18.04.2021 23:11

Skipverjar á Aþenu Þh 505 draga netin

                2436 Aþena ÞH 505 að draga Grásleppunetin við Tjörnes Mynd þorgeir Baldursson 17 april 

05.04.2021 09:32

Þinganes SF 25

                         2970  Þinganes SF 25 á toginu á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson 2021

04.04.2021 09:04

Gamli Börkur og Vilhelm Þorsteinsson EA11

       Janus Ex Birtingur og Börkur NK OG 2892 Vilhelm Þorsteisson EA11 mynd þorgeir Baldursson 3 april 2021

03.04.2021 20:56

Nýr Vilhelm þorsteinsson EA11 kom til Akureyrar i dag

                                                       2892 Vilhelm Þorsteinsson EA11  á siglingu við slippkantinn i dag   mynd þorgeir Baldursson 3 april 2021 

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýtt skip til uppsjávarveiða sem var smíðað sérstaklega fyrir Samherja, sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær.

Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og fullkomið skip, 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd.

Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi.

Karstensens skipasmíðastöðin í Skagen Danmörku hannaði og smíðaði skipið eftir þörfum Samherja og naut ráðgjafar starfsfólks Samherja við verkið.

Beðið hefur verið eftir skipinu með nokkurri eftirvæntingu en samningar um smíði þess voru undirritaðir 4. september 2018.

Þann dag hefðu tvíburarnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir orðið 90 ára.

             2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11  mynd þorgeir Baldursson 

Nýsmíðin leysir af hólmi eldri Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sem kom nýr til landsins um síðustu aldamót.

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að allur aðbúnaður í nýja skipinu sé eins og best verður á kosið.

„Skipið er stórt og það er mjög vel útbúið. Um borð er öll sú nýjasta tækni sem er fáanleg við meðferð afla og besta gerð af veiðarfærum sem við þekkjum.

Skip af eins og þetta, sem er bæði með troll og nót, er með breytilega notkun á vélarafli. Þannig að við erum með tvær vélar í skipinu.

Á heimasiglingunni notuðum við aðeins aðra þeirra og við þær aðstæður eyðir skipið mun minna,“ segir Kristján.

Í skipinu eru klefar fyrir fimmtán manns auk sjúkraklefa. Þá er skipið einstaklega rúmgott og má þar nefna borðsal og tvær setustofur.

Um borð er einnig líkamsræktaraðstaða og gufubað fyrir skipverja.

                            2892 Vilhelm Þorsteinsson EA11 á siglingu á pollinum mynd þorgeir Baldursson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sigldi með skipinu heim til Íslands frá Skagen. „Þetta er þriðja kynslóð uppsjávarskipa sem maður tekur þátt í að reka.

Við ákváðum að fela Karstensens skipasmíðastöðinni þetta verkefni. Aðalhönnuðir skipsins starfa hjá stöðinni en starfsfólk Samherja hefur komið að þessu ferli með sínar hugmyndir, meðal annars varðandi orkunýtingu.

Þannig má segja að skipið sé afrakstur samstarfs stöðvarinnar og okkar starfsfólks.

Ég held að útkoman sé mjög góð og það var frábært að sigla með skipinu heim. Tímanum var vel varið með áhöfninni,“ segir Þorsteinn Már.

Endurnýjun er forsenda samkeppnishæfni

              Frystihús Samherja á dalvik og Nýji Vilhelm Þorsteinsson EA 11 mynd þorgeir Baldursson 

Samherji hefur lagt höfuðáherslu á að fjárfesta eins og kostur er í nýjum skipum, búnaði og tækni.

Á síðustu árum hefur skipafloti Samherja verið endurnýjaður mikið.

Á síðasta ári var nýtt hátæknivinnsluhús á Dalvík tekið í notkun og þá hafa húsnæði og tæki bolfiskvinnslunnar á Akureyri verið endurnýjuð.

                              Hátækni frystihús Samherja á Dalvik mynd þorgeir Baldursson des 2019

 

Samherji ræðst í slíka fjárfestingu til að tryggja að fyrirtækið sé ávallt í stakk búið að mæta ýtrustu kröfum viðskiptavina sinna en einnig svo starfsfólk Samherja vinni við bestu mögulegu aðstæður hverju sinni.

Endurnýjun af þessu tagi þarf reglulega að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi svo fyrirtæki í greininni séu samkeppnishæf.

Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, segir að skipið sé framúrskarandi vel hannað.

„Á siglingunni heim prófuðum við að lesta skipið með sjó og prófuðum að snúa því á fullri ferð og hallinn var mjög lítill.

                      2892 Vilhelm Þorsteinsson EA11 að snúast á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson 

Skipið kom einstaklega vel út úr þessari siglingu heim.

Ég hef verið skipstjóri í um þrjátíu ár og ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er eitt besta skip sem ég hef stýrt á mínum ferli,“ segir Guðmundur.

            Guðmundur Jónsson Skipstjóri á Vilhelm mynd þorgeir Baldursson 

Dagskrárgerðar- og kvikmyndatökumenn frá sjónvarpsstöðinni N4 sigldu með Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 frá Skagen og tóku upp efni um borð.

Vegna sóttvarnarráðstafana var ekki mögulegt að bjóða Akureyringum og öðrum gestum að líta um borð eins og venjan er þegar ný skip koma heim

en Ásthildur Sturludóttir, bæjarstóri Akureyrarbæjar, færði Guðmundi Jónssyni skipstjóra blómvönd við látlausa athöfn eftir komuna til heimahafnar í morgun.

Öll áhöfn skipsins og gestir um borð fóru í skimun vegna Covid-19 áður en lagt var af stað frá Skagen og svo að nýju þegar komið var til landsins í gær.

Áætlað er að skipið haldi til veiða á fimmtudaginn í næstu viku.

Mun N4 sýna sérstakan þátt um skipið sem verður á dagskrá stöðvarinnar á annan í páskum, mánudaginn 5. apríl kl. 20:00.

Í þættinum verður fjallað ítarlega um skipið, tæknina um borð og aðbúnað skipverja.

Frétt af heimasiðu Samherja 

www.samherji.is

myndir Þorgeir Baldursson 

01.04.2021 23:29

Stubbarnir mokfiska á Selvogsbankanum

                                        Harðbakur EA3 mynd þorgeir Baldursson 2021

                        Þinganes  SF Bergey  og Vestmannaey VE mynd þorgeir Baldursson 2021

Heldur betur búið að vera mokveiði hjá togbátunum núna í mars.

 

flestir togaranna hafa verið á veiðum á svæðinu frá Þorlákshöfn og að Reykjanesvita og þar utan við

 

t.d á Selvogsbankanum,

 

29 metra bátarnir eða togarnir sem mega veiða upp að 3 sjómílum hafa ekki farið varhluta af þessu moki

 

og hafa náð að fylla bátanna sína á einum til 2 dögum,

 

einn af þeim er Harðbakur EA.

 

þegar þetta er skrifað þá er Harðbakur EA komin með yfir 900 tonna afla í mars og á möguleika á að ná yfir 1000 tonnin í mars

 

á síðustu 7 dögum þá hefur Harðbakur EA heldur betur mokveitt

 

því samtals hefur hann landað 378 tonnum í 5 löndunum á aðeins um 6,5 dögum.  það gerir um 58 tonn á dag

 

bestu túrinn var 92 tonn eftir aðeins rúman einn sólarhring á veiðum,

 

Mest öllum þessum afla er síðan ekið til vinnslu á Dalvík og þetta eru gríðarlega margir flutningabílar,

 

um 36 trukkar þarf til þess að keyra um 900 tonnum af fiski norður til Dalvíkur.

 

31.03.2021 23:40

HORDAFOR V11 á leið til Fáskrúðsfjarðar

                      HordaFor. V11siglir inn til Fáskrúðsfjarðar mynd þorgeir Baldursson  2021

                           HORDAFOR V11 OG Skrúður i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 2021

31.03.2021 09:14

Ný Hulda GK frá Trefjum

                                          2999 Hulda GK 17 mynd þorgeir Baldursson 2021 

                         2999 Hulda Gk 17 skömmu fyrir sjósetningu mynd þorgeir Baldursson 

Hulda GK 17 er af gerðinni Cleopatra 40BB og er 11,99 metra löng. Mælist 29,5 BT að stærð.

31.03.2021 00:27

"Þorsk­ur­inn senni­lega kom­inn upp í fjör­ur"

 

                                                                                                                2890 Akurey AK 10 á togi á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson  

Þorsk­ur­inn sást ekki á tog­ara­slóð í síðasta túr Ak­ur­eyj­ar, en skipið kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag með 130 tonna afla. Þar af voru tæp 58 tonn af ufsa, 31 tonn af gull­karfa, 12 tonn af djúpkarfa, rúm­lega 14 tonn af ýsu og rúm­lega 14 tonn af þorski.

„Mark­miðið hjá okk­ur var aðallega að leita að ufsa og þorski í veiðan­legu magni,“ er haft eft­ir Magnúsi Kristjáns­syni, skip­stjóra á Ak­ur­ey, á vef Brims sem ger­ir skipið út. „Það gekk upp með ufs­ann en þorsk­ur­inn er all­ur kom­inn inn fyr­ir línu og senni­lega allt upp í fjör­ur og byrjaður að hrygna þar,“ seg­ir hann.

Veiðiferðin hófst á Eld­eyj­ar­bank­an­um en þar hafi lítið veiðst. „Við færðum okk­ur því yfir á Sel­vogs­bank­ann. Þar var mokveiði á ýsu en þorsk­ur­inn sást ekki á tog­ara­slóð. Næst var ferðinni heitið á Fjöll­in. Þar var að vanda nóg af gull­karfa en við fund­um líka tölu­vert af ufsa og heilt yfir var afl­inn mjög góður,“ seg­ir Magnús. Hann kveðst ekki eiga von á að þorskveiðin glæðist suðvest­an­lands fyrr en að af­lok­inni hrygn­ingu. Þorsk­ur­inn hafi alls staðar gengið upp að strönd­inni til hrygn­ing­ar. Þá sé all­ur þorsk­ur horf­inn úr Jök­ul­dýpi þar sem var góð veiði fyr­ir skömmu.

Ak­ur­ey held­ur aft­ur til veiða annað kvöld en fyrst þarf áhöfn­in að taka nýj­an tog­vír um borð.

30.03.2021 00:52

Hef­ur landað 110 tonn­um í Þor­láks­höfn.

                      1277 Ljósafell Su 70 Landar i Þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson mars 2021
 

 

Ljósa­fell SU-70, sem nú er statt suður af Sel­vogs­vita, hélt á miðin á ný eft­ir að hafa landað 70 tonn­um í Þor­láks­höfn morg­un.

Skipið landaði einnig 40 tonn­um á sama stað á fimmtu­dag og nem­ur því heild­arafl­inn 110 tonn­um.

Afl­inn er blandaður og er uppistaðan 50 tonn af ýsu, 30 tonn af þorski, 20 tonn af ufsa og 10 tonn af ýms­um teg­und­um.

Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir Ljósa­fell út, að fisk­ur­inn er flutt­ur land­leiðina til Fá­skrúðsfjarðar til vinnslu.??????

28.03.2021 10:04

Hannaði stórfiskaskilju fyrir veiðar í Óman

Verksmiðjutogarinn Gloria er við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Þar er sótt í makríl og hrossamakríl.

Fjórir Íslendingar sem eru yfirmenn á verksmiðjutogaranum Gloria láta vel af stórfiskaskilju sem þeir hafa nýtt við veiðar á makríl og hrossamakríl við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans.

Skiljan var sett upp af Hampiðjunni en skipið er eitt af þremur verksmiðjuskipum útgerðarfélagsins Al Wusta Fisheries Industries. Skipstjórar eru þeir Ásgeir Gíslason og Hafsteinn Stefánsson.

          Stórfiskaskiljan um borð i Gloriu mynd Hampiðjan 

       Trollvinna um borð mynd Einar þorsteinn 

Skilur tunglfiskinn frá

Í frétt Hampiðjunnar er rætt við Ásgeir en skipið er á veiðum með flottrolli.

       Gott hal i rennunni mynd Einar Þorsteinn 

Á þessum slóðum hefur aukaafli á borð við stærri fiska eins og tunglfiska, valdið áhöfninni vandræðum við veiðarnar.

               Tunfiskur á dekki mynd Einar þorsteinn 

  Aukaafli á millidekkinu mynd Einar Þorsteinn

Við þessu var brugðist með því að fá Vernharð Hafliðason, veiðarfærameistara hjá Hampiðjunni,

til að hanna og setja upp sérstaka stórfiskaskilju í trollin að beiðni Hauks Inga Jónssonar, trollmeistara í veiðarfærum á skipinu.

Hefur skiljan skilið út stórfiskategundir með mjög góðum árangri.

      Aflanum dælt um borð Mynd Einar Þorsteinn 

Hrossamakríll og makríll, sem nú er verið að veiða, svipar til þess sem veiddur er í Atlantshafinu. Honum er dælt beint um borð úr pokanum frá skut til fullvinnslu.

       fullvinnsla um borð mynd Einar Þorsteinn 

Með þessu móti er hámarks ferskleiki hráefnisins tryggður. Umhverfisáhrif skiljunnar skila sér afar vel til lífríkisins með því að skilja lifandi stórfisk út úr veiðarfærinu aftur til uppvaxtar í framtíðinni.

          Löndun i Oman mynd Einar Þorsteinn 

Í bréfi til útgerðarinnar um gagnsemi stórfiskaskiljunnar um borð í Gloria, og sagt er frá í frétt Hampiðjunnar, verður ekki betur séð en að skiljan leysi að öllu leyti þau vandamál sem aukaaflinn hefur haft í för með sér.

Fréttin birtist upphaflega í Nýsköpunarblaði Fiskifrétta 18. febrúar

28.03.2021 01:56

Stóð ekki á sama við eft­ir­lit Norðmanna

                                2917 sólberg  ÓF 1 á Veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

Sigþóri Kjart­ans­syni, skip­stjóra á Sól­bergi ÓF-1, stóð ekki á sama þegar norska land­helg­is­gæsl­an kom um borð í bát­inn í eft­ir­lits­ferð í síðasta túr skips­ins í Bar­ents­hafi.

Hann sagði óþægi­legt að vita til þess að þeir kæmu um borð í miðjum Covid-19-far­aldri, lagði ekki í til­hugs­un­ina um smit um borð, sér­stak­lega þar sem heims­tímið er þrír til fjór­ir dag­ar. 

„Það voru mjög mikl­ar varúðarráðstaf­an­ir, að fjar­lægð yrði hald­in, að menn­irn­ir sem komu um borð væru með grím­ur og hanska og sprittuðu sig í bak og fyr­ir.

Þeir voru ekk­ert að kjass­ast í okk­ar mann­skap og við ekk­ert í þeim,“ sagði Sigþór í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann bætti því við hann hann hefði von­ast til þess að þeir kæmu ekki um borð en hjá því hafi víst ekki verið kom­ist. Hon­um hafi ekki staðið á sama. 

Safna sam­an í einn túr

Sól­bergið gerði ágæt­istúr í Bar­ents­hafið og landaði um 1.700 tonn­um, mest þorski, um síðustu helgi. Sigþór seg­ir að þar með hafi kvót­inn í Bar­ents­hafi klár­ast. 

„Við för­um þarna út með viss­an kvóta. Þessu er svona smalað sam­an af ís­lensk­um út­gerðum, það eru marg­ir sem eiga slett­ur hingað og þangað.

Við höf­um reynt að safna þessu sam­an til að gera einn góðan túr.“ Fært sé á milli skipa sem eiga ekki næg­an kvóta til að það borgi sig að senda skip. 

„Við för­um þarna út með það fyr­ir aug­um að vera sem fljót­ast­ir og koma okk­ur heim til Íslands.“ Sigþór seg­ir túr­inn hafa verið 36 daga alls, þar af er stímið um 6-7 dag­ar. 

28.03.2021 01:17

Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri

                             Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri Mynd þorgeir Baldursson 2020

                          Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri um 80 tonnum  Mynd þorgeir Baldursson 2020

                            Aflinn um 80 tonn uppistaðan Þorskur  mynd þorgeir Baldursson 2020
 

27.03.2021 22:09

Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54

                  Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54 ásamt Birgi Þór Sverrissyni mynd þorgeir Baldursson 

                                               2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

Isfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE munu báðir landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag.

Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í morgun en þá var skipið á landleið. „Við erum að koma inn með fullt skip.

Það er búin að vera fínasta veiði. Það er auðvelt að ná í þorsk og ýsu og svo er einnig reynt að ná í ufsa.

Við vorum á Selvogsbankanum allan túrinn og menn eru bara kátir.

Veiðiferðin hjá okkur tekur yfirleitt um eða tæpa tvo daga um þessar mundir þannig að það gengur talsvert á.

Við reiknum með að fara strax út að löndun lokinni í dag þó spáin sé ekkert sérstök,“ segir Birgir.

                     Birgir Þór Sverrissson Skipstjóri á Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

 

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, tók undir með Birgi og segir aflast vel um þessar mundir.

                                Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergey Ve mynd þorgeir Baldursson 

 

„Við erum á síðasta holinu hér á Selvogsbankanum og þetta er búið að ganga vel.

Mér líst býsna vel á framhaldið nema að nú spáir hann austan stormi og bölvaðri brælu,“ segir Jón.

 

27.03.2021 21:32

Drangey Sk 2

                                                        2893 Drangey Sk 2 mynd þorgeir Baldursson 

27.03.2021 09:02

Bergey og Vestmannaey Mokfiska við Eyjar

Heldur betur mokveiði hjá togurunum 

 

núna eru tveir togarar að nálgast 1000 tonnin og búast má við að jafnvel 3 togarar fari yfir 1000 tonn í mars

                                                                          Vestmannaey og Bergey á veiðum fyrir sunnan Geldung og stærri er Súlnasker Mynd Þorgeir Baldursson 22 feb 2021

 

Viðey RE var með 154 tonn í einni löndun eftir um 2 daga túr

 

Björgvin EA 145 tonn í 1 eftir um 4 daga túr

 

Akurey AKJ 182 tonn í 1

 

Bergey VE er hæstur 29 metra bátanna og var með 254 tonn í 3 róðrum 

 

Björgúlfure EA 267 tonn í 2

 

Harðbakur eA 192 tonn í 2

 

Drangavík VE 177 tonn í 4

 

Sturla GK 193 tonn í 2

 

Þórunn SVeinsdóttir VE 155 tonn í 1

 

Vestmanney VE 222 tonn í 3

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 815
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 1071
Gestir í gær: 328
Samtals flettingar: 10995006
Samtals gestir: 1534155
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 19:48:10
www.mbl.is