24.04.2018 05:42

Sólberg ÓF1

2917 Sólberg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson

20.04.2018 21:06

Þórsnes SH 109 landar Gràlúðu i morgun

      Margeir skipstjóri við Þórsnesið i morgun 

18.04.2018 22:16

Grimseyjar og Hriseyjar ferjur i slippnum i dag

Það er ekki oft sem að báðar ferjurnar sem að þjóna Grimsey og Hrisey 

eru i slipp á sama tima en það gerðist núna og þar sem að hefðfbundinni 

viðhaldsvinnu er sinnt i staðinn fyrir þær voru fengnir tveir báta annasvegar 

Hin nýja Hafborg sem að siglir til Grimseyjar og Dalvikur hinnsvegar

hvalaskoðunnarbáturinn Konsúll sem að siglir milli Hriseyjar og Árskóarsands

en áætlun þessara verkefna hjóðaði uppá tvær vikur en ekki er vitað hvort að það stennst 

     Sævar i slippnum i dag Sæfari á bryggjuendanum mynd þorgeir 2018

          2691 Sæfari við Slippkanntinn i dag Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

11.04.2018 19:49

Sighvatur Gk 57 I Gdansk

Skaginn 3X hefur gert samning við Vísi hf um búnað í skip fyrirtækisins.

Skipið sem ber nafnið Sighvatur GK  57 er í umtalsverðum breytingum í skipasmíðastöð í Póllandi um þessar mundir.

Sighvatur GK er svo væntanlegur til Ísafjarðar um miðjan júní

þar sem Skaginn 3X mun sjá um uppsetningu á búnaði um borð í skipinu.

Um er að ræða Rotex skipalausn frá Skaginn 3X og flokkunarbúnað frá Marel.

Pétur Pálsson hjá Vísir hf segist afar ánægður með lendinguna

„Við lögðum upp með að búa til lausn sem tryggir gæði og flokkun hráefnis út á sjó.

Við höfum átt gott og farsælt samstarf með báðum þessum fyrirtækjum og viljum við halda því áfram.

Skaginn 3X og Marel eru í heimsklassa á sínu sviði og það er afar ánægjuleg lending

að uppsetning fari fram á Ísafirði við verksmiðjudyr Skaginn 3X“ Segir Pétur.

  

Myndin er frá undirritun samnings félaganna í húsi sjávarklasans á dögunum.

F.v. Óskar Óskarsson Marel, Pétur Pálsson Vísi, Einar Kristinsson Navís,

Kjartan Viðarsson Vísi og Ragnar A. Guðmundsson Skaginn3x.
Mynd og texti af bb.is

  1416  Sighvatur Gk 57 Mynd Guðmundur Sigurðsson 

  Sighvatur GK 57 mynd Guðmundur Sig 

   Skuturinn á Sighvati GK mynd Gummi Sig

Búið að merkja © Gs

11.04.2018 17:32

Netarall Hafró 2018 á Eyjafirði

Það er lif og fjör á netaveiðum sérstaklega ef að veðrið er gott og ekk spillir fyrir ef 

að veiðin er góð eins og var hjá skipverjum á Þorleifi EA 88 Þar sem að 

Gylfi Gunnarsson skipstjóri ásamt áhöfn sinni sem að tekur nú þátt i netaralli Hafró 

i gær voru þeir. að draga á Eyjafirði en alls eru þeir með átta trossur með 12 netum i hverri 

og skemmt er frá þvi að segja að aflabrögð voru með þokkalagasta móti en alls landaði 

áhöfnin á þorleifi um 18 tonnum á Dalvik og var uppistaðan Þorskur 

það var Tryggvi Sveinsson starfsmaður Hafró sem að tók meðfylgjandi myndir

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

             1434 Þorleifur EA 88 Mynd þorgeir Baldursson 2017

          Gylfi Gunnarsson skipst Mynd þorgeir 2017

            Gylfi Gunnars vigalegur á Rúllunni Mynd Tryggvi Sveinsson 2017 

         Engin vetlingatök i úrgreiðslunni Mynd Tryggvi Sveinsson 2017

            Vænn þorskur i Eyjafirði Mynd Tryggvi Sveinsson 2018

         Nóg að gera i úrgreiðslu og Aðgerð mynd Tryggvi Sveinsson 2018

                 Aflanum landað á Dalvik Mynd Tryggvi Sveinsson 2018

       Bliðuveður á Dalvik i Gær Mynd Tryggvi Sveinsson 2018

08.04.2018 15:30

Sleipnir Ve 83

    968 Sleipnir Ve 83 Ex Glófaxi Ve Mynd Tryggvi Sigurðsson 2018

07.04.2018 21:08

Siglfirðingur SI 150

    Fann þessa á netinu tel þetta vera Siglfirðing Si 150 þið leiðréttið mig þá ef

að þetta er vitlaust spurnig hvort að einhver viti hvað hann heitir i dag 

 

                           Siglfirðingur Si 150 Mynd Sergei Skriabin 

                          Siglfirðingur SI 150 mynd Sergei Skriabin 

07.04.2018 19:45

skipafjöldi á Selvogsbanka i dag

Það var lif og fjör á Selvogbankanum i dag fjöldi skipa að veiðum 

og þokkalegt veiði hjá flestum skipanna hérna koma nokkrar myndir sem að 

Steinþór Manni Friðriksson Matsveinn á Kaldbak EA1 sendi mér i dag 

       Fjöldi skipa á Selvogsbanka i dag  Mynd Steinþór Manni Friðriksson 2018

                Björgúlfur EA 312  mynd Steinþór Manni Friðriksson 

                   Drangey SK  2 MYND Steinþór Manni Friðriksson 2018

                        Sirry IS 36 Mynd Steinþór Manni Friðriksson 2018

       Ljósafell su 70 við Vestmannaeyjar mynd Steinþór Manni Friðriksson 

  Vestmannaeyjar séð af selvogsbanka i bliðunni i dag  Mynd Steinþór Manni
 
 
 

07.04.2018 13:23

Húnakaffi i morgun

Það var lif og fjör að venju i Húnakaffinu i morgun sem að er alla laugardagsmorgna 

frá kl 10 til 12 og svo má finna okkur á FB  endilega fylgist með fréttum af okkur þar 

        Bræðurnir Freysteinn og Bjarni mættu i kaffið i morgun 

                   Glaðbeittir i kaffinu  mynd þorgeir Baldursson 2018

                     Gunnar og Guðmundur mynd þorgeir Baldursson 

                          Sögustund mynd þorgeir Baldursson 2018

                               Ingi Pétursson mynd þorgeir Baldursson 

             Freysteinn Bjarnasson  Þorsteinn Pétursson  og Bjarni Bjarnasson 

                        Málinnrædd i kaffihorninu mynd þorgeir 2018

      Kvittað fyrir kaffið Gunni Guðmundur og Ingi mynd þorgeir 2018
 
 

07.04.2018 09:24

Sindri VE 60

           1274 Sindri VE 60 EX Páll Pálsson IS 102 mynd Tryggvi Sig 

    1274 Sindri  Ve  60 kemur til Löndunnar i Eyjum Mynd Tryggvi Sig 2018 

06.04.2018 15:10

myndir frá Vini siðunnar

Einn góður vinur siðunnar sendi mér fyrir skömmu vænan myndapakka

sem að hann hefur verið að taka á ferrðum sinum viðsvegar um heiminn 

ég ætla að birta nokkar af þessum myndum hérna i dag og læt ykkur 

lesendur góðir um að giska á hvar þær eru teknar og af hvaða tilefni 

 

                                 Togari i erlendri höfn þekkið þið skipið 

                                     Trollið tekið en hver er þetta 

              Gott hal inni á dekki en hvað mikið 

                            Steffan C EX Pétur Jónsson RE 69 

 

 

05.04.2018 21:22

Sildveiðar i denn risakast hjá Björgúlfi EA 312

komst i myndasafn hjá Guðmundi  Jónssyni frá Dalvik þar er miklar gersemar og munu 

 nokkrar þeirra birtast hér á eftir 

         Siðutogarinn Björgúlfur EA 312 mynd Sturla Kristjánsson 

             Stórt  kast á siðunni á Lofti Baldvinssyni um 500 tonn 

      Loftur Baldvinsson  EA24 Mynd Snorri Snorrasson 

  Dæling hafinn Hjörtur Jónsson Gunnar M Friðriksson  Gunnar Kristinssson

Ottó Gunnarsson 2 styrimaður  

 Guðmundur  Jónsson Mynd þorgeir Baldursson 2018

04.04.2018 17:44

Akureyrarbær og Húni taka saman höndum

 

Í dag var undirritaður ný samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Hollvinafélags Húna II sem gildir til ársins 2020.

Markmið Akureyrarbæjar með samningnum er að styðja við starf félagsins með framlagi til siglinga og verkefna í þágu bæjarbúa.

Um leið gerir samningurinn Hollvinafélaginu betur kleift að standa undir rekstri eikarbátsins og halda honum við.

Árið 2018 er tileinkað menningararfi um alla Evrópu og á Íslandi er áhersla lögð á strandmenningu.

Það er því afar ánægjulegt og vel við hæfi að nú sé skrifað undir þennan samning

því Húni II hefur um árabil verið notaður til að fræða jafnt unga sem aldna um strandmenningu þjóðarinnar.

Verkefnin sem falla undir samninginn eru fræðsluferðir fyrir nemendur 6. bekkja grunnskóla bæjarins,

skemmtisiglingar á sjómannadaginn, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, um verslunarmannahelgina og á Akureyrarvöku,

einnig sérstök skemmtisigling fyrir eldri borgara.

Í tilefni af Evrópumenningararfsárinu 2018 bjóða Hollvinir Húna II að auki upp á eina til tvær fríar ferðir fyrir almenning

en ferðirnar tengjast strandmenningu sem er sem áður segir þema ársins á Íslandi.

Loks tekur Húni II þátt í tilraunaverkefninu "Að míga í saltan sjó" í samvinnu við Ungmennahúsið í Rósenborg

en það gengur út á að bjóða ungmennum sem hafa verið í félagslegum vanda að taka þátt í lífinu um borð og fræðast.

Við undirritun samningsins sagði Hjörleifur Einarsson formaður Hollvinafélags Húna II meðal annars:

„Þetta er stór dagur hjá okkur Hollvinum því með þessum samningi er tryggður grunnur að starfsemi félagsins næstu árin.

Þetta er einnig viðurkenning á starfi okkar síðustu árin.

Með þessum samningi brýtur Akureyrarbær blað í sögu bátaverndar og strandmenningar á Íslandi.

Því þetta er fyrsti samningur af þessum toga, þ.e.a.s. sem tryggir verkefni fyrir bát sem vert er að vernda,

því besta bátaverndin er að halda bátum lifandi og sjóhæfum.“

það voru þeir Eirikur Björn Björgvinsson Bæjarstjóri á Akureyri og Hjörleifur Einarsson formaður Hollvina Húna 

Sem að undirrituðu samninginn um borð i bátnum eftir hádegi i dag 

heimild Akureyri.is 

   Eirikur Björn og Hjörleifur Einarsson mynd Ragnar Hólm 

         Nemendur um borð i Húna 11 EA740 Mynd þorgeir Baldursson 

     Rennt fyrir fisk Mynd þorgeir Baldursson 

       Hollvinir Húna skömmu fyrir brottför til Noregs Mynd þorgeir 

       Húni EA á siglingu á sjómannadaginn  Mynd þorgeir Baldursson 

                         108 Húni 11 EA  740 mynd þorgeir Baldursson 

04.04.2018 07:24

Stella Karina EX Svalbakur EA302

Það er alltaf gaman að fylgjast með afdrifum gamalla islenskra skipa sem að seld hafa verið erlendis 

hérna kemur eitt þeirra gamli Svalbakur EA 302 sem Útgerðarfélag Akureyringa keypti frá Færeyjum 

og hét þá Stella Karina siðan var skipið selt til Siglufjarðar og skýrt Svalbarði SI 302 siðan var 

skipið selt rússneskum aðilum og er gert út frá Vladivostok i Rússlandi 

 

             Stella Karina  i Rússlandi mynd Sergi Skriabin 6 jan 2017

                          Stella Karina mynd Sergei Skriabin 6 jan 2017 

                   Stella Karina  Mynd Sergei Skribin 6 jan 2017 

                    Stella Karina á Siglufirði mynd Hörður Hólm  

                      Stella Karina á Siglufirði Mynd Hörður Hólm 
 

 

03.04.2018 21:07

Grálúðu landanir á Akureyri i dag

Það var mikið lif og fjör á  Bryggjunni fyrir neðan ÚA  i dag netabátarnir Kristrún RE 177 og Þórsnes SH 109 

voru að landa grálúðuafurðum sem að fengust i norðurkantinum fyrir skömmu þórsnesið kom inn fyrir páska 

og var aflinn um 120 tonn skipstjóri á Þórsnesi er Margeir Jóhannesson  og i morgun kom Kristrun RE 

inn til löndunnar með um 300 tonn af  afurðum og er ein millilöndun inni i þessari tölu sem að var 19 mars sl

og var hún um eitthundrað tonn  skipstjórinn Pétur K Karlsson var mjög kátur að vera að komast i frii 

 og að sögn skipstjórnarmanna þeirra er þokklegasta veiði i kantinum nú hefur Anna EA 305

sem að Samherji H/F  gerir út verið útbúinn á net og hefur þegar lagt nokkrar trossur en ekki hefur fréttst af afla hjá henni 

og mun hún  vera á Dalvik að sækja fleiri net enda eru trossurnar látnar ligga i amsk þrjá sólahringa hið minnsta 

  Pétur K Karlsson Skipst Kristrúnar OG Margeir Jóhannesson skipst Þórsnes

       Pétur K Karlsson skipst Kristrúnu RE177 Mynd þorgeir Baldursson 2018

        Margeir Jóhannesson Skipst Þórsnes SH 109 mynd þorgeir 2018 

              Löndun úr Kristrúnu RE 177 Mynd þorgeir Baldursson 2018

            Þórsnes SH og Kristrún RE Mynd þorgeir Baldursson 2018

       Kristrún RE 177 Við bryggju og verið að landa  Mynd þorgeir 2018

   Þórsnes SH 109 við bryggju skömmu fyrir Brottför i dag mynd þorgeir 2018

         Þórsnes SH heldur til veiða Mynd þorgeir Baldursson 2018

 Helgi A Torfasson skipst á Kristrúnu RE. sleppti springnum mynd þorgeir 2018

  Góða ferð og Veiði Kallaði Helgi til skipverja Þórsnes SH mynd þorgeir 2018

       Kristrún RE177 og Þórsnes SH 109 Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 936
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 1222
Gestir í gær: 219
Samtals flettingar: 9076730
Samtals gestir: 1301061
Tölur uppfærðar: 24.3.2019 08:37:01
www.mbl.is