05.05.2019 10:09

Magnus Jón ÓF 14

                     2091 Magnús Jón   ÓF14 Mynd þorgeir Baldursson 

05.05.2019 09:39

Svifnökkvi á Pollinum i gær

           Svifnökkvi á pollinum i gær Mynd þorgeir Baldursson 4 mai  2019

                  Svifnökkvi á pollinu 15-5 2017 mynd þorgeir Baldursson 

     Arnbjörn Kuld Mynd þorgeir Baldursson 2017

Nýjasta nýtt í ferðaþjónustu á Akureyri er forláta svifnökkvi sem brunar um Pollinn.

Þar er á ferð Arinbjörn Kúld, sem fékk gripinn fyrir nokkrum dögum og er þegar byrjaður að þeysa um með farþega.

Hefur prófað að stoppa og taka mynd á sandeyrum sem koma í ljós á fjöru og segir að auðveldlega megi skoða hvali með þessum hætti.

Aðeins verður farið með einn farþega í hverri ferð þótt þeir megi vera tveir; a.m.k. tveir „léttir“ einsog hann orðar það.

Og nökkvarnir verða fleiri. Arinbjörn flytur þá inn sjálfur, bæði til eigin nota og til sölu.

Hann segir ýmsa ólma í að eignast svona farartæki, meðal annars björgunarsveitir og ýmis fyrirtæki.

Arinbjörn segir nökkvann komast á staði þar sem önnur farartæki lendi í vandræðum eða komist alls ekki; nefnir mýrlendi og eyrar.

„Þeir svífa hvar sem er yfir sjó og land, geta til dæmis farið yfir viðkvæm svæði þar sem utanvegaakstur er bannaður.

Loftpúðinn undir nökkvanum gerir það að verkum að aðeins sést lítil rák eftir þá í stutta stund.“

Arinbjörn gerir út frá lítilli sandvík við Leiruveginn, sunnan við athafnasvæði siglingaklúbbsins Nökkva.

„Mér fannst vanta afþreyingu. Þessi er geggjuð; stutt en spennan mikil meðan á ferðinni stendur,“ segir hann.

04.05.2019 16:28

Eyborg EA 59

                     2190 Eyborg EA 59 mynd þorgeir Baldursson 

03.05.2019 20:55

Kallinn i Brúnni Eirikur Sigurðsson á Reval Viking

Gott viðtal við magnaðan fiskimann i sjómannablaðinu Vikingi

Hægt er að að senda upplýsingar til ritstjórans  jóns Hjaltassonar á Jonhjalta@simnet.is 

ef að áhugi er að fá blaðið i áskrift eða koma efni til blaðsins 

 

    Eirikur Sigurðsson skipst á Reval Viking  i brúnni mynd þorgeir Baldursson 

                Reval Viking  EK 1202 mynd þorgeir Baldursson 2013

      Skipverjar á Reval Viking ásamt Eiriki Skipstjóra mynd þorgeir Baldursson 

 

Eiríkur Sigurðsson

 

Nafn og hvenær fæddur og hvar?

Eiríkur Sigurðsson, fæddur á Húsavík 1961

 

Hversu gamall  varstu þegar þú byrjaðir á sjó og hve gamall varstu þegar þú fórst í Stýrimannaskólann?

Ég var barn að aldri þegar ég byrjaði á sjó á trillum frá Húsavík en fór í Stýrimannaskólann strax þegar ég hafði aldur til eða 17 ára.

 

Hvaða ár laukstu skipstjórnarprófi?

Það var vorið 1982.    

 

Á hvaða skipum hefur þú verið og hvert þeirra er eftirminnilegast?

Ég hef verið á eftirfarandi skipum í nokkurn veginn réttri tímaröð: Vinur ÞH, Gísli Árni RE, Sigþór ÞH, Kolbeinsey ÞH, Skálaberg ÞH, Fengur RE, Hilmir II SU, Árni á Bakka ÞH, Örn KE, Jón Finnsson RE, Hágangur II, Eyborg EA, Húsvíkingur ÞH, Okeanator (sem er Húsvíkingur undir öðru nafni), Náttfari RE, Pétur Jónsson RE, Ontika og Reval Viking. 

Eftirminnilegast gæti vel verið Gísli Árni RE 375, sem var frægt aflaskip á þeim tíma með frábærri áhöfn.

Eftirminnilegasti skipstjóri sem þú hefur siglt með?

Það er líklega Eggert Gíslason frá Kothúsum í Garði en ég byrjaði með honum á Gísla Árna RE 375 þegar ég var bara 13 ára.

Hver er skemmtilegasti maður sem þú hefur verið með á sjó?

Það er vart á nokkurn hallað þegar ég nefni Trausta Friðfinnsson frá Valbergi á Húsavík. Þvílíkur eðalsnillingur sem sá maður er, en hann var í áratugi háseti á Sigurði RE en síðar VE.

Hver er besti sjómaður sem þú hefur haft í þinni áhöfn?

Hef verið svo lánsamur að hafa úrval sjómanna í mínum áhöfnum og vart hægt að velja á milli. Nefni samt Heiðar Sigvaldason úr Kelduhverfi, sem var með mér á Feng og Árna á Bakka og líka Bjarka Helgason, Héðinssonar, Maríussonar og þeirra bræðra frá Húsavík. Alveg magnaðir báðir en hefði getað nefnt marga aðra.

 

Hver er uppáhalds fiskurinn þinn að;

-a- borða? Þorskur.

-b- veiða? Rækja (sem samt er krabbategund).

 

Hvernig finnst þér best að matreiða fisk?

Léttsteiktan á pönnu.

Hver er furðulegasti fiskurinn sem þú hefur veitt?

Sverðfiskur.

  Uppáhalds mið og af hverju?

Sprengjuholan NV af Diskó eyju við vestur Grænland en þar hittum við á ævintýralega veiði strax á fyrsta degi þegar ég kastaði trolli þar fyrst. 

 

Versta veðrið sem þú hefur lent í á sjó? 

Við lentum stundum í svakalegum veðrum og mikilli ölduhæð á Flæmska Hattinum og ekki síður á leiðinni þaðan í land. Það mátti stundum ekki miklu muna þar og heppni að ekki fór verr. Svo er veðurlag við austur Grænland engu líkt og stundum var eina ráðið að koma sér inn í ísinn til að forðast brotsjóina.

 

Hefurðu upplifað ótvíræða lífshættu á sjó?

Það er matsatriði.

 

Eftirminnileg atvik, eitt eða fleiri?

Það gleymist seint þegar norska strandgæslan tók upp á þeim ósköpum að skjóta á okkur þegar ég var á Hágangi II.

 

 

Hver er mesta breyting siglingatækja sem þú hefur upplifað?

Það var algjör bylting að fá AIS og svo er breytingin frá pappírsplotterum yfir í rafræn sjókort þar sem maður siglir á skjánum í rauntíma alveg stórkostleg.

 

Hvað finnst þér um kvótakerfið og hvernig það hefur virkað?

Held að það hafi virkað alveg þokkalega en hluti þeirra sem áttu kvótana í upphafi sýndu ekki nægilega mikla samfélagslega ábyrgð og þess vegna eru sum landsvæði í vandræðum.

 

Hvernig finnst þér fiskifræðin hafa staðið sig við að meta veiðiþol stofna?

Höfum ekkert betra til að meta veiðiþol en held að fiskifræðin sé samt mjög langt á eftir og hafi allt of lítið þróast og bætt sig. Held að fiskifræðingar viti mjög mikið á afmörkuðum sviðum en eigi langt í land með að sjá heildarmyndina.

Hvað áhrif telur þú að hlýnun jarðar muni hafa á fiskistofna við Ísland í framtíðinni?

 Það er erfitt að spá í það en líklegt að okkar helstu stofnar færi sig norðar og jafnvel út úr íslenskri lögsögu. En kannski kemur eitthvað í staðinn.

 

Hefur þér tekist að vekja áhuga afkomendanna (ef einhverjir eru) á sjómennsku?

Já, heldur betur en hvort sjómennska verður þeirra ævistarf er annað mál og frekar ólíklegt mundi ég segja. Ég á fjórar dætur sem allar hafa verið með mér í allskonar sjóvolki og ekki ólíklegt að það gæti skilað sér í því að þær starfi við sjávarútveg í framtíðinni.

 

Mundir þú mæla með sjómennsku eða skipstjórn sem góðum starfsvettvangi við ungt fólk í dag?

  1. Já, alveg hiklaust.

 

Og að lokum fyrir bókaorma, áttu þér uppáhaldsbók og hvaða bók ertu að lesa núna?

Uppáhaldsbókin mín er Fjallamenn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Las hana fyrst fyrir um 30 árum og margoft lesið aftur. En svo gæti ég líka nefnt Sjálfstætt fólk eftir Laxness, sem líka er í uppáhaldi.

Núna er ég að lesa „En af os“ eftir Asne Seierstad á frummálinu, norsku, en áður hef ég lesið íslenska þýðingu Sveins H. Guðmarssonar á bókinni. Hef líka séð myndina sem fjallar um voðaverkin í Útey og er að reyna að skilja hvernig svona illmenni eins og Anders Bering verður til og hvernig samfélag býr hann til, en er litlu nær. 

 

 

03.05.2019 20:25

Helga Maria AK leigð til Grænlands

             1868 Helga maria AK 14 mynd þorgeir Baldursson 2017

HB Grandi und­ir­ritaði samn­ing í vik­unni um leigu á ís­fisk­tog­ar­an­um Helgu Maríu,

ásamt 11 manna áhöfn, til Grøn­lands Natur­institut. Þar verður skipið við haf­rann­sókn­ir á hafsvæðinu við Græn­land í þrjá mánuði í sum­ar.

Þetta kem­ur fram á vef HB Granda. Þar seg­ir enn­frem­ur,

að Græn­lend­ing­arn­ir séu að láta smíða nýtt haf­rann­sókn­ar­skip á Spáni, sem verði ekki til­búið fyrr en um vorið 2021.

Í dag séu þeir ekki með rann­sókn­ar­skip og leigja því skip til að brúa tím­ann þar til nýja skipið verði til­búið.

Auk 11 manna áhafn­ar frá HB Granda, verða allt að 10 vís­inda­menn frá Grøn­lands Natur­institut um borð við rann­sókn­ir.

Áætlað er að Helga María haldi frá Reykja­vík til Nuuk á Græn­landi 10. júní nk. Skip­stjóri verður Heim­ir Guðbjörns­son.

 

02.05.2019 17:09

Vorverkin Gluggaþvottur á sjó

       Gluggaþvottur en á hvaða skipi mynd ÞB

02.05.2019 17:00

Maró SK 33

                        2833 Maró SK 33 mynd þorgeir Baldursson 

02.05.2019 07:28

Strandveiðar hafnar

                                6935  Máney SU 14 mynd þorgeir Baldursson 

01.05.2019 17:42

Björg EA 7 á toginu

              2894 Björg EA 7 á toginu mynd þorgeir Baldursson april 2019

01.05.2019 12:29

Kaldbakur EA 1 Heldur til veiða

             2891 Kaldbakur EA 1 mynd þorgeir Baldursson 30 april 2019

    2894 Björg EA 7 og 2891 Kaldbakur EA 1 myndþorgeir Baldursson 2019

30.04.2019 00:07

Björgúlfur EA 312 í brælu

             Björgúlfur EA 312 í brælu mynd þorgeir Baldursson 

28.04.2019 11:24

Artic Cirkle í slippnum verður sennilega dæmdur ónýtur

             Artic Cirkle í slippnum á Akureyri  mynd Þorgeir Baldursson 

28.04.2019 11:16

Dóri GK 42

                                           2622 Dóri  Gk 42 mynd þorgeir Baldursson 

 

27.04.2019 15:28

Taurus á rækjuveiðum í Barentshafi

           Taurus Ek 9914 á rækjuveiðum í Barentshafi mynd þorgeir 2014

 En eins og Óskar Franz segir hér að neðan var einkennisnr breytt 

Í okt 2016 í KL-898 

 

27.04.2019 01:08

Skemmtiferðaskip á Akureyri

       Skemmtiferðaskip á Akureyri  mynd Þorgeir Baldursson 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 410
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 9692087
Samtals gestir: 1366068
Tölur uppfærðar: 20.1.2020 10:43:49
www.mbl.is