14.09.2019 22:28

Eros M-29-HQ

Fyrir nokkrum dögum kom Norska  uppsjávarveiðiskipið Eros M-29-HQ inn til Helguvikur 

skipið er 77,5 ml og 16,68 á lengd 4027 Bt smiðað 2012

og þá tók Karl  Einar Óskarsson Hafnsögumaður meðfylgjandi myndir og sendi mér 

kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

       Eros M-29-HQ kemur i Helguvik Mynd Karl Einar Óskarsson 12 sept 2019

                   Eros kominn inni höfnina mynd Karl Einar Óskarsson 12sept 2019

     Eros Kemur að bryggju i Helguvik mynd Karl Einar Óskarsson 12 sept 2019

14.09.2019 15:14

Grindhvala veisla á Pollinum

     Grindhvalahópur á pollinum i Gær mynd þorgeir Baldursson. 2019

mikill Fjöldi grindhvala var á pollinum i gær alls um 7o dýr á sögn Arnars Sigurðssonar

skipstjóra á Hólmasól  Skipi Hvalaskoðunnar Akureyrar en hvalirnir svömluðu meðfram 

leuiruvegi og norður með Drotningarbraut og var töluverð umferð þarna að fylgjast með 

 

13.09.2019 21:16

Björgúlfur EA312 landar á Dalvik i morgun

       2892 Björgúlfur EA312 landar á Dalvik i morgun mynd þorgeir Baldursson 

 2892 Björgúlfur  EA312 og nýja Frystihús Samherja Mynd þorgeir Baldursson 

11.09.2019 12:02

Queen Elizabeth á Akureyri i morgun

Snemma i morgun kom skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth til Akureyrar og verður hérna til kl 18 i dag 

skipið er 90.900 tonn  og farþegafjöldinn er 2.101en i áhöfn eru 1.005 og er þetta eitt af stærri skipum sem

að heimsækja Akureyri þetta árið héðan mun það halda til Reykjavikur og stoppa þar i 2 daga 

      Queen Elizabeth siglir inn Eyjafjörð i morgun Mynd þorgeir Baldursson 

    2955 Seifur og QE á pollinum i morgun  mynd þorgeir Baldursson 11 sept 19

               innbærinn og QE við bryggju i morgun  mynd þorgeir 11 sept 2019

        Fjöldi farþega hélt i bæinn i skoðunnarferðir mynd þorgeir Baldursson 

       og aðrir i rútum að Goðafossi og Mývatnsveit  Mynd þorgeir 11sept 2019

 

11.09.2019 01:06

Góð veiði á Austfjarðamiðum

Afar Góð veiði hefur verið á Austfjarðamiðum og hafa skipin verið að fylla sig á mjög skömmum tima 

allt niður i þrjá sólahringa og hefur það verið þorskur ,ýsa  ufsi og sunnar karfi og við þetta má bæta að mikið uppsjávarlif hefur verið á hraðri ferð norður með austfjörðum mest var af Makril snemmsumars en þegar leið á er það sild sem að veiðist i miklu magni rétt fyrir utan 12 milna mörkin

isfisktogarinn Gullver NS12 hefur  ekki farið varhluta af góðri fiskigengd og hefur komið með fullfermi nánast i öllum túrum i sumar 

          Þorskurinn Losaður úr pokanum mynd þurgeir Baldursson 7 sept 2019

   1661 Gullver Ns12 og 2744 Smáey VE 444 Myndir Þorgeir Baldursson 2019

             Pokinn kominn inná dekk  Mynd Þorgeir Baldursson 2019

                      2444 Smáey VE 444. mynd Þorgeir Baldursson 2019 

11.09.2019 00:40

Bergey VE Kveður

Snorri Guðmundsson Stýrimaður  Frændi minn 

   Löndun i Eyjum Myndir Guðmundur Alfreðsson

    Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í síðasta sinn undir merkjum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum sl. sunnudag. Aflinn var 65 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið fer væntanlega í slipp síðar í dag en það verður afhent nýjum eiganda í næstu viku. Það er Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði sem hefur fest kaup á skipinu.

    Bergey var smíðuð fyrir Berg-Hugin í Gdynia í Póllandi árið 2007 og er skipið 486 brúttótonn að stærð. Systurskip Bergeyjar er Smáey VE sem áður hét Vestmannaey.

    Ný Bergey er í smíðum í Noregi og verður hún afhent Bergi-Hugin síðar í þessum mánuði. Nýja Bergey er systurskip nýju Vestmannaeyjar sem kom til landsins í júlímánuði sl.

    Tveir menn hafa verið í áhöfn Bergeyjar frá upphafi. Það eru Jón Valgeirsson skipstjóri og Ríkharður Stefánsson matsveinn. Heimasíðan ræddi við Jón og spurði hvort ekki væri erfitt að kveðja Bergeyna. „Jú, blessaður vertu. Maður mun eiga góðar minningar um þetta skip. Ég var stýrimaður á Bergey frá upphafi til ársins 2014 en tók þá við sem skipstjóri og það hefur bara gengið vel. Skipið er afar vel heppnað í alla staði. Það hefur fiskast vel á það og það hefur farið vel með mannskapinn. Síðustu árin, eða eftir að Síldarvinnslan eignaðist útgerðina, hefur meiri kvóti verið til ráðstöfunar og það hefur alltaf tekist ágætlega að ná honum. Ég held að öll áhöfnin sakni skipsins en um leið eru menn fullir tilhlökkunar að taka á móti nýju skipi. Nýja Bergeyjan verður einkar glæsileg og það er alltaf gaman að fá nýtt skip í hendurnar,“ segir Jón.

AF vef svn.is 

Myndir Guðmundur Alfreðsson 

10.09.2019 21:37

1476. Hjalteyrin EA 306 kominn úr siðasta túr

i birjun þessarar viku kom  Hjalteyrin EA 306. EX Björgúlfur EA 312 til hafnar á Akureyri 

úr sinum siðasta túr á vegum Samherja skipið er búið að vera mikil happafleyta og hefur alla tið fiskað vel en

nú er komið að leiðarlokum skipinu hefur verið lagt og mun verða siglt erlendis innan skamms til niðurrifs 

og mun Snæfell EA Ex Sléttbakur EA sennilega fara sömuleið  fljótlega og hefur það fiskað vel 

og verið eigendum sinum til mikils sóma 

1351 Snæfell EA 310 og 1476 Hjalteyrin EA 306 mynd þorgeir Baldursson 10 sept

10.09.2019 21:31

1472 Klakkur IS 903 landar á Akureyri

      1472 Klakkur IS903 ex sk 5 mynd þorgeir Baldursson 10 sept 2019

                      1472 Klakkur IS 903 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

10.09.2019 07:47

Grunnskólanemar i þjálfun i fiskveiðum

     108 Húni 2  EA 740 siglir með Grunnskólabörn mynd þorgeir Baldursson 

               Rennt fyrir Fisk mynd þorgeir Baldursson 2019

 

09.09.2019 21:53

Sandfell Su 75 i slipp á Akureyri i dag

Sandfell SU 75 kom i slippinn á Akureyri i morgun og setndur til að skúra skrúbba og bóna 

eða eins og sagt er á slipparmáli að gera bátinn kláran fyrir næsta úthald enda hafa skip og bátar 

Loðnuvinnslunnar allaf litið vel út og vel hugsað um þau enda sett i slipp á  um 2 ára fresti 

að sögn Kjartans Reynissonar útgerðarstjóra  Fyrirtækisins 

             2841 Sandfell Su 75 mynd þorgeir Baldursson 9 sept 2019

              2841 Sandfell Su Þrifið mynd þorgeir Baldursson 9 sept 2019

                    2841 Sandfell Su 75 mynd þorgeir Baldursson  2019

08.09.2019 22:13

GULLVER Ns og Smáey Ve með fullfermi

Þar sem af er nýju kvótaári hefur Gullver Ns 12 landað 2 sinnum

Fullfermi eftir stutta túra og hafa aflabrögð verð með besta móti 

Skipið kom í land á Seyðisfirði í morgun og var uppistaðan 

Þorskur og  ýsa og er mikið af sild og talsvert af makril á veiðislóðinni 

Smáey Ve landaði sínum öðrum túr lika á Seyðisfirði í gær

     Lestin í Gullver Ns12 í dag mynd þorgeir Baldursson 

 Smáey Ve 444 landaði fullfermi á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 

 

08.09.2019 03:58

Orri hifir gott hol

Orri hifir mynd þorgeir Baldursson 

 

   Gott hol á dekki Gullvers mynd þorgeir Baldursson 7 sept 2019

Það var mikið stuð á Sveinbirni Orra þegar hann hefði þetta hal

Í morgunsárið enda aflinn góður eins og sjá má

05.09.2019 21:32

Sólarupprás um borð í Gullver Ns 12

Það er oft gaman að hitta á rétta augnabilkið 

Sérstaklega þegar stýrimaðurinn á í hlut hérna  sérst 

Steinþór Hálfdánarsson fanga sólarupprás í síðasta túr 

   Steinþór Hálfdánarsson fangar sólarupprás mynd þorgeir Baldursson 

05.09.2019 03:53

Smáey Ve 444 landar á Seyðisfirði

        2744 Smáey Ve444 á Seyðisfirði 4sept mynd þorgeir Baldursson 

04.09.2019 20:59

Gullver Ns stuttur og snarpur túr

 1661 Gullver Ns12 landar á Seyðisfirði i morgun 4 sept mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1571
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 1336
Gestir í gær: 169
Samtals flettingar: 10111763
Samtals gestir: 1400486
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 19:37:16
www.mbl.is