23.03.2019 21:50

Keilir Si EX Kristbjörg Þh 44

    1420 keilir Si ex Kristbjörg ÞH 44  á Siglufirði i dag Mynd þorgeir Baldursson 

þessi Bátur var smiðaður i Stykkishólmi 1977 fyrir Korra H/f á Húsavik 

en nú stendur til að breyta honum fyrir ferðamenn og eins og sjá má 

hefur hvalbakurinn verið fjarlægður og flestallt sem að minnir á fiskveiðar 

 

22.03.2019 16:25

Slippurinn i morgun

Grænlenski togarinn Nataarnaq i flotkvinni i morgun  mynd þorgeir Baldursson

 

Skipaflotinn hérna á Íslandi hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og þar að leiðandi koma skipin sjaldnar og í minni slippa en áður. Þess vegna höfum við hjá Slippnum á Akureyri lagt meiri áherslu á að fá erlend skip til okkar, aðallega frá Rússlandi, Grænlandi, Kanada og Noregi. Samkeppnin er þó mikil, bæði hér heima og erlendis“ segir Ólafur Ormsson, sviðsstjóri hjá Slippnum á Akureyri, aðspurður um málið. 

Í næstu viku kemur grænlenski togarinn Nataarnaq, sem er í eigu Ice Trawl Greenland og Royal Greenland, og mun vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vélarupptekt á skipinu, öxuldráttur, viðhald á vindukerfi og skipið verður botnmálað. 

„Verkefnastaðan er góð næstu mánuðina en að sjálfsögðu viljum við geta horft lengur fram í tímann. Það sem gefur okkur ákveðið forskot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu. Einnig störfum við eftir ISO 9001 gæðakerfinu sem er alþjóðleg vottun og tryggir að við þurfum að uppfylla gæðakröfur og fara eftir ákveðnum verkferlum í okkar þjónustu, sem viðskiptavinir okkar kunna að meta“ segir Ólafur í viðtali við heimasíðuna.

       Newfound Pioneer við slippkantinn i morgun  mynd þorgeir Baldursson

Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer, sem er í eigu Newfound Rescources, hefur nú verið í slipp á Akureyri í rúman mánuð. Skipið er í hefbundinni klassaskoðun og hefur verið botnmálað, sinkað, öxuldregið auk þess sem skipt hefur verið um stálplötur í skipinu ásamt öðrum minni viðhaldsverkefnum. Skipið er eitt af fjölmörgum erlendum skipum sem hafa komið í Slippinn á Akureyri á undaförnum árum.

 

22.03.2019 07:28

Kaldbakur EA 1 kemur til Löndunnar i morgun

  

                 2891  Kaldbakur EA1 mynd af vefmyndavél port.is 

21.03.2019 20:11

POLAR AMAROQ

       POLAR AMAROQ kastari nóttinni mynd þorgeir Baldursson 2014

21.03.2019 08:05

Dalborg EA 317

       2387 Dalborg EA 317 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

20.03.2019 17:10

Grásleppunetin lögð i Eyjafirði i morgun

Það var mikið fjör og hamagangur i morgun þegar Grásleppukarlar þustu af stað til 

að leggja netin á þessum fyrsta degi og ekki laust við ásiglingum  þegar allir ruku af stað á sama 

tima sem að var um kl 08 i morgun sem að fyrstu bátarnir voru komnir á miðinn við ólafsfjarðarmúla

og var þá strax birjað að gera klárt og á minni bátunum þurftu sumir að fara tvær ferðir þvi að ekki 

komst allt fyrir i einni ég kom mér fyrir i Ólafsfjarðarmúlanum og fylgdist með bátunum leggja netin 

         7328 Fanney EA  82  Mynd þorgeir Baldursson  20 mars 2019 

          7328 Fanney EA 82 leggur Netin i morgun mynd þorgeir Baldursson 

               Svo var farið i land og fleiri net sótt mynd Þorgeir Baldursson 2019

                   Steinað niður mynd þorgeir Baldursson 2019

    steinað niður v/bryggju i morgun mynd þorgeir Baldursson 20 mars 2019

               Haldið i túr no 2 i dag mynd þorgeir Baldursson 20 mars 2019

   2478 Freymundur ÓF 6  við bryggju á Ólafsfirði i morgun mynd þorgeir 2019

      1765 Kristin ÓF 49 að koma inn til ólafsfjarðar i morgun mynd þorgeir 2019

             2387 Dalborg EA 317 á landleið i dag mynd þorgeir 2019

                  7111 Ágústa EA 16 mynd þorgeir Baldursson 2019

               2434 Arnþór EA 37 mynd þorgeir Baldursson 20 mars 2019

          2711 Særún EA 251 mynd þorgeir Baldursson 20 mars 2019

        2434 og 2711 við bryggju á Árskógsandi i morgun mynd þorgeir 2019

20.03.2019 15:53

Gudrun Björg ÞH á Grenivik

       6173  Guðrún Björg ÞH Mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2019

19.03.2019 22:59

Grásleppuvertiðin að hefjast

i fyrramálið þann 20 mars má halda til Grásleppuveiða og þegar ég var á Grenivik 

i morgun voru bátanir að gera sig klára sumir búnir að steina niður og koma 

baujum og belgjum fyrir en útlit er fyrir að gott verð fáist fyrir hrogn og Hveljuna 

amk hefur verið nemt um 260 kr per kiló en þar sem að litlar eða engar birgðir 

eru til hvorki á Islandi né Grænlandi er allt eins mögulegt að verðið hækki talsvert 

    2125 Fengur ÞH 207 við bryggju á Grenivik i dag mynd þorgeir Baldursson

Nú þegar örfáir dagar eru í upphaf grásleppuvertíðar hafa fáir kaupendur á grásleppu gefið upp verð fyrir vertíðina.

Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf á Siglufirði reið á vaðið og gaf upp 260 krónur pr.kg fyrir óskorna grásleppu þann 6. mars síðastliðinn.

     Búið að steina niður og allt klárt mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2019

 

Verkandinn var einnig  fyrstur til að gefa upp verð fyrir vertíðina 2018.

„Þetta er ánægjuleg þróun því heyrt hefur til undantekninga að legið hafi fyrir verð á grásleppu fyrir upphaf vertíða.

                           Netin klár mynd þorgeir Baldursson 2019

LS beinir því til útgerðaraðila á svæðum sem vænta má þorsks í einhverju magni sem meðafla,

að kanna hvort kaupendur á grásleppu taki einnig á móti þorski úr grásleppunetum á föstu verði.

Bjartsýni ríkir fyrir komandi vertíð en rétt er að ítreka það sem kom fram í frétt á vef LS  

              2392 Elin ÞH 82 mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2019

 

4. desember síðastliðinn, að ráðuneytið er með í undirbúningi frumvarp um kvótasetningu á grásleppu

og gefið hefur verið út að afli á grásleppu 2019 telji ekki með í veiðireynslu komi til kvótasetningar,“

segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

 

18.03.2019 15:04

Löndun úr Blæng NK 125

           1345 Blængur NK 125 Landar góðum túr mynd þorgeirBaldurson  

17.03.2019 22:11

SÆBORG Ea158

                           6716 Sæborg EA 158 Mynd þorgeir Baldursson 2007

17.03.2019 21:58

Trillukallar i Bótinni

                 Stebbi Gústi Elli og Gretar  mynd þorgeir Baldursson 2007

17.03.2019 17:48

Menningarhúsið Hof og Eyrin og Eyborgin

           Menningarhúsið Hof og Eyrin mynd þorgeir Baldursson 16 mars 2019

17.03.2019 16:50

Húnakaffi 16 mars

      Nokkrir snillingar mættir i Húnakaffið sl Laugardag 16 mars mynd  þorgeir 

17.03.2019 10:38

Nesfiskur i Garðinum kaupir tvö skip að austan

                   2449 Steinunn SF10 mynd þorgeir Baldursson 

                     2403 Hvanney SF 51 mynd þorgeir Baldursson 

Nesfiskur hf. í Garði hefur gert kauptilboð í tvö skip í eigu Skinneyjar-Þinganess

á Hornafirði. Um er að ræða skipin Hvanney SF og Steinunni SF en bæði eru um 29 metrar á lengd og smíðuð í Kína árið 2001.

Kauptilboðið miðast við að skipin verði seld án aflahlut- deildar eða annarra aflaheimilda. Aflahlutdeildir skipanna verða fluttar til annarra skipa Skinneyjar-Þinganess. Sveitar- félaginu var boðið að neyta forkaupsréttar á skipunum.

Bæjarráð Hornafjarðar gerir ekki athugasemd við að skipin verði seld. Sveitarfélagið mun ekki nýta forkaupsréttar á þeim.

Ný skip á leiðinni

Skinney-Þinganes undirritaði samning um smíði á tveimur nýjum togskipum í desember 2017.

Koma þau í stað Hvanneyjar SF og Steinunnar SF. Áætlað var að smíði hvors skips tæki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirn- ar. Skipin verða 28,95 metar að lengd og 12 metrar að breidd. Í

skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kyn- slóð rafmagnsspila verða í skip- unum frá Seaonics.

Þessi nýju systurskip verða vel búin í alla staði og í þeim verða íbúðir fyrir 13 manns.

Þau munu taka um 80 tonn af ísuð- um fiski í lest.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson  

17.03.2019 09:52

Stormur HF 294 Seldur til Canada

                   Stormur HF 294 Mynd Tryggvi Sigurðsson 2017

Samist hefur um kaup kanadísks útgerðarfélags á línu- og netaskipinu Stormi HF af Stormi Seafood í Hafnarfirði. Kaupverðið er 140 milljónir evra, um 1,9 milljarður ÍSK. Nú er aðeins beðið eftir frágangi á fjármögnun kaupanna. Skipið hefur legið við festar í Reykjavíkurhöfn í á þriðja ár. Hingað kom það úr breytingu í Póllandi í desember 2017.

Skipið var smíðað á Nýfundnalandi árið 2005 og var 25 metrar á lengd og 9,20 á breidd. Smíðin var fjármögnuð af Landsbankanum og komst skipið í eigu þrotabús bankans í hruninu. Þá hafði verið lokið við um 80% af smíði skipsins. Það hafði verið til sölu í mörg ár þegar Stormur Seafood keypti það loks árið 2015. Skrokkurinn var dreginn til Gdansk í Póllandi þar sem skipið var lengt um 23 metra sem er Íslandsmet í lengingu.

Ákvörðunin um kaupin og endursmíði skipsins var tekin í tíð Steindórs Sigurgeirssonar, þáverandi framkvæmdastjóra og eiganda Storms Seafood. Eftir að skipið kom til Íslands seldi Steindór fyrirtækið og kvóta sem og skipið til nýrra eigenda.

Fyrsta rafknúna fiskiskipið

Stormur er eitt hið tæknilegasta og óvenjulegasta í íslenska flotanum. Það er fyrsta rafknúna fiskiskip landsins. Rafmagnið er framleitt í þremur ljósavélum og öll orkustýringin er sjálfvirk og skipið einkar orkusparneytið. Það er jafnt hægt að gera það út á línu- og netaveiðar. Á stjórnborða er hliðarbrunnur þar sem línan verður dregin. Vegna þess hve rafmótorinn er fyrirferðalítið er lestarrýmið mjög stórt miðað við skip af þessari stærð og svipar til lestarrýmis nýrra skipa HB Granda.

Stormi var siglt frá Póllandi til Íslands 2015 og hefur síðan legið óhreyft í Reykjavíkurhöfn. Kanadíska útgerðarfélagið, sem er staðsett á sunnanverðu Baffinslandi, ætlar að gera skipið út á grálúðuveiðar á línu. Fulltrúar þess hafa í þrígang komið til landsins til að skoða skipið. Undirritaður hefur verið samningur um kaupin. Útgerðin hefur frest fram til 15. apríl að ganga frá fjármögnuninni.

Heimild Fiskifrettir 

mynd Tryggvi Sigurðsson  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1010
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 9694551
Samtals gestir: 1366505
Tölur uppfærðar: 22.1.2020 20:08:45
www.mbl.is