02.12.2019 22:24

Landað á Siglufirði i nóvember

Þaðer oftast mikið lif og fjör þegar bátarnir streyma inn til löndunnar á Siglufirði 

og hafa verið allt uppi 5 stórir linubátar inni i einu og stundum togarar lika 

svo að nóg er að gera hjá starfmönnum fiskmarkaðarins sem að birja eldsnemma 

og hætta seint læt fylgja þessari frétt nokkrar drónamyndir sem að ég tók 

fyrir skömmu Fv 972 Kristin Gk 457  2158 Tjaldur SH 270 og 2262 Sóley Sigurjóns GK 200

 

              Bátar við bryggju á Sigló Mynd þorgeir Baldursson nóv 2109

                     Landað á Sigló Mynd þorgeir Baldursson 2109

                      landað á Sigló mynd þorgeir Baldursson 2019

                  2262 Sóley Sigurjóns GK 200 mynd þorgeir Baldursson 

             2158 Tjaldur SH 270 mynd þorgeir Baldursson 2019

          Athafnasvæði Fiskmarkaðins og bátarnir i löndun mynd Þorgeir 2019

02.12.2019 07:55

Strembið að eiga við þorskinn

                2890 Akurey AK 10 mynd þorgeir Baldursson 2019

Þorskur hvarf með síldinni og lítið verður vart við loðnu í fiski.

 

„Heilt yfir má segja að aflabrögðin hafi verið alveg þokkaleg. Því er þó ekki að neita að það hefur verið strembið að eiga við þorskinn. Það hafa komið sæmilegustu skot inn á milli en sú veiði heftur jafnan staðið stutt. Á milli þess er um að gera að leita sem víðast,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK, í frétt á heimasíðu Brims.

Er heimasíða Brims ræddi við Eirík var Akurey að taka fyrsta hol veiðiferðarinnar í kantinum út af Vestfjörðum. Skipið fór frá Reykjavík á fimmtudagskvöld eftir um 130 tonna veiðiferð á Vestfjarðamið. Að sögn Eiríks verður þráðurinn tekinn upp að nýju og markmiðið nú líkt og þá væru fyrst og fremst þorskveiðar.

„Ég var í fríi í síðasta túr en þá var farið allt austur á Strandagrunn. Í lokin var svo endað á karfaveiðum í Víkurálnum. Við erum nú komnir í kantinn og veiðin virðist ekki vera neitt sérstök. Samkvæmt nýjustu fréttum eru menn að fá um tonn af þorski á togtímann hér fyrir norðan okkur og á Halanum þannig að það er ekki hægt að segja að mikill kraftur sé í veiðinni.“

Að sögn Eiríks fara fáar sögur af ufsaveiðum nú um stundir.

„Það kom skot í veiðina bæði á Sléttugrunni og Sporðagrunni á dögunum en veiðin stóð stutt á báðum stöðum. Mér skilst að veiðin sé frekar dauf fyrir austan en þar hafa menn verið að fá ufsa og ýsu í bland. Það tók fyrir alla þorskveiði þar um leið og síldin hvarf af miðunum. Hér á Vestfjarðamiðum höfum við ekki orðið varir við loðnu utan hvað loðna var í einhverjum fiski í síðasta túr. Magnið var þó ekki mikið,“ segir Eiríkur en hann segir það ekki vera spurningu um hvort, heldur hvenær þorskurinn muni skila sér af krafti inn í veiðina.

 

 

               

01.12.2019 22:27

Dalarafn Ve 508

Hérna kemur Skemmtileg myndasyrpa af Dalarafni Ve 508

sem að frettaritari siðunnar óskar Pétur  Friðriksson tók af honum 

þegar hann var að koma inn til Vestmannaeyja fyrir skömmu 

eins og sjá var bræluskitur á landleiðinni og talsverður sjór 

en látum myndirnar tala 

         2758 Dala Rafn Ve 508 Myndir óskar Pétur Friðriksson nóv 2019

                     Dala Rafn Ve Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2019

                    Dala Rafn Ve Mynd óskar Pétur Friðriksson 2019

                        2758 Dala Rafn Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2019

        Dalar Rafn Ve 508 á leið inn i rennuna mynd Óskar Pétur Friðriksson 

      2758 DalaRafn VE 508 við Heimaklett mynd Óskar Pétur Friðriksson 2019
 

01.12.2019 21:15

Kaldbakur EA 1

                    2891  Kaldbakur EA 1 Mynd þorgeir Baldurssson nóv 2019

Kaldbakur EA fór í sína fyrstu veiðiferð snemma í september mánuði að aflokinni uppsetningu á nýjum og fullkomnum vinnslubúnaði frá Slippnum Akureyri. 
Búnaðurinn í vinnslunni hefur reynst vel að sögn Angantýs Arnars, annars tveggja skipstjóra á Kaldbaki EA.

“Við erum mjög ánægðir með nýja vinnsludekkið, gæði aflans eru mikil og vinnslan gengur hratt og örugglega fyrir sig. Sniglakörin koma vel út, bæði hvað varðar blóðgun og kælingu og engir hnökrar hafa verið á lestarkerfinu, það er mikill munur að geta karað fiskinn upp á vinnsludekkinu.
Þau litlu vandamál sem hafa komið upp höfum við leyst í sameiningu með Slippnum og hefur eftirfylgni þeirra með búnaðinum verið til fyrirmyndar” segir Angantýr Arnar.

Ólafur Ormsson sviðsstjóri hjá Slippnum segir það afar ánægjulegt að Kalbakur fari vel af stað.

“Við hönnun á vinnsludekkinu var lögð áhersla á að gera alla vinnsluna um borð hagkvæma, auðvelda í þrifum og þannig tryggja framúrskarandi aflameðferð. 
Áreiðanleiki alls búnaðarins skiptir einnig gríðarlegu máli og er vandlega gætt að honum. Samstarfið með Samherja í þessu verkefni hefur gengið mjög vel og er ánægjulegt að sjá hversu vel vinnsludekkið hefur verið að reynast ” segir Ólafur.

01.12.2019 14:50

Óli á Stað GK 99

               2842 Óli á stað GK 99 Mynd þorgeir Baldursson 2019

01.12.2019 10:12

Ásdis ÓF 9

              2596 Ásdis ÓF 9  á Siglufirði mynd þorgeir Baldursson nóv 2019

30.11.2019 21:33

Viggi NS 22 á Siglufirði

                 2575 Viggi Ns 22 Mynd þorgeir Baldursson nóv 2019 

 

30.11.2019 16:10

Bárður SH 81 i Hafnarfirði i dag

         2965 Bárður SH 81 mynd Guðmundur St Valdimarsson 30 nóv 2019

     Bárður SH 81 i Hafnarfirði i morgun mynd Guðmundur ST Valdimarsson 

             2965 Bárður SH 81 mynd Guðmundur St Valdimarsson 

           2965 Bárður SH 81 mynd Guðmundur St Valdimarsson 2019

Hinn nýi Bárður SH 81 kom til landsins í morgun en hann lagðist að bryggju í Hafnarfirði á tíunda tímanum. Guðmundur St. Valdimarsson tók á móti honum með myndavélinni og sendi þessar myndir til síðunnar.

Bárður SH 81 var smíðaður í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og er smíðanúmer 35 hjá stöðinni. Báturinn hafði viðdvöl í Þórshöfn í Færeyjum á heimleiðinni.

Báturinn er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð. Báturinner útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Í Hafnarfirði mun m.a verða sett í bátinn netaspil og krapakerfi en búist er við að Bárður SH 81 komi til heimahafnar í Ólafsvík um miðjan desember.

Myndir Guðmundur ST Valdimarsson 

Teksti www.skipamyndir.com 

29.11.2019 23:09

Sturla GK 12

     1272 Sturla GK 12 á útleið frá Siglufirði Drónamynd þorgeir Baldursson 

28.11.2019 16:47

Pokinn tekinn á Sóley Sigurjóns Gk 200

 

 

                 Stroffan sett á belginn mynd þorgeir Baldursson 2019

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1641
Gestir í dag: 219
Flettingar í gær: 1502
Gestir í gær: 292
Samtals flettingar: 10369844
Samtals gestir: 1443741
Tölur uppfærðar: 23.11.2020 14:39:54
www.mbl.is