27.08.2021 08:42

Áhöfn Páls Pálssonar ÍS í sóttkví

                                                                                                                  2904 Páll Pálsson IS 102 við komu til Isafjarðar mynd þorgeir Baldursson 2021

 

Með hraðprófi fyrir Covid-19 sýkingu greindist skipverji á Páli Pálssyni ÍS jákvæður í gær.

Beðið er niðurstöðu úr PCR prófi sem væntanleg er i dag . Þar til niðurstaða liggur fyrir er áhöfnin í sóttkví.

Á sama hátt hefur annar starfsmaður í landi einnig verið greindur jákvæður með hraðprófi og hluti starfsfólks farið í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir úr PCR greiningu á morgun.

Af þeim sökum verður skrifstofa fyrirtækisins í Hnífsdal lokuð i dag Föstudag .

segir á vef fyrirtækisins 

 

26.08.2021 20:46

Straumey EA 50

  

                         2710 Straumey EA50 á leið i róður mynd þorgeir Baldursson 26 ágúst 2021 

                                                Læmi gerir  klárt á Útleiðinni mynd þorgeir Baldursson 

                                Húni Ea og Straumey EA Mætast á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 

25.08.2021 06:44

Góður Dráttur

                 Skipverjar á Örvari HU 2 mynd þorgeir Baldursson 

Skipverjar á Örvari HU 2 lentu i heldur óskemmtilegu atviki á Papagrunni i siðustu viku

þegar skipið fékk annað af 2 trollum sem að það dró i skrúfuna svo að draga þurfti það i land .

Kaldbakur EA 1 var næsta skip og var skipið tekið i tog til Fáskrúðfjarðar og var þá eftir um 8 klst vinna fyrir kafara að skera úr skrúfunni

 

 

24.08.2021 17:32

Frá Öngli til Maga

                                                                                 Húni EA á siglingu á með skólabörn úr Grunnskólum Akureyrar i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 24 ágúst 2021

                                                                                          108  Húni EA 740 Siglir með skólakrakka mynd þorgeir Baldursson 24 ágúst 2021

Á hverju hausti sigla Hollvinir Húna II með nemendur 6. bekkjar á Akureyri og Eyjafirði  í veiði og fræðsluferðir.  Í  ferðunum fræðast þau um bátinn Húna II og smíði hans, um lífríki sjávar og hollustu fisksins .Fjallað er um hafið kring um landið og þau verðmæti sem við þurfum að nýta og vernda td. með því að halda hafsvæðinu hreinu. Þau skoða stjórntæki í brú, veiða fisk sem síðan er krufinn, flakaður grillaður og snæddur.  Þetta er unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Samherja og Háskólann á Akureyri.  Rúmlega 300 nemendur sigla þetta haustið.  Áhöfnin á Húna II eru 10 í þessum ferðum og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.og i dag sigldu með Húna  43 nemendur úr Naustaskóla 

skipstjóri á Húna er margreyndur aflaskipstjóri Arngrimur Brynjólfsson sem að var lengi með 

Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Kristinu EA 410 

 

24.08.2021 06:35

virasplæsning á bryggjunni

                                                                                                 Tveir snillingar i virasplæsningu     þekkir einhver mennina ? mynd þorgeir Baldursson 

23.08.2021 23:41

Bergur Ve 44

                                            Álsey VE 2 ex Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 

                                            2677 Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 
 

23.08.2021 23:34

Sigurjón Friðriksson EA 50

                                      7035 Sigurjón Friðriksson EA 50 Mynd þorgeir Baldursson 

23.08.2021 08:24

Klettur Is 808 á Sæbjúgnaveiðum

                                                                                                         1426 Klettur IS 808 á sæbjúgnaveiðum við austurland mynd þorgeir Baldursson 27 april 2021

Fiski­stofa hef­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um um leyfi til veiða á sæ­bjúg­um á næsta fisk­veiðiári, sem hefst 1. sept­em­ber. Alls verður út­hlutað níu leyf­um til skipa sem stundað hafa veiðar á sæ­bjúg­um á síðustu þrem­ur fisk­veiðiár­um, en veiðar á sæ­bjúg­um eru ekki kvóta­sett­ar. Níu bát­ar hafa leyfi til veiða á sæ­bjúg­um á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

Veiðar má stunda í skil­greind­um hólf­um fyr­ir vest­an land og aust­an og þegar til­tekn­um afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Alls er heim­ilt að veiða rúm­lega 2.200 tonn í ár og um 100 tonn­um meira á næsta ári.

Ólíkt því sem gerst hef­ur á und­an­förn­um árum þegar afli hef­ur verið um­fram veiðiráðgjöf þá er afli fisk­veiðiárs­ins tals­vert und­ir heild­ar­ráðgjöf­inni. Nú er sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu búið að veiða tæp­lega 1.700 tonn og vant­ar því rúm 500 tonn upp á heim­ild­ir árs­ins.

Markaðir er­lend­is fyr­ir sæ­bjúgu hafa verið þung­ir í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og skýr­ir það einkum að dregið hef­ur úr sókn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins. Besti veiðitím­inn miðað við afla og gæði er á haust­in og fram und­ir hrygn­ingu vor og sum­ar, mis­jafnt eft­ir svæðum. Útgerðir hafa í ár haft sam­vinnu um skipu­lag og stýr­ingu veiða út frá aflareynslu til að koma í veg fyr­ir kapp­hlaup eins og verið hafði árin á und­an.

Klett­ur ÍS hef­ur komið með 456 tonn að landi, Þrist­ur ÍS og Sæ­fari ÁR 3 um 320 tonn hvor bát­ur og Eyji NK með rúm 176 tonn svo afla­hæstu bát­arn­ir séu nefnd­ir. Mörg und­an­far­in ár hef­ur Friðrik Sig­urðsson ÁR verið afla­hæst­ur, en á þessu fisk­veiðiári hef­ur hann komið með 48 tonn af sæ­bjúg­um að landi. Áhersla út­gerðar­inn­ar með þann bát hef­ur verið á neta­veiðar á þessu ári.

                                                                                      1084 Friðrik Sigurðsson Ár 17 áleið i netaróður þann 8 mars 2021 mynd þorgeir Baldursson 
  •  

22.08.2021 21:25

Rækjutogarinn Ottó á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni

                                                                        Rækjutogarinn Ottó EX Dalborg  EA 317  á Rækuveiðum á flæmingjagrunni   14-6 2010 mynd Canadiska Strandgæslan 

22.08.2021 12:14

Lagarfoss á Akureyri

                                                                                                                  Lagarfoss og Seifur á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 22 ágúst 2021 

22.08.2021 07:26

Á leið i Pottinn

                                            Aflaskipið Sigurður Ve 15 Yfirgefur Vestmannaeyjar Guðbjörg Mattiasdóttir eigandi  Isfélags Vestmnnaeyja  sleppir frambandinu mynd Óskar Pétur Friðriksson 29 ágúst 2013

                                                                          Stóri Örn  og Herjólfur fylgdu Sigurði Ve siðustu ferðina frá Eyjum mynd Óskar Pétur Friðriksson  29  ágúst 2013

21.08.2021 15:24

Gunnar Nielsson Ea 555

                                                                                           6852 Gunnar Nielsson EA555 kemur til hafnar úr róðri Mynd þorgeir Baldursson 21 ágúst 2021

21.08.2021 08:37

Kaldbakur EA 1 úr slipp i gær

                                             Athafnasvæði Slippsins Akureyri   2978  Oddeyrin EA 210  og   2891  Kaldbakur EA 1 að komu úr Flotkvinni Dráttarbátar Hafnarsamlags Norðurlands til aðstoðar mynd þorgeir Baldurssson 20 ágúst 

                                                                               2955 Seifur 2891 Kaldbakur EA1 og 1731 Mjölnir við slippkantinn i gær 20 ágúst mynd þorgeir Baldursson

20.08.2021 23:04

Ragnar yfirgefur Island

                                                                                Skemmtisnekkjan Ragnar sigldi út Eyjafjörðin i kvöld áleiðis til Noregs Mynd þorgeir Baldursson 

.Lúxussnekkjan Ragnar er skráð á Möltu og gaman að rifja upp sögu hennar. Útlit Ragnars er mjög framúrstefnulegt. Upphaflega var skipið smíðað 2012 í Hollandi og hét Sanaborg og var ísbrjótur. Það er 68,2m á lengd og 14m á breidd. Ísbrjóturinn hafði svo legið ónotaður um hríð þegar núverandi eigandi eignaðist hann 2017 og réðist í að breyta honum í lúxussnekkju og lauk því verki snemma á þessu ári. Útlitið er sagt skýrast af áhuga eigandans á miðaldabardögum og vopnum þess tíma. Á yfirbyggingin að svipa til hjálms líkt og menn báru í bardögum þess tíma. Sérstaða Ragnars er að hann er með vottun til að sigla í ís. Á að geta haldið 4 mílna ferð í 50 cm. þykkum ís og athafnað sig í kulda allt niður í -35°C. Um borð er pláss fyrir 16 gesti sem geta gist í átta káetum, þar af eru tvær stórar svítur. Einnig er í skipinu að finna sundlaug, nuddpott, límasræktarsal og gufubað svo eitthvað sé nefnt. Ragnar er vel búinn ýmsum búnaði. Þar á meðal er þyrla, könnunarkafbátur, rib bátur, tvær sæþotur og Ripsaw EV2 lúxus skriðdreki!

Ekki hefur komið fram hverjir ferðast með Ragnari úti fyrir strönd Íslands, en fram hefur komið að vikuleiga er 75 milljónir króna. Það er því ekki á færi nema vel stæðra að leigja slíka lúxussnekkju.

 

20.08.2021 07:47

Viðir EA 423 til hafnar á Akureyri

Magnús Ingólfsson skipstjóri á Viði EA 423 var brattur eftir strandveiðitimabilið þegar hann kom til Akureyrar i gærmorgun 

en báturinn var að mestu leiti gerður út frá Skagaströnd i sumar 

                                            7758 Viðir EA 423 mynd þorgeir Baldursson 19 ágúst 2021

                                        7758 Viðir EA 423 mynd þorgeir Baldursson 19 ágúst 2021

              komið i Sandgerðisbótina mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557172
Samtals gestir: 20906
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:19:16
www.mbl.is