13.01.2020 17:36

Bergey Ve nánast tilbúinn

        Kör hifð um borð i Bergey VE 144  mynd þorgeir Baldursson 13 jan 2020

         2964 Bergey Ve 144 mynd þorgeir Baldursson 13 jan 2020

 

i Dag var verið að hifa kör um borð i Bergey ve og mun vera stemmt á að skipið sigli til Eyja næstu daga 

fer eftir veðri fleiri myndir munu birtast næstu daga 

12.01.2020 23:18

Hákon EAog Bjarni Ólafsson til loðnuleitar

Samkomulag um samvinnu við loðnuleit

þessi skip taka þátt i loðnuleit 2020 

                             Börkur NK á loðnuveiðum. Mynd/Þorgeir Baldursson

            2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson 2018

                  2407 Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 2018

                 2350 Árni Friðriksson RE 200 mynd þorgeir Baldursson 2017

 

 

Tvö uppsjávarskip taka þátt í leitinni á móti rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Kostnaðurinn er 60 milljónir króna sem skiptast jafnt á milli útgerðanna og Hafró.

Eftir fund Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í gær liggur fyrir að útgerðin mun styðja við loðnuleitina sem á að hefjast á mánudag.

Um 60 milljóna kostnað fyrir útgerðina er að ræða en Hafrannsóknastofnun mun greiða þá upphæð til helminga á móti fyrirtækjunum.

Tvö uppsjávarskip taka þátt í leitinni á móti rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Eins og greint hefur verið frá fjallaði SFS um komandi loðnuleit í fréttabréfi sínu í byrjun vikunnar. Þá var ekki útlit fyrir að af samstarfi útgerðar og vísindamanna yrði.

„Andvaraleysi stjórnvalda verður að teljast heldur nöturlegt; fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í skipum, búnaði og markaðssetningu fyrir milljarða króna, fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra,

fyrir sveitarfélög og fyrir samfélagið allt,“ sagði í umfjöllun SFS.

Í frétt Rúv um málið er Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, inntur eftir því hvernig hlutur stofnunarinnar væri fjármagnaður

svarar hann því til að hann treysti því að stjórnvöld komi til móts við stofnunina með auknu fjármagni. Það sé enn ekki fyrir hendi en þeir njóti stuðnings stjórnvalda.

Fáist það hins vegar ekki þurfi að „endurhugsa hlutina. Það segi sig sjálft að peningarnir þurfi að koma einhvers staðar frá og þá gæti jafnvel komið til þess að stytta loðnuleit í haust á móti.“

Eftir að efasemdir SFS komu upp í byrjun vikunnar sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í viðtali við Rúv að útgerðin beri ábyrgð og skyldur,

leitin sé sameiginlegt verkefni. Í fyrra hafi auknu fjármagni verið varið til loðnurannsókna og þeir fjármunir haldi sér í ár. Hann hefur enga trú á öðru en að lagt verði í sameiginlegan leiðangur.

„Við munum leggja allan þann kraft sem að okkur er fær til þess og ég hef enga trú á öðru en að við náum samstarfi við útgerðina um slíkt verkefni, að því vinnur Hafrannsóknastofnun og ég treysti henni fyllilega til þess,“ sagði Kristján Þór við Rúv.

Samkvæmt þessum orðum ráðherra þá virðist ljóst að hann telji aukið fjármagn til loðnuleitarinnar þegar í höndum Hafrannsóknastofnunar.

Í því sambandi má nefna að aðeins fáar vikur eru liðnar síðan uppagnir voru tilkynntar hjá Hafrannsóknastofnun. Eftir þær hverfa 14 starfsmenn frá stofnuninni;

margir þeirra með mikla starfsreynslu. Ástæða uppsagnanna er aðhaldskrafa stjórnvalda.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að hafrannsóknir gegni lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þurfi að efla.

Á ársfundi Hafrannsóknastofnunar í haust sagði Kristján Þór að þessari stefnumörkun í samstarfssáttmála stjórnarflokkanna hafi verið fylgt eftir af fullum þunga.

Auk aukins framlags á fjárlögum, nýrrar byggingar sem nú rís í Hafnarfirði og væntanlegrar smíði nýs hafrannsóknaskips boðaði ráðherrann samstarf um að efla rannsóknir á vistkerfisbreytingum í hafinu.

Í fréttabréfi SFS var þó að sjá annan skilning á áherslum stjórnvalda á hafrannsóknum. Mælingar á grundvelli aflareglu loðnu séu erfiðar í framkvæmd og krefjast mikils skipatíma, enda veður hér við land válynd og loðnan dyntótt. [...]

  Miðað við þær kröfur sem gildandi aflaregla gerir til loðnuleitar, þá dugir það skip, eitt og sér, ekki til þess að ná heildstæðri mælingu þannig að líkur séu á því að loðnukvóti verði gefinn út.

Nauðsynlegt er að hafa fleiri skip við mælingu á loðnu, helst þrjú til fjögur.„Því miður virðist þetta samhengi stjórnvöldum hulið, þrátt fyrir að verðmæti loðnunnar hlaupi á tugum milljarða króna á ári.

Í augum stjórnvalda eru hafrannsóknir kostnaður, en ekki grunnforsenda verðmætasköpunar. Þessi misskilningur gæti reynst dýrkeyptur,“ sagði í niðurlagi umfjöllunarinnar.

130 milljónir

Framlag útgerðarfyrirtækja til loðnurannsókna fyrir og eftir áramótin 2018/2019 var 130 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá SFS. Kunnara er en frá þurfi að segja að ekki fannst loðna í veiðanlegu magni og því loðnubrestur staðreynd.

Hafrannsóknastofnun, í samstarfi við útgerðir, lauk formlega loðnuleit sinni rétt undir mánaðarmótin febrúar-mars. Enn var þó leitað á vegum útgerðarfyrirtækjanna fyrstu daga marsmánaðar án árangurs.

Þá höfðu skip Hafrannsóknastofnunar verið um 40 daga við leit en skip nokkurra útgerða samfleytt í tvo og hálfan mánuð í dögum talið – eða í 75 daga.

Árangursríkt samstarf

Samstarf Hafrannsóknastofnunar og útgerðanna í landinu er ekki nýtt af nálinni. Vertíðin árið 2017 er í fersku minni þegar útgerðirnar lögðu fram rúmlega 40 milljónir króna til leitar sem aftur skilaði kvóta að verðmæti 17 milljarðar króna,

skrifaði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í grein í Fréttablaðinu þann vetur.

Loðnubresturinn er þungt högg fyrir mörg sveitarfélög, fjölskyldur sjómanna og fiskvinnslufólks og þjóðfélagið allt. Útflutningsverðmæti loðnu nam 17,8 milljörðum króna árið 2018. 

 

11.01.2020 23:06

Fyrsta Húnakaffið 2020 i morgun

Þá eru hollvinir Húna teknir til til starfa með sitt vikulega Laugardagskaffi sem að birjaði i morgun 

og er allajafna á milli kl 10 -12 fer eftir mætingu en allir eru Velkomnir báturinn liggur fyrir neðan 

hafnarskrifstofur Akureyrarhafnar i fiskihöfninni ekki var nú fjölmennt  en samt góðmennt

og flugu ýmsar sögur á milli borða  en látum myndirnar tala sinu máli 

Steini Pje um borð i Húna Mynd þorgeir Baldursson

         Kallarnir mættir i kaffið mynd þorgeir Baldursson   11-01  2020

      Davið Hauksson og Sigurður Friðriksson mynd þorgeir Baldursson 11 jan 20

      Gunni og Mummi Mynd Þorgeir Baldursson 11-1-2020

             108 Húni 11 EA 740 Mynd Þorgeir Baldursson 11-1-2020

10.01.2020 15:59

Rússi i Slippnum

I dag kom Rússneski togarinn Melkart 5  til Akureyrar  og var erindi hans  hefðbundin slipptaka  

sem að er vélarupptekt gir og málingarvinna  ásamt öðrum smáverkum sem að tengjast viðhaldi skipa 

Melkart MK 0588 hét áður Skaregg og var gerður út frá AAlasund 

           Melkart 5 MK 0588 Mynd þorgeir Baldursson 10 jan 2020

                    Melkart 5 MK0588 Mynd þorgeir Baldursson 2020

                Melkart MK 0588 leggst að bryggju mynd þorgeir Baldursson 2020
 

10.01.2020 08:23

Kristrún RE aflahæðst á Grálúðunetum

                              Kristrún RE 177 mynd þorgeir Baldursson 

       Landað úr Kristrúnu RE 177 á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Kristrún RE177 var aflahæðst á Grálúðunetum 2019 með 2866,7 tonn 

sem að gera að meðltali um 180 tonn i túr af frosinni Grálúðu 

árið 2019 var nokkuð gott varðandi bátanna sem stunduðu veiðar á grálúðunni,

Samtals lönduðu bátarnir tæpum 8 þúsund tonnum af grálúðu eða nákvæmlega 7870 tonn,

þeir voru alls 6 bátarnir sem stunduðu þessar veiðar

og tveir nýir bátar fóru á grálúðuna árið 2019 sem höfðu ekki árið stundað þær veiðar,

voru það Hafborg EA og Sólborg RE  báðir að fiska í ís,

Anna EA og Kristrún RE voru þeir sem fiskuðu langmest og reyndar var Anna EA að fiska í ís, 

en Anna EA mun ekki stunda þessar veiðar 

árið 2020 því búið er að segja upp allri áhöfn bátsins

Þórsnes SH og Kristrún RE voru að frysta grálúðuna 

Teksti Aflafrettir

myndir Þorgeir Baldursson 

09.01.2020 23:30

Skitabræla i kortunum

Mikill lægðargangur hefur verið undanfarna daga og hveður svo fast að allmörg skip og bátar seinka annaðhvort  

brottför eða hreinlega hætta við að fara á sjó svona var ástandið i vestmannaeyjarhöfn i vikunni 

myndir Óskar Pétur Friðriksson 

               Sigurður Ve 15 Mynd Óskar Pétur Friðriksson jan 2020

       2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020

             2048 Drangavik VE 80 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020

           2861 Breki VE61 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2020

 

09.01.2020 12:43

Sáttur við aflann Þrátt fyrir snarvitlaust veður

 

 

                 2890 Akurey AK 10 Mynd þorgeir Baldursson 

 

,,Ég er nokkuð sáttur við aflabrögðin í þessum fyrsta túr ársins.

Veðrið var reyndar lengst af snarvitlaust en það dúraði á milli og þá gátum við verið að veiðum,“ segir Magnús Kristjánsson sem var skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK í fyrstu veiðiferð ársins.

Togarinn kom til Reykjavíkur í nótt og fer aftur á miðin seinni partinn á morgun.

,,Við vorum á Vestfjarðamiðum í veiðiferðinni. Við fórum lengst austur í Þverál en þar var aflinn aðallega þorskur.

Mér finnst þorskurinn þar vera frekar smár og við fórum úr Þverálnum á Halamið. Því miður virðist þorskurinn ekki vera mættur af neinum krafti á miðin en við náðum þó að kroppa upp nokkuð af þorski og ufsa í bland.

Við enduðum veiðar svo í Víkurálnum en þar var góð gullkarfaveiði og eins fengum við þorsk og ufsa,“ segir Magnús en segir að lítið hafi orðið vart við loðnu í túrnum, hvorki sem fæðu fisk eins og þorsks eða ánetjaða í trollinu.

Sem fyrr segir var leiðindaveður lengst af veiðiferðinni en heildaraflinn náði þó 135 tonnum.

,,Versta veðrið skall á okkur á heimleiðinni í gær. Það voru um 25 til 30 metrar á sekúndu að vestan þegar við komum inn á Faxaflóann og heimsiglingin reynst frekar erfið,“ segir Magnús Kristjánsson.

heimild Brim 

08.01.2020 17:35

Vörður ÞH 44 landar á Akureyri i gær

 

                 2962 Vörður ÞH 44 mynd þorgeir Baldursson 7 jan 2020

 I gær kom Hinn nýji Vörður ÞH 44 i eigu Gjögurs á Grenivik til hafnar á Akureyri

og var meiningin að lagfæra sitthvað á Millidekki sem að virkaði ekki allveg rétt  

aflinn  var um 150 ker eða ca 40 tonn af blönduðum afla af Austfjarðamiðum 

                Springurinn flýgur i land Mynd þorgeir Baldursson 

    Þorgeir Guðmundsson Skipst mynd þorgeir Bald

   Afturbandið klárt  mynd þorgeir Baldursson 

        Stór Skjáveggur er i brúnni mynd þorgeir Baldursson  7 jan 2020

       Blandaður  Afli af Austfjarðamiðum  mynd þorgeir Baldursson 

         Millidekkið er með tækjum frá Micro mynd þorgeir Baldursson 

        Landað úr Verði ÞH 44 i gær Mynd þorgeir Baldursson 7 jan 2020

                       Þorskur i kari  Mynd þorgeir Baldursson 2020

                 Löndun  úr Verði ÞH  i Gær mynd þorgeir Baldursson

 

 

04.01.2020 21:36

Fyrsta togaralöndun ársins 2020

                   2904  Páll Pálsson IS102 Mynd þorgeir Baldursson 5 okt 2019

                   2904 Páll Pálsson IS 102 mynd þorgeir Baldursson 2019

03.01.2020 09:41

Kristin GK Vélarvana fyrir utan Grindavik

                     972 Kristin Gk 457 mynd þorgeir Baldursson Nóv 2019

 

Línu­veiðiskipið Kristin GK 457 varð aflvana suðaust­ur af Grinda­vík í kvöld. Björg­un­ar­skipið Odd­ur V. Gísla­son og lóðsbát­ur­inn Bjarni Þór komu skip­verj­um til aðstoðar.

Brugðist var hratt við þar sem veður var farið að versna ásvæðinu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni komu skip­verj­ar upp lofti og gátu siglt skip­inu und­ir eig­in vélarafli til hafn­ar í Grinda­vík.

Skipið kom þangað á tólfta tím­an­um.

mbl.is

02.01.2020 22:13

Sólrún EA 151 á Siglufirði

  2706 Sólrún EA 151 á Siglufirðði 9 nóvember 2019 mynd þorgeir Baldursson 

01.01.2020 23:31

Steini Vigg á Siglufirði

      1452 Steini Vigg Si 110 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2019

01.01.2020 16:20

Landvinningar um allann heim

          Guðmundur Hannesson Mynd þorgeir Baldursson 2019

Guðmundur Hannesson var í hópi fjórtán manna sem stofnuðu Kælismiðjuna Frost ehf. í árslok 1993 á Akureyri. Það hefur vaxið úr því að vera 14 manna fyrirtæki í 70-90 manna alþjóðafyrirtæki með verkefni út um allan heim.

Kælismiðjan Frost er hluti af Knarr-samstæðunni og hefur tekið þátt í uppsetningu á landvinnslu á Shikotan-eyju  í Kúrileyjaklasanum ásamt öðrum fyrirtækjum samstæðunnar og sér um framleiðslu, hönnun og uppsetningu frystibúnaðar í 6 togara Norebo útgerðarrisans í Rússlandi svo fátt eitt sé nefnt. Framundan eru landvinningar undir merkjum Knarr í Nýja-Sjálandi og á vesturströnd Bandaríkjanna. Verkefnastaðan nú er reyndar sú að Kælismiðjan Frost hefur ekki aldrei selt jafn mikið af verkefnum jafnlangt fram í tímann. Seld verkefni ná nú fram til áranna 2023/2024 og næsta ár er nú þegar þéttbókað.

„Alveg frá því að ég byrjaði í kæligeiranum hefur alltaf verið  mjög mikið að gera. Öll þessi ár hefur verið aukning og fyrstu árin eingöngu á innanlandsmarkaði. Þó svo það verði niðursveiflur í hagkerfinu breytir það ekki því að fólk þarf á matvælum að halda og það þarf að kæla matinn og frysta hann. Í niðursveiflum fækkar hugsanlega stærri verkefnum en á móti fjölgar þjónustuverkefnunum. Það fellur því aldrei úr dagur hjá okkur,“ segir Guðmundur.

Búnaður til 14 landa á hverju ári

Nánast frá upphafi hefur Frost engu að síður haft með höndum verkefni í útlöndum. Eitt af þeim fyrstu var smíði á sjókælisamstæðu fyrir skip á Nýja-Sjálandi. 1995 var Guðmundur um fjögurra mánaða skeið í Namibíu að setja upp kæli- og frystikerfi í frystihús SÍF. Straumhvörf verða þó í lok árs 2005 þegar verkefnum fjölgar verulega utan landsteinana. Upp frá því hefur Frost framleitt og afhent búnað og tæki að jafnaði í tólf til fjórtán löndum á hverju ári. Guðmundur segir skort á faglærðu starfsfólki setja skorður á það hve mikið fyrirtækið getur vaxið. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa til að mynda einungis tveir nemendur sóst eftir því að læra rennismíði á síðustu tíu árum og hvorugur þeirra lauk námi. Sama á við um blikksmíði og aðrar  iðngreinar.

„Verkefni okkar innanlands og erlendis fela í sér uppgripavinnu. Það er næstum eins og vertíð að komast í svona vinnu. Þetta býður upp á þrifaleg störf, ferðalög, ævintýri og góð laun,“ segir Guðmundur.

Önnur Dalvík á Nýfundnalandi

Verkefnastaðan er gríðarlega sterk hjá Kælismiðjunni Frosti. Framundan er að taka þátt í endurbyggingu á stóru fiskiðjuveri í Arnold‘s Cove á Nýfundnalandi. Skrifað var undir samning um þetta verk í sumar og er hönnunarvinna nú í fullum gangi. Frost áætlar að afhenda sinn búnað og tæki í lok janúar á næsta ári. Verksmiðjan á að vera komin í gang um mitt næsta sumar. Kerfið frá Frosti er 2 megavött í kæliafli sem er svipað og í nýrri landvinnslu Samherja á Dalvík. Þar er einmitt allt á fullu núna því Kælismiðjan Frost er með allan frystibúnað í nýju landvinnslunni á Dalvík. Áætlað er að verkinu ljúki upp úr áramótum.

Þegar litið var til Guðmundar á Fjölnisgötu á Akureyri stóð yfir undirbúningur fyrir þátttöku Kælismiðjunnar Frosts á NEVA sjávarútvegssýningunni í Pétursborg. Leið Guðmundur lá þó til vesturs og í aðra heimsálfu eins og vikið verður að síðar.

Fyrir rúmu ári fór hann vestur um haf til ráðgjafar um varmaendurnýtingarbúnað í fiskvinnslu sem starfrækt er á vesturströndinni. Fyrirtækið hafði fjárfest í búnaðinum árið 2009 og hann hafði nýst þeim illa, verið erfiður í rekstri og bilað mikið. Frost hannaði nýjan búnað fyrir fyrirtækið sem var nokkurs konar próf á áframhaldandi viðskipti.

Smá verk skila sér í stærri

„Við hönnuðum nýjan búnað og afhentum í janúar síðastliðnum. Á vetrarmánuðunum kom í ljós að nýi búnaðurinn skilaði fyrirtækinu mikilli rekstrarhagræðingu með betri nýtingu á varma. Þeir ákváðu í framhaldinu að fá okkur til að endurhanna allt húsið. Það borgar sig því að vanda vel til verka í upphafi, jafnvel þótt verkin séu lítil að umfangi, því það getur hæglega skilað sér í stærri verkefnum síðar. Þetta er samningur upp á 3,5 milljónir dollara,“ segir Guðmundur.

Verkefnið ytra er stórt og slagar í hátt í 10% af ársveltu Kælismiðjunnar Frosts. Verkefnið er enn á hönnunarstigi en fljótlega hefst smíði á búnaðinum.

„Pútin Rússlandsforseti er nýlega búinn að ræsa verksmiðjuna sem við reistum undir merkjum Knarr fyrir Gidostroy á Kúril-eyjum. Það verk hefur gengið mjög vel og afkastageta verksmiðjunnar er um 900 tonn á sólarhring. Þarna hefur verið mannskapur frá okkur í tæpt eitt ár á gríðarlega fjarlægu og einangruðu svæði. Við erum svo heppnir að búa yfir einstökum starfsmönnum sem eru tilbúnir að taka þátt í verkefni við þessar einstöku aðstæður. Þarna hafa þeir verið 4-5 vikur á staðnum og ferðalagið fram og til baka tekur 10 daga. Í vetur sat sjö manna hópur frá okkur fastur í ís í ferju í fimm daga. Það bættist ofan á úthaldið. Flogið er frá Moskvu til Shakalin-eyjar og þaðan er sólarhringssigling til Shikutan-eyju þar sem verksmiðjan er. Tvö þorp eru á eynni, hvort með um 2.000 íbúum.“

Kamtsjatka og Dalvík

Nú eru að hefjast framkvæmdir við nýja verksmiðju V.I. Lenín í Petropavlosk á Kamtsjatka skaganum. Samningurinn var undirritaður við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Moskvu 25. Júlí 2018 og fyrstu menn á vegum Kælismiðjunnar Frosts komu á staðinn seinnihlutan í Júlí  70 daga tekur að flytja búnað og tæki í gámum frá Íslandi.

Verksmiðjan  verður með búnaði til að stærðarflokka, vinna og frysta tegundir eins og alaskaufsa, nokkrar tegundir villts lax, kyrrahafsþorsk, uppsjávarfisk og smokkfisk.

Kælismiðjan Frost sér um allt kælikerfið í verksmiðjunni. Kælikerfið verður af fullkomnustu gerð og stenst allar nútímakröfur um orkunýtingu og umhverfismál. Í heildina er verksmiðjan hönnuð til að geta fryst yfir 500 tonn á sólarhring með möguleika á aukningu seinna.

Hér innanlands er Kælismiðjan Frost í miðjum klíðum við smíði og uppsetningu á frystibúnaði fyrir nýja landvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að skila verkinu eftir áramót og skilin á því verkefni helst í hendur við skil á verksmiðjunum á Shikutan-eyju og Kamtsjatka.

„Í þessum töluðu orðum erum við einnig að setja niður frystibúnað í nýsmíði Brims í Gijon á Spáni. Skipið verður afhent á haustdögum. Við erum líka með sex nýsmíðatogara fyrir Norebo í Rússlandi. Þar er ennfremur verið að ganga frá framhaldssamningi því það á að bæta við fjórum skipum þannig að þau verða alls tíu. Þetta er verkefni undir merkjum Knarr. Í vor gengum við líka frá samningi um tæki og búnað í stærsta frystiskip sem hefur verið smíðað í Rússlandi. Það eru sömu aðilar sem standa að því og verksmiðjunni í Petropavlosk á Kamtsjatka. Skipið á að afhenda 2023. Hönnun á okkar búnaði er komin af stað en skipið verður byggt í Kalíningrad,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir að fyrirtækið og önnur fyrirtæki innan Knarr hafi dregið mikinn lærdóm af verkefnunum í Rússlandi. Það sé mikil áskorun að taka þar að sér stór verkefni. Menningarheimurinn sé allt annar. Tungumálið er ein áskorunin því þótt þýtt sé yfir önnur tungumál verði meiningarmurinn oft allverulegur. Þótt hægt sé að fá til sín góðan túlk þá eru góðir tæknitúlkar ekki á hverju strái. Að skilja vinnslu flókinna kerfa og varmafræði og koma því yfir á annað tungumál sé ekki færi hvers sem er. Ekki hafi þó risið ágreiningur milli aðila af þessum völdum en þeir hafi á stundum lagt misjafnan skilning í vissa hluti.

„Ég vona að það sjái ekki fyrir lokin á verkefnum okkar í Rússlandi. Við verjum enn miklum fjármunum og krafti í markaðssetningu þar í landi. Við höfum miklar væntingar um frekari verkefni þar.“

Mikil tækifæri í Bandaríkjunum

Sem kunnugt er hefur Knarr stofnað fyrirtæki og ráðið framkvæmdastjóra á Nýja-Sjálandi. Skipulögð hefur verið ferð þangað í október með fulltrúum frá Kælismiðjunni Frost, Nautic og Skaganum 3X. Guðmundur segir að fyrirséð er að farið verði í nýsmíðar þar í landi og menn ætla að hamra stálið þar meðan það er heitt.

Tækifærin liggja ekki síður í Bandaríkjunum. Í Seattle á vesturströndinni er bækistöð sjávarútvegs í Bandaríkjunum. Þar ætlar Knarr-samstæðan að reyna að ná fótfestu en Guðmundur segir flækjustigið nokkuð hátt.

„Bandaríkjamenn hafa látið það dragast lengi að endurnýja frystiskipaflotann. Það er reyndar ekki hlaupið að því fyrir bandarískar útgerðir að fara út í nýsmíðar. Stjórnvöld hafa sett mikil höft á nýsmíðar gagnvart erlendum aðilum. Reglurnar eru þær meðal annars þær að ný skip skuli byggja í Bandaríkjunum úr stáli frá Bandaríkjunum. Af þeim sökum er gríðarlega kostnaðarsamt að smíða ný skip þar og það kostar ekki minna en 50% meira þar en víðast annars staðar. Einnig eru reglur um kælimiðla að breytast í takt við strangari umhverfiskröfur. Bandaríkjamenn notast nánast eingöngu við freon á sínum frystiskipum og nú liggur fyrir að þeir þurfa endurbyggja öll sín frystikerfi svo þau geti notað ammóníak eða CO2. Flotinn er því allur undir þegar litið er til endurnýjunar á þessu svæði og þar er um að ræða mörg hundruð skip. Þarna eru gríðarleg tækifæri en þau koma ekki upp í hendurnar á okkur. Við þurfum að sýna okkur og sanna að við séum með betri lausnir en aðrir. Þetta byggist því að miklu leyti á tengsla- og kynningarmálum og fyrirtækin innan Knarr eru vel í sveit sett hvað það varðar því Knarr er markaðsarmur þessara fyrirtækja og getur einbeitt sér alfarið að tengsla- og kynningarmálum. Á meðan geta fyrirtækin sjálf einbeitt sér að sinni hönnun og framleiðslu,“ segir Guðmundur.

Greinin birtist upphaflega í Tímariti Fiskifrétta 2019.

 

01.01.2020 03:13

Áramótakveðja

                  Áramót á Akureyri 2019-2020 mynd þorgeir Baldursson

óska öllum þeim sem hafa heimsótt siðuna Gleðilegs Árs og Friðar 

með þökkum fyrir innlitið á Árinu sem að var á liða lifið heil 

kv þorgeir

30.12.2019 08:17

Sterk verkefnastaða Slippsins

       ólafur Ormsson Verkefnastjóri Slippsins Akureyri mynd þorgeir 2019

Umsvif Slippsins á Akureyri hafa vaxið mikið undanfarin misseri. Starfsmönnum hefur fjölgað í öllum deildum fyrirtækisins og þá sér í lagi tækni- og hönnunardeildinni. Í dag eru starfsmenn Slippsins um 180.

Það er í mörg horn að líta hjá Slippnum Akureyri. Nýlega setti Slippurinn upp nýjan vinnslubúnað í Kaldbak EA, nýsmíði ísfiskstogara Samherja, og nú er einnig ný lokin uppsetning vinnslubúnaðar í Vestmannaey VE, fyrst af sjö nýsmíðum VARD skipasmíðastöðvarinnar fyrir íslenskar útgerðir. Ennfremur landaði fyrirtækið stóru verkefni fyrir norsku útgerðina Nergård Havfiske sem felst í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á vinnsludekki í nýjum frystitogara fyrirtækisins í Noregi.

Í fyrra lauk Slippurinn við smíði og uppsetningu á vinnslubúnað í Björgu EA og hefur sá búnaður reynst vel.  Frá þeim tíma hefur Slippurinn haldið þróuninni áfram með Samherja og gert enn betur. Afraksturinn af þeirri vinnu lauk með uppsetningu á vinnslubúnaði í Kaldbak EA sem fór í sinn fyrsta prufutúr um miðjan september. Meðal búnaðar sem settur var upp í Kaldbak eru tveir blóðgunarsniglar og þrír kælisniglar. Um borð er einnig flokkari frá Marel sem vigtar og flokkar eftir stærð og tegund. Búnaðurinn býður upp á vigtun fisks í réttar skammtastærðir. Þaðan fer fiskurinn í blóðgunarsnigla og því næst kælisnigla, karað er uppi á vinnsludekki áður en fiskurinn fer í lyftukerfi niður í lest.

Meiri stýring á blóðgun og kælingu

„Skömmtunarkerfið í Kaldbak reyndist okkur áskorun og þá sérstaklega forritun stýringa og stjórnun búnaðar.  Við erum sátt við afraksturinn, búnaðurinn virkar vel og er áreiðanlegur.  Með þessari hönnun næst meiri stýring í vinnsluferlinu. Það er hægt að stýra nákvæmlega blóðgunar- og kælitíma hvers fisks. Í sniglunum, bæði blóðgunarsniglum og kælisniglum, vita menn nákvæmlega hvenær fiskurinn fer ofan í  og hvenær hann kemur úr þeim.  Með nákvæmri stjórnun er hver einasti fiskur meðhöndlaður með sama hætti,“ segir Ólafur Ormsson, verkefnastjóri hjá Slippnum.

Ólafur segir þetta allt snúast um það að ná fram enn meiri gæðum en þó ekki með þeim hætti að það minnki afköst búnaðarins.

Ólafur segir að smíði og uppsetning á vinnslubúnaði í einu skipi af þessari stærð sé krefjandi verk og er Slippurinn mjög vel í stakk búinn að takast á við það. Slippurinn hefur hafið smíði á samskonar búnaði fyrir Björgúlf EA og mun hefja uppsetningu þar á næsta ári.

„Ég tel okkur vera búin að hanna mjög gott vinnsludekk í Kaldbak þar sem þetta tvennt fer saman. Ég hef ekki trú á því að miklar breytingar verði frá fyrirkomulaginu í Kaldbaki yfir í Björgúlf. Kaldbakur er nú búinn að fara í sína fyrstu veiðiferðir og þótt alltaf megi búast við einhverjum hnökrum í tengslum við nýjan búnað þá hafa þeir reynst afar fáir og lofar kerfið í heild góðu. Við höfum einungis verið að vinna að betrumbótum samhliða löndun úr skipinu, sem gefur til kynna að litlu þarf að breyta," segir Ólafur.

Samtímis setur Slippurinn vinnslubúnað í þrjú af skipunum sjö frá norsku skipasmíðastöðinni VARD, 29 metra löngum ísfiskstogurum sem smíðaðir eru fyrir Berg-Huginn og Útgerðarfélag Akureyringa. Þetta eru skipin Vestmannaey VE, Bergey VE og Harðbakur EA.  Vestmannaey kom til landsins í lok ágúst, uppsetningu vinnslubúnaðar er nú lokið og skipið er núna í sinni fyrstu veiðiferð.  Bergey kom í byrjun október og Harðbakur kemur síðastur.

„Núna er hafin vinna við Bergey og svo loks í Harðbak. Þetta eru verkefni sem verða í einni samfellu hjá okkur fram að áramótum. Vestmannaey og Bergey verða með sama fyrirkomulag en það verður með öðrum hætti í Harðbak. Skipin stunda mismunandi veiðiskap þar sem Harðbakurinn sækir miðin hér fyrir norðan en Vestmannaey og Bergey verða við veiðar í námunda við Vestmannaeyjar," segir Ólafur.

 

Stærsti samningur í sögu Slippsins

Meðan öllu þessu vindur fram er Slippurinn Akureyri með mannskap í Brattvåg í Noregi við uppsetningu á vinnsludekki eftir eigin hönnun og framleiðslu í nýjan frystitogara norsku útgerðarinnar Nergård Havfiske. Samningurinn er sá stærsti í sögu Slippsins. Skipið, sem smíðað er hjá skipasmíðastöð VARD í Brattvåg er 80 metrar að lengd og 17 metrar að breidd og mun vinnsludekkið vera með vinnslulínu fyrir bæði bolfisk og rækju. Áætlað er að það verði tilbúið til veiða í febrúar á næsta ári. Samningurinn hljóðar upp á 700-800 milljónir króna. Verkinu mun ljúka um áramótin.

„Í þessu skipi útvegum við allan búnað að frystum undanskyldum, þ.e.a.s. búnað á vinnsludekki, stjórnkerfi , lyftubúnað og búnað í lestum. Okkar búnaður er framleiddur hér á Akureyri og annan búnað kaupum við af öðrum alþjóðlegum framleiðendum. Í þessu verki vinnum við meðal annars með Marel, Baader og öðrum norrænum fyrirtækjum.  Við bjóðum upp á heildarlausn þannig að við setjum inn í okkar hönnun þann búnað sem hentar best því fyrirkomulagi sem við erum að vinna með hverju sinni. Ánægja hefur verið hjá okkar viðskiptavinum með þetta fyrirkomulag,“ segir Ólafur.

Umsvif Slippsins á Akureyri hafa vaxið mikið undanfarin misseri. Starfsmönnum hefur fjölgað í öllum deildum fyrirtækisins og þá sér í lagi tækni- og hönnunardeildinni. Í dag eru starfsmenn Slippsins um 180.  Fyrirtækið hefur þurft að ráða til sín erlent vinnuafl þegar álagið hefur verið hvað mest. Ólafur segir að með slíkum lausnum sé fyrirtækið hæfara til að mæta sveiflum í verkefnastöðu en leggi þó áherslu sem fyrr á að viðhalda þeirri gríðarlegu þekkingu og reynslu sem fastir starfsmenn fyrirtækisins búi yfir.

Greinin birtist upphaflega í Timariti Fiskifrétta 2019.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 545
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 1094
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 10081704
Samtals gestir: 1396693
Tölur uppfærðar: 12.7.2020 08:10:36
www.mbl.is