlilegt  viðhald

30.10.2007 22:11

Hvalur á halamiðum


Það var talsvert af hval i vor á vestfjarðamiðum og var þessi mynd tekin þá

30.10.2007 11:18

Samherji hf


Samherji hf. er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 24 milljarða króna veltu að því er fram kemur í samantekt Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins árið 2006. Hagnaður eftir skatta var liðlega 2 milljarðar króna. Fjöldi ársverka var 751 og bein laun tæpir 3,9 milljarðar.
Næststærsta sjávarútvegsfyrirtækið var HB Grandi með 13,7 milljarða króna veltu en tveggja milljarða króna tap á árinu 2006.

Í þriðja sæti var Síldarvinnslan með 9,1 milljarð kr. í veltu. Í fjórða sæti Skinney-Þinganes með tæplega 6 milljarða kr. veltu og í fimmta sæti Vinnslustöðin sem velti 5,8 milljörðum króna árið 2006.

Í nýjustu Fiskifréttum er birtur listi yfir 34 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins og helstu tölur um rekstur þeirra, sem er hluti af árlegri úttekt Frjálsrar verslunar um stærstu fyrirtæki landsins. Akureyrin Ea 110 eitt skipa Samherja er um þessar mundir i verulegum endurbótum i Þýskalandi en sem kunnugt var brann skipið mjög illa fyrir nokkru siðan skipið er væntanlegt heim fyrir jól

30.10.2007 10:48

Hringur Gk 18

Hringur Gk 18 ssnr 1202 á sildveiðum fyrir austan land 1983 ber i dag nafnið Grundfirðingur Sh  24 og er gerður út frá Grundarfirðiá linu með beitningarvél

29.10.2007 22:45

Blandaður afli


Kaldbakur Ea 1 kom inn til löndunnar i dag með góðan afla sem að var að megninu til ufsi ásamt öðrum tegundum

29.10.2007 21:33

Júpiter Þh með mestan makril kvóta

25. október kl. 15.32

Júpíter ÞH með mesta makrílaflann

Júpíter ÞH með mesta makrílaflann  
Júpiter ÞH - ljósm. Þorgeir Baldursson

Íslensk skip hafa veitt rúmlega 36 þúsund tonn af makríl, að sem af er þessu ári.  Þetta kemur  fram á vefnum Interseafood.com. - 15 skip hafa veitt meira en 1000 þúsund tonn. Aflahæsta skipið er Júpíter ÞH, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, með 4.381 tonn.

 

Aflahæstu skipin á makrílveiðunum eru þessi:

Júpíter ÞH - 4381 tonn
Margrét EA - 3914 tonn
Huginn VE - 3573 tonn
Börkur NK - 2787 tonn
Guðmundur VE - 2427 tonn

Álsey VE - 2407 tonn
Sighvatur Bjarnason VE - 2356 tonn
Kap VE - 1741 tonn
Vilhelm Þorsteinsson EA - 1690 tonn
Krossey SF - 1660 tonn

Aðalsteinn Jónsson SU - 1577 tonn
Þorsteinn ÞH - 1575 tonn
Jón Kjartansson SU - 1235 tonn
Jóna Eðvalds SF - 1191 tonn
Hákon ÞH - 1035 tonn

Bjarni Ólafsson AK - 984 tonn
Ingunn AK - 871 tonn
Faxi RE - 591 tonn
Lundey NS - 332 tonn

Að auki hafa níu skip og bátar fengið frá 1 tonni og upp í 49 tonn af makríl. Þau eru: Smáey VE, Áskell ÞH, Hamar GK, Gullberg VE, Stígandi VE, Víkurröst VE, Inga VE, Þrasi VE og Sporður VE.

16.10.2007 17:40

SÚLAN EA 300

 

 I  dag um kl 16 hélt Súlan Ea 300 frá Akureyri áleiðis á sildarmiðin skipst er Bjarni Bjarnasson

16.10.2007 14:08

Sólbakur Ea 307


Sólbakur Ea 307 kemur til hafnar  á Akureyri skipið var smiðað i Japan 1973 og er að ég held 1 af 10  Arnar HU 1, Brettingur NS  ,BJARTUR NK, Hoffell su ,Ljósafell su, Vestmannaey VE, Rauðinúpur ÞH , Páll Pálsson is ,og hver var sá 10

15.10.2007 01:48

Sólfell EA 640

þetta er sennilega siðasta vertiðin sem að skipið var gert út undir islenskum fána  og vita menn eitthvað um afdrif þess

08.10.2007 20:09

Ófeigur Ve 324

Hvað geta þið sagt mér um þennan bát        

08.10.2007 12:35

Þórunn Sveinsdóttir Ve 401

Sigurjón Óskarsson  sá mikli aflaskipstjóri tók lika þátt i sildveiðum inni á fjörðunum fyrir austan og hérna er Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 með gott kast á siðunni myndi er tekin inni á Berufirði

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is