Flokkur: blogg

08.10.2007 08:14

Haukafell Sf 111




Haukafell Sf 111 kemur til hafnar á Seyðisfirði með 80 tonn af sild haustið 1983

08.10.2007 00:09

Haustmynd úr Eyjafirði


Það var fallegt veðrið i dag þegar Kaldbakur Ea 1 tók stefnuna inn eyjafjörðinn og hérna sér i Hauganes

07.10.2007 23:40

Karl E Óskarsson i brúnni á Arney Ke 50

Það var létt yfir okkar manni i brúnni á Arney Ke 50 og mikið að gera i simanum

02.10.2007 17:18

Hilmir Su 171

Hilmir Su 171 á siglingu útaf austfjörðum hvað varð um hann

02.10.2007 17:00

Steinunn Sf 10 sildveiðar

 

Steinunn Sf 10 frá hornafirði á nótaveiðum 1983 skipið heiti i dag Sæmundur Gk 4

02.10.2007 12:35

Mánaberg Óf 42

Frystitogarinn Mánaberg óf 42 kom til heimahafnar á ólafsfirði siðatstliðinn sunnudag  30/9 2007 með aflaverðmæti 105 milljónir eftir 23 daga .Þetta var siðasti túr skipstjórans Björns Kjartanssonar en hann er búinn að vera skipst á mánabergi frá 1987 en björn birjaði sem skipst árið 1970 og hjá Sæbergi Hf i mai 1974 á sólbergi Óf 12 hann hefur verið fengsæll skipstjóri og aflað vel .Á myndinni er Gunnar Sigvaldasson i brúnni með Birni Kjartansyni Myndir þorgeir Baldursson

01.10.2007 21:43

Sandgerðingur Gk 268

Hvað er vitað um afdrif þessa báts myndin tekin i Keflavik á 9 áratug siðustu aldar

01.10.2007 17:02

F/T Tenor seldur til Maraokko

    1. Frystitogarinn Tenor sem að var i eigu AB 89 EHF hefur legið við bryggju á Akureyri siðan 2006 um haustið hefur nú verið seldur til Faenus ehf sem að er dótturfyrirtæki Nýsis ehf og er ætlunin að gera skipið út við strendur Marokko á makril og sardinuveiðar  Tenor er 69 metra langur og 15 metra breiður og var smiðaður árið 1988 hann hét upphaflega Ottar Birting skipstjórarnir eru Jens og Ari Albertssynir

25.09.2007 00:28

Stórbrytinn Helgi Pálmasson

Fyrir nokkrum árum vorum við Helgi Pálmasson samskipa um borð i Eyborgu Ea 59 á rækjuveiðum á flæmingjagrunni þar sem að Mr pálmasson var i essinu sinu að búa til mat

 

 

25.09.2007 00:05

Margret EA 710 Landar i Noregi

Góðan dag.
Við siglum nú fulla ferð með vesturströnd Noregs í áttina til Álasunds. Við höfum ekki landað áður ferskum fiski á þessu skipi í norska vinnslu þanning að við erum nokkuð spenntir að vita hvernig þetta gengur nú hjá okkur.
Fyrirtækið sem kaupir af okkur fiskinn heitir Nils Sperre A/S og er staðsett á Ellingseyju við Álasund heimasíðan þeirra er http://www.nsperre.as/
Eins og framkemur á síðunni þeirra þá er afköst verksmiðjunnar um 700 tonn /sólarhring þannig að þetta ætti að geta gengið hratt. fréttin er fengin af heimasiðu Margretar Ea www.123.is/margretea

24.09.2007 11:04

Örvar Hu 2

 Örvar Hu 2 sem að er i eigu Fisk Seafood hefur verið i slipp á Akureyri  þar sem að farið hafa fram hefðbundið viðhald máling og þess háttar  og svo var skift um togspil

24.09.2007 00:03

Frosti Þh 229

Frosti Þh 229 kom inn til löndunnar á Akureyri i lok siðustu viku og var þessi mynd tekin  þegar skipverjar voru að skola trollið i firðinum i bakgrunni má sjá fjallið Kaldbak og þangað er boðið uppá ferðir með snjótroðara á veturnar á toppinn og er útsýnið allveg meiriháttar

22.09.2007 20:27

Carpe Diem Hf 32 (ex Álsey Ve 2)

Enn eitt skipið hefur verið selt úr landi Álsey Ve 2  sem að var i eigu Isfélags Vestmannaeyja  hefur verið selt til dótturfyrirtækis Nýsir sem að heitir Faenus og hefur skipið fengið nafnið Carpe Diem hf 32

19.09.2007 22:18

Chase 550 á Eyjafirði i dag

fórum 2 félagarnir  i smá prufu túr eftir hádegi  i dag sem að var hin besta skemmtun eins og sjá má enda ganghraðinn um það bil 70 mph  á klukkustund og veðrið eins og best var á kosið pallslétt

19.09.2007 16:44

Björgvin EA 311

Björgvin  EA 311 kom til löndunnar á Dalvik i morgun og er þetta fyrsta löndun skipsins eftir slipp aflinn var 360 ker og uppistaðan var þorskur túrinn tók 5 sólahringa

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is