13.06.2019 20:35

Gullver NS 12 á siglingu á Austfjarðamiðum

     Fallegt sólarlagið á Austfjarðamiðum mynd Rúnar L Gunnarsson 2019

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar sl. sunnudag með fullfermi eða rúmlega 107 tonn eftir fjóra daga á veiðum. Aflinn fékkst frá Skeiðarárdýpi og austur á Fót og var hann mjög blandaður; ufsi, þorskur, gullkarfi og djúpkarfi. Að sögn Rúnars L. Gunnarssonar skipstjóra eru menn ánægðir með aflabrögðin upp á síðkastið og gera sér vonir um að áframhald verði á þeim.

                 pokinn kominn upp mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Þegar rýnt er í aflatölur og verðmæti Gullvers í maímánuði kemur í ljós að aflinn hefur verið afar góður eða samtals um 770 tonn og aflaverðmæti um 175 milljónir króna, en það eru án efa mestu verðmæti í einum mánuði í sögu skipsins. Alls landaði Gullver sjö sinnum í maí.

  1661 Gullver NS12 á toginu á Heimaslóðinni mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Gert er ráð fyir að Gullver fari í slipp í lok júnímánaðar eða að afloknum þremur næstu veiðiferðum.

13.06.2019 20:27

Baldvin Njálsson GK 400

              2182 Baldvin Njálsson GK 400 mynd þorgeir Baldursson 2019

12.06.2019 22:56

Akurey AK 10 mokfiskar

Ísfisktogarinn Akurey AK kom í gærmorgun til Reykjavíkur með fullfermi, eða 190 tonn, eftir skamman tíma á veiðum. Magnús Kristjánsson, sem var skipstjóri í veiðiferðinni, segir að mokveiði hafi verið allan tímann.

,,Við byrjuðum á að fara á Fjöllin í leit að gullkarfa. Þar var mokveiði af karfa en ufsa urðum við ekki varir við,“ segir Magnús en frá Fjallasvæðinu var haldið norður á Vestfjarðamið.

,,Við sigldum yfir Víkurálinn en þar var þá mokveiði á ufsa. Okkur var fyrirlagt að veiða þorsk og hugmyndin var sú að fara í kantinn út af Patreksfirði og vinna sig síðan eftir kantinum norður á Halann. Til að gera langa sögu stutta þá komumst við aldrei langt norður fyrir Patreksfjörð,“ segir Magnús. 

,,Það var mokveiði af fallegum þorski allan tímann og meðalvigtin hjá okkur var um fjögur kíló. Það tók okkur innan við 30 tíma á veiðum að ná þeim þorski sem vantaði upp á fullfermi,“ segir Magnús Kristjánsson.

 

  2890 Akurey Ak 10 á togi á Selvogsbanka i April mynd þorgeir Baldursson 2019

11.06.2019 22:48

Svend C Gr -6-23 á Akureyri

Þessi Grænlenski togari Svend C Gr -6-23 er eftir svipaðri  teikningu og Sólberg ÓF 1 

80 ,7 m og 17 metra breiður og um 3000 tonn imo 9752589

 en Sólbergið er 79,85 og 15,41 á breidd  svo að talsverður munur er á skipunum 

    Svend C GR -6-23 við slippkanntinn i morgun mynd þorgeir 11 júni 2019

                  2917 Sólberg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2018

11.06.2019 18:49

Frágangur í lestinni á Gullver Ns 12

     Elvar ingi þorsteinsson raðar afla í kar Sindri og Eggert fylgjast með 

11.06.2019 18:12

Sóley Sigurjóns GK 200 bráðum klár til veiða

        2262 Sóley Sigurjóns GK 200 mynd þorgeir Baldursson 11 júni 2019 

 

11.06.2019 17:35

Venus NS150 á Eyjafirði i morgun

það var sannarlega glæsilegt skip Venus NS150 sem að kom niður úr slippnum i morgun 

nýskveraður en enn var þó nokkuð eftir innaskips áður en að haldið yrði til Makrilveiða 

i kringum mánaðarmótin og kallarnir voru klárir i endunum eins og myndirnar bera með sér 

         2881  Venus NS150 Mynd þorgeir Baldursson 11 júni 2019

        Bergur skipst á Venus mynd þorgeir Baldursson 

    Kallarnir klárir frammá i endunum mynd þorgeir Baldursson 11 júni 2019

10.06.2019 10:42

Granit á veiðum i Barenthafi

Fékk i gær sendar myndir úr Barentshafi frá Eriki Sigurðssyni sem að er skipst á Reval Viking 

af nýja Granit H-11 AV  sem að er 81,2 m og 16,6 á B hann er smiðaður 2017

og er 2100 tonn  Imo 9796896 Skráður i Bergen Norge 

kann ég Eika bestu þakkir fyrir myndasendinguna 

                       Granit  H-11 AV   Mynd Eirikur Sigurðsson 2019

               Granit og Merke i Barentshafi mynd Eirikur Sigurðsson 2019

08.06.2019 21:07

Varðskipið Týr og Landmælingabáturinn Baldur

       Varðbátar LHG við bryggju á sjómanndagin mynd þorgeir 

07.06.2019 20:19

Gott karfahal á Gullver

          Gott karfahal  á Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 

06.06.2019 22:29

Reyktal Útgerð fær nýtt skip

Útgerðarfélagið Reyktal  fékk fyrir skömmu afhentan togara sem að þeir keyptu 

frá Grænlandi og hefur hann verið i slipp i Hafnarfirði undafarið i gær var hann svo sjósettur 

og hefur fengið nafnið Lokys KL 926 með heimahöfn i Klapeda 

Skipið mun halda til rækjuveiða i Barentshafi  innan tiðar 

Skipstjórar verða Sigurður Þórðasson og Július Kristjánsson 

                       Lokys KL 926 mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni 2019

06.06.2019 22:24

Sisimiut Gr 6-18 nýsmiði kom i Hafnarfjörð i morgun

Frettaritari siðunnar sem að starfar sem hafnarvörður við Hafnarfjarðarhöfn 

Hjalti Hálfdánarsson var mættur i morgun og sendi mer þennan myndapakka 

kann ég honum bestu þakkir fyrir myndaafnotin 

Snemma i morgu kom Grænlenski F/t Sisimiut Gr 6-18 til Hafnarfjaðar og vsr tilefnið 

að ná i veiðarfæri og fleira Sisimiut er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður

og verður gerður út til veiða á þorski og grálúðu. Heimahöfn hans er Nuuk.

en sem kunnugt er var gamli Sisimiut seldur til Þorbjarnar i Grindavik 

og er þegar þetta er skrifað i flotkvinni i Hafnarfirði 

                Sisimiut Gr6-18 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni  2019

           Sisimiut GR6-18 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni 2019

               Gamli Sisimiut GR 6-500 mynd Hjalti Hálfdánarsson 2019

05.06.2019 18:05

Virasplæsning á bryggjunni

  Það eru mörg handtökum sem að þarf að sinna fyrir brottför 

Eitt þeirra er að splæsauppá togvira og það gerðu þeir 

Páll Sigtryggur Björnsson bátsmaður Rúnar L Gunnarsson skipst

Og Steinþór Hálfdánarsson Stýrimaður 

 

  Gullversmenn i virasplæsningu mynd þorgeir Baldursson 5júni 2019

      Splæst uppá togvirinn mynd þorgeir Baldursson 

05.06.2019 08:25

2889 Engey RE 1 seld til Rússlands

          2889 Engey RE1 mynd Þorgeir Baldursson 2 júni 2019

 

Útgerðarfyr­ir­tækið HB Grandi hef­ur selt fersk­fisk­tog­ar­ann Eng­ey RE 91 til Murm­ansk Trawl Fleet í Rússlandi.

Verður skipið af­hent nýj­um eig­end­um fyrri hluta þessa mánaðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar Íslands. Þar seg­ir einnig að ís­fisk­tog­ar­inn Helga María AK 16 verði tek­inn aft­ur í rekst­ur,

en hon­um var lagt í fe­brú­ar sl. Þá seg­ir að skip­verj­um í áhöfn Eng­eyj­ar verði boðið pláss á öðrum skip­um fé­lags­ins.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að ástæða söl­unn­ar sé sú að inn­an HB Granda ríki vilji til að gera út stærra skip,

lengra og breiðara, með þrem­ur spil­um og tveim­ur troll­um.

Þá meti fé­lagið það svo að of dýrt sé að lengja Eng­ey til að hún geti svarað sömu þörf­um.

Við þetta má bæta að skipið lagði af stað frá Reykjavik i gær áleiðis til Noregs 

þar sem að það verður afhennt i Álasund

05.06.2019 07:46

frystitogarar til veiða i Barentshafi

Fjjótlega eftir sjómanadag héldu nokkur skip til veiða i Barentshafi 

Alls eru þetta sex skip og eftir þvi sem að ég best veit eru það 

Arnar HU 1 ,Sólberg ÓF 1 ,Kleifarberg RE 70 .Vigri RE ,Örfirsey RE4 og Blængur Nk 125 

             2917 Sólberg ÓF1 I Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

     1360 Kleifarberg RE70 i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 9692134
Samtals gestir: 1366077
Tölur uppfærðar: 20.1.2020 12:06:22
www.mbl.is