04.02.2017 14:49

Verkfall sjómanna nýtt til slipptöku

  1937 Björgvin EA311 og 1902 Höfrungur 3 AK 250 Mynd þorgeir Baldursson 

I morgun var Björgvin EA 311 tekin niður úr Flotkvinni hjá slippnum þar sem

að unnið hefur verið að viðhaldi skipsins meðal anns almálun 

og skömmu siðar var Höfrungur AK 250 tekin upp i Flotkvinna væntanlega i 

svipuðum erindagjörðum 

03.02.2017 19:57

Fyrsta loðna vertiðarinnar á Fáskrúðsfjörð

         Norska loðnuskipið Fiskebas SF -230-F  Mynd Óðinn Magnasson 2017

  Fiskebas SF -230 -F  við bryggju á Fáskrúðfirði Mynd Óðinn Magnasson 2017

         Terta i boði Loðnuvinnslunnar mynd Óðinn Magnasson 2017

I dag kom Fyrsta loðnan á þessari vertið til Fáskrúðsfjarðar en það norska uppsjávarveiðiskipið 

Fiskebas SF-230-F sem að kom með um 160-170 tonn loðnan er stór og góð 

aflanum verður landað hjá Loðnuvinnslunni i fyrramálið það hefur skapast hefð að færa 

erlendum uppsjávarveiðskipum tertu þegar þau landa hjá fyrirtækinu og að sjálfsögðu

var það gert i dag það er Óðinn Magnasson vert hjá veitingastaðnum sumarlina sem að gerir 

þetta listavel og tók meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

03.02.2017 13:06

Polar Amaroq i loðnuleit og frystir aflann um borð

          Pólar Amaroq GR -18-49 MYND ÞORGEIR Baldursson 

 

Í gær var greint frá því hér á heimasíðunni www.svn.is 

að grænlenska skipið Polar Amaroq hefði fengið 350-400 tonn af loðnu norðnorðaustur af Langanesi

og væri hún fryst um borð í skipinu. Auk þess að veiða mun Polar Amaroq leita að loðnu

og eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun um borð.

Í morgun ræddi heimasíðan við Guðmund Hallsson stýrimann

og sagði hann að tekið hefði verið eitt hol fyrir vinnsluna í gærkvöldi og fengust þá 250 tonn.

Verið væri að vinna þann afla um borð en skipið væri nú byrjað að sigla eftir leitarleggjunum.

Sagði Guðmundur að það hefði verið „ágætt að sjá“ á blettinum sem skipið var á í gær

og nú yrði spennandi að sjá hvað kæmi út úr leitinni.

 

03.02.2017 12:35

Little og Stóri við bryggju á Akureyri

   Frosti ÞH 229 og Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 

Ákveðinnar gremju og óþreyju gætir í röðum útgerðarmanna

í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra og Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra,

vegna andvaraleysis ráðherranna gagnvart verkfalli sjómanna samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag.

„Í samtölum við útgerðarmenn í gær kom þessi gagnrýni fram,

þótt útgerðarmenn væru með orðum sínum ekki að vísa frá sér og sjómönnum þeirri ábyrgð

sem þeir bera á að leysa deiluna en vísuðu til þess að stjórnvöld réðu yfir ákveðnum tækjum til þess að höggva á hnúta.

Sömuleiðis hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins

sé farið að gæta óþreyju gagnvart aðgerðaleysi ofangreindra ráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag,

að ríkisstjórnin geti ekki látið reka á reiðanum þegar helsta atvinnugrein landsmanna er í lamasessi.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, á von á stuttum sáttafundi í dag.

Ekkert nýtt hafi komið frá viðsemjendum sem gefi tilefni til þess að samningar gætu tekist,“ segir í Morgunblaðinu.

Samkvæmt yfirlýsingum frá bæði sjómönnum og útvegsmönnum hefur strandað á

olíuverðsviðmiðun og endurheimt sjómannaafsláttar í samningaviðræðunum nú.

Sjómannaafslátturinn var fyrst settur á á sjötta áratugnum til að liðka fyrir samningum við sjómenn,

en staða útvegsins á þeim tíma var mjög erfið. Afslátturinn var svo afnuminn af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,

en Steingrímur J. Sigfússon var þá fjármálaráðherra.

Í samningalotunni síðastliðið haust var komið vilyrði frá þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni,

um skattleysi af ákveðinni upphæð dagpeninga. Það vilyrði virðist hafa fallið niður með myndun núverandi ríkisstjórnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst því yfir að ekki verði sett lög á verkfallið.

Á hinn bóginn gæti einhver íhlutun stjórnvalda líklega liðkað til fyrir lausn deilunnar

og hljóta skattfríir dagpeningar að vera hluti af henni. Í því samhengi má benda á að flugmenn og flugfreyjur

njóta slíkra fríðinda á grundvelli þess að verið sé að vinna fjarri heimili.

Heimild Morgunblaðið 

 

02.02.2017 18:13

2699 Aðalsteinn Jónsson Su 211

Aðalsteinn Jónsson SU 211 hefur verið i söluferli undafarna mánuði og mun það vera 

langt komið þó ekki svo að þegar skipið var hérna i slipp og búið var að mála yfir nafn og Númer

það kom seinkun i söluna svo að merkja þarf skipið á nýjan leik með sinu gamla nafni 

og verður skipinu siglt til Eskifjarðar i kvöld Væntanlegur kaupandi 

er erlendur og verður skipið sennilega gert út i samráði við islenska Útgerð  

        2699 Aðalsteinn Jónsson 2 su 211 mynd þorgeir Baldursson 2017

02.02.2017 14:22

Polar Amaroq með fyrstu loðnuna á vertiðinni

 Grænlenskur Loðnusjómaður mynd þorgeir Baldursson

 

            Polar Amaroq á Loðnumiðunum  Myndir  Þorgeir Baldursson 

 

Grænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða og -rannsókna á þriðjudagskvöld,

en um borð í skipinu eru rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun.

Heimasíðan sló á þráðinn um hádegið í dag og spurði frétta.

Bæði var rætt við Geir Zoega skipstjóra og Guðmund Hallsson stýrimann.

Þegar rætt var við þá félaga var skipið statt um 54 mílur norðnorðaustur af Langanesi á hefðbundinni loðnuslóð.

Fram kom hjá þeim að í gær hefðu þeir orðið varir við töluvert af loðnu á þessum slóðum og kom það nokkuð á óvart

ef tekið er tillit til þeirra mælinga sem áður hafa farið fram.

Nokkuð erfitt hafi verið að meta magn en tekin voru tvö hol í gærkvöldi

og nótt og fengust þá 350-400 tonn af stórri og fallegri loðnu og reyndist hrognafyllingin vera á bilinu 10-11%.

Fyrra holið var mjög stutt en hið síðara um fjórir tímar.

Vel gengur að frysta loðnuna um borð í Polar Amaroq en skipið getur fryst hátt í 200 tonn á sólarhring.

Gert er ráð fyrir að rannsóknaskip frá Hafrannsóknastofnun haldi til loðnuleitar á morgun

en að sögn þeirra Polar-manna er veður heldur leiðinlegt á leitarsvæðinu um þessar mundir.

Þá er von á norskum og færeyskum skipum á næstunni og þá fjölgar þeim sem svipast um eftir loðnunni.

Geir Zo?ga sagði að menn hresstust alltaf þegar fyrsta loðnan kæmi um borð.

„Maður verður glaður og bjartsýnn þegar loðnulyktin finnst og við höfum heyrt að skip hafi orðið vör við loðnu víðar fyrir norðan land.

Vonandi verður loðnuvertíðin miklu betri en gert hefur verið ráð fyrir,“ sagði Geir að lokum.

www.svn.is 

01.02.2017 21:52

Mokafli á linuna hjá Tranoy

                 Tranoy T-115-T i Vengsoy með 12tonn Mynd Bjarni Sigurðsson 

                Tranoy á útleið frá Bellvika  mynd Bjarni Siguðsson 

                        Tranoy með Góðan Afla mynd Bjarni Sigurðsson 

Og þar sem hann er að fara frá bryggju í Bellvika í maí er hann með 13 tonn af grálúðu.

 

 

01.02.2017 17:10

Aksel T-17-7 nýr bátur til Tromsö

          AKSEL B T-17-T mynd Högni trefjar.is 

Ný 11metra Cleopatra 36B afgreidd til Tromsø

 

Útgerðarfélagið West Atlantic AS í Tromsø í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36B beitningavélarbát frá Bátasmmiðjunni Trefjum ehf í Hafnarfirði.

Báturinn er systur skip TRANØY sem útgerðin fékk afhentan í upphafi árs 2016.

                                 Tranoy T-15-T Mynd Högni Trefjar .is

 

Að útgerðinni stendur Bjarni Sigurðsson.  Íslendingur sem verið hefur búsettur í Noregi í áratugi.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Aksel B.  Báturinn mælist 18brúttótonn. 

Aksel B er af nýrri gerð Cleopatra 36B sem er sérhönnuð inn í undir 11metra veiðikerfið í Noregi.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D13 550hö tengd ZF500IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.

 

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningarvél. 

Beitningavélarkerfi og línuspil er frá Mustad og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf. 

Blóðgunarkerfi er umborð og sjókælir frá Kælingu ehf.

 

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest. 

Í bátnum er upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja. 

Sæti fyrir áhöfn í brú.  Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum.

Salerni og sturtuaðstaða í lúkar.  Í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Fyrir nánari upplýsingar hogni@trefjar.is 

 

31.01.2017 17:32

Næraberg KG14 með 3200 tonn af Kolmunna

             Næraberg Kg 14 Mynd Portralinn.fo 

I gærdag kom Færeyska Uppsjávarskipið Næraberg KG 14 til hafnar i Kollafirði 

Skipið stoppað þó stutt og hélt aftur út seinnipartinn um kl 18

og var aflinn 3200 tonn af kolmunna skipið mun þó ekki landa þar heldur halda til 

Hollands þar sem að allar geymslur i kollafirði eru fullar skipið fór á veiðar þann 

2 janúar en brælur og erfitt sjólag hefur torveldað veiðarnar en siðustu daga hefur 

veðrið verið betra i áhöfn Nærabergs eru 41 og skipstjóri er Leif Joensen 

 

29.01.2017 22:48

Húni EA 740 i Klakaböndum

                  Húni i klakaböndum Mynd þorgeir Baldursson 2017

28.01.2017 11:55

Húna kaffi i morgun

       Karlarnir mættir i kaffið i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 

                  Davið Hauks og Gylfi Bald  mynd þorgeir Baldursson 

                             Stebbi og Sigtryggur mynd þorgeir Baldursson 

                            Kalli og Birgir mynd þorgeir Baldursson  

 

28.01.2017 11:48

Sten Bergen I Krossanesi i morgun

                       Sten Bergen  Mynd þorgeir Baldursson 2017

27.01.2017 22:43

Stórbruni hjá Seig Ehf á Akureyri

   Sverrir Bergsson Eigandi Bátasmiðjunnar©Þorgeir

Það virðist ekki vera eld­ur í hús­inu en það er enn mik­ill reyk­ur,“ seg­ir Magnús Bergs­son,

eig­andi hús­næðis­ins á Goðanesi 12 á Ak­ur­eyri þar sem eld­ur braust út fyrr í kvöld.

Í hús­næðinu, sem er um 2.000 fermetr­ar að stærð, er báta­smiðjan Seig­ur með starf­semi sína.

Þar inni eru að minnsta kosti fimm bátar sem verið er að gera við og tveir eru í smíðum.

Áður hét báta­smiðjan Seigla en heit­ir nú Seig­ur eft­ir að fyr­ir­tækið Seigla fór í þrot fyr­ir nokkr­um árum.

Magnús seg­ir of snemmt að segja til um mögu­legt tjón þar sem slökkviliðið væri enn að störf­um.

Hann vissi ekk­ert hvernig staðan var í hús­næðinu.

Bátasmiðjan hefur nýlega lokið við að smiða 2 báta Annar var afhentur fyrir nokkum dögum 

og Heitir Oddur á Nesi Si 75 

                  Oddur Á Nesi Si 75 Mynd þorgeir Baldursson 2017

og hinn hefði klárast i næstu viku og heitir Óli Á Stað Gk 99

                         Óli Á Stað GK 99 Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

25.01.2017 20:23

Loðnukvótinn 57000 tonn

         

                                     Loðna  Mynd þorgeir Baldursson 

Samkvæmt niðurstöðum loðnuleiðangurs Hafrannsóknastofnunar nú í janúar

verður leyfilegur heildarafli á vertíðinni 57.000 tonn. Veiðistofninn er metinn vera aðeins 446.000 tonn.

Þetta verður minnsti heildarkvóti á loðnu síðan 2009, þegar kvótinn var 15.000 tonn,

einungis vegna loðnuleitar. Árið 1982 veiddust 13.000 tonn og árið eftir var veiðibann.

Heildarkvótinn á síðustu vertíð var 173.000 tonn og veiddu íslensk skip 101.000 tonn af því.

Heildarkvótanum er skipt milli Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga.

Bróðurpartur veiðiheimilda samkvæmt þessari niðurstöðu færi til Norðmanna í skiptum fyrir þorskkvóta í Barensthafi.

Eins og kunnugt er bentu mælingar á loðnustofninum í september/október 2016

til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2016/2017 væri lítill og í samræmi við samþykkta aflareglu

var ákveðið að engar veiðar yrðu stundaðar nema mælingar í janúar/febrúar 2017 gæfu tilefni til endurskoðunar.

Vetrarmæling á loðnustofninum fór fram á rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni

ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq dagana 11. – 20. janúar 2017 með það að markmiði að meta stærð veiðistofnsins.

Rannsóknasvæðið var landgrunnið og landgrunnsbrúnin frá Grænlandssundi, austur með Norðurlandi

og allt að norðanverðum Austfjörðum. Gerðar voru 2 mælingar á veiðistofninum. 

Sú fyrri fór fram dagana 12. – 15. janúar og fannst loðna frá sunnanverðum Vestfjörðum norður um og austur að Kolbeinseyjarhrygg.

Þar fyrir austan varð ekki vart við fullorðna loðnu. 

Þar sem veður var slæmt þegar mælingunni lauk biðu skipin á Siglufirði þar til veður batnaði. 

Síðari yfirferðin fór fram dagana 17. – 20. janúar á svæðinu frá Kolbeinseyjarhrygg og vestur um.

Veður var viðunandi en ís hafði færst yfir hluta mælingasvæðisins í seinni yfirferðinni.

Um 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í fyrri yfirferðinni og mæliskekkja (CV) var metin 0.2.

 Í síðari yfirferðinni mældust um 493 þúsund tonn og mæliskekkjan metin 0.23. 

Meðaltal þessara mælinga, 446 þúsund tonn, er mat á stærð veiðistofns.

Gildandi aflaregla, sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015,

byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum.

Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu,

auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið.

Í samræmi við ofangreinda aflareglu verður heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 57 þúsund tonn.

www.kvotinn.is Hjörtur Gislasson 

22.01.2017 22:56

Færeyingar mokfiska á Flæmingjagrunni

 

                                         Váðasteinn FD 83mynd Skipini.fo 

Árni Zachariasen, skipari á Váðasteini sigur, at teir hava umleið 240.000 pund av góðum toski.

15 mans hava verið við Váðasteini hendan túrin og fyribils er lastin seld fyri slakar 1,8 milj. krónur.

Hetta er fyribilsupphædd, sigur skiparin Árni Zachariassen,

nú veldst um hvat fiskurin fer at viga tá landað er og harafturat eisini hvussu alt kemur út,

nevniliga hvussu støddin á fiskinum kemur at roynast.

Váðasteinur kom á Toftir í kvøld um átta tíðina og farið var undir at landa við tað sama.

             landað úr skipinu i Tóftum  mynd skipini.fo 

Um túrin sigur Árni Zachariasen, at teir fóru av Toftum 1. januar.

Ferðin yvir gekk hampuliga væl, teir brúktu 8 samdøgur yvir á Flemis Chap.

Fiskiskapurin gekk sera væl, tí tá teir høvdu fiska í umleið fim dagar, var skipið fult.

Heimferðin gekk upp aftur betur enn ferð yvir, vit hava bert brúkt 6 1/2 samdøgur um heimferðina.

                               Ein Stórlúða hifð i land mynd Skipini.fo 

Slagið er gott, mest stórur toskur og sera lítið av øðrum, vit fingu nakrar fáa spraggur

eisini og sóu eitt sløð av hýsu og øðrum fiski.

Ætlanin er at fara av stað aftur við kós á Flemish Cap mikudagin.

 

Myndasyrpa þegar Klakkur og Agot mætast myndir Pól Eyðfinn Poulsen 

Hesar frálíku myndirnar hava vit fingið frá Pól Eyðfinn Poulsen umborð á Ågot.

Hann tók tær, tá Klakkur og Ågot møttust á Grand Bank.

Klakkur á veg til at landa og Ågot á veg til fiskiskap aftur á Flemish Kap.

Fiskiskapurin á Flemish Kap hevur verið sera góður í ár og skipini vóna,

at fáa tveir góðar túrar í part. 

         Klakkur KG 9 Ex Gandi VE 171 mynd Pól Eyðfinn Polusen 

                      Linunni kastað á milli Mynd pól Eyðfinn Polusen 

                      Linunni Kastað i Brælu Mynd Pól Eyðfinn Polusen 
www.mbl.is