07.06.2019 20:19

Gott karfahal á Gullver

          Gott karfahal  á Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 

06.06.2019 22:29

Reyktal Útgerð fær nýtt skip

Útgerðarfélagið Reyktal  fékk fyrir skömmu afhentan togara sem að þeir keyptu 

frá Grænlandi og hefur hann verið i slipp i Hafnarfirði undafarið i gær var hann svo sjósettur 

og hefur fengið nafnið Lokys KL 926 með heimahöfn i Klapeda 

Skipið mun halda til rækjuveiða i Barentshafi  innan tiðar 

Skipstjórar verða Sigurður Þórðasson og Július Kristjánsson 

                       Lokys KL 926 mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni 2019

06.06.2019 22:24

Sisimiut Gr 6-18 nýsmiði kom i Hafnarfjörð i morgun

Frettaritari siðunnar sem að starfar sem hafnarvörður við Hafnarfjarðarhöfn 

Hjalti Hálfdánarsson var mættur i morgun og sendi mer þennan myndapakka 

kann ég honum bestu þakkir fyrir myndaafnotin 

Snemma i morgu kom Grænlenski F/t Sisimiut Gr 6-18 til Hafnarfjaðar og vsr tilefnið 

að ná i veiðarfæri og fleira Sisimiut er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður

og verður gerður út til veiða á þorski og grálúðu. Heimahöfn hans er Nuuk.

en sem kunnugt er var gamli Sisimiut seldur til Þorbjarnar i Grindavik 

og er þegar þetta er skrifað i flotkvinni i Hafnarfirði 

                Sisimiut Gr6-18 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni  2019

           Sisimiut GR6-18 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni 2019

               Gamli Sisimiut GR 6-500 mynd Hjalti Hálfdánarsson 2019

05.06.2019 18:05

Virasplæsning á bryggjunni

  Það eru mörg handtökum sem að þarf að sinna fyrir brottför 

Eitt þeirra er að splæsauppá togvira og það gerðu þeir 

Páll Sigtryggur Björnsson bátsmaður Rúnar L Gunnarsson skipst

Og Steinþór Hálfdánarsson Stýrimaður 

 

  Gullversmenn i virasplæsningu mynd þorgeir Baldursson 5júni 2019

      Splæst uppá togvirinn mynd þorgeir Baldursson 

05.06.2019 08:25

2889 Engey RE 1 seld til Rússlands

          2889 Engey RE1 mynd Þorgeir Baldursson 2 júni 2019

 

Útgerðarfyr­ir­tækið HB Grandi hef­ur selt fersk­fisk­tog­ar­ann Eng­ey RE 91 til Murm­ansk Trawl Fleet í Rússlandi.

Verður skipið af­hent nýj­um eig­end­um fyrri hluta þessa mánaðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar Íslands. Þar seg­ir einnig að ís­fisk­tog­ar­inn Helga María AK 16 verði tek­inn aft­ur í rekst­ur,

en hon­um var lagt í fe­brú­ar sl. Þá seg­ir að skip­verj­um í áhöfn Eng­eyj­ar verði boðið pláss á öðrum skip­um fé­lags­ins.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að ástæða söl­unn­ar sé sú að inn­an HB Granda ríki vilji til að gera út stærra skip,

lengra og breiðara, með þrem­ur spil­um og tveim­ur troll­um.

Þá meti fé­lagið það svo að of dýrt sé að lengja Eng­ey til að hún geti svarað sömu þörf­um.

Við þetta má bæta að skipið lagði af stað frá Reykjavik i gær áleiðis til Noregs 

þar sem að það verður afhennt i Álasund

05.06.2019 07:46

frystitogarar til veiða i Barentshafi

Fjjótlega eftir sjómanadag héldu nokkur skip til veiða i Barentshafi 

Alls eru þetta sex skip og eftir þvi sem að ég best veit eru það 

Arnar HU 1 ,Sólberg ÓF 1 ,Kleifarberg RE 70 .Vigri RE ,Örfirsey RE4 og Blængur Nk 125 

             2917 Sólberg ÓF1 I Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

     1360 Kleifarberg RE70 i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

 
 

05.06.2019 07:32

Blængur Nk til veiða i rússasjó

„Það má gera ráð fyr­ir að þetta verði fjöru­tíu daga túr en hafa verður í huga að það tek­ur fjóra og hálf­an sól­ar­hring að sigla á miðin og sama tíma tek­ur að sigla heim. Það má reikna með að upp­haf ferðar­inn­ar hjá okk­ur verði í skíta­brælu. Við bíðum núna eft­ir rúss­nesku papp­ír­un­um en þeir verða að vera um borð í frum­riti.“

Þetta seg­ir Bjarni Ólaf­ur Hjálm­ars­son, skip­stjóri á frysti­tog­ar­an­um Blængi NK, en í gær var unnið af krafti við að gera hann klár­an til veiða í Bar­ents­haf­inu.

„Þess­ar Bar­ents­hafsveiðar leggj­ast vel í mann­skap­inn og sam­skipt­in við Rúss­ana eru okk­ur auðveld þar sem Geir Stef­áns­son stýri­maður er rúss­nesku­mæl­andi. Þegar við kom­um á staðinn kem­ur rúss­nesk­ur eft­ir­litsmaður um borð sem verður með okk­ur all­an tím­ann. Hann fylg­ist með veiðunum og hef­ur eft­ir­lit með því að allt sé rétt gert og rétt vigtað,“ var haft eft­ir Bjarna Ólafi á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar síðdeg­is í gær.

All­ar til­kynn­ing­ar á rúss­nesku

„Við meg­um fiska þarna um 1.200 tonn og þurf­um að vera komn­ir til baka 12. júlí. Í fyrra tók­um við 1.500 tonn í Bar­ents­haf­inu í tveim­ur túr­um en þá voru ekki sömu góðu afla­brögðin og hafa gjarn­an verið áður. Hins veg­ar eru núna mun betri verð en fyr­ir ári. Best hefði verið að fara þarna fyrr en nú eru ein fimm ís­lensk skip á leiðinni í Bar­ents­hafið.

All­ar til­kynn­ing­ar ber­ast á rúss­nesku, þar á meðal til­kynn­ing­ar um heræf­ing­ar sem eru nokkuð al­geng­ar á svæðinu. Ann­ars eru menn hinir hress­ustu og binda von­ir við að Bar­ents­haf­stúr­inn verði hinn besti.“

      Geir Stefánsson Stýrimaður á Blæng Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 

         Blængur NK 125 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2 júni 2019

 

05.06.2019 01:46

Sjómannadagur syrpa no 3 Svipmyndir úr Eyjum

Sjómannadagurinn er i miklum hávegum hafður i Vestmannaeyjum eins og myndirnar sem að frettaritari siðunnar 

i Eyjum  ÓskarPétur Friðriksson  tók og sendi mér og birtast hérna að neðan en þar sem að ég hafði engin nöfn 

á þessu fólki setti ég þestta svona upp mér verður vonandi fyrirgefið það 

 

05.06.2019 01:35

Sjómannadagurinn myndasyrpa 2

Næsta Sjómannadagssyrpa er frá Neskaupstað Það var Guðlaugur Björn Birgisson 

sem að sendi mér hana og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

 

                 Blængur NK 125 mynd Guðlaugur B Birgisson  2019

                     Beitir NK 123  Mynd Guðlaugur B Birgisson 2019

         Nokkrir Smábátar sigldu með þeim stóru mynd Guðlaugur B Birgisson 

        Beitir og Blængur á Norfjarðarflóa mynd Guðlaugur B Birgisson 2019

04.06.2019 00:37

Sjómannadagurinn 2019 myndasyrpa

Sjómannadagurinn var haldinn hátiðlegur um  allt land siðastliðinn sunnudag 

og óska ég sjómönnum innilega til hamingju með daginn 

ég fékk talsvert af myndum frá frettariturum siðunnar

 sem að ég mun birta næstu daga 0g við birjum á Seyðisfirði 

allar myndir Sólveig Sigurðadóttir 2019

    Skemmtisigling Gullvers NS12 mynd Sólveig Sigurðardóttir 2 júni 2019

                       Haldið út fjörðinn mynd Sólveig Sigurðardóttir 2019

         Nokkrir bátar sigldu með Gullver mynd Sólveig Sigurðardóttir 

                                 Koddaslagur Mynd Sólveig Sigurðardóttir 

  Kappróður var á dagskrá fjær eru skipverjar af Gullver mynd Sólveig Sigurðad

      Björgunnarsveitin hafði Góða yfirsýn mynd Sólveið Sigurðardóttir 

         Tekið á honum stóra sinum mynd Sólveig Sigurðardóttir 2 júni 2019

01.06.2019 22:22

Kaldbakur EA 1 togari á Austfjarðamiðum

  2891 Kaldbakur Ea 1 á veiðum í síðasta túr mynd þorgeir Baldursson 

01.06.2019 08:48

Beðið eftir hifoppi

                Skipverjar á Gullver NS12 biða eftir Hifoppi mynd þorgeir 

29.05.2019 01:38

Trollpokinn losaður

       Trollpokinn losaður mynd þorgeir Baldursson 27 Maí 2019

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 777
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 947
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 9901081
Samtals gestir: 1389548
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 16:18:52
www.mbl.is