15.03.2019 10:21

Stigandi Ve 77

  Stigandi Ve 77 myn þorgeir Baldursson 

 

15.03.2019 08:19

Örn Erlingsson Skipstjóri og útgerðarmaður i Keflavik látinn

 

Örn Erl­ings­son, skip­stjóri og út­gerðarmaður, lést 13. mars sl. 82 ára að aldri. Hann var fædd­ur í Steins­húsi í Gerðahverfi í Garði 3.2. 1937 og ólst þar upp. Örn var son­ur Erl­ings Ey­land Davíðsson­ar, sjó­manns og bif­reiðar­stjóra, og Guðrún­ar Stein­unn­ar Gísla­dótt­ur hús­freyju.

Örn byrjaði til sjós fyr­ir ferm­ingu og var orðinn meðeig­andi í trillu með föður sín­um er hann var 11 ára. Örn var 15 ára er hann fór á vertíð í Kefla­vík, var á vetr­ar­vertíðum og síðan á síld­veiðum á sumr­in fyr­ir Norður­landi. Örn lauk meira fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um 1958 og var orðinn skip­stjóri er hann var 22 ára.

Hann var síðan skip­stjóri meðan hann stundaði sjó, m.a. á Ingi­ber Ólafs­syni KE og Eld­ey KE. Örn starfaði við þró­un­araðstoð og veiðar í Suður-Kór­eu á veg­um FAO árin 1969-73. Þá festu hann og Þor­steinn, bróðir hans, kaup á Erni RE og var Örn skip­stjóri á hon­um og gerði hann út um ára­bil, ásamt fleiri bát­um, s.s. Erni KE 13, Erni KE 14, Guðrúnu Gísla­dótt­ur KE 15 auk þess sem hann og Þor­steinn gerðu út Erl­ing KE og Búr­fell KE. Örn hætti út­gerð 2016. Áhuga­mál­in voru meðal ann­ars golf og laxveiðar.

Eig­in­kona Arn­ar var Berg­ljót Stef­áns­dótt­ir, f. 14.5. 1938, d. 12.8. 2000, hús­freyja. Syn­ir þeirra eru Stefán Arn­ar­son hag­fræðing­ur, Erl­ing­ur Arn­ar­son sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur, Hjört­ur Arn­ar­son tölv­un­ar­fræðing­ur, og Örn Arn­ar­son hag­fræðing­ur. Dótt­ir Arn­ar frá því fyr­ir hjóna­band er Dag­fríður Guðrún Arn­ar­dótt­ir hús­freyja.

Sam­býl­is­kona Arn­ar er Ing­unn Þórodds­dótt­ir kenn­ari.

  •  

14.03.2019 07:45

100 daga loðnuleit siðustu mánuði

              2350 Árni Friðriksson RE 200 á Eyjafirði Mynd Andri Snær 2019 

Mik­il leit að loðnu í all­an vet­ur hef­ur ekki borið ár­ang­ur og ákveðið var á mánu­dag að hætta form­legri leit. Það er þó ekki aðeins loðnan í vet­ur sem veld­ur áhyggj­um því fyrstu mæl­ing­ar á ár­gang­in­um sem bera á uppi veiðar næsta vetr­ar gáfu ekki til­efni til bjart­sýni. Þá er óvissa varðandi fleiri upp­sjáv­ar­teg­und­ir.

Ekki verður annað sagt en mikið hafi verið lagt í loðnu­leit vetr­ar­ins. Þannig hafa rann­sókna­skip­in verið í um 40 daga sam­tals við leit og veiðiskip í alls 76 daga frá því að Heima­ey VE fór í leiðang­ur skömmu fyr­ir jól. Kostnaður af út­haldi veiðiskip­anna er hátt í 130 millj­ón­ir og skipt­ist hann á út­gerðir í sam­ræmi við hlut­deild í loðnu.

Að auki svipuðust tvö norsk skip eft­ir loðnunni fyr­ir aust­an og norðan í nokkra daga í fe­brú­ar. Um borð í veiðiskip­un­um voru hverju sinni 2-4 starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, oft­ast fjór­ir.

Þó svo að form­legri loðnu­leit hafi verið hætt í fyrra­dag þá mun Haf­rann­sókna­stofn­un áfram fylgj­ast með frétt­um af loðnu fyr­ir norðan land og gera ráðstaf­an­ir þyki til­efni til. Á Húna­flóa veidd­ist hrygn­ing­ar­loðna eft­ir miðjan mars­mánuð í fyrra, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um loðnu­leit­ina í Morg­un­blaðinnu í dag.

13.03.2019 22:06

Celebrity Eclipse

celebrity_eclipse_4.jpg

                      Celebrity Eclipse  mynd af heimasiðu skipsins 


Celebrity Eclipse er í svokölluðum „Solstice” klassa hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins.
Skipið fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009, er 122.000 rúm lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega. Það er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt og sólarlagsbarnum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á eftirfarandi veitingastöðum. Gjaldið er mismunandi eftir veitingastöðum og er það frá 30 – 50 Dollurum á mann.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

 

       Celebrity Eclipse við Bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

 

13.03.2019 21:40

Celebrity Silhouette

                        Celebrity Silhouette á siglingu i miðjarðarhafi  

Celebrity Silhouette fór í sína jómfrúarferð í júlí 2011, er 122.000 rúm lestir, um 315 metrar á lengd og með rými fyrir 2886 farþega.  Skipið er 12 hæðir. Á efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.

Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.

Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest er með asískt eldhús. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 20 – 50 usd á mann, fer eftir stöðum.

Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.

Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

13.03.2019 19:21

Doggi F-17-H i Hammerfest

                        Doggi F-17-H mynd  Jón Vigfús Guðjónsson 2018 

13.03.2019 07:39

208 Skemmtiferðaskip til Akureyrar i sumar

 

          Skemmtiferðaskip á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

 

Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins til Akureyrar koma fimmtudaginn 9. maí en það eru skipin MSC Fantasia og Marco Polo. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar 30. maí sem er Norwegian Getaway. Skipið er 145.655 brúttólestir með rétt um 4.000 farþega og 1.646 manna áhöfn.

Skipakomur verða alls 208 næsta sumar en voru 179 sumarið 2018. Farþegar voru rétt innan við 135.000 í fyrra en verða um 160.000 í sumar sem er um 18,5% fjölgun farþega. Skipakomur til Akureyrar verða 161, til Grímseyjar 61 og 6 til Hríseyjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Akureyrarbæjar.

12.03.2019 21:39

Álsey Ve 2 lagt og skipverjum sagt upp

                         Álsey Ve 2 mynd þorgeir Baldursson  2014

 

Ísfé­lag Vest­manna­eyja hef­ur aug­lýst upp­sjáv­ar­skipið Álsey VE til sölu og hef­ur hluta áhafn­ar skips­ins verið sagt upp.

Þetta staðfest­ir Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins, í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann rek­ur ákvörðun­ina meðal ann­ars til þess að út­lit er fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un muni ekki ráðleggja nein­ar loðnu­veiðar á þess­ari vertíð. 

Verður gefist upp á leitinni í dag?

Frétt af mbl.is

Verður gef­ist upp á leit­inni í dag?

„Blæs ekki byrlega“

„Svo eru horf­ur á minnk­andi verk­efn­um. Ekki er kom­inn samn­ing­ur við Fær­eyj­ar um kol­munna­veiðar og þó það sé ekki beint tengt við Álsey þá eru lík­ur á minnk­andi kvóta í ná­inni framtíð í mak­ríl og norsk-ís­lenskri síld. Þegar maður horf­ir á heild­ar­stöðuna þá blæs ekki byrlega og þessi ákvörðun er tek­in í ljósi þess,“ seg­ir Stefán.

Hann bend­ir á að kvarn­ast hafi úr áhöfn­inni á síðustu mánuðum, en alls eru nú átta í áhöfn skips­ins. „Það má segja að hluti áhafn­ar fari í verk­efni og pláss á öðrum skip­um en öðrum skip­verj­um var sagt upp og þar á meðal menn sem eru bún­ir að vinna lengi hjá okk­ur. Þetta er því ekki skemmti­legt.“

Sjá Álsey í skipa­skrá 200 mílna

Upp­fært 17.15:

Gefast upp á allri formlegri loðnuleit

Frétt af mbl.is

Gef­ast upp á allri form­legri loðnu­leit????? 

Heimild mbl.is

 

12.03.2019 10:13

Bjarni Sæmudsson i Marsralli á Eyjafirði

                1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 mynd þorgeir Baldursson 

   Marsrall á Eyjafirði um borð i Bjarna Sæmundssynni RE 30 mynd Þorgeir Bald

                              Losað úr pokanum mynd þorgeir Baldursson 

12.03.2019 09:42

Guðmundur i Nesi RE13 Seldur til Grænlands

Nú fyrir skömmu kom Guðmundur i Nesi  RE13 úr sinum siðasta túr fyrir Útgerðarfélag Reykjavikur (áður Brim Hf )

en skipið hefur verið selt dótturfyrirtæki þess á Grænlandi  nánar tiltekið i QAQQRTQQ og hefur fengið nafnið 

Ilivileq GR -02-201 sem að er sama nafn og á eldra skipi sem að var i eigu útgerðarinnar á Grænlandi 

 og mun að öllum likindum halda frá Reykjavik seinnipatinn i dag eða á morgun

skipstjóri verður Ásgeir Baldursson sem að verið hefur lengi á skipum útgerðarinnar 

                          ilivileq GR-02-201    Mynd Hilmar Snorrasson 2019

                         ilivileq Qaqqrtqq mynd Himar Snorrasson 2019

 

12.03.2019 07:20

Skipstjórinn skammar Hásetann

Það er oft gaman að verða vitni að skemmtilegum handahreifingum 

og hvernig menn leggja áherslu á tiltekin atriði eins og þetta hérna að neðan 

Þegar Bjarni Bjarnasson fv Skipst á Súlunni  EA 300  var að setja ofan i við 

hásetann Davið Hauksson um eitthvað sem að mátti betur fara 

            Bjarni Bjarnasson og Davið Hauksson mynd þorgeir Baldursson 2019

           Svona á þetta að vera minn kæri mynd þorgeir Baldursson 2019

10.03.2019 21:52

Sólberg ÓF 1 með mettúr úr Barentshafi

 

Túr Sól­bergs ÓF-1 í Bar­ents­hafið er að ljúka, það er einn stærsti túr sem ís­lenskt skip hef­ur farið í á þess­ar slóðir.

Alls er afli úr sjó orðinn um 1.760 tonn. Þar af er þorsk­ur að nálg­ast 1.600 tonn.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sigþór Kjart­ans­son skip­stjóri að túr­inn hafa gengið vel með góðum mann­skap á öfl­ugu og góðu skipi.

Sigþór sagði að þeir ættu eft­ir að veiða um 140 tonn til að klára kvóta Ramma í Bar­ents­haf­inu. Hann reiknaði með að halda heim á leið ekki síðar en í viku­lok­in.

         Sigþór Kjartansson skipst á Sólbergi ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Tvær áhafn­ir eru á Sól­berg­inu, 35 manns um borð hverju sinni, og tek­ur ný áhöfn við í næsta túr und­ir skip­stjórn Trausta Krist­ins­son­ar.

 

                     2917 Sólberg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2019

         ólafur Marteinssson Framkvst tekur á móti skipinu Mynd þorgeir 

Heimild Morgunblaðið

Myndir Þorgeir Baldursson 

10.03.2019 11:13

Sleipnir isbrjótur

Það eru næg verkefni hjá Hafnarsamlagi Norðurlands við að þjónusta skip og báta sem að 

leita hingað eitt þeirrra er að hjálpa hvalaskoðunnarbátnum Hólmasól að komast frá bryggju 

 i vikunni en mikið frost hafði verið um nóttina alls um -12 stig og þvi hafði frosið saman

en Viðir Benidiktsson skipstjóri á hafnsögubátnum  Sleipnir var ekki lengi að redda málunum 

eins og meðfylgjandi myndir bera með sér 

      2920 Hólmasól og 2250 Sleipnir Mynd þorgeir Baldursson 2019

                       2250 Sleipnir mynd  þorgeir Baldursson 2019

         2250 Sleipnir og Viðir Ben i brúnni mynd þorgeir Baldursson 2019

                Talsverðu is á pollinum mynd þorgeir Baldursson 

      2250 Sleipnir og Viðir Ben i brúnni  mynd þorgeir Baldursson 2019

     2250 Sleipnir á fullri ferð á Pollinum mynd þorgeir Baldursson 2019
 
 

09.03.2019 16:02

Kleifarberg RE 70 með Góðan túr

Þann 7 Mars landaði Kleifarberg RE 70 góðum túr úr Barentshafi  en að visu tekin ein millilöndun 

þar sem að landað var i Tromsö i Noregi og alls var skipið með aflaverðmæti fyrir rúmar 500 milljónir 

við komuna til Akureyrar var skipverjum færð terta frá útgerð skipsins sem að gladdi áhafnarmeðlimi

mikið að sögn skipstjórans Stefáns Sigurðssonar með honum i brunni var Jóhann Gylfasson stýrimaður 

túrinn tók alls 37 daga og hefur skipið þegar haldið til veiða en nú á heimamiðum undir stjórn Viðirs Jónssonar 

1360 Kleifarberg RE70 á veiðum i Barentshafi i feb2019 Mynd þorgeir Baldursson

        1360 Kleifarberg RE á Akureyri 7 mars Mynd þorgeir Baldursson 2019

                Landað úr Kleifarbergi Re 70 mynd þorgeir Baldursson 2019

                       Hift uppúr lestinni Myn dþorgeir Baldursson 2019

                       Raðað á Bretti i lestinni Mynd þorgeir Baldursson 2019

          Það eru vaskir drengir sem að landa úr skipinu mynd þorgeir 2019

                  Best að flyta sér að fylla brettið mynd þorgeir Baldursson 

 Fv Jóhann og   Stefán Skipst  með tertuna Góðu Mynd þorgeir Baldursson 2019

 

                    Góðir gestir litu i kaffi mynd þorgeir Baldursson 2019

09.03.2019 11:49

Húnakaffi i morgun 9 mars

                    Húni  i morgun 9 mars mynd þorgeir Baldursson 

                         Kaffi spjall mynd þorgeir Baldursson 

                         Spekingar mynd þorgeir Baldursson 

                      Kaffi stjórarnir mynd þorgeir Baldursson 

                                Allir Glaðir  mynd þorgeir Baldursson 

                                 Vélstjórar mynd þorgeir Baldursson 

                            Spekingar spjalla mynd þorgeir Baldursson 

                       Kaffispjall á lettum nótum mynd þorgeir Baldursson 

              Ferðafólk frá Skotlandi kom i heimsókn mynd þorgeir Baldursson 

                              Kaffispjall mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 733
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 1015
Gestir í gær: 227
Samtals flettingar: 9571112
Samtals gestir: 1352412
Tölur uppfærðar: 12.11.2019 14:28:18
www.mbl.is