28.02.2018 07:59

myndaveisla úr Eyjum frá Tryggva Sig

Tryggvi Sig sendi mér þessar myndir i gærkveldi þar sem að skipin voru að tinast 

út eftir bræluna siðustu daga nú er fint veður og veiðin á miðunum að lagast 

og spáin er góð næstu daga að sögn veðurfræðinga 

Kann ég Tryggva bestu þakkir fyrir afnotin 

                   968 Sleipnir Ve 83 Mynd Tryggvi Sigurðsson 2018

                             2772 Álsey VE2  Mynd Tryggvi Sigurðsson 2018

               2883 Sigurður Ve 15 Mynd Tryggvi Sigurðsson 2018

27.02.2018 20:59

Addi Steini og Sigurður Ve15

Andrés Sigurðsson Skipstjóri og Hafnsögumaður i Eyjum er mikill Hagleiksmaður 

hann smiðaði til dæmis þetta likan af aflaskipinu Sigurði Ve 15 sem að

Isfélag Vestmannaeyja gerði út af miklum myndarskap i mörg ár hann var stýrmaður 

með Kristbirni Árnasyni (Bóba )i mörg ár tók svo við skipstjórn á Hörpu Ve 25 

áður en á hann fór i núverandi starf 

     Addi Steini og Likanið af 183 Sigurður Ve 15 Mynd Óskar Pétur Friðriksson

       183 Sigurður Ve 15 á loðumiðunum Mynd þorgeir Baldursson 2012

    183 Sigurður VE15 með fullfermi á leið i krossanes mynd þorgeir Baldursson

    Kristbjörn Árnasson skipst Mynd þorgeir 

27.02.2018 20:19

Þórunn Sveinsdóttir ve 401

Einn glæsilegasti isfisktogari Vestmanneyinga Þórunn Sveinsdóttir  VE 401 

kom til löndunnar fyrir skömmu og þá náði Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari 

þessum myndum af  henni koma i höfn 

 

          2401 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

    2401 Þórunn Sveinsdóttir kemur inn til Eyja Mynd Óskar Pétur Friðriksson

          Klárir framá með springinn mynd Óskar Pétur Friðriksson 

    Þórunn siglir inn Helgafell og hraunið i bakgrunni Mynd Óskar P Friðriksson 

27.02.2018 19:54

Spekingar spjalla

Bjarni Bjarnasson skipst og Sverrir Leósson Útgerðarmaður mynd þorgeir 2006

27.02.2018 08:44

Ásgrimur Halldórsson SF 250

  2780 Ásgrimur Halldórsson  SF 250 Mynd Þorgeir Baldursson 

 

„Hald­ist veðrið skap­legt í nótt ætt­um við að ná ágætri loðnu­veiði á morg­un,“

sagði Ásgrím­ur Ing­ólfs­son, skip­stjóri á Horna­fjarðar­skip­inu Ásgrími Hall­dórs­syni SF-250.

Hann var þá skammt vest­an við Vest­manna­eyj­ar.

Nú er loðnan far­in að ganga vest­ur með land­inu og mörg upp­sjáv­ar­skip

– ís­lensk og fær­eysk – eru því við Eyj­arn­ar og eins út af Vík í Mýr­dal. Þá voru nokk­ur skip inni í Vest­manna­eyj­um,

þar sem þau hafa beðið af sér brælu síðustu daga, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það lóðar illa á tækj­um í myrkr­inu.

Við verðum því al­veg ró­leg­ir í nótt og höld­um okk­ur hér í vari fyr­ir suðaust­an-átt­inni uns fer að birta í fyrra­málið.

Þá köst­um við út trolli. Í dag voru menn á skip­un­um sem eru hérna að fá ágæt köst, stund­um allt að 400 tonn.

Útlitið er því ágætt, en við tök­um um 1.000 tonn í þetta skip og veiðum bara til mann­eld­is.

Afl­ann sigl­um við svo með á Höfn þangað sem er um tólf tíma stím héðan frá Vest­manna­eyj­um,“ sagði Ásgrím­ur.

Heimild Mbl.is 

 

26.02.2018 22:47

loksins er veðrið á lagast á loðnumiðunum

 mikil ótið hefur verið á loðnumiðunum siðustu vikur mynd þorgeir Baldursson 

26.02.2018 22:44

Eiður ÓF 13

                              7040 Eiður ÓF13 Mynd þorgeir Baldursson 

26.02.2018 22:38

Sulebas SF-100-SU I Tromsö

               Sulebas SF-100-SU Floro Mynd þorgeir Baldursson 2015

25.02.2018 21:37

Enn bræla á Loðnumiðunum

Enn er bræla á loðnumiðunum úti fyrir suðurlandi og i morgun 

voru 17 loðnuskip bæði islensk og erlend við bryggju i eyjum ásamt stórum 

flota tog og netabáta og má með sanni segja að höfnin hafi verið Kjaftfull 

og ekki pláss fyrir öll skipin og voru þrjú skip innaf Eiðinu  i vari 

Vilhelm Þorsteinsson EA 11  Bjarni Ólafsson AK 70 og Hákon EA148 

frettaritari siðunnar   Óskar Pétur Friðriksson  brá sér bryggjurúnt

og hérna kemur afraksturinn enda alltaf mikið lif og fjör  i Eyjum 

enda hápuntur vertiðarinnar að fara i gang um þessar mundir 

       Mikill fjöldi skipa i Vestmanneyjarhöfn i dag Mynd Óskar P Friðriksson 

        Aðalsteinn Jónsson SU11 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

       Eins og sjá má er litið pláss i höfninni mynd óskar Pétur Friðriksson 2018

     Glófaxi 2, Jóna Eðvalds SF, Álsey VE ,Mynd Óskar Pétur Friðrikson 2018   

Bergey Ve,Sigurður VE ,Vestmannaey Ve, og Isleifur VE mynd Óskar P Friðriksson

 

                     Finnur Friði FD 86 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

    Bjarni ólafsson AK 70 lá fyrir utan Eiðið mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

   Ásamt Vilhelm Þorsteinssyni EA11  mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

    2909 Bjarni Ólafsson AK 70 á reki mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

    við Eiðið Bjarni Ólafsson AK i bakgrunni Mynd óskar Pétur Friðriksson 2018

 

25.02.2018 14:18

Varðskipið Óðinn nýskverað á Akureyri

      159 Varðskipið Óðinn núkominn úr slippnum á Akureyri mynd þorgeir 

25.02.2018 11:37

2645 Björgvin SU 41 ný ferja Mjófirðinga

          2645 Björgvin su 41 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2018

                  2645 Hafrafell SU 85 Mynd þorgeir Baldursson 2016

        2645 Gyða Jónsdóttir EA20  Mynd þorgeir Baldursson 2012

24.02.2018 14:44

Rifsnes SH 44

 

                  2847 Rifsnes SH 44 mynd þorgeir Baldursson 2016

24.02.2018 14:05

Lengsti Dráttur sögunnar

            Hebron Sea i drætti mynd þorgeir Baldursson 31/5 2012

Fyrir nokkrum árum var varðskipið Týr leigt i verkefni þar sem að átti að draga 

dráttarbát sem að hét Hebron Sea frá New Glaskow i Canada til Fornnes i Danmörku

og var ætlunin að hirða úr honum dráttarspilið sem að var mjög öflugt og var 

dráttargeta þess um 200 tonn með 50m/m vir og ætlað til þess að draga skipin 

sem að verið var að rifa á þurrt land alls tók þessi túr heila 43 daga frá Reykjavik 

og til baka til Reykjavikur skipherra i ferðinni var Halldór Gunnlaugsson 

24.02.2018 13:33

177 Fönix St 177 losnar frá bryggju á Hólmavik siðustu nótt

                   177 Fönix ST 177 Mynd Þorgeir Baldursson 2014

 

Björg­un­ar­sveit var ræst út á Hólma­vík á þriðja tím­an­um í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju.

Bát­ur­inn, sem er 58 ára gam­all tog­bát­ur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann veg­ur um 190 tonn og er úr stáli.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna í skipa­skrá 200 mílna, sjáv­ar­út­vegsvefjar mbl.is.

Þegar björg­un­ar­sveit­in kom á staðinn rak bát­inn stjórn­laust frá bryggju.

Taug var fest í bát­inn og hann síðan dreg­inn að landi með belta­gröfu.

Tók björg­un­in um tvo klukku­tíma og að henni komu 8-10 manns.

Að sögn Úlfars Arn­ar Hjart­ar­son­ar í svæðis­stjórn Lands­bjarg­ar

virðist bát­ur­inn við fyrstu sýn hafa sloppið óskaddaður úr svaðilför­inni en ekk­ert lak inn á hann.

Heimild Mbl.is 

23.02.2018 17:26

Samningur um þorskveiðar i Barentshafi

 

                              Þorskveiðar Mynd Þorgeir Baldursson 

         Þorskpoki á leið uppi rennuna ©þorgeir

 

Samn­ing­ar hafa tek­ist á milli ís­lenskra, norskra og rúss­neskra stjórn­valda

um þorskveiðar ís­lenskra skipa í lög­sögu Nor­egs og Rúss­lands.

Um er að ræða fram­hald svo­kallaðs Smugu­samn­ings sem gerður var árið 1999 af hálfu Íslands, Nor­egs og Rúss­lands,

en hann kveður á um tvenns kon­ar kvóta,

ann­ars veg­ar kvóta sem ekki er greitt fyr­ir og hins veg­ar kvóta sem Ísland fær ef samn­ing­ar tak­ast um verð.

Samn­ing­ar hafa tek­ist um fyrr­nefnda kvót­ann og verður heild­ar­magn þess þorsks, sem ekki þarf að greiða fyr­ir, alls 4.409 tonn.

Heim­ill verður þá 30% meðafli ofan á þetta magn, en þó má magn ýsu ekki nema meiru en 352 tonn­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu

að eft­ir eigi að ganga frá samn­ing­um um verð fyr­ir þann kvóta sem kaupa má, en hann er í ár ákveðinn alls 2.646 tonn.

Með hon­um fylg­ir einnig 30% meðafli, en þar eru tak­mörk á ýsu 265 tonn.

Í sam­komu­lagi stjórn­vald­anna felst enn frem­ur að Rúss­land fær 1.500 tonn af mak­ríl til veiða á út­haf­inu, af mak­ríl­kvóta Íslands

 

 

www.mbl.is