22.12.2018 08:04

Pálina Ágústdóttir EA 85

   1674 Pálina Ágústdóttir EA 85 á Seyðisfirði 18 des mynd þorgeir Baldursson 

Þess bátur er búinn að liggja við bryggju á Seyðisfirði siðan i haust eftir að leki 

kom að bátnum meðan skipverjar voru i frii og var kominn talsverður sjór 

i vélarrúmið þannig að talið væri að rafmagnstafla og jafnvel aðalvél 

hefðu skemmst báturinn hét upphaflega Harpa GK 111 og var smiðuð á Seyðisfirði 

22.12.2018 08:02

Rex Ns á Seyðisfirði

                      6387 Rex NS 18 des mynd þorgeir Baldursson 

22.12.2018 07:58

Sólveig NS

 

               Sólveig NS á Seyðisfirði 18 des mynd þorgeir Baldursson 

22.12.2018 07:56

Bylgja NS 8 á Seyðisfirði

              6577 Bylgja NS 8 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2018

22.12.2018 07:54

Glófaxi NS 54

           1300 Glófaxi NS 54 Mynd þorgeir Baldursson 18 des 2018

20.12.2018 23:36

Gullver NS12 setti aflamet 2018

                   1661 Gullver NS12 mynd þorgeir Baldursson 2018

                                                    Gullver yfir 6000 tonn á árinu

    Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær úr síðustu veiðiferð ársins. Aflinn var 70 tonn, nánast eingöngu þorskur.

        Löndun úr Gullver NS12 á Seyðisfirði Mynd þorgeir Baldursson 2018

Með þessari löndun er afli Gullvers á árinu orðinn rúmlega 6.100 tonn og er það langmesti afli sem skipið hefur borið að landi á einu ári. Næst mesti ársaflinn kom á land í fyrra, 4.300 tonn. Adolf Guðmundsson rekstrarstjóri segir að árið hafi verið einstaklega gott og hafa verði í huga að skipið hafi verið frá veiðum í fjórar vikur vegna vélarupptektar. Adolf upplýsir að árum saman hafi ársafli Gullvers verið 3.100 – 3.300 tonn en það hafi breyst eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið. „Auðvitað er grundvallaratriði að hafa góðan mannskap til að ná árangri eins og þessum og einnig þurfa veiðiheimildir að vera til staðar,“ segir Adolf.

       Þórhallur Jónsson  Skipstjóri Gullvers NS12  mynd þorgeir 2018

 

    Skipstjórar á Gullver eru þeir Rúnar L. Gunnarsson og Þórhallur Jónsson. Eðlilega eru þeir afar ánægðir með ársaflann. Rúnar segir að þegar svona sé veitt sé álag á mannskapinn töluvert og hafa verði í huga að Gullver sé kominn til ára sinna, en hann kom nýr til Seyðisfjarðar árið 1983.

    Sveinbjörn Orri mynd þorgeir Baldursson 

„Við höfum að langmestu leyti stundað veiðarnar á okkar hefðbundnu miðum á árinu en fórum þó þrjá eða fjóra túra á Selvogsbanka í haust. Okkar hefðbundnu mið eru Litladýpið, Hvalbakshalli, Fóturinn og Berufjarðarállinn.

               Ivar og Kalli i aðgerð  mynd þorgeir Baldursson 2018

Þegar hausta tók færðum við okkur dálítið norður eftir og veiddum á Gerpisflaki, Tangaflaki og Vopnafjarðargrunni.

        Matsveinninn Magnús Stefánsson mynd þorgeir Baldursson 2018

 

Almennt séð þá gengu veiðarnar vel allt árið og hluta úr árinu fengum við góðan liðsstyrk. Jónas Jónsson, fyrrverandi skipstjóri á Gullver, var stýrimaður hjá okkur í október og Steinþór Hálfdanarson, hinn reyndi Síldarvinnsluskipstjóri, var stýrimaður nú í lok ársins. Það er ekki dónalegt að fá svona menn um borð, í þeim er mikill styrkur,“ segir Rúnar.

  Steinþór Hálfdánarsson  Mynd þorgeir Baldursson

               Beðið eftir Hifoopi Mynd þorgeir Baldursson 2018

                  Pokinn i rennunni Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

  Góður afli inná dekk mynd þorgeir Baldursson 2018

 

    Þórhallur Jónsson tekur undir með Rúnari og segir að árið hafi einkennst af góðu fiskiríi og verið áfallalaust. „Árið hefur verið jafnt og gott, ef desember er undanskilinn.

               Kaldafýla á dekkinu Mynd þorgeir Baldursson 2018

Nú í lok ársins hafa veður verið slæm og eðlilega hefur það áhrif á veiðiárangur. Flestar veiðiferðir okkar á árinu hafa staðið yfir í 3-4 daga og aflinn hefur verið 95 tonn að meðaltali. Það er ekki slæmt. Við höfum líka aldrei farið jafn margar veiðiferðir á einu ári en þær eru orðnar 64 talsins. Hér áður fór Gullver yfirleitt í um 40 veiðiferðir á ári. 

           Stroffan sett á belginn  mynd þorgeir Baldursson 2018

Sóknin hefur verið stíf en árangurinn hefur einnig verið góður.

         Skipverjar á Gullver i Aðgerð mynd þorgeir Baldursson 2018

Til þess að ná svona árangri þarf margt að fara saman; til dæmis nægar veiðiheimildir, hagstætt tíðarfar og góð áhöfn,“ segir Þórhallur.

19.12.2018 20:49

Dalarafn Ve 508

Það er búið að vera risjótt veður á Austfjarðamiðum siðustu vikur sterkar Suðaustan áttir 

og miklar umhleypingar i veðrinu en þó sjaldan hann lægði og timi gafst til myndatöku 

var kvikan annsi kröpp og þung svo að stundum sást litið til bátanna sem að voru næst 

náð þó nokkrum skotum af Dala Rafni Ve 508 og hérna koma þær 

               2758 Dala Rafn VE 508 mynd Þorgeir Baldursson 2018

                     Dala Rafn VE 508 mynd þorgeir Baldursson 2018

                    Dala Rafn VE 508 mynd þorgeir Baldursson 2018

           Dala Rafn Ve 508 á toginu á austfjarðamiðum  mynd þorgeir 2018

09.12.2018 12:57

Endurbygging gamalla Ekarbáta

Það eru næg verkefni hjá Lárusi List við að endurbyggja þessa tvo eikarbáta sem að 

legið hérna i nokkur ár amk á að breyta öðrum þeirra i skútu en gaman væri að heyra 

meira um þetta vekefni og hver framtiðaráformin eru  hjá þeim eigandanum 

eða öðrum sem að þekkja til verkefnisins 

 

      Eikarbátar i fiskihöfninni á Akureyri mynd þorgeir Baldursson  2018

09.12.2018 12:46

Hafborg EA 242 kominn með nýtt einkennisnúmer

 2691 Sæfari 1441 Áskell Egilsson og 2333 Hafborg EA242  Mynd þorgeir 2018

07.12.2018 17:01

2410 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kominn úr siðasta Túr fyrir Samherja HF

        2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 

   Vilhelm Þorsteinsson EA11 kominn úr siðasta túr og vel bundinn Mynd þorgeir 

07.12.2018 16:54

Bátar á Hjalteyri

          Bátar á Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 2018

07.12.2018 14:11

Tankferð Hampiðjunnar til Hirsals

 
 
 

                  2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 2018

    Nýja trollið um borð i Akurey AK  Mynd Hermann Guðmundsson 2018

    Hermann Guðmundsson Netagerðarmeistari Mynd þorgeir Baldursson 2018
                            Breki Ve 61 Mynd Óskar Pétur Friðriksson  
 
Tviburatrollin á Breka heita Hemmer T90  Mynd Hermann Guðmundssson 2018Hér eru myndir af tvíburatrollunum á Breka sem heita Hemmer T 90 360 möskva

og svo er hér mynd af Hemmer 470 möskva notað af nýju Akurey AK 10.

Að sögn Hermanns var góð þáttaka i ferðinni og og voru alls á milli 50og 60 manns 

i hópnum Þetta kom bara mjög vel út!! Að Sögn Hermanns Guðmundssonar 

Netagerðarmeistara og var mikil ánæja með með ferðina að sögn skipuleggenda 

 

03.12.2018 13:02

Hvalaskoðun i 12 stiga frosti

Það var fáment en góðment hjá þeim á Konsúl i morgun þegar þau fóru með 

um 10 farþega i hvalaskoðun i 10 -14 stiga frosti héðan frá Akureyri 

Skipstjóri er Arnar Sigurðsson 

                    2938 Konsull Mynd þorgeir Baldursson 2018

                Hvalablástur á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2018

01.12.2018 18:07

Húni 11 EA 740 i morgun

     108 Húni 11 EA 740 við bryggju i dag mynd þorgeir Baldursson 2018

       Húni 11 EA 740 við bryggju i fiskihöfninni i dag mynd þorgeir  Baldursson 

01.12.2018 10:12

Góður afli Skipa Berg- Hugins á Árinu

 

  Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað einstaklega vel á árinu.

Bergey landaði í Eyjum sl. miðvikudag og fór þá yfir 5.000 tonnin. Aflinn í veiðiferðinni var blandaður; ýsa, þorskur, karfi og ufsi.   Nú þegar er árið 2018 orðið það ár sem skip Bergs-Hugins hafa skilað mestum afla á land. Til þessa veiddu skipin mest í fyrra eða 8.574 tonn, en í ár er aflinn orðinn 9.800 tonn og hann mun fara yfir 10.000 tonnin ef vel viðrar þá veiðidaga sem eftir eru af árinu. Eins og áður er ýsan sú tegund sem skipin fiska helst, en á árinu er ýsuaflinn orðinn 3.200 tonn.

    Bergey Ve 544 á veiðum á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 2018

            Þegar Bergey kom til hafnar sl. miðvikudag var að sjálfsögðu boðið upp á tertu og 5.000 tonna tímamótunum fagnað.

 áhöfnin á Bergey mynd Guðmundur Alfreðsson 
 mynd Guðmundur Alfreðsson 

 Jón Valgeirsson skipstjóri segir að áhöfnin sé ánægð með árangurinn á árinu. „Segja má að árið hafi allt verið afar gott. Vertíðin við Eyjar var glimrandi og síðan höfum við veitt fyrir austan og það hefur gengið vel. Það virðist þó vera heldur minna af ýsu en síðustu ár, en auðvitað getur ræst úr því. Við erum mjög sáttir hér um borð og strákarnir standa sig alltaf frábærlega. Það er ómetanlegt að hafa góða áhöfn.  Gert er ráð fyrir að síðasta löndunin hjá okkur og Vestmannaey verði 13. desember, en Vestmannaey var einmitt að landa fyrir austan í gær,“ segir Jón. 

Heimild sildarvinnslan 

Myndir Þorgeir Baldursson 

Guðmundur Alfreðsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1294
Gestir í gær: 190
Samtals flettingar: 9495714
Samtals gestir: 1347476
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 01:01:08
www.mbl.is