25.11.2017 11:46

Sólrún EA151

      Sólrún EA 151 dregur netin á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2017

22.11.2017 22:04

Stormur HF 294 leggur senn af stað heimleiðis

       Stormur HF við bryggju Myndir Tryggvi Sigurðsson 22nóv 2017

Nú styttist í að línubáturinn Stormur HF haldi frá Póllandi heim til Íslands eftir endurbyggingu á skipsskrokki sem keyptur var á Nýfundnalandi.

Skipinu hefur verið breytt svo mikið að segja má að um nýsmíði sé að ræða.

                                   Linuspilið mynd Tryggvi Sigurðsson 

Skipið með rafknúna skrúfu, „dísel electric“ og dregur línuna í gegnum síðuna.

      Linuafdragarinn og rekkar á millidekki Mynd Tryggvi Sigurðsson 

Hvort tveggja er nýjung í útgerð íslenskra línubáta, en þekkt annars staðar í heiminum.

  Setustofa skipverja er hin Glæsilegasta Mynd Tryggvi Sigurðsson 

Skipið er í eigu Storm Seafood í Hafnarfirði.

                             Stormur Mynd Tryggvi Sigurðsson 2017

Axel Jónsson, skipstjóri, hefur haft umsjón með kaupunum á skipinu og breytingum á því ytra. „Þetta verður nýsmíði,“ segir hann í samtali við kvotinn.is,

 en við keyptum skrokk í Nýfundnalandi, sem var 23 metrar að lengd og lengdum hann um 22 metra og gerðum bát úr honum.

Tæplega 46 metra langan og 9,20 á breidd, 680 tonn.

Þetta var bara skrokkur, en er nú orðinn alvöru skip, vistvænn alvöru barkur,“ sagði Axel í samtali við kvótann fyrr á árinu.

            Brúinn er hin Glæsilegasta mynd Tryggvi Sigurðsson 2017

                 vinnuaðstaða  Skipstjórans Mynd Tryggvi Sigurðsson  

                     Útsýnið úr Brúnni Mynd Tryggvi Sigurðsson 

„Svo er línan dregin í gegnum síðuna á honum, sem er nýjung á Íslandi, en þekkist annars staðar.

Allt sem við erum að gera er nýjung á Íslandi þó útgerðir í öðrum löndum hafi farið þessa leið áður.

Skipið er þá alveg lokað og enginn á rúllu í lúgu á síðunni.

Þegar fiskurinn er kominn inn á dekkið er þetta svo eins og hjá venjulegum línubátum.“

                                     Millidekkið mynd Tryggvi Sigurðsson 

Stormur er með nýjustu gerð af Mustad beitningarvél með 50.000 króka.

Báturinn er líka græjaður fyrir net og ætlunin að fara á grálúðunet.

„Skipið er fullt af nýjungum, en ekkert nýtt sem við erum að finna upp.

                      Lestin er vel Græjuð mynd Tryggvi Sigurðsson 

Þetta hafa menn gert allt áður en við erum að sameina það besta sem við þekkjum í einum bát.

Það þarf alltaf einhvern vitleysing í hverja verstöð til að það verði einhver framþróun,“ sagði Axel Jónsson.

  Stórir og áberandi stafir hafa verið málaðir á skipið Mynd Tryggvi Sigurðsson

Skipið er hið glæsilegasta og hérna koma nokkar myndi innan úr þvi 

                  Klefagangur Skipverja  Mynd Tryggvi Sigurðsson 

                        Yfirvélstjóraklefinn Mynd Tryggvi Sigurðsson

             Gott Gufubað er um borð  Mynd Tryggvi Sigurðsson 

         Aðalvélin er af gerðinni Caterpillar Mynd Tryggvi Sigurðsson 

Um borð eru 3 Caterpillar 465KW sem sjá um að drifa 750kw rafal sem að snýr

Skrúfunni áfram reyndar er nóg afl i tveimur þeirra til þess ásamt  rafmagnsnotkun

skipsins ef að það verður fryst um borð þarf þær allar 3 i verkefnið 

 

                                Úr Vélarúminu mynd Tryggvi Sigurðsson 

                    Rafmagnstöflur skipsins Mynd Tryggvi Sigurðsson 

 

Teksti Hjörtur Gislasson 

Myndir Tryggvi Sigurðsson  

 

 

22.11.2017 21:14

Jón Kjartansson Su 111 á Eyjafirði

Hinn nýji Jón Kjartansson Su 111 á Siglingu inn Eyjafjörð fyrir skömmu 

en skipi er nú i breytingum hjá Slippnum á Akureyri þar sem að kom á fyrir 

Nótabúnaði ásamt  öllu tilheyrandi og lika togspilum ásamt hefðbundnum 

verkum sem tilheyra þessu en áætlað er að skipið verði tilbúið i janúar 2018 

 Jón Kjartansson Su 111 á Eyjafirði fyrir skömmu Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

15.11.2017 23:34

Björgúlfur Ea 312 i Brælu

Það er alltaf gaman að ná myndum af  skipum i Brælu og þegar ég hafði tök á að ná einum 

af nýju togurunum  sem að smiðuð voru i Tyrklandi  Björgúlfi EA312 var ég snöggur til 

og smellti af nokkrum myndum og hérna koma tvær þeirra 

               2892 Björgúlfur EA  312 Mynd þorgeir Baldursson 2017

             2892 Björgúlfur EA312 i 25m/s Mynd þorgeir Baldursson 2017

26.10.2017 13:01

Cuxhaven NC100 siglir inn Eyjafjörðinn

Cuxhaven NC 100 nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hefur haldið á veiðar. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Cuxhaven er fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 21 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven.

 

Eigendur Samherja ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti. Cuxhaven hélt svo til veiða í Barentshafi 20.ágúst. Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. 

Cuxhaven er afar vel búið á allan hátt bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar sem getur orðið allt að 35 manns. Með nýjustu tæknilausnum er skipið mun hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna en eldri skip. Vinnsludekk er hannað og smíðað af Slippnum á Akureyri og hefur búnað m.a. frá Vélfag á Ólafsfirði. 

 

„Þetta eru mikil tímamót í rekstri DFFU hér í Þýskalandi. Meðal annars hefur allur aðbúnaður áhafnar og vinnuaðstaða verið stórbætt. Það er mikil áskorun að fá allt til að virka í svona tæknilega flóknu skipi og næstu vikur verða því spennandi hjá okkur,“ segir Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Deutsche Fischfang Union GmbH.

Af heimasiðu Samherja 

Fleiri myndir munu birtast siðar 

 

 

          Cuxhaven Nc 100 á Siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2017

      Cuxhaven  á móts við Hauganes  Mynd þorgeir Baldursson  2017

       Björgúlfur  EA312  og Cuxhaven NC 100 i morgun 26 Okt mynd þorgeir 

 

10.10.2017 07:43

7499 Knútur EA116

    7499 Knútur EA116 kemur til Akureyrar i gær Mynd þorgeir 2017

09.10.2017 20:51

Polonus CDY -58

   Polonus  CDY-58 ex Baldvin NC 100 og 101 2265 Baldvin þorsteinsson EA10 

    Teitur Björgvinsson Skipst Polonus  Mynd þorgeir Baldursson 2017

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.

Baldvin_NC100
Mynd:Þorgeir Baldursson

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.        

Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Árið 2001 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og var afhent í maí 2002. Skipið var nefnt Baldvin NC og hefur verið í rekstri hjá DFFU í rúm 15 ár. Skipstjórar Baldvins NC undanfarin ár voru þeir nafnar Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Baldvin NC landaði afla öðru hverju hér á landi. Síðustu verkefni skipsins fyrir DFFU voru tveir góðir túrar á grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Skipið hefur verið selt til Póllands og fær nafnið Polonus.

       Baldvin NC 100 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2014

06.10.2017 17:09

Nóg af fiski en sumar tegundir vandveiddar

,,Veiðin hefur gengið alveg þokkalega. Það er nóg af fiski á slóðinni en vandinn er sá að þær tegundir, sem við erum á höttunum eftir, eru vandveiddar. Efst á óskalistanum hjá okkur eru grálúða og djúpkarfi og hvað þær varðar mætti veiðin vera betri,“ segir Kristinn Gestsson, skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE.

Er rætt var við Kristin var veiðiferðin hálfnuð en hann segist hafa byrjað að leita að djúpkarfa í öllum djúpköntum með suðurströndinni og síðan úti af Austfjörðum þar sem grálúðu hefur einnig verið að finna. Lítið hafi verið um djúpkarfa á þessum slóðum.

,,Við erum núna á Hampiðjutorginu út af Vestfjörðum og erum að reyna við grálúðu og djúpkarfa. Grálúðan er vandveidd. Það er nóg af þorski og gullkarfa hér á Vestfjarðamiðum en ufsinn hefur lítið sést. Ýsuna veiðum við á grunninu frá Reykjafjarðarál og vestur eftir en hún er mjög viðkvæm fyrir of mikilli sókn og því þarf að hvíla bleyðurnar vel á milli,“ segir Kristinn en að hans sögn er tegundum eins og gulllaxi alltaf gefinn gaumur.

,,Ég leitaði að gulllaxi í köntunum á leiðinni austur en það virðist ekki vera mikið af honum um þessar mundir,“ segir Kristinn Gestsson.

 

 

   Kristinn Gestsson Skipst Þerney  RE1 Mynd þorgeir Baldursson 2017

     2203 Þerney RE 1 á Halanum  fyrir stuttu Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

22.09.2017 15:13

Spindrift LK 39

    

                                  Spindrift Lk 39  Mynd Trefjar.is 2017

 

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Hjaltlandseyja

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Whalsey sem er hluti af Hjaltlandseyjum.

Að útgerðinni stendur Allister Irvine skipstjóri frá Whalsey sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Spindrift.  Báturinn er 11brúttótonn.  Spindrift er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM 315hp tengd ZF 286IV gír.

 

Siglingatæki koma frá Furuno.  Báturinn er með uppsettar MaxSEA skipstjórnartölvu.

 

Hann einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

 

Báturinn er útbúinn til netaveiða og handfæraveiða.  Makrílkerfi er um borð.

 

Hýfingarbóma er um borð til að auðvelda löndun úr bátnum.

 

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest. 

 

Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Whalsey allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

www.trefjar.is

www.mbl.is