09.03.2019 16:02

Kleifarberg RE 70 með Góðan túr

Þann 7 Mars landaði Kleifarberg RE 70 góðum túr úr Barentshafi  en að visu tekin ein millilöndun 

þar sem að landað var i Tromsö i Noregi og alls var skipið með aflaverðmæti fyrir rúmar 500 milljónir 

við komuna til Akureyrar var skipverjum færð terta frá útgerð skipsins sem að gladdi áhafnarmeðlimi

mikið að sögn skipstjórans Stefáns Sigurðssonar með honum i brunni var Jóhann Gylfasson stýrimaður 

túrinn tók alls 37 daga og hefur skipið þegar haldið til veiða en nú á heimamiðum undir stjórn Viðirs Jónssonar 

1360 Kleifarberg RE70 á veiðum i Barentshafi i feb2019 Mynd þorgeir Baldursson

        1360 Kleifarberg RE á Akureyri 7 mars Mynd þorgeir Baldursson 2019

                Landað úr Kleifarbergi Re 70 mynd þorgeir Baldursson 2019

                       Hift uppúr lestinni Myn dþorgeir Baldursson 2019

                       Raðað á Bretti i lestinni Mynd þorgeir Baldursson 2019

          Það eru vaskir drengir sem að landa úr skipinu mynd þorgeir 2019

                  Best að flyta sér að fylla brettið mynd þorgeir Baldursson 

 Fv Jóhann og   Stefán Skipst  með tertuna Góðu Mynd þorgeir Baldursson 2019

 

                    Góðir gestir litu i kaffi mynd þorgeir Baldursson 2019

09.03.2019 11:49

Húnakaffi i morgun 9 mars

                    Húni  i morgun 9 mars mynd þorgeir Baldursson 

                         Kaffi spjall mynd þorgeir Baldursson 

                         Spekingar mynd þorgeir Baldursson 

                      Kaffi stjórarnir mynd þorgeir Baldursson 

                                Allir Glaðir  mynd þorgeir Baldursson 

                                 Vélstjórar mynd þorgeir Baldursson 

                            Spekingar spjalla mynd þorgeir Baldursson 

                       Kaffispjall á lettum nótum mynd þorgeir Baldursson 

              Ferðafólk frá Skotlandi kom i heimsókn mynd þorgeir Baldursson 

                              Kaffispjall mynd þorgeir Baldursson 

09.03.2019 11:30

Erlend skip i slippnum á Akureyri

          Newfound Pioneer  EX Svalbakur  EA2  Mynd þorgeir Baldursson 2019

   Newfound Pioneer við slippkantinn i morgun  9 marsmynd þorgeir Baldursson

 

Kanadíski rækju­tog­ar­inn New­found Pi­o­neer, sem er í eigu New­found Rescources, hef­ur nú verið í slipp á Ak­ur­eyri í rúm­an mánuð.

Skipið er í hef­bund­inni klassa­skoðun og hef­ur verið botn­málað, sinkað, öxul­dregið auk þess sem skipt hef­ur verið um stál­plöt­ur í skip­inu ásamt öðrum minni viðhalds­verk­efn­um.

Greint er frá þessu á vef Slipps­ins Ak­ur­eyri og seg­ir þar að skipið sé eitt fjöl­margra er­lendra skipa sem komið hafi í Slipp­inn á und­an­förn­um árum.

„Skipa­flot­inn hérna á Íslandi hef­ur gengið í gegn­um mikla end­ur­nýj­un og þar af leiðandi koma skip­in sjaldn­ar og í minni slippa en áður. Þess vegna höf­um við hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri lagt meiri áherslu á að fá er­lend skip til okk­ar, aðallega frá Rússlandi, Græn­landi, Kan­ada og Nor­egi,“ er haft eft­ir Ólafi Orms­syni, sviðsstjóra hjá Slippn­um.

„Sam­keppn­in er þó mik­il, bæði hér heima og er­lend­is.“

Bent er á að í næstu viku komi græn­lenski tog­ar­inn Nata­arn­aq, sem er í eigu Ice Trawl Green­land og Royal Green­land, og muni vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vél­ar­upp­tekt á skip­inu, öxuldrátt­ur, viðhald á vindu­kerfi og skipið verður botn­málað.

„Verk­efn­astaðan er góð næstu mánuðina en að sjálf­sögðu vilj­um við geta horft leng­ur fram í tím­ann. Það sem gef­ur okk­ur ákveðið for­skot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjöl­breytta þjón­ustu. Einnig störf­um við eft­ir ISO 9001-gæðakerf­inu sem er alþjóðleg vott­un og trygg­ir að við þurf­um að upp­fylla gæðakröf­ur og fara eft­ir ákveðnum verk­ferl­um í okk­ar þjón­ustu, sem viðskipta­vin­ir okk­ar kunna að meta,“ seg­ir Ólaf­ur.??????

08.03.2019 23:12

Formannskipti i Sjómannafélagi Eyjafjarðar

Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var  i dag  og þar voru ýmiss mál á dagskrá 

en hæðst bar þó formanns og stjórnarkjör en formaðurinn Konráð Alfreðsson 

sem að hefur gengt þessu i um 30 ár hafði tilkynnt það á siðasta aðalfundi að 

hann myndi stiga til hliðar og nú hefur Trausti Jörundsson tekið við keflinu 

gestir fundarins að þessu sinni voru þeir Hólmgeir Jónsson

og Valmundur Valmundsson frá SSI mæting á fundinn var með lakara móti 

og betur má ef duga skal en hérna koma nokkar myndir frá fundinum 

       Trausti Jörundarsson og Konráð Alfreðsson  mynd þorgeir Baldursson 

                Fundarmenn voru áhugasamir mynd þorgeir Baldursson 

                       Hólmgeir Jónsson i ræðustól Mynd þorgeir Baldursson 

       Valmundur, Hólmgeir ,Trausti ,og Konráð. mynd Þorgeir Baldursson 

       Kristinn S Pálsson fékk viðurkenningu frá Konráð og félaginu © þorgeir 

         Stinni Brosmildur að vanda með gjöfina mynd Þorgeir Baldursson

     Trausti og Konráð með Gjöfina frá Sjómannafélaginu mynd þorgeir 

   Valmundur óskar Trausta innilega til hamingju með formannstarfið 
 

05.03.2019 17:49

Núpur BA 69 á Eyjafirði i morgun

I morgun kom linuskipið Núpur BA 69 til hafnar á Akureyri og var tilefnið það 

að skipið þarf að fara i slipp vegna leka i skutpipu þannig að öxuldráttur 

er framundan ekki er á þessari stundu viðað hvað viðgerðin tekur langan tima 

                  1591 Núpur Ba 69 Mynd Þorgeir Baldursson  5 mars 2019

                    1591 Núpur BA 69 Mynd þorgeir Baldursson 2019

                          1591 Núpur BA 69 Mynd þorgeir Baldursson 2019

                       1591 Núpur BA 69 mynd þorgeir Baldursson 2019

05.03.2019 08:31

Rannsóknarskip i Þrot

    2066  Neptune EA 41 og 1403 Poseidon EA 303 mynd þorgeir Balddursson

Nú mun vera stutt i að þessi skip verði ekki  lengur i eigu Islendinga þar sem 

að ekki hefur verið hægt að finna þeim verkefni sem að standa undir reksti þeirra 

einn aðaleigandi fyritækisins Magnús Þorsteinsson búsettur i Rússlandi 

hefur ekki látið ná i sig og skuldar fyrirtækið fyrrum skipverjum  umtalsverð laun

sem hlaupa á milljónum króna 

05.03.2019 08:18

Borpallur i Norðursjó

                  Borpallur i Norðursjó Mynd þorgeir Baldursson 2013

04.03.2019 22:33

Draumurinn um Loðnuna

                    490  Gullborg Ve 38 Mynd þorgeir Baldursson 

Fyrrverandi vélastjóra dreymdi í vikunni Gullborg með fullfermi af loðnu.

Drauminn réði hann þannig: Loðna mun finnast 3.-8 mars og hún kemur að vestan.

„Nú er að sjá hvort draumur rætist, segir í færslu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar!

Gullborg RE-38/VE-38 var þjóðþekkt aflaskip, upphaflega smíðað í Danmörku 1946.

Aflakóngurinn Binni í Gröf (Benóný Friðriksson (1904-1972)og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborg árið 1955.

Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur hans, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni.

Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga.

Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins.

Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út.

Heimild Kvotinn.is 

Mynd þorgeir Baldursson 

04.03.2019 07:24

Húnakaffi 2 mars 2019

                Spekingar spjalla  mynd þorgeir Baldursson 2 Mars 2019

                                      Kallarnir Davið Steini P og Elli   Mynd þorgeir 2019

                               Kaffigengið  mynd þorgeir Baldursson 2019

                                 Ingi P og Kristján frá Gilhaga mynd þorgeir 2019

             Bræður Ingi P og Steini P spá i spilin mynd þorgeir 2019

03.03.2019 20:09

Netabætning á sjó

  Netabætning á sjó Mynd þorgeir Baldursson 

03.03.2019 20:09

Útgerðarsaga Borgnesinga 1934- 1966

              útgerðarsaga Borgarness 

         Hvitá MB 8 Mynd þorgeir Baldursson 

                      Likan AF Hvitá MB 8 eftir Grim Kalsson 2013

                  Upplysingar um Akraborg  

                         Laxfoss Mynd þorgeir Baldursson 2013

              upplýsingar um  Hafborgu MB76 

                                 Akraborg  Mynd þorgeir Baldursson 2013

         Akraborg Likan eftir Grim Karlsson Mynd þorgeir Baldursson 
 
 

 

03.03.2019 20:07

Sigurður Brynjar EA 99

                                     6848 Sigurður Brynjar EA 99  

 

03.03.2019 17:17

Emeraude SM 934017 Brælusyrpa úr Barentshafi i feb 2019

               Emeraude SM934017 Myndir Þorgeir Baldursson feb 2019

              I gegnum Brimskaflinn Mynd þorgeir Baldursson 2019

                                          Mynd þorgeir Baldursson 2019

                                   Mynd þorgeir Baldursson 2019

                                    Mynd þorgeir Baldursson 2019

03.03.2019 11:10

Aukning i Rækjuveiðum i Barentshafi

                      Iliviliq GR 6 200 mynd þorgeir Baldursson 2015

Árið 2017 veiddu norsk og rússnesk skip samtals um 10.000 tonn af rækju í Barentshafi.

Framkvæmdastjórn rússnesku hafrannsóknastofnunarinnar, VNIRO, hefur lagt til mikla aukningu á veiðum á kaldsjávarrækju í Barentshafinu fyrir yfirstandandi ár.

Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, mátti veiða 70.000 tonn á þessu ári úr öllu Barentshafi en ráðgjöfin VNIRO hljóðar upp á 90.000 tonn sem er 28,5% aukning frá ráðgjöf ICES. Síðastliðinn áratug hefur árleg rækjuveiði úr Barentshafinu aldrei farið yfir 30.000 tonn.

Árið 2017 veiddu norsk og rússnesk skip samtals um 10.000 tonn af rækju í Barentshafi en skip frá Evrópusambandinu, Grænlandi og Færeyjum samtals um 20.000 tonn.

VNIRO segir stöðugleika rækjustofnsins í Barentshafi réttlæta þessa ráðgjöf. Ráðgjöfin fyrir rússneska hluta Barentshafsins fyrir 2019 er 28.000 tonn en veidd voru 11.700 tonn á síðasta ári. Ráðgjöfin gerir því ráð fyrir rúmlega 30% aukningu á veiðum.

Mikil aukning hefur orðið í heild í rækjuveiðum Rússa á sama tíma og innflutningur á rækju til landsins hefur dregist saman. Á síðasta ári nam rækjuaflinn af öllum svæðum 30 þúsund tonnum en hann var 22 þúsund tonn árið 2017. Þetta er 36% aukning á einu ári.

Skálaberg og Brimnes á rækju

Aukningin er einkum tilkomin vegna aukinna veiða í Barentshafi sem fóru úr 3.700 tonnum 2017 í 11.700 tonn á síðasta ári. En veiðar jukust einnig á austlægum hafsvæðum Rússa. Utan efnahagslögsögunnar jukust veiðarnar einnig. Veiðar í erlendum efnahagslögsögum fóru úr nánast engu í 373  tonn og úr 111 tonnum í 430 tonn á alþjóðlegum hafsvæðum.

Innflutningur á rækju dróst saman úr 21.000 tonni 2014 í níu þúsund tonn árið 2017 vegna aukinna veiða Rússa. Árið 2017 voru fjórir rækjutogarar við veiðar í Barentshafi en tíu á síðasta ári. Þetta er meðal annars rakið til notkunar eldri skipa sem hafa misst hlutverk sitt í endurnýjun rússneska skipaflotans. Nokkur fyrirtæki hafa líka keypt skip frá Íslandi og Grænlandi, t.a.m. Norebo sem keypti Brimnes og Ilivileq og gerir þau út á rækjuveiðar.

Heimild

Guðjón Guðmundsson 

Fiskifrettir

 

03.03.2019 10:59

Arnar HU 1

   

  Arnar HU 1 á toginu i Barentshafi fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 945
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 9694486
Samtals gestir: 1366500
Tölur uppfærðar: 22.1.2020 19:19:21
www.mbl.is