16.08.2019 10:02

JOLIE BRISE Sailing Vessel

Þessi Breska Skúta er að koma til Seyðisfjarðar eftir stutta stund

myndir af Marinetraffic.com 

                                       Marinetraffic © Rick Tomlinson

                                Marinetraffic © Proche 

                             marineTeaffic ©  Ken Pickersgill

                                   Marinetraffic © Graham Rabbitts

IMO:  -

MMSI:  232007940

Call Sign:  2XBV

Flag:  United Kingdom [GB]

AIS Vessel Type:  Sailing Vessel

Gross Tonnage:  -

Deadweight:  -

Length Overall x Breadth Extreme:  25m × 5m

Year Built:  -

Status:  Active


Read more at http://www.marinetraffic.com/en/ais/details/ships/shipid:183542/mmsi:232007940/imo:0/vessel:JOLIE_BRISE#7yeDGsTtTofcprYO.99

16.08.2019 08:03

Beðið með björgunnaraðgerðir á Svalbarða

 

Hætta við að fjarlægja Northguider!

Smit Salvage hefur tímabundið fært skip sín og sylgt til Longyear-bæjar vegna ísskylirða norðan við Hinlopen.

Það eru kröftugir vindar síðustu daga sem gera það að verkum að ísklumparnir hafa farið af stað og óttast björgunarsveitin að ísinn vefji sig utan um hin skipin. Þeir fylgjast nú vel með og munu snúa aftur til Hinlopen um leið og ástandið batnar. 

Umhverfisyfirvöld á Svalbarða telja að það stafi hætta á bráðri mengun vegna þessa og fylgist Norska strandgæslan því náið með björgunaraðgerðum Nouthguied. sem að strandaði þar skömmu fyrir jólin 2018

 

        Northguider á strandstað við Svalbarða  Mynd Norska Strandgæslan 

Skipið hallar um 70-80 gráður á Stjórborða mynd Norska Strandgæslan

     Northguider H-177 á strandstað Á Svalbarða Mynd norska Strandgæslan 

 

 

 

16.08.2019 07:40

Hvalaveisla á pollinum I gærkveldi

 Hvalaskoðun i gær á Pollinum Grindhvalur i návigi mynd þorgeir Baldursson 

 

„Þetta er óvenju­legt ástand. Þeir koma ekki oft hingað, ég veit ekki til þess að grind­hval­irn­ir hafi verið áður inni á Polli,“ seg­ir Arn­ar og bæt­ir við að um 20 til 40 dýra grind­hvala­vöðu hafi verið að ræða.

„Þeir voru bara svona svamlandi um og við vor­um nátt­úru­lega að reyna að fara gæti­lega í kring­um þá og reyna að halda okk­ur alltaf land­meg­in við þá svo það yrði eng­in hætta á að við mynd­um fæla þá upp á land.“

Aðspurður hvað Arn­ar telji að laði grind­hval­ina að Ak­ur­eyri seg­ist hann ekki þora að slá neinu föstu. 

„Við höf­um ekki verið að sjá inni á Polli vaðandi mak­ríl. En eitt­hvert æti er hérna á svæðinu. Auðvitað eru þessi hval­ir yf­ir­leitt í æt­is­leit. Þess­ir hval­ir sem fara inn á Poll hljóta að rata út aft­ur. Það er ekki svo mik­il skipaum­ferð hérna að hún gæti girt fyr­ir eða slíkt. 

„Þetta er ein­hver trufl­un í höfðinu á dýr­un­um held ég að hljóti að vera. Þeir gætu verið að missa eitt­hvað sam­bandið.“

Arn­ar seg­ir grind­hval­ina hafa vakið mikla at­hygli og kátínu bæði ferðamanna og íbúa Ak­ur­eyr­ar. 

„Þeir eru bún­ir að vera hérna held ég í þrjá daga. Það hef­ur verið mjög gam­an að horfa og fylgj­ast með. Það er búið að vera erfitt veður und­an­farna daga þannig að það er líka gott að geta bara farið stutt.“

         Arnar Sigurðssson Skipst og Vivi leiðsögukona mynd þorgeir Baldursson 

Grind­hval­ir í Poll­in­um á Ak­ur­eyri hafa glatt farþega um borð í hvala­skoðun­ar­skip­inu Hólma­sól síðustu daga. Að sögn Arn­ars Sig­urðsson­ar skip­stjóra eru grind­hval­ir á þessu svæði eins­dæmi.

„Við vor­um með grind­hvali inni á Polli, and­ar­nefj­ur rétt fyr­ir utan og eina hrefnu þar utar. Allt mjög ná­lægt Ak­ur­eyri,“ seg­ir Arn­ar ánægður í sam­tali við mbl.is. 

       Hólmasól með fullfermi af Farþegum i Hvalaskoðunn i vikunni 

15.08.2019 20:35

1000 Tonn á 34 timum af Makril

  Bergur Einarsson Skipst Mynd þorgeir Baldursson 

„Þetta gekk vel hjá okk­ur. Það er mjög mik­il ferð á mak­ríln­um og aðal­gang­an er nú kom­in aust­ur í Síld­ars­mugu. Það hef­ur verið dagamun­ur á veiðinni en heilt yfir hafa afla­brögð verið góð og allt gengið vel.“

Þetta seg­ir Berg­ur Ein­ars­son, skip­stjóri á Ven­usi NS, en von er á upp­sjáv­ar­veiðiskip­inu til Vopna­fjarðar seint í kvöld eða nótt með heil 1.000 tonn af mak­ríl. Afl­inn fékkst í fjór­um hol­um og á aðeins 34 klukku­stund­um, að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Seg­ir þar að á Vopnafirði sé fyr­ir Vík­ing­ur AK og Ven­us nær því ekki að landa fyrr en síðdeg­is á morg­un.

                 2881 Venus NS150 mynd þorgeir Baldursson 2019

Fær­eysk, rúss­nesk og græn­lensk skip að veiðum.

Að sögn Bergs er mak­ríll­inn í Síld­ars­mugunni á sama tíma í ár og verið hef­ur en sá mun­ur er á út­hald­inu að veiðin var betri nú í ís­lensku lög­sög­unni og stóð leng­ur en menn hafa átt að venj­ast.

„Þetta er fínn fisk­ur. Mak­ríll­inn þarna úti er held­ur smærri en sá sem við veidd­um hér heima en meðal­vigt­in er þrátt fyr­ir það 450 til 460 grömm. Auk okk­ar Íslend­ing­anna eru aðallega fær­eysk, rúss­nesk og græn­lensk skip að veiðum en fjöld­inn er mis­jafn eft­ir því hvort skip­in eru í lönd­un eða á veiðisvæðinu.“

Heim­sigl­ing­in hef­ur verið ró­leg. 340 sjó­míl­ur voru til Vopna­fjarðar frá þeim stað þar sem híft var í síðasta sinn og vitað var af vænt­an­legri lönd­un­ar­bið á Vopnafirði.

15.08.2019 11:11

skemmtiferðaskip á Akureyri i morgun

Þau voru engin smásmiði þessi tvö skemmtiferðaskip sem að komu til Akureyrar i morgun annað þeirra

Mein Schiff er 99300 tonn með 2506 farþega og 1000 manns i Áhöfn 

Msc Orchestra er 92409 tonn með 3200 farþega og 987 manns i áhöfn 

en bæði skipin munu leggja úr höfn milli 18og 19 i kvöld 

      MSC Orchestra og 2955 Seifur i morgun 15 ágúst 2019 mynd þorgeir 

       Mein Schiff  við Tangabryggju mynd þorgeir Baldursson 15 ágúst 2019

             Siglt inná pollinn i morgun mynd þorgeir Baldursson 15  ágúst 2019

           Siglt innað Oddeyrarbryggju  mnd þorgeir Baldursson 2019

  Skipin á samt hafnsögubátnum Seif myn dþorgeir Baldursson 15 ágúst 2019

14.08.2019 10:49

Sigurrós Fiskeldisbátur á Djúpavogi

 2627 Sigurrós  Fiskeldisbátur Mynd Gunnar Niels Ellertsson 13 águst 2019

14.08.2019 10:46

Sænes SU 44 á Djúpavogi

    1068 Sænes SU 44 á Djúpavogi i Gær 13-8 Mynd Gunnar Niels Ellertsson 

 

13.08.2019 11:08

Grindhvalaveisla á Eyjafirði i morgun

Hjá Hvalaskoðun Akureyrar er nú nánast fullbókað i allar ferðir með hvalaskoðunnarbátunum 

eftir að stór Grindhvalavaða kom hérna inná Eyjafjörð og hefur hún verið að sýna sig á pollinum 

við mikinn fögnuð ferðamanna bæði innlendra sem erlendra og meðal annas hafa bilaplön 

meðfram pollinum verið þéttsetinn sem og stóra planið á móti Akureyri i Valaheiðinni 

verið fullt af allskyns farartækjum og rútum sem að stoppa þar til að lofa farþegum að taka myndir 

 

 Biðröð var i Hvalaskoðunnarbátinn Hólmasól i morgun Mynd þorgeir Baldursson

     Grindhvalir austanvert i Eyjafirði Ambassador og Hólmasól mynd þorgeir 

          Grindhvalirnir á pollinum i morgun mynd þorgeir Baldursson 13 ágúst

     Hólmasól með um 200 farþega um borð mynd þorgeir Baldursson 

    Ambassador og Hólmasól og grindhvalir fyrir framan mynd þorgeir 

     Fullir bátar i hvalaskoðun i morgun mynd þorgeir Baldursson 13 ágúst 

 

12.08.2019 22:26

Sandgerðishöfn

              7429 Jói i Seli GK 359 mynd þorgeir Baldurssson 2019

12.08.2019 20:00

GUNNAR ARASON, FYRRVERANDI SKIPSTJÓRI HEIÐRAÐUR Á FISKIDAGINN

   

 

      

Gunnar Arason var heiðraður fyrir framlag sitt til sjávarútvegs á Fiskideginum um liðna helgi.

Svanfríður Inga Jónasdóttir fyrrverandi bæjarstjóri afhenti afhenti Gunnari grip sem Jóhannes Hafsteinsson frá Miðkoti Dalvík smíðaði.

Ljósmyndari: Bjarni Eiríksson

Gunnar Arason var heiðraður fyrir framlag sitt til sjávarútvegs og farsælan skipstjóraferil með skip frá Dalvík. Hann varð skipstjóri hjá útgerð Aðalsteins Loftssonar á Dalvík árið 1963, þá aðeins 22 ára gamall, fyrst með Baldvin Þorvaldsson EA 24 og síðan Loft Baldvinsson EA 124.  

              Loftur Baldvinsson EA24 mynd úr Safni Snorra Snorrasonar 

Árið 1968 tók hann við nýju og glæsilegu skipi, Lofti Baldvinssyni EA 24. Síldin hafði þá breytt göngu sinni frá hefðbundnum miðum íslenskra fiskiskipa. Hinu nýja skipi var þá um haustið haldið til veiða í Norðursjónum og náði á stuttum tíma frábærum árangri við síldveiðar þar og frágang aflans, sem tryggði þeim hæstu verð. Það varð með öðru til þess að Loftur Baldvinsson EA 24 var um árabil með mestu verðmæti allra íslenskra fiskiskipa.  Gullaldarár skipsins voru þegar best gekk í Norðursjónum á árunum 1970 til 1975.

        Loftur Baldvinsson  EA 24 mynd Snorri Snorrasson 

Skipverjar á Lofti Baldvinssyni voru flestir frá Dalvík og það munaði um það  að tekjuhæstu sjómenn landsins bjuggu hér. Það er stundum talað um það að heil gata hafi meira og minna verið byggð einbýlishúsum skipverja á Lofti á þessum árum.

 Unnið um borð I Lofti Baldvinssyni EA 24. Mynd úr safni Guðmundar Jónssonar

Aukin verðmæti vegna gæða aflans urðu aðall áhafnar Lofts Baldvinssonar og þar fór skipstjórinn fremstur meðal jafningja.

    Gott kast á siðunni á Lofti Baldvinssyni EA 24 mynd Guðmundur Jónsson  

 

12.08.2019 15:19

Grindhvalavaða á Pollinum á Akureyri i morgun

   Allstór Grindhvalavaða var samankominn á pollinum á Akureyri skömmu fyrir 

hádegið og er talið að dýrin hafi verið um 20 saman að sögn Arnars Sigurðssonar

skipstjóra á Hólmasól.   hjá   Hvalaskoðunn Akureyrar sem að gerir bátana 

voru farþegarnir himinlifandi og greinlegt að þetta vakti mikla gleði hjá þeim 

     Arnar Sigurssson skipst og Vivi leiðsögukona mynd þorgeir Baldursson 

         Grindhvalir  Á pollinum i morgun mynd þorgeir Baldursson 12 Ágúst

         Hólmasól full af Farþegum i morgun mynd þorgeir Baldursson 

         Mikil spenna að sjá Grindhvalina mynd þorgeir Baldursson 

  2920  Hólmasól og 2938 Konsúll með Grindhvali mynd þorgeir Baldursson 

 

12.08.2019 14:23

Nieuw Stadendam kemur i fyrstaskipti til Akureyrar

 Nieuw Stadendam   á Eyjafirði i Hádeginu i dag  Mynd þorgeir Baldursson

 

 Nieuw Stadendam og 2955 Seifur á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 

Nieuw Stadendam er 99836 bt og er 299 Metrar á lengd 40 metrar á breidd 

Smiðað 2018 Imo 9767106 og skráð i Hollandi

 og er með 2650 Farþega  og 1021 áhafnarmeðlimi

 

 

11.08.2019 20:08

fullfermislandanir á Sauðarkróki

  2893 Drangey SK 2 og 2895 Viðey  RE 50 mynd Þiðrik Unason 11 Ágúst 2019

i dag lönduðu Drangey SK 2 fullfermi alls um 200 tonn og var uppistaðan þorskur

Skömmu siðar kom Viðey RE 50 með svipaðan afla eða um 200 tonn og svipaða blöndu 

 og að löndun lokinni mun  hún halda aftur til veiða enda góð þorskveiði i norðurkantinum um þettta leiti 

 

11.08.2019 09:39

Tómas ÞorvaldssonGk 10 með Góðan Grálúðutúr

        2173 Tómas Þorvaldsson GK 10 i Grindavik Mynd Hjörtur Gislasson 

 Skipstjóranir Sigurður Jónsson og Bergþór Gunnlaugsson mynd þorgeir Baldursson 

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson kom til heimahafnar í Grindavík í fyrsta sinn fyrir skömmu, en Þorbjörn hf. Er eigandi hans. Þá kom hann með fínan grálúðuafla af Austfjarðamiðum. Skipstjórinn, Sigurður Jónsson, er ánægður eftir fyrsta túrinn. „Þetta er hörku sjóskip. Maður er búinn að finna það alveg í þessari veiðiferð. Tómas er þriðjungi stærri en Hrafn Sveinbjarnarson, sem ég var með áður og maður finnur stærðarmuninn mjög vel. Tómas veltur ekki neitt og því fer alveg rosalega vel um okkur. Strákarnir finna það vel. Þetta verður því alveg meiriháttar, þegar maður er búinn að gera þetta að sínu.“

Aflaverðmætið er um 117 milljónir, eftir um 15 daga á veiðum. „Fyrst vorum við að vinna í því koma okkur af stað og svo byrjaði þetta bara rúlla. Það tekur alltaf aðeins á að taka við nýju skipi, en þetta hefur gengið fínt. Við erum nánast eingöngu með grálúðu í þessum túr og vorum að veiðum fyrir austan að þessu sinni. Við reiknum með að vera á grálúðu fram að fyrsta september.“

Það virkar mjög vel og strákarnir eru alveg hæst ánægðir með það. Það erfiðasta um borð í frystitogurum er venjulega vinnan í frystitækjunum, burður á pönnum og slá úr þeim og pakka. Þarna er þetta bara sjálfvirkt. Þú færð bara til þín tóma pönnu og raðar öskjunum í hana og sendir hana frá þér í frystitækin og svo þegar frystingin er næg, tekur kerfið pönnuna út, slær út henni og setur í kassa. Þá er frystigetan feikilega mikil og skipið fellur vel að þeim kvóta sem við höfum til umráða. Þetta er gott skip sem mikið var lagt í á sínum tíma, þegar það var smíðað og síðan hafa verið gerðar á því breytingar, sem bara eru til að gera skipið betra. Þetta lofa því bara góðu. Við kláruðum túrinn og allir komu heilir heim og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Sigurður.

Heimild Kvotinn.is 

Myndir Hjörtur Gislasson og Þorgeir Baldursson 

Tekið á móti nýja skipinu: Katrín Sigurðardóttir, Eiríkur Tómasson, Gerður Sigríður Tómasdóttir, Gunnar Tómasson og Rut Óskarsdóttir.
Ljósmynd Bergþór Gunnlaugsson.

        2173 Tómas Þorvaldsson GK 10 i Hafnarfirði Mynd þorgeir Baldursson 

             2173 Arnar HU 1 Mynd þorgeir Baldursson 1996

Togarinn var upphaflega smíðaður fyrir Skagstrending á Skagaströnd og hét þá Arnar HU. Hann var síðan seldur til Grænlands og hét þá Sisimiut. Þorbjörn hf. í Grindavík keypti skipið í vetur og tók við því í vor. Það hélt svo til veiða eftir yfirferð í slipp í Hafnarfirði í júlí.

        Sisimiut GR 500 á Veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

11.08.2019 08:48

ZUIDERDAM á Akureyri i morgun

      Zuiderdam kom til Akureyrar i morgun Mynd þorgeir Baldursson 

                 Siglt inn að Oddeyrarbryggju mynd þorgeir Baldursson 

          Gert klát til að leggjat uppað mynd þorgeir Baldurssson 

  Seifur kemur til Aðstoðar mynd þorgeir Baldursson 

  Seifur er með 42 tonna átak og er ekki i vandræðum með þetta mynd þorgeir

                Ýtt nett á siðuna á Zuiderdam mynd þorgeir Baldursson 

           Kominn uppað verið að binda Mynd þorgeir Baldursson 

Þetta eru helstu upplýsingar um skipið fengnar á Marinetraffic.com

  • IMO: 9221279
  • Name: ZUIDERDAM
  • MMSI: 245304000
  • Vessel Type: PASSENGER SHIP
  • Gross Tonnage: 82820
  • Summer DWT: 10965 t
  • Build: 2002
  • Flag: NETHERLANDS
  • Home port: ROTTERDAM

 


 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1571
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 1336
Gestir í gær: 169
Samtals flettingar: 10111763
Samtals gestir: 1400486
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 19:37:16
www.mbl.is