20.03.2020 17:27

Loðna Hrygnir á Húnaflóa

Hrygningarloðna í Húnaflóa styður vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi. Þetta segir leiðangursstjóri í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Hann segir í samtali við ruv.is enga vísbendingu um vestangöngu loðnunnar.

Það er tæp vika síðan haldið var í leiðangur á uppsjávarskipinu Kap VE til að rannsaka loðnu við landið. Leiðangurinn hófst fyrir sunnan land og þaðan var haldið norður með Vesturlandi og austur að Eyjafirði. Þar var gert hlé á rannsóknum vegna veðurs.

Vilja fylgjast með framvindu loðnugöngunnar

Birki Bárðarson leiðangursstjóri, segir tilganginn með þessum túr að fylgja eftir stofnmati loðnu fyrr í vetur. „Við viljum fygjast með framvindu göngunnar og hvenig það gerir sig og hvort það sé eitthvað nýtt að gerast þar. Hvort að hugsanlega séu einhver merki um vestangöngu eða einhverja óvænta atburði.“ Þá sé verið að skoða ástand loðnunnar frá ýmsum hliðum, hrygningarsvæði og fæðuöflun.

Áhugavert að sjá hrygningaloðnu í Húnaflóa

Birkir segir þá ekki hafa séð mikið af loðnu, en þó nokkuð. Hrygningaloðna hafi verið undan Suðurlandi og út af Reykjanesi, en lítið hafi reynst á bak við fréttir af loðnu út af Faxaflóa. Þá sáu þeir nokkuð af hrygningaloðnu inni á Húnaflóa sem hann segir áhugavert. „Það má svosem búast við því og eins og við höfum talað um, virðist vera aukin hrygning undanfarið fyrir norðan land. Og þetta er til merkis um það.“

Engin ákveðin merki um vestangöngu

„En það er engin vestanganga á leiðinni og þú ert ekkert að sjá meira en menn áttu von á?“ 
„Við höfum ekki séð nein ákveðin merki um vestagöngu, nei. Og enn sem komið er þá er engin stór breyting á því sem við erum að sjá. Þó að það hafi verið ánægjulegt að sjá líf í Húnaflóanum,“ segir Birkir.

 

               Kap Ve 4 á Akureyri i vikunni Mynd þorgeir Baldursson 

 

20.03.2020 13:19

Björgun Blátinds VE 21

Nú fyrir Skömmu var unnið að Björgun Blátinds VE 21 i vestmannaeyjarhöfn og var okkar maður 

óskar Pétur Friðriksson á vaktinni sem endranær og fangaði herlegheitin á flögu myndavélarinnar 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir sendinguna 

 

        Blátindur og Lóðsinn mynd Óskar Pétur Friðriksson  

Þórólfur Vilhjálmsson, húsa- og skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum, var einn þeirra sem kom að endursmíði Blátinds árið 2000. Hann fylgist með af bryggjunni þegar bátnum var lyft af hafsbotni.

     Þórólfur Vilhjálmsson Skipasmiður Mynd óskar PéturFriðriksson

 

„Ég hef nú bara séð hann úr fjarlægð á seinni árum. Við tókum hann gríðarlega mikið í gegn á sínum tíma en síðan dagaði þetta mál einhvers staðar uppi. Síðan hefur ekki gengið sem skyldi. Eins og ástandið er núna á bátnum er það mikið verkefni að gera eitthvað vitrænt í málinu, að því er mér finnst. Ég hef svo sem ekki skoðað þetta mikið heldur bara fylgst með úr fjarlægð hvernig þetta hefur því miður gengið til hins verra. Þetta er sannarlega merkilegur bátur en hér eins og víðar hefur vantað hvata til að halda í þessi atvinnumenningarverðmæti sem víða eru. Oft hefur þetta byggst á eldhugum og þar má sem dæmi benda á slíka menn á Siglufirði sem hafa dregið til sín fólk sem hefur áhuga á varðveislu slíkra minja. En víða eru skip að grotna niður hér og þar á landinu,“ segir Þórólfur.

                     Dapurt ástand  mynd  Óskar Pétur Friðriksson 

 

Hann kveðst telja að mikið þurfi til þess að koma Blátindi í viðundandi horf. Málið snúist hugsanlega um það að lagfæra bátinn þannig að hann verði sýningarhæfur eða færa hann í það horf að hægt verði að nota hann til dæmis í ferðaþjónustu að sumarlagi.

          Blátindur við Skansinn mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Hættulegt ástand bátsins

„En hvað sem reynt verður að gera þá verður það mjög kostnaðarsamt eins og málið hefur þróast,“ segir Þórólfur. Hann segir Vestmannaeyjabæ standa vel en það skyggi á að annað árið í röð bregðist loðnuvertíðin og ofan í þetta bætist kórónuveiran. Loðnubrestur sé gríðarlegt högg fyrir sjávarútvegsbyggðirnar. Hann eigi því síður von á því að björgun atvinnumenningarlegra minja verði í forgangi á dálítið fordæmalausum tímum.

           Blátindur Ve 21 kafarar að störfum mynd óskar Pétur Friðriksson 

 

Fram kom á fundi hafnar- og framkvæmdaráðsins að stefnt sé að viðhaldi á lyftupalli skipalyftunnar þann 22. mars og fyrir þann tíma yrði að losa skipalyftupallinn. Þeir möguleikar séu í stöðunni að negla vatnsheldan krossvið yfir göt á síðu Blátinds og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við hann. Annar möguleiki sé að flytja bátinn á svæðið norðan við lyftuhúsið. Ekki sé forsvaranlegt að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu vegna hættulegs ástands hans auk þess sem stöðugt verði að dæla úr honum sjó. Ekki sé hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er.

              Kominn á Þurrt Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Björgunnarmenn sem að komu að verkinu mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Tryggvi Sig Gisli Óskars og tói vidó Mynd Ósksar Pétur Friðriksson

Saga Blátinds er eftirfarandi

Blátindur VE 21.

Skráninganúmer 347

Vélbátur.

Fiskibátur.

 

Eigendur Blátinds.

1947. Ríkissjóður Íslands.

1948. Magnús Thorberg og Ágúst Ólafsson Vestmannaeyjum.

1959. Blátindur GK 88,

Snæfell hf og Söltun hf Keflavík.

1962. Atlantor hf Reykjavík.

1966. Sæmundur Jónsson, Gísli Jónsson og Bjarni Ágústsson Grindavík.

1970. Blátindur  Sk 88,

Lúðvík Gizurarson, Reykjavík.

1972. Fiskiðja Sauðárkróks hf Sauðárkróki.

1982. Tindur sf Sauðárkróki.

1990. Seldur til Ólafsfjarðar Kvótalaus.

1993. Tryggvi Sigurðsson og Hermann Einarsson fá hann dreginn til Vestmannaeyja.

2000. Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21.

2001. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja.

Varðveislustaður, við Skansinn, Vestmannaeyjahöfn.

Smíðaár 1947.

Skipasmíðastöð. Dráttarbraut Vestmannaeyja hf, meistari: Gunnar Marel Jónsson.

Smíði Bátsins var hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkistjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok.

Smíðastaður. Vestmannaeyjar.

Lengd 18,4m. breidd 5,1m dýpt 2,14

Smíðaefni og samsetning. Eik: sléttsúðaður.

Þilför: Alþilja.

Yfirbygging: Stýrishús, lúkar, lúkarskappi.

Lokuð rými: Lest, vélarúm.

Möstur og seglabúnaður: Tvísildur, framsigla og aftursigla.

Vél:

1947: Alpha dísel 150 hö.

1961: Alpha dísel 220hö.

1980: GM dísel 335 hö.

Fengið úr Eyjafréttum 19. Febrúar 2020.

20.03.2020 08:13

Skipverjar í Sóttkvi í vestmannaeyjum

     Hrafn Sveibjarnasson GK 255 Mynd óskar Pétur Friðriksson 20 mars 2020

Mikill viðbúnaður var hjá Lögreglu og sóttvararteimi Landlæknis

þegar togarinn Hrafn Hrafn Sveinbjarnarsson Gk i eigu Þorbjarnar i Grindavik 

kom inn til eyja um kl 02 i nótt vegna gruns um Korona smit um borð og voru 

alls 4 skipverjar settir i einangrun 

19.03.2020 18:34

Kaldbakur EA 1 Landar i Hafnarfirði

   

                    2891 Kaldbalur Ea 1 Llandar i Hafnarfirði mynd Þorgeir Baldursson mars 2020

18.03.2020 13:25

Hákon EA 148 kemur með kolmunna til Neskaupstaðar

             2407 Hákon EA148 mynd Smári Geirsson 18 mars 2020

I nótt kom uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 til Neskaupstaðar eftir erfiðan túr á Rockhall svæðið

vestur af Irlandi og var skipið á veiðum i um sólahring og var skipið með um 530 tonn sem að fara i mjöl og lýsi 

og um 400 tonn af frosnum kolmunna i heildina var túinn 9 sólahringar höfn i höfn en mikil ótið hefur verið 

á veiðisvæðinu miklar brælur og þungur sjór svo að vinnuaðstæður verið með erfiðasta móti að sögn skipverja 

Nú mun Hákon EA gera hlé á Kolmunnaveiðum næstu 3 vikur og mun skipið fara i slipp til Akureyrar 

áður en haldið verður aftur til kolmunnaveiða við Færeyjar 

 

18.03.2020 07:52

Gullver Ns með Fullfermi

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær með fullfermi eða 106 tonn. Aflinn var mest þorskur en einnig dálítið af karfa, ufsa og ýsu.

                 1661 Gullver NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „

    Þórhallur Jónsson skipst

Við fengum mestan hluta af aflanum í Litladýpinu og á Fætinum. Þar var fínasti þorskur.

Við fórum síðan allt vestur á Mýragrunn í leit að ufsa og ýsu en það bar takmarkaðan árangur.

Það sem helst bar til tíðinda í veiðiferðinni var það að við fengum gott veður í þrjá af þeim fjórum dögum sem við vorum að veiðum.

Það er lúxus sem við höfum ekki upplifað lengi og mikið fagnaðarefni,“ segir Þórhallur.

Gert er ráð fyrir að Gullver haldi aftur til veiða kl. 8 annað kvöld.

Heimasiða www.svn.is

 

 

 

 

16.03.2020 21:43

Alltaf líf og fjör í Grundarfirði

Togarinn Drangey Sk landaði í Grundarfirði í morgun og þá tók 

Þiðrik Unason meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir

Fyrir það og var mikil traffik í höfninni þennan stutta tíma

Sem að tók að landa og kara skipið en látum myndirnar tala 

   

             Málmey Sk 1 mynd þiðrik unason 

            Sigurborg Sh12 mynd þiðrik unason 2020

        Farsæll SH 30 mynd þiðrik unason 2020

      Runólfur SH Málmey Sk og Drangey Sk mynd  Þiðrik Unason  2020

   Runólfur SH 135 mynd þiðrik unason 2020

    Drangey Sk og sigurborg SH mynd þiðrik unason 2020

15.03.2020 14:49

Janus GDY 57 á Akureyri

     Janus GDY-57 ex 1293 Birtingur Nk 124 mynd þorgeir Baldursson 

12.03.2020 21:28

Guðmundur í Nesi flaggað aftur til íslands

      Guðmundur í Nesi mynd þorgeir Baldursson 2020

11.03.2020 16:56

Líf og fjör í Grundarfirði

      Hringur SH og Drangey Sk  mynd Þiðrik Unason 11 mars 2020

Talsverður fjöldi skipa hafa verið að landa í dag Í Grundarfirði 

Og tók  þiðrik Unason skipverji á Drangey Sk meðfylgjandi. 

Myndir og sendi síðunni kann ég honum bestu þakkir Fyrir 

                 Hafborg EA og Geir ÞH mynd þiðrik unason 2020

     Sigurbjörg SH.Farsæll SH. Og Helgi S SH  mynd þiðrik unason 2020

 

08.03.2020 18:47

Maggý Ve 108

            1855 Maggý Ve 108 mynd þorgeir Baldursson feb 2020

08.03.2020 13:47

Kristín Gk 457

      972 kristín Gk 457 dregur línuna á Selvogsbanka mynd þorgeir feb 2020

07.03.2020 05:13

Höfrungur111Ak 250

1902 Höfrungur111 Ak 250 á Halanum mynd þorgeir Baldursson feb 2020

06.03.2020 19:17

Tvibytna í eyjum í dag

 Sigurður VE15 norsk tvibytna og Bergur Ve mynd Óskar pétur Friðriksson 

06.03.2020 04:34

Bjarni Ólafsson Ak 70 með kolmunnafarm

      2909  Bjarni Ólafsson Ak 70 mynd Hákon Ernusson 5 mars 2020

Bjarni Ólafsson Ak kom með fullfermi af kolmunna til Síldarvinnslunnar 

Þann 5 mars en mokveiði er á miðunum við Írland og aðgæslu veiði að

Sögn Gísla Runólfssonar skipstjóra á Bjarna Ólafssyni 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1731
Gestir í dag: 196
Flettingar í gær: 1443
Gestir í gær: 324
Samtals flettingar: 10465122
Samtals gestir: 1458892
Tölur uppfærðar: 24.1.2021 11:10:33
www.mbl.is