Færslur: 2009 September10.09.2009 00:08Kristinn SH 1122468. Kristinn SH 112, í höfn á Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðaður í Dalian Shipyard í Dalian í Kína 2001. Eitt af níu raðsmíðaskipum sem smíður voru í Norður-Kína fyrir íslendinga hjá þessari skipasmíðastöð. Komu öll skipin saman til landsins með þýska vöruflutningaskipinu Wiebke og til Hafnarfjarðar 10. júlí 2001 eftir 80 daga siglingu frá Kína. Breytt í Skipavík í Stykkishólmi úr netabáti í að vera sérhæfður neta- og línubátur 2008. Nöfn: Ársæll Sigurðsson HF 80, Önundur RE 78, Grindavíkin GK 606 og Kristinn SH 112. Skrifað af Emil Páli 10.09.2009 00:01Rifsnes SH 441136. Rifsnes SH 44, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðanr. 16 hjá Westermoen Hydrofoil A/S í Mandal í Noregi 1968. Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði af Vélsmiðjunni Herði hf. 1976. Endurgyggður hjá Vélsmiðjunni Odda hf., Akureyri 1990. Aftur endurbyggður og einnig lengdur, nú í Morska skipasmíðastöðinni í Swinoujacie, Póllandi 200. Breytt í línuveiðiskip, auk togskips hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 2004. Nöfn: Skrolsvik T-84-TN, Örvar HU 14 og Rifsnes SH 44. En Rifsneshafnið hefur verið á bátnum frá 1979 eða í 30 ár. Skrifað af Emil Páli 10.09.2009 00:00Steinunn SH 1671134. Steinunn SH 167, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðanr. 14 hjá Stálvík hf., Garðahreppi 1970, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Eftir strand í innsiglingunni i Grindavík 20. des. 1971, þar sem hann náðist út, fór fram 1972 stórviðgerð í Daníelsslipp í Reykjavík. Yfirbyggður og lengdur 1982. Skutur sleginn út 1975. Allt ofan þilfars endurnýjað hjá Stálsmiðjunni hf. Reykjavík sumarið 1996. Nöfn: Arnfirðingur II RE 412, Arnfirðingur II GK 412, Ingibjörg RE 10 og Steinunn SH 167, en Steinunnarnafnið hefur verið á bátnum frá 1972 eða 37 ár. Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 19:40Hafnarfjarðarhöfn í kvöld 09.09.09Odra NC 110 ex Baldvin NC 100 ex Baldvin Þorsteinsson EA 10 á útleið 1610. Ísleifur VE 63 Rússneskur togari © myndir Emil Páll í september 2009 Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 17:29Saxhamar SH 501028. Saxhamar SH 50 © mynd Þorgeir Baldursson 1028. Saxhamar SH 50, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðanr. 440 hjá Veb. Elbewerft í Boizenburg í Þýskalandi 1967. Lengdur og yfirbygging 1987 og síðan aftur lengdur og þá um leið endurbættur í Póllandi 1999. Nöfn: Hrafn Sveinbjarnason GK 255, Sigurður Þorleifsson GK 10, Sæljón SU 104, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn EA 142 og Saxhamar SH 50. Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 17:19Keilir RE 37 / Snæfari HF 1861615. Keilir RE 37 © mynd Emil Páll 1615. Snæfari HF 186 © mynd Þorgeir Baldursson Smíðanr. 670 hjá Fairmile Contruction Co Ltd í Bervick-on-Tveed, Englandi 1972. Nöfn: Boston Sea Sprite LT 247, Einar Benediktsson BA 377, Keilir RE 37, Snæfari HF 186, Steinunn HF 186. Seldur til Írlands 9. júní 1993 og fékk þá nafnið Almar D 6. Hann fór síðan í pottinn í Esbjerg í Danmörku í desember 2005. Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 14:01Hluti af fiskiflórunni við GhanaChuttelfish Dontole og moonfish Flugfiskur Flughani Nyaman Nama © myndir Svafar Gestsson í Ghana Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 00:20Arnarborg EA 3162270. Arnarborg EA 316 © myndir Þorgeir Baldursson 1996 Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 00:15Jóhann Gíslason ÁR 422067. Jóhann Gíslason ÁR 42, nú Frosti ÞH 229 © mynd Þorgeir Baldursson 1991 Skrifað af Emil Páli 09.09.2009 00:12Oddeyrin EA 2102750. Oddeyrin EA 210 © mynd Þorgeir Baldursson 2008 Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 15:17Narfi RE 13 / Lundey NS 14155. Narfi RE 13 © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur 155. Lundey NS 14 © mynd Þorgeir Baldursson Smíðaður sem botnvörpungur í Rensburg í Þýskalandi 1960. Yfirbyggður 1974 og skráður sem nótaskip 1978. Nöfn: Narfi RE 13, Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 og Lundey NS 14. Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 14:51Arnar SH 157 ex Happasæll KE2660. Arnar SH 157 ex Happasæll KE 94, í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 14:45´Nýtt Íslenskt víkingaskipNýtt íslenskt víkingaskip smíðað hérlendis © mynd Emil Páll í Stykkishólmi í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 00:45Albert Ólafsson KE 39256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Emil Páll Smíðanr. 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi 1964. Yfirbyggður af Vélmsiðjunni Herði hf. við bryggju í Sandgerði 1976. Breytt og lengdur hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði 1992. Nöfn: Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39, Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og Kristrún II RE 477. Skrifað af Emil Páli 08.09.2009 00:33Gígja RE 3401011. Gígja RE 340 © mynd Emil Páll, sennilega um 1980 Smíðanr. 51 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad Noregi 1966. Lengdur og yfirbyggður hjá Hakonsen Mekanik, Skodenshavn, Noregi 1974 og lendur aftur 1979. Selt til Svíþjóðar 1978, en meðan Svíarnir áttu skipið lá það í Grindavíkurhöfn og fór því aldrei úr landi. Haustið 2002 var skipið leigt til aðstoðar við björgun á Guðrúnu Gísladóttur sem sökk við Noreg, en dagaði þar uppi og var seldur á uppboði i maí 2007 og fargað í framhaldi af því. Nöfn: Kristján Valgeir GK 575, Kristján Valgeir NS 150, Grindvíkingur GK 606, Gígja RE 340, Gígja VE 340, Stakkanes ÍS 847 og Stakkanes ÍS 848. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1064 Gestir í dag: 30 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060480 Samtals gestir: 50933 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:39:58 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is