14.05.2020 18:05

Systur í landi í Eyjum

     Bergey og Vestmannaey mynd Óskar pétur Friðriksson 12 maí 2020

12.05.2020 20:11

Breki Ve í Eyjum

              Breki  Ve 61 mynd Óskar pétur Friðriksson maí 2020

07.05.2020 22:10

Þorskveiðar við Grænland

    Gott hal um borð i grænlenskum togara mynd þorgeir Baldursson 

06.05.2020 23:44

Góð Aflabrögð á pollinum

Gunnar Anton Jóhannsson á Petreu EA-24 segir veiðina hafa gengið .

                                                      Gunn­ar Ant­on Jó­hanns­son á Petr­eu EA-24 seg­ir veiðina hafa gengið þokka­lega þrátt fyr­ir hrygn­ing­ar­tíma­bilið. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son

„Við róum hérna nokkr­ir frá Ak­ur­eyri og afl­inn var nokkuð mis­jafn, úr 400 kíló­um upp í 450 kíló.

Sum­ir komn­ir í land um há­degi og aðrir eft­ir há­degi. Það er ein­hver fisk­ur en það mjög vont eiga við hann,

það kannski fást tvö eða þrjú rennsli og svo kannski ekk­ert í lang­an tíma,“ seg­ir Gunn­ar Ant­on Jó­hanns­son á Petr­eu EA-24 í sam­tali við 200 míl­ur um upp­haf strand­veiðanna,

en þær hóf­ust á miðnætti aðfar­arnótt mánu­dags. Hann seg­ir fisk­inn á mik­illi ferð á þess­um tíma á meðan hrygn­ingu stend­ur.

„Veðrið var mjög gott í dag. Ég fór út um klukk­an fimm í nótt og kom heim um eitt og það vara blanka logn.

Gott að eiga við þetta þegar það er svo­leiðis,“ seg­ir Gunn­ar Ant­on.

Hann seg­ir í dag vera fyrsta veiðidag strand­veiðimanna í Eyjaf­irði enda var kol­vit­laust veður í gær og fyrra­dag. „Ég held það hafi verið þokka­legt fiskirí hjá öll­um.“

Nokkur fjöldi smábáta í Eyjafirði hófu strandveiðarnar í dag.

                                                                                                      Nokk­ur fjöldi smá­báta í Eyjaf­irði hófu strand­veiðarn­ar í dag. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son 

„Maður veit aldrei hvernig þetta verður þegar fisk­ur­inn er í svona hrygn­ing­ar­ástandi, en menn reyna bara að vera bjart­sýn­ir á að hægt verði að veiða í nokkra daga.

En við erum bara bjart­sýn­ir, við gömlu karl­arn­ir sem erum að eiga við þetta. Það þýðir ekk­ert annað,“ út­skýr­ir Gunn­ar Ant­on og bæt­ir við að næg loðna sé á svæðinu enda þorsk­ur­inn stút­full­ur af henni.

 

05.05.2020 21:45

Ilivileq Gr 2-201

 
 

Bilun i myndainnsetningu hjá 123.is 

 

, sem fékk nafnið Ilivileq, er í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi sem er í 100% eigu Brims.

Nýr frystitogari Brims lagðist við bryggju í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag.

Sagt er frá komu skipsins á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir jafnframt:

Beðið hefur verið eftir skipinu með mikilli eftirvæntingu. Skipið er eitt það fullkomnasta í Norður-Atlantshafi. Rolls Royce í Noregi hannaði skipið í samstarfi við Brim sem smíðað var á Norður-Spáni.

Frystitogarinn er 81,8 metrar að lengd, 17 metra breiður og um 5000 brúttótonn að stærð. Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi, sem og sjálfvirkni. Aðstaða sjómanna er til fyrirmyndar og fullkomnasti búnaður til flökunar og frystingar er bæði byltingarkenndur fyrir vinnuaðstöðuna um borð og margfaldar framleiðslugetuna.

Þá er fiskimjölsverksmiðja í skipinu fyrir það sem fellur til við flakavinnsluna. Allur afli verður því fullnýttur og afkastageta vinnslunnar getur verið allt að 150 tonn á sólarhring. Í frystilestum verður rými fyrir allt að 1000 tonn af afurðum, flokkuðum á brettum.

Ilivileq við hafnarbakkann í Reykjavík

Skipið er búið nýrri kynslóð af vélum frá Bergen-Diesel og Rolls-Royce með 5400 kW afli.

Um borð er öflugt rafvindukerfi þar sem rafmagn fyrir vindurnar og annan búnað er framleitt með ásrafali.

Vinnsludekkið kemur frá Danmörku og flökunarvélarnar frá Vélfagi á Ólafsfirði.

Samspilið í hönnuninni gerir það að verkum að öll stýring vinnsluferla í skipinu er mun nákvæmari en nokkru sinni fyrr.

Skipið hóf heimferð fyrir fimm dögum frá Spáni með Páli Þóri Rúnarssyni skipstjóra og Guðmundi Kristjáni Guðmundssyni stýrimanni í fararbroddi.

Skipið, sem fékk nafnið Ilivileq, er í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi sem er í 100% eigu Brims.

05.05.2020 15:31

Björgúlfur EA 311

                 2892 Björgúlfur EA 311 mynd þorgeir Baldursson  2019

03.05.2020 11:04

Ufsafiskerii á Gullver Ns 12

 Gullversmenn að fiska ufsa mynd 

01.05.2020 22:32

Bárður SH 81

     2965 Gráður SH 81 mynd Guðmundur St Valdimarsson 30-11 2019

01.05.2020 05:57

Aðgerð um borð í SS

   Strákarnir á Sóley Sigurjóns Gk í aðgerð mynd þorgeir Baldursson 

30.04.2020 18:13

Á sjó

  

     1277 Ljósafell Su 70 á útleið mynd þorgeir Baldursson 

30.04.2020 15:30

Smáey Ve afhent þorbirni í Eyjum

       2744 Smáey Ve 444 mynd Óskar pétur Friðriksson 30 April 2020

Þar sem að hún verður almáluð í litum 

Þorbjarnarins og ýmsum öðrum slippverkum verður sinnt 

29.04.2020 23:34

Hjalteyri i Eyjafirði

                                                  Hjalteyri i Eyjafirði Mynd þorgeir Baldursson 26 april 2020

29.04.2020 20:40

Hákon EA kemur með 2000 tonn

I dag kom Uppsjávarveiðskipið Hákon EA148  til Neskaupstaðar eftir um viku túr á kolmunnaveiðum 

i Færeysku lögsögunni i lestunum voru um 300 tonn af frystum afurðum og tæplega 1700 tonn af 

Kolmunna  sem að fer til bræðslu en þokkaleg veiði hefur verið á miðunum og einmunna bliða 

skipin hafa verið að toga lengi allt uppi 20 tima og aflabrögðin frá 200 -500 tonn i holi

og er talsverður fjöldi erlendra skipa  á veiðslóðinni 

         2407 Hákon EA 148 á Norfjarðarflóa Mynd Guðlaugur Björn Birgisson 

        2407 Hákon EA148 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 29 april 2020

                2407 Hákon EA148 með fullfermi mynd Guðlaugur B Birgisson 

29.04.2020 09:05

Einar i Nesi EA 49

Það var i nógu að snúast Hjá Tryggva Sveins i gær þegar verið var að hifa rannsóknarbátinn Einar i Nesi Ea 49

á land þar sem að skoðunnarmaður var á leiðinni til hanns og siðan átti að botnþvo bátinn 

mála og Sinka  og gera klárt fyrir sumarið 

       7145 Einar i Nesi EA 49 mynd þorgeir Baldursson 28 april 2020

28.04.2020 22:49

Hoffell með 10.000 tonn

Síðdegis í dag, þriðjudaginn 28.apríl, kom Hoffell að landi með tæplega 1700 tonn af kolmunna.

                 Hoffell SU 80 mynd Óðinn Magnasson  28 April 2020

Með þessum kolmunna afla er Hoffell komið í 10.000 tonn og er eins og sakir standa aflahæst uppsjávarveiðiskipa þrátt fyrir að vera burðarminna en flest hinna skipanna á miðunum. 

       Sigurður og Kjartan ásamt áhöfn  með tertuna mynd Friðrik Mar Guðmundsson 28 April

                    Tertan mynd Óðinn Magnasson 28 April 2020

 

Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að aflinn hefði fengist suður af Færeyjum en þangað er um 30 klukkustunda sigling frá heimahöfn á Fáskrúðsfirði.

   Sigurður Bjarnasson skipst Mynd þorgeir 2020

“Við fengum þetta í fjórum hollum” sagði skipstjórinn og hafði orð á því að eftir erfiðan vetur, svona veðurfarslega séð, hefði verið mikil blíða á miðunum og töluverð veiði. 

Þá lá beinast við að inna Sigurð eftir því hvort að nóg væri af kolmunna? “Já, en það vantar aðeins neista” svaraði hann og bætti svo við “hann kemur bráðum”.

Og þar talar maðurinn með reynsluna.

Þegar skipstjórinn var svo spurður að því hver ástæðan væri fyrir þessari velgengi svaraði hann um hæl að því væri að þakka stífri sjósókn, góðri áhöfn og heppni.

Hoffell á eftir að veiða 8000 tonn af kolmunna og reiknar Sigurður með að það muni taka svona 5 túra ef allt gengur samkvæmt áætlun.

“ Ég er mjög bjartsýnn, við förum út strax að lokinni löndun.

                   Haldið  til veiða mynd þorgeir Baldursson 2020

Það þarf að taka á meðan er því fiskurinn bíður ekki” sagði Sigurður skipstjóri að lokum.

  Hoffell SU 80 heldur til veiða eftir löndun Mynd þorgeir Baldursson 2020

Heimasiða Loðnuvinnslunnar 

myndir 

óðinn Magnasson 

Friðrik Mar Guðmundsson 

þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1805
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 1443
Gestir í gær: 324
Samtals flettingar: 10465196
Samtals gestir: 1458904
Tölur uppfærðar: 24.1.2021 12:14:12
www.mbl.is