21.12.2019 21:23

Mikil bátabreytingar hjá Siglufjarðarseig i desember

Talsverður fjöldi báta var  til viðgerða og breytinga hjá Siglufjarðarseig þegar ég átti leið þar um i vikunni 

Sóley ÞH 28 en á hana var verið aðsetja flotkassa eins og sést á þessari mynd 

        Flotkassinn á Sóley ÞH 28 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2019

               Flotkassinn og flapsarnir mynd þorgeir Baldursson 2019

        stýri og flapsar á Sóley Þh 28 mynd þorgeir Baldursson 18des 2019

    Sigrún Hrönn Þh 36 lagfæringar á flotkassa mynd þorgeir Baldursson 2019

          Lágey Þh 265 og Elin þH 7 mynd Þorgeir Baldursson 18 des 2019

            verið aðsetja siðustokka á Elinu ÞH mynd þorgeir Baldursson 

    Starfsmaður siglufjarðarseig við vinnu mynd þorgeir Baldursson 2019
Lágey ÞH 265 jafnvel talið að hann sé ónýtur eftir siðasta strand mynd þorgeir

 

21.12.2019 09:15

Verðmætin aukast á Gullver Ns 12

           1661 Gullver Ns 12 við bryggju á Seyðisfirði Mynd Ómar Bogasson 

 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í síðasta sinn á árinu sl. þriðjudag.

Skipið var með fullfermi eða 106 tonn og var þorskur uppistaða aflans.

        Pokinn losaður á Dekki Gullvers NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Árið hefur verið afar gott hjá Gullver. Heildaraflinn á árinu nemur 6.090 tonnum og er verðmæti aflans 1.415 milljónir króna.

Ársafli skipsins er 28 tonnum minni en í fyrra en það ár var það langbesta í sögu skipsins hvað afla varðar.

Verðmæti skipsins í ár eru hins vegar 190 milljónum króna meiri en á síðasta ári.

Það verður því vart annað sagt en að ársútkoman hjá Gullversmönnum sé glæsileg.

     Landað úr Gullver og Smáey á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 2019

    Rúna Gunnarsson skipst 

 þorhallur Jónsson skipst

Skipstjórar á Gullver eru Þórhallur Jónsson og Rúnar L. Gunnarsson.

Í spjalli við Rúnar kom fram að ánægja ríkti með árið.

„Þetta er afar fínt ár sem nú er að kveðja, en þó dró aðeins úr aflabrögðunum undir lok ársins.

Menn verða að vera afar ánægðir með útkomuna. Það er vart hægt að biðja um mikið betra,“ segir Rúnar.

             Gott Hal á dekki Gullvers NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Af heimasiðu Svn.is

Myndir Þorgeir Baldursson og Ómar Bogasson 

                         

 

20.12.2019 23:39

Bátar á Dalvik

 Elin Anna Hafborg Pálina Ágústdóttir Sæbjörg Sæþór mynd þorgeir 14 des 19 

19.12.2019 22:51

Góð aflabrögð Hjá Björgu EA 7

     2894 Björg EA 7 heldur til Veiða i morgun 19 des 2019 mynd þorgeir 

              2894 Björg EA 7 leggur af stað i veiðiferð i morgun mynd þorgeir 

   2894 Björg EA 7 sett á fulla ferð mynd   þorgeir Baldursson 

18.12.2019 23:16

heimsókn forstjóra Landhelgisgæslunnar til Dalvikur i dag

I dag skömmu eftir Hádegi kom Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Eir til Dalvikur og með i för voru 

Georg  K Lárusson forstjóri og Ásgrimur Ásgrimsson framkvæmdastjóri Aðgerðarsviðs  Landhelgisgæslunnar 

og tók Halldór Nellett Skipherra á Þór á móti þeim um borð 

þeir voru að kynna sér aðstæður á raforkumálum norðlendinga og Dalvikinga og voru 

meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri 

         2761 Varðskipið Þór og TF Eir á Dalvik i dag mynd þorgeir Baldursson 

         Þyrlan Lent og Varðskipið þór i Baksýn  Mynd þorgeir Baldursson 

     Georg K Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar mynd þorgeir Baldursson 

  Ásgrimur Ásgrimsson Georg K Lárusson og Halldór Nellet Mynd þorgeir 2019

         Áhöfnin á Varskipinu Þór á Dalvik i dag mynd þorgeir Baldursson 

  Áhöfn Þórs Áhöfn TF Eirar ásamt Ásgrimi og Georg mynd þorgeir Baldursson 

 

17.12.2019 13:35

TF Lif Skoðar Háspennulinur

               Tf Lif i Kelduhverfi þann 14 Des mynd þorgeir Baldursson 2019

 

11.12.2019 15:19

Löndun úr Samherjaskipum

I gærmorgun var verið að landa úr Kaldbak EA 1 og Björgu EA 7 á Akureyri 

      2891 Kaldbakur EA1 landar á Akureyri 10 des mynd þorgeir Baldursson 

         2894 Björg EA 7 landar 10 des mynd þorgeir Baldursson 2019

10.12.2019 17:46

Varðskipið þór á Hótel Grænuhlið

        2761 Varðskipið þór á Siglingu  Mynd Landhelgisgæslan 

Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu - fjögur skip bíða af sér veðrið undir Grænuhlíð.

Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga.

Þá eru þyrlur Landhelgisgæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík.

Eins og gefur að skilja er lítil skipaumferð á Vestfjörðum.

Fjögur skip eru undir Grænuhlíð og eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum.

Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt. 

09.12.2019 23:14

Guðmundur Ve 29 á landleið með fullfermi

            1272 Guðmundur Ve 29 Mynd þorgeir Baldursson 2001

09.12.2019 08:43

Hafrafell SU 65

    2645 Hafrafell Su 65 i dag Björgvin Nk 41mynd þorgeir Baldursson 2016

09.12.2019 08:39

Strákarnir á Gullver Ns 12

               Trollið tekið á Gullver  NS12 mynd þorgeir Baldursson 

08.12.2019 11:54

Guðrún Björg ÞH

                6173 Guðrún Björg  ÞH Mynd þorgeir Baldursson 2019

08.12.2019 11:45

Daniel SI 52

       Daniel si 52 i slippnum á Siglufirði nov 2019 mynd þorgeir Baldursson 
 

08.12.2019 11:40

Hafborg Si 4

              2458 Hafborg Si 4 á Siglufirði mynd þorgeir Baldursson 2019

07.12.2019 16:59

Steinunn SF 10 nýtt skip Hornfirðinga

               2966 Steinunn SF 10 mynd Sverrir Aðalsteinsson 2019 

Það er gaman að taka á móti nýju skipi og tilfinningin líklega svipuð og hjá 5 ára gutta sem fær nýjan bíl,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þingnesi. Steinunn SF-10, nýtt togskip í skipastól Skinneyjar-Þinganess, kom til Hafnar í Hornafirði fyrir skemmstu og er nú í Hafnarfirði þar sem sett verður í hana vinnslubúnaður á vinnsludekk.

Steinunn er sjötta skipið sem kemur til landsins á þessu ári í 7 skipa raðsmíðaverkefni. Enn er Þinganes SF ókomið en áætlað er að það verði í Hornafirði 21. desember.

Steinunn er 29 metra langt og 12 metra breitt togskip. Skipstjóri er Erling Erlingsson og yfirvélstjóri Þorgils Snorrason.

Eins vinnslulína í bolfiskflotanum

„Þetta hefur staðið lengi yfir og við skrifuðum undir samninginn í desember 2017. Vinnslulínan á millidekkinu er hönnuð í samstarfi við Micro, Völku og Gjögur. Það er áríðandi að vel takist til. Við breyttum líka vinnslulínum í skipunum sem við létum lengja í Póllandi, Skinney og Þóri, sem voru smíðuð í Tævan 2009. Þau fengu samskonar búnað og verður í Steinunni og Þinganesi,“ segir Ásgeir.

Bolfiskfloti Skinneyjar-Þinganess sem og skip Gjögurs úr raðsmíðaverkefninu verða því öll með eins vinnslulínu. Ný Steinunn og Þingnes leysa af hólmi eldri skip með sama nafni sem voru smíðuð 1991 og 2001 Ásgeir segir að þetta séu skip sem hafi verið mikið notuð, sérstaklega Steinunn. Gamla Steinunn og Hvanney hafa verið seld til Nesfisks í Garðinum og Þinganes er á söluskrá.

„Það verður kannski ekki mikil bylting í skipaþróun á 20 árum en það sem vinnst með endurnýjuninni er aukið rekstraröryggi og nýjungarnar felast meðal annars í því að rafmagnsspil er í nýju skipunum sem dregur úr olíunotkun og eru þægilegri í vinnslu. Þá eru tvær aðalvélar í skipunum sem eykur rekstraröryggi  ásamt því sem skipin eru mjög grunnrist  sem hentar okkur vel út af innsiglingunni. Við höfum líka væntingar um að orkunotkunin fari niður um 10-15%.

Tegunda- og stærðarflokkun með myndgreiningu

„Á vinnsludekki blóðgum við fiskinn og látum hann blóðrenna í sjó fyrir slægingu ásamt því að byrja að kæla hann lítillega niður. Með þessu móti náum við að þvo fiskinn mjög vel sem hefur gefið góða raun í vinnslunni. Við verðum með íslaust vinnslukerfi í þessum skipum. Við notum eingöngu forkældan sjó sem kælir fiskinn niður fyrir 1°.  Í lestinni er spíralakerfi sem keyrir á mínus 1°.  Þetta er sama hugmynd og í ísfisktogurum Brims en nálgunin er töluvert önnur. Við myndgreinum fiskinn og söfnum honum saman í 350 kg skammta í  kælikör sem eru með 700 lítra af kældum sjó. Þar er hver skammtur kældur niður í 0° og við náum því með því að tímastýra kælingunni á hverjum skammti fyrir sig.   Með myndgreiningarbúnaðinum frá Völku er fiskurinn tegunda- og stærðarflokkaður. Við erum farnir að keyra þetta kerfi um borð í Þóri og það lofar mjög góðu. Það sem er ólíkt hjá okkur er að fiskurinn er myndaður kyrrstæður en ekki í flæði. Þess vegna hefur það tekist mjög vel að tegunda- og stærðarmæla fiskinn og frávik nánast engin frá upphafi.  Það að kæla fiskinn í aðskildum kælikörum í framhaldi af stærðar- og tegundaflokkun tryggir einnig jafnari kælingu þar sem mistór fiskur fær mislangan tíma í kælifasa,“ segir Ásgeir.

Sparar mikla vinnu

Þessi tækni sparar mikla vinnu uppi á dekki. Nú sér tæknin um að tegundar- og stærðarflokka en ekki sjónrænt mat sjómannanna. Fiskurinn kemur svo rétt flokkaður inn til vinnslunnar sem eykur skilvirknina til muna. Með þessu móti getum við farið að undirbúa sölu á hráefninu fyrr en við höfum gert hingað til og þannig tryggt afhendingaröryggið til kaupenda með lengri fyrirvara

„Með þessu teljum við að við getum náð því að fara eins langt og hægt er að hámarka gæði afurðanna. Fyrstu tölur sýna mjög góðan árangur og við náum að stórauka gæðaöryggið.“

Ráðgert er að nýja Steinunn SF fari til veiða um miðjan febrúar á næsta ári.

Heimild Fiskifrettir 

Mynd Sverrir Aðalsteinsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 6810
Gestir í dag: 380
Flettingar í gær: 6325
Gestir í gær: 386
Samtals flettingar: 10311547
Samtals gestir: 1432687
Tölur uppfærðar: 27.10.2020 11:05:58
www.mbl.is