09.03.2022 19:24

Kaup Ve 4

                               Kap Ve 4 á loðnumiðunum mynd þorgeir Baldursson 

07.03.2022 22:36

Nýtt rannsóknarskip hjá Icetug við Grænland

„Nýtt" skip fyrir Grænland

Guðjón Guðmundsson
4. mars 2022 kl. 07:00
 
Fyrsta ferð Argus er áætluð í apríl. Aðsend mynd
 

Íslenska fyrirtækið IceTugs hefur keypt Argus, 68 metra langt skip í ísklassa A1 super sem nota verður við að þjónusta starfsmenn námuvinnslufyrirtækis við störf þeirra á Grænlandi. Skipið kemur til Reykjavíkur í næstu viku og siglir undir dönskum fána.

Eigendur IceTugs eru bræðurnir Bragi Már og Ægir Örn Valgeirssynir sem reka einnig Skipaþjónustu Íslands. Þeir keyptu Kleifabergið af Brim hf. þegar því var lagt árið 2020 eftir langan og gifturíkan feril á Íslandsmiðum. Gerðar voru breytingar á skipinu og síðasta sumar var það gert út sem þjónustuskip fyrir starfsmenn ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem stóð fyrir borunum og sýnatökum á Grænlandi. Leitað er verðmætra málma á svæðinu, kopars, sinks og jafnvel gulls. Í jörðu á Grænlandi er einnig að finna málma sem eru notaðir í hátækniiðnaði, t.a.m. í snjallsíma, rafbíla og vopn. 2019 keypti Skipaþjónustan skuttogarann Mars RE sem áður hét Sturlaugur Böðvarsson AK sem HB Grandi gerði út og fór í sína síðustu veiðiferð í febrúar 2018. Skipið var smíðað hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1981. Ægir Örn segir að búið sé að ganga frá sölu á skipinu til brotajárnsvinnslu til fyrirtækis í Belgíu

Bragi segir Argus henta vel fyrir Grænlandsverkefni IceTugs.

„Þetta er skip í super 1 ísklassa, tekur 50 manns í kojur. Það var smíðað fyrir dönsk stjórnvöld á sínum tíma og var í drift í Grænlandi upphaflega. Það hefur verið notað sem þjónustuskip í Norðursjónum núna undanfarin 20 ár. Það er verið að klassa skipið upp úti í Danmörku núna og við eigum von á því til Reykjavíkur í næstu viku,“ segir Bragi.

Siglir í eins metra ís

Skipið var smíðað árið 1971 í skipasmíðastöðinni í Svendborg í Danmörku og er, sem fyrr segir í Super 1 ísklassa sem er næsta stig fyrir neðan ísbrjóta. Það er með tveimur B&W Alpha dísilvélum, samtals 3.480 hestöfl. Í skipinu eru 37 káetur, tvö eldhús og tveir setustofur með hvíldaraðstöðu. Skipið var síðast í eigu Esvagt í Danmörku sem notaði það við þjónustu við danskan olíu- og gasiðnað í Norðursjó. IceTugs er þriðji eigandi skipsins sem Bragi segir að sé í góðu ástandi enda fengið toppviðhald alveg frá upphafi.

„Þetta er þriðja árið í röð sem við sinnum þessum verkefnum við Grænland. Það hafa verið fleiri fyrirspurnir til okkar í þessa veru og það bætist núna við annað námuvinnslufyrirtæki frá Ástralíu. Við sáum okkur ekki fært annað en að bæta við skipakostinn.“

Kleifabergið og Argus verða því bæði í þjónustu fyrir námuvinnslufyrirtækin frá vordögum og langt fram á haust. Átta verða í áhöfn hvors skips. Argus er mun öflugra skip og getur siglt í um eins metra þykkum ís og getur því verið að yfir lengra tímabil við Grænland.

af  vef Fiskifretta 

07.03.2022 22:12

Hoffell SU 80 á landleið með fullfermi

                             2865 Hoffell su 80 á siglingu með fullfermi við Skrúð mynd þorgeir Baldursson 2022

07.03.2022 18:23

Fiskeldiskviar i Reyðarfirði

                          Fiskeldiskviar i norðanverðum Reyðarfirði Mynd Þorgeir Baldursson mars 2022

                   Fiskeldiskviar i Reyðarfirði og eyjan Skrúður i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson mars 2022

07.03.2022 17:54

Finnur Friði FD 86 á Eskifirði

skipverjar á færeyska uppsjávarveiðiskipinu Finni Friða að taka nótina eftirviðgerð hjá Egesund á Eskifirði i vikunni 

skipstjórarnir eru feðgar Arne og Andri Hansen komu i brúargluggan  fyrir myndatöku og siðan hélt skipið 

til loðnuveiða fyrir vestan land eftir að hafa landað 1800 tonnum hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðfirði 

                                        Nótin tekin um borð á Eskifirði mynd þorgeir Baldursson mars 2022

       Skipstjórarnir feðgarnir Arne og Andri Hansen i brúarglugganum á Finni Friða mynd þorgeir Baldursson 2022

                                Finnur Friði FD 86 á siglingu frá Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 2022

                                           Finnur Friði FD86 á útleið frá Eskifirði mynd þorgeir Baldursson 2022

03.03.2022 21:09

Arnþór EA 37

                    2434 Arnþór EA 37 kemur til hafnaráDalvík mynd þorgeir Baldursson 

 

28.02.2022 22:31

Jón Kjartansson su 111

                      1525 Jón Kjartansson su 111 mynd þorgeir Baldursson 2014

27.02.2022 11:54

Aðalsteinn jónsson Su 11 á miðunum

                      Aðalsteinn jónsson Su 11 mynd Bjarni Már Hafsteinsson 2022

26.02.2022 18:41

Beitir Nk 123

                   2730 Beitir Nk 123 mynd þorgeir Baldursson feb 2014 

26.02.2022 08:21

Dyrnesvag. M-158-SM

           Norska loðnuskipið Dyrnesvag. M-158-SM á veiðum   mynd þorgeir Baldursson 11 feb 2022

26.02.2022 08:16

Sighvatur Bjarnasson Ve 81

              2281 Sighvatur Bjarnasson ve 81 á Loðnumiðunum  mynd þorgeir Baldursson 2012

08.02.2022 00:38

GBen kaupir Straum ST 65

                2560 GUÐMUNDUR ARNAR EA 102 EX Straumur ST65 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Af Vef Aflafretta 

Síðan árið 2015 þá hefur verið gerður út bátur frá Hólmavík sem heitir Straumur ST 65,  sá bátur var gerður út á línu og grásleppu

 

og var iðulega með aflahæstu grásleppubátum landsins.  

 

á bátnum var ekki mikill kvóti aðeins um 50 tonn, sá kvóti var seldur í lok júlí 2021

 

og kaupandinn var Einhamar ehf í Grindavík og fór allur kvótinn yfir á Véstein GK.  nema lítill hluti af makríl sem fór yfir á Þinganes SF.

 

báturinn sjálfur var síðan seldur núna í janúar 2022 til Dalvíkur .

 

kaupandinn þar var G.Ben útgerðarfélag.  enn þeir gera út bátanna Arnþór EA og Sæþór EA.

 

Sæþór EA er gerður út á net allt árið, enn Arnþór EA hefur verið gerður út á grásleppu.

 

Nýi báturinn hefur fengið nýtt nafn og heitir Guðmundur Arnar EA 102.

 

Þess  má geta að þessi bátur var smíðaður árið 2002 og hans fyrsta nafn var Kristinn SH 112, en það jafn er ansi þekkt 

05.02.2022 23:47

Splæst uppá togvira Bjargar EA 7

Þeir eru magnaðir strákarni hjá Isfelli Binni og Árni þegar þeir voru að splæsa uppá togvira Bjargar EA 7

i eigu Samherja meðan landað var úr skipinu á Akureyri i birjun vikunnar 

                         Árni og Binni við splæsningabekkinn mynd þorgeir Baldursson 2 feb 2022

                                    Togvirinn settur i gegnum kósann mynd þorgeir Baldursson 2 feb 2022

                                           Virinn strekktur i kósann mynd þorgeir Baldursson 2022

                              Togvirinn splæstur vanir menn að störfum mynd þorgeir Baldursson 

                   Splæsningamenn að störfum og Björgin EA i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 2 feb 2022

                            Binni sker enda af togvirnum mynd þorgeir Baldursson 2 feb 2022

 

05.02.2022 10:53

Cuxhaven Nc 100

                                 Cuxhaven Nc 100 á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

04.02.2022 21:26

Norðborg KG 689 á heimleið með fullfermi af Loðnu

                                        Nordborg KG689 dregur Nótina  Mynd Sturla Einarsson 2010

                            Johan Isaksen Skipari MYND ÞORGEIR 2017

                                        Trolldekkið á Nordborgu KG 689 mynd þorgeir Baldursson 2017

Færeyska nóta og frystiskipið Norðborg KG 689  er á heimleið af islandsmiðum með fullfermi af heilfrystri loðnu 

alls um 1360 tonn 220 tonn af mjöli og 150 tonn af lýsi og  þeir verða i Fuglafirði i nótt i oliutöku og siðan verður landað úr skipinu 

um miðjan dag á morgun og verða þeir klárir i næsta túr á sunnudaginn en óvist er hvenar farið verður vegna slæmrar veðurspá 

þeir birja að trolla en  munu hafa loðnunótina meðferðis enda má birja að veiða i nót um 13 janúar 

i áhöfn Norðborgar eru 26 manns  

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1266
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 1683
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 608659
Samtals gestir: 25852
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 11:54:40
www.mbl.is