Færslur: 2009 September

01.09.2009 20:31

Bliki ÞH 50


                       710. Bliki ÞH 50 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður 1948 í Simrishavn í Svíþjóð. 10. mars 1980 var báturinn seldur til Noregs upp í togara, en kaupin gengur til baka. Í september 1987 var bátnum siglt til Danmerkur til að setja upp í annan togara, en þau kaup gengu einnig til baka og kom báturinn því aftur til landsins í maí 1988. Að lokum fór þó svo að báturinn var settur upp í smíði togarans Þór Pétursson GK á Ísafirði og þar var Bliki urðaður, ásamt gamla lóðsbátnum á Ísafirði og Þorbirni II GK 541 í Suðurtanganum á Ísafirði.
Nöfn þau sem báturinn bar eru: Ólafur Magnússon AK 102, Brandur VE 313, Mjölnir GK 323, Bliki GK 323, Bliki ÞH 50 og Bliki ÞH 269

01.09.2009 20:23

Bergþór KE 5


                                     503. Bergþór KE 5 © mynd Emil Páll

Smíðaður á Ísafirði 1957 og bar nöfnin: Gunnhildur ÍS 246, Gunnhildur GK 246 og Bergþór KE 5. Báturinn fórst 8 sm. NV af Garðsskaga 8. jan. 1988 ásamt tveimur mönnum.

01.09.2009 20:05

Arnar í Hákoti SH 37


   288. Arnar í Hákoti SH 37 í Grundarfjarðarhöfn sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Bátur þessi er smíðaður hjá Avera-Verft við Lubeck í Niendorf, Vestur-Þýskalandi 1959. Báturinn átti upphaflega að heita Guðbjörg ÍS 14 og vera í eigu Hrannar hf. á Ísafirði, en vegna einhverja vandamála varðandi samninginn við Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. í Keflavík þennan bát og gaf honum nafnið Árni Geir KE 31, eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.

Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31 , Þorsteinn Gíslason GK 2 og núverandi nafn Arnar í Hákoti SH 37.

01.09.2009 18:50

Hvaða staður ætli þetta sé?


                                  Hvaðan er þetta? © mynd úr safni Svafars Gestssonar

01.09.2009 15:49

SK - bátar


                                                         1734. Leifur SK 136


                                                    1876. Hafborg SK 54


                                          7532. Helga Júlía SK 23


                                   2453. Ingibjörg SK 8 ex EA 94


          6109. Kristjana SK 175 © myndir Þorgeir Baldursson á Sauðárkróki í maí 2009

01.09.2009 07:21

Hvalfell RE 282


                                 109. Hvalfell RE 282 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Beverley í Englandi 1947. Bar aðeins þetta eina nafn og var seldur til Belgíu til niðurrifs 2 .júlí 1969.

01.09.2009 07:15

Haukur RE 27


                                    86. Haukur RE 27 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Aberdeen í Skotlandi 1950. Hét fyrst Austfirðingur SU 3 og síðan Haukur  RE 27. Seldur til Noregs 6. des. 1967l

01.09.2009 07:10

Fylkir RE 171


                                      59. Fylkir RE 171 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Beverley í Englandi 1958 og bar aðeins þetta eina nafn. Seldur til Englands 26. jan. 1966.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1108
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060524
Samtals gestir: 50934
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:00:58
www.mbl.is