19.12.2018 20:49

Dalarafn Ve 508

Það er búið að vera risjótt veður á Austfjarðamiðum siðustu vikur sterkar Suðaustan áttir 

og miklar umhleypingar i veðrinu en þó sjaldan hann lægði og timi gafst til myndatöku 

var kvikan annsi kröpp og þung svo að stundum sást litið til bátanna sem að voru næst 

náð þó nokkrum skotum af Dala Rafni Ve 508 og hérna koma þær 

               2758 Dala Rafn VE 508 mynd Þorgeir Baldursson 2018

                     Dala Rafn VE 508 mynd þorgeir Baldursson 2018

                    Dala Rafn VE 508 mynd þorgeir Baldursson 2018

           Dala Rafn Ve 508 á toginu á austfjarðamiðum  mynd þorgeir 2018

09.12.2018 12:57

Endurbygging gamalla Ekarbáta

Það eru næg verkefni hjá Lárusi List við að endurbyggja þessa tvo eikarbáta sem að 

legið hérna i nokkur ár amk á að breyta öðrum þeirra i skútu en gaman væri að heyra 

meira um þetta vekefni og hver framtiðaráformin eru  hjá þeim eigandanum 

eða öðrum sem að þekkja til verkefnisins 

 

      Eikarbátar i fiskihöfninni á Akureyri mynd þorgeir Baldursson  2018

09.12.2018 12:46

Hafborg EA 242 kominn með nýtt einkennisnúmer

 2691 Sæfari 1441 Áskell Egilsson og 2333 Hafborg EA242  Mynd þorgeir 2018

07.12.2018 17:01

2410 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kominn úr siðasta Túr fyrir Samherja HF

        2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 

   Vilhelm Þorsteinsson EA11 kominn úr siðasta túr og vel bundinn Mynd þorgeir 

07.12.2018 16:54

Bátar á Hjalteyri

          Bátar á Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 2018

07.12.2018 14:11

Tankferð Hampiðjunnar til Hirsals

 
 
 

                  2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 2018

    Nýja trollið um borð i Akurey AK  Mynd Hermann Guðmundsson 2018

    Hermann Guðmundsson Netagerðarmeistari Mynd þorgeir Baldursson 2018
                            Breki Ve 61 Mynd Óskar Pétur Friðriksson  
 
Tviburatrollin á Breka heita Hemmer T90  Mynd Hermann Guðmundssson 2018Hér eru myndir af tvíburatrollunum á Breka sem heita Hemmer T 90 360 möskva

og svo er hér mynd af Hemmer 470 möskva notað af nýju Akurey AK 10.

Að sögn Hermanns var góð þáttaka i ferðinni og og voru alls á milli 50og 60 manns 

i hópnum Þetta kom bara mjög vel út!! Að Sögn Hermanns Guðmundssonar 

Netagerðarmeistara og var mikil ánæja með með ferðina að sögn skipuleggenda 

 

03.12.2018 13:02

Hvalaskoðun i 12 stiga frosti

Það var fáment en góðment hjá þeim á Konsúl i morgun þegar þau fóru með 

um 10 farþega i hvalaskoðun i 10 -14 stiga frosti héðan frá Akureyri 

Skipstjóri er Arnar Sigurðsson 

                    2938 Konsull Mynd þorgeir Baldursson 2018

                Hvalablástur á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2018

01.12.2018 18:07

Húni 11 EA 740 i morgun

     108 Húni 11 EA 740 við bryggju i dag mynd þorgeir Baldursson 2018

       Húni 11 EA 740 við bryggju i fiskihöfninni i dag mynd þorgeir  Baldursson 

01.12.2018 10:12

Góður afli Skipa Berg- Hugins á Árinu

 

  Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað einstaklega vel á árinu.

Bergey landaði í Eyjum sl. miðvikudag og fór þá yfir 5.000 tonnin. Aflinn í veiðiferðinni var blandaður; ýsa, þorskur, karfi og ufsi.   Nú þegar er árið 2018 orðið það ár sem skip Bergs-Hugins hafa skilað mestum afla á land. Til þessa veiddu skipin mest í fyrra eða 8.574 tonn, en í ár er aflinn orðinn 9.800 tonn og hann mun fara yfir 10.000 tonnin ef vel viðrar þá veiðidaga sem eftir eru af árinu. Eins og áður er ýsan sú tegund sem skipin fiska helst, en á árinu er ýsuaflinn orðinn 3.200 tonn.

    Bergey Ve 544 á veiðum á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2018

            Þegar Bergey kom til hafnar sl. miðvikudag var að sjálfsögðu boðið upp á tertu og 5.000 tonna tímamótunum fagnað.

 áhöfnin á Bergey mynd Guðmundur Alfreðsson 
 mynd Guðmundur Alfreðsson 

 Jón Valgeirsson skipstjóri segir að áhöfnin sé ánægð með árangurinn á árinu. „Segja má að árið hafi allt verið afar gott. Vertíðin við Eyjar var glimrandi og síðan höfum við veitt fyrir austan og það hefur gengið vel. Það virðist þó vera heldur minna af ýsu en síðustu ár, en auðvitað getur ræst úr því. Við erum mjög sáttir hér um borð og strákarnir standa sig alltaf frábærlega. Það er ómetanlegt að hafa góða áhöfn.  Gert er ráð fyrir að síðasta löndunin hjá okkur og Vestmannaey verði 13. desember, en Vestmannaey var einmitt að landa fyrir austan í gær,“ segir Jón. 

Heimild sildarvinnslan 

Myndir Þorgeir Baldursson 

Guðmundur Alfreðsson 

01.12.2018 09:57

Góð Kolmunnaveiði við Færeyjar

 Tómas Kárasson Skipst á Beitir NK 123 © Þorgeir

                      2900 Beitir Nk 123 Mynd þorgeir Baldursson 2018 

Beitir NK á miðunum ásamt fleiri íslenskum skipum

Kolmunnaveiði var að glæðast við Færeyjar þegar rætt var við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti en útlit er fyrir arfavitlaust veður sem mun hamla veiðunum á næstu dögum. Beitir var búinn að vera í tvo daga á miðunum og sagði Tómas að þrjú skip væru þá á heimleið með kolmunna, Heimaey VE og Bjarni Ólafsson AK með fullfermi og Sigurður VE.

„Veiðin hefur verið dræm fram að þessu. Það eru hérna líklega um átta skip sunnan við okkur. Við erum sennilega komnir með eitthvað nálægt 500 tonnum og það er ágætis útlit. Það er reyndar bræluspá framundan og þá hægist um. Annars hefur verið rjómablíða frá því við komum hérna á miðin á sunnudag og mér skilst að það hafi verið fínasta veður hérna undanfarna daga. Þetta er fyrsti túrinn okkar eftir síldina þar sem var mjög góður gangur í veiðunum en mér skilst að mjög hafi dregið úr þeim núna. Það passar vel að fara núna í kolmunnann. Veiðin byrjaði 26. nóvember í fyrra og það væri óskandi að hægt væri að stilla veiðarnar svona eftir dagatalinu,“ segir Tómas.

Á kolmunna á hverju ári í 22 ár

Hann segir að kolmunninn sem hafi fengist sé þokkalega stór. Menn hafi lent í því að fá smærri kolmunna í köntunum í kringum Færeyjar.  En nú spái brjáluðu veðri og líklegt er að leitað verði í var þegar mesti ofsinn gengur yfir. Ekki eru nema um 30 mílur í land og móttökurnar eru alltaf góðar í Færeyjum þótt vindar geti blásið í pólitíkinni. Tómas segir vissulega blikur á lofti hvað varðar framhald kolmunnaveiða við Færeyjar.

„Hugsanlega vilja Færeyingar ekkert semja núna því það hefur ekki verið gefinn út neinn loðnukvóti. Þá fá þá bara bolfiskinn í staðinn. Þeir eru sjálfsagt að reyna að tryggja sig og sækjast eftir meira í öðrum tegundum. Þetta er allt kaup kaups.“

Tómas hefur verið á kolmunnaveiðum við Færeyjar á hverju ári síðan 1996 eða í 22 ár. Hann segir horfurnar í uppsjávarveiðum ekkert sérstaklega bjartar um þessar mundir. Illa líti út með loðnuna og makríllinn er dyntóttur líka.

Öflugri rannsóknir

„Við höfum þurft að fara lengra eftir makrílnum núna síðustu tvær vertíðir, alla leið í Smuguna. Kannski er ráð að byrja veiðarnar fyrr á heimamiðum hvað varðar makrílinn. Við fylgjumst með honum því á vorin þegar við komum úr kolmunnanum sjáum við makrílinn á leiðinni norður eftir. Veiðarnar hafa hafist seint og menn vilja ná honum stærri. En það getur komið í bakið á okkur þótt ég held að flestallir hafi nú samt náð kvótanum sínum. Það hefur líka áður komið upp svipuð staða með loðnuna. Ég á nú frekar von á því að það verði gefinn út einhver kvóti. Það er alveg eins líklegt að loðnan haldi sig mun norðar, jafnvel við Jan Mayen. Reyndir áhugamenn hafa sagt mér að þeim finnist skipin aldrei fara nógu norðarlega og austarlega þegar þau leita loðnu. Það vantar dálítinn slagkraft í rannsóknirnar. Íslenski fiskiskipaflotinn er önnum kafinn í svo mörgum tegundum. Þetta er ekki eins og áður var þegar kom loðnuvertíð og menn fóru langt norður í haf að leita. Uppsjávarflotinn er með sín föstu verkefni í kolmunna, makríl og íslensku og norsk-íslensku síldinni  og þetta er eins og hjól sem þarf að snúast. Þetta eru margar tegundir og rannsóknirnar þurfa að vera öflugri í öllum tegundum,“ segir Tómas.

Hann segir að það þurfi að fylgjast með göngumynstrinu til dæmis með því að merkja makríl og sjá hvaða leið hann fer. Makríllinn gengur hratt yfir þegar hann kemur og allt fer þetta eftir lífríki sjávarins. Hann fer hratt yfir eða kemur alls ekki ef lítið er af fæðu í sjónum.

Heimild fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

27.11.2018 17:53

Bræla Á Bjarti NK

     Það eru þokalegir öldudalirnir sem að geta myndast á Austfjarðamiðum 

27.11.2018 17:04

Siðutogarinn Kaldbakur EA 1

                Kaldbakur EA1 mynd úr safni Hreíðars Valtýrssonar 

26.11.2018 09:36

Stóraukin sókn Rússa i rækjuveiðum

                  Rækjuveiðar i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

                Rækjuveiði um borð i Timiarimiut mynd þorgeir Baldursson 

Með endurnýjunarbylgju rússneska fiskiskipaflotans á grunni fjárfestingakvótans þar í landi hefur losnað um stóra togara sem er skipt út fyrir nýja. Margir þessara togara hafa bæst við úthafsrækjuflota Rússa í Barentshafi og viðbúið er að fleiri útgerðarfyrirtæki finni eldri skipum hlutverk af þessu tagi. Fjórir stórir togarar voru við þessar veiðar á síðasta ári en þeir eru nú orðnir tíu. Rússar hafa verið mjög háðir innflutningi á rækju fyrir innanlandsmarkað en því er nú spáð að þeir verði innan tíðar sjálfum sér nægir með eigin veiðum og jafnvel gott betur og hefji útflutning ef fram fer sem horfir, þá hugsanlega til Kína.

Ólympískar veiðar

Enginn kvóti hefur verið settur á úthafsrækju í Rússlandi enda veiðarnar tiltölulega nýjar af nálinni. Þó er búist við að veiðarnar verði kvótasettar þegar þær hafa náð 15.000 tonna markinu. En það eru ekki einungis „laus“ skip vegna endurnýjunar sem fara á þessar veiðar. Norebo útgerðarrisinn, sem er að smíða sex ný skip eftir hönnun íslensku fyrirtækjanna Nautic og Knarr, keypti fyrr á þessu ári togarann Brimnes af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Skipið, sem nú heitir Spitzbergen, hefur þegar hafið rækjuveiðar í Barentshafi.

Fyrir örfáum árum voru flutt inn 21.000 tonn af kaldsjávarrækju en farið er að draga úr þeim innflutningi. Það sem af er þessu ári hafa rússnesk skip landað 12.000 tonnum af rækju og er búist við að heildarveiðin á árinu verði 15.000 tonn. Allt árið í fyrra veiddu rússnesk skip einungis um 2.500 tonn. Mest hafði verið flutt inn af rækju frá Kanada en þeim viðskiptum lauk með viðskiptabanni Rússa á vestrænar þjóðir árið 2014. Rússar fluttu inn 26.000 tonn árið 2013 og tæp 22.000 tonn 2014. Á síðasta ári var innflutt rækja einungis tæplega 10.000 tonn. Fram í ágúst á þessu ári fluttu Rússar inn rúm 5.500 tonn af rækju frá Grænlandi.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

26.11.2018 07:30

Núpur Ba 69 á Strandstað i Patreksfirði

        Núpur BA 69 á strandstað ári 2001 Mynd þorgeir Baldursson 

Núpur BA 69 i fjörunni linuskipið Sævik Gk fyrir utan mynd þorgeir Baldursson

        Það gefur á Bátinn i fjörunni mynd þorgeir Baldursson  2001

Núpur Ba 69 i Skipalyftunni i Vestmannaeyjum  Mynd þorgeir Baldursson 2001

            Skipverjar af þór við vinnu i morgun mynd Landhelgisgæslan 

 Frett af mbl.is 

Varðskipið Þór er komið á strandstað línu­skips­ins Núps í fjör­unni norðvest­ur af Pat­reks­firði en reyna á að ná Núpi á flot á há­flóði klukk­an 9:24.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni eru átta af 14 skip­verj­um komn­ir í land enda ljóst að skipið er á leið til hafn­ar að nýju. Ekk­ert amar að skip­verj­un­um sem enn eru um borð og munu þeir aðstoða áhöfn Þórs við björg­un­ina. Tengja á taug út í Núp frá Þór og reyna að ná því þannig á flot.

Ef það tekst ekki verður gerð önn­ur til­raun á næsta flóði sem er í kvöld en það er minna flóð en það sem er núna á tí­unda tím­an­um. 

 Núpur strandaði í Patreksfirði

Frétt af mbl.is

Núp­ur strandaði í Pat­reks­firði

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Núp­ur strand­ar á þess­um slóðum en tug­millj­óna tjón varð þegar skipið strandaði fyr­ir 17 árum.

Línubáturinn Núpur BA enn á strandstað

Frétt af mbl.is

Línu­bát­ur­inn Núp­ur BA enn á strandstað

Frétt mbl.is 

75 ár frá fyrstu björgun með fluglínutækjum

Frétt af mbl.is

75 ár frá fyrstu björg­un með flug­línu­tækj­um

Núpur BA 69 náðist á flot um kl 10 i morgun með aðstoð varðskipsins Þórs 

og var dreginn til hafnar á Patreksfirði til nánari skoðunnar 

heimild mbl.is 

25.11.2018 22:41

Ilivileq GR-2-201 kanski seldur til Rússlands

Heyrst hefur að  Grænlenska dótturfyrirtæki  útgerðarfélags Reykjavikur 

hafi á dögunum selt frystitogarann Ilivileq  GR -2-201 og að hafi verið seldur

til rússneskra kaupenda og muni verða afhentur nú i desember 

 

 

       Ilivileq GR -2-201 EX Skálaberg  RE 7  Mynd þorgeir Baldursson 2014

                  Skálaberg RE 7 Mynd þorgeir Baldursson 2013

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 874
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 1044
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 9230232
Samtals gestir: 1320980
Tölur uppfærðar: 25.6.2019 18:03:19
www.mbl.is