23.08.2019 11:36

Sleipnir Ve 83 I pottinn

Snenmma i morgun lagði Sleipnir ve 83 i sýna hinnstu för  i pottinn alræmda og mun ferðinni 

vera haldið til  Belgiu en þar hafa nokkur islenskt skip endað sinn liftima 

Skipið hefur borið nokkur nöfn Sleipnir Ve ,Glófaxi Ve, Arnþór EA , Bergur VE

Hilmir KE, Bjarni Ásmundar ÞH,Hilmir KE ,OG krossanes SU. sem að er fyrsta nafnið hans

Óskar Pétur Friðriksson sendi mér nokkrar myndir sem að koma hérna  

                 968 Sleipnir VE 83 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2019

                   968 Sleipnir VE 83 mynd óskar Pétur Friðriksson 2019

 

23.08.2019 07:40

Þór dreg­ur fiski­bát í land

Skip­stjóri á fiski­báti með bilaða stýris­vél á Húna­flóa hafði sam­band við stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar snemma í morg­un og óskaði eft­ir aðstoð.

Varðskipið Þór var þá í næsta ná­grenni og voru hæg heima­tök­in að draga fiski­bát­inn í land, að því er seg­ir á Face­book-síðu Gæsl­unn­ar.

Varðskips­menn brugðust hratt við og laust fyr­ir klukk­an sjö í morg­un var búið að koma línu fyr­ir á milli skip­anna. Þór sigl­ir nú áleiðis til Skaga­strand­ar með fiski­bát­inn í togi en þangað er gert ráð fyr­ir að þau verði kom­in um há­degi.

            Þór og linubáturinn mynd Landhelgisgæslan 22 ágúst 2019

 

22.08.2019 22:28

Fyrsta norska skipið á Norður­pól­inn

           Skipverjar á Svalbard fagna áfanganum mynd Norska Strandgæslan 

Skip frá norsku land­helg­is­gæsl­unni komst í sögu­bæk­urn­ar í gær er það varð fyrsta norska skipið til að sigla á Norður­pól­inn. Fjöl­miðill­inn The In­depend­ent Bar­ents Obser­vergrein­ir frá þessu, en skipið KV Sval­b­ard tek­ur þátt í CA­ATEX rann­sókn­ar­verk­efn­inu um lofts­lags­breyt­ing­ar sem Nan­sen En­vironmental and Remote Sens­ing Centre fer fyr­ir.

Strand­gæsl­an greindi frá áfang­an­um á Twitter, en að sögn norsku TV2 sjón­varps­stöðvar­inn­ar sigldi norska skipið eft­ir slóða sem rúss­nesk­ur ís­brjót­ur hafði farið. Hef­ur kjarn­orku­knúni ís­brjót­ur­inn 50 let Po­be­dy farið fimm ferðir með ferðamenn á Norður­pól­inn það sem af er þessu sumri.

Hef­ur TV2 eft­ir Geir-Mart­in Leinebø, skip­stjóra KV Sval­b­ard, að áfang­an­um verði fagnað með „grilli og fót­bolta­leik“.

Þó þetta sé fyrsta ferð norsk skips á Pól­inn hafa önn­ur skip siglt þangað áður. Fyrst var kjarn­orku­knúni í ís­brjót­ur­inn Arktika, sem einnig er rúss­nesk­ur, en hann fór á Pól­inn árið 1977 og fyrst skipa sem ekki eru knú­in kjarn­orku til að kom­ast á Norður­pól­inn var sænski ís­brjót­ur­inn Oden sem fór þangað árið 1991.

Heimild mbl.is

 

22.08.2019 21:28

Börkur Nk 122 með góðan makriltúr

Börk­ur NK kom til Nes­kaupstaðar í gær með 1.200 tonn af mak­ríl til vinnslu, og hófst lönd­un klukk­an þrjú í nótt. Haft er eft­ir Hjörv­ari Hjálm­ars­syni skip­stjóra í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni að afl­inn hafi feng­ist í þrem­ur hol­um, veiði hafi verið góð og mikið að sjá. „Við vor­um heppn­ir að þessu sinni. Þetta er stór og kvik­ur fisk­ur og það get­ur verið erfitt að eiga við hann því hann fer mjög hratt yfir,“ seg­ir Hjörv­ar.

Vertíð hef­ur al­mennt gengið vel en eins og venju­lega eru veiðar á mak­ríl æði sveiflu­kennd­ar, háðar veðri og því hve hratt fisk­ur fer yfir. „Það er auðvelt að týna hon­um.“

Beit­ir NK og Bjarni Ólafs­son AK, tvö skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, eru á leiðinni á miðin, en hið þriðja, Mar­grét EA er nú að landa í Fær­eyj­um

                         2265 Börkur NK 122 Mynd þorgeir Baldursson 

 

22.08.2019 10:26

Margrét GK 33 nýsmiði frá Vikingbátum

Fréttaritari siðunnar i Hafnarfirði Hjalti Hálfdánarsson sendi mér þessar myndir i morgun 

OG mun þessi hafa verið sjósettur nýlega 

fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsinar berast

 

        2952 Margret GK 33 Mynd Hjalti Hálfdánarsson  22 Ágúst 2019

          2952 Margret GK 33 mynd Hjalti Hálfdánarsson 22 ágúst 2019

22.08.2019 09:59

"ÍSLENSKUR" ÁREKSTUR Í NORSKRI HÖFN

  

               Reval Viking  EK 1202. við bryggju i Tromsö

                          Lokys KL 926 við Bryggju i Tromsö 

                    Miklar skenmmdir á Lokys kl 926 i Tromsö

Tveir togarar í eigu Reyktal, útgerðar í eigu Íslendinga, rákust saman í höfninni í Breivik í Noregi á þriðjudag, þegar þeir voru að koma þar inn til löndunar. Nokkrar skemmdir urðu á þeim báðum skipunum. Þetta eru togararnir Reval Viking og Lokys. Samkvæmt frétt norska blaðsins Nordlys, er Reval Viking skráður í Eistlandi og Lokys í Litháen. Báðir skipstjórarnir eru íslenskir.

Skemmdir á Lokys eru meiri en á Reval Viking en stefni þess síðarnefnda gerði gat ofarlega á stjórnborðssíðu Lokys.

                             Skipin við Bryggju i Tromsö  i vikunni 

Samkvæmt Nordlys er ástæða óhappsins ekki ljós, en það hefur eftir einum úr áhöfn Lokys að hann hafi heyrt mikinn skell, þegar óhappið varð. Hann segir að þeir hafi haldið að skaðinn væri ekki eins mikill og raun varð á, en gatið á skipinu sé gríðarstórt. Þetta hafi verið hrein og klár ópheppni og hvert framhaldið verði sé óljóst.

Blaðið hafði ekki í gær fengið frekar upplýsingar annað en að svo virðist sem Lokys hafi reynt að komast fram fyrir Reval Viking, þegar skipin voru að leggja að bryggju. Lögreglan hefur atvikið til skoðunar. Kvótinn hafði í gær hvorki náð tali af útgerðinni né skipstjórunum tveimur.

21.08.2019 22:26

Góður Afli hjá Gullver Ns i ágúst

Stuttir túrar - eða þrír til fjórir dagar. Víða farið til að hitta á fisk.

Ísfisktogarinn Gullver NS hefur það sem af er ágústmánuði landað fjórum sinnum á Seyðisfirði, samtals tæplega 400 tonnum.

Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem rætt er við Þórhall Jónsson skipstjóra. Hann var spurður um aflabrögð.

„Það hefur aflast þokkalega en síðustu tvo túrana hefur verið heldur tregt í þorski og ufsa. Í síðasta túr var bræla við suðausturlandið og þá veiddum við á Tangaflakinu og Digranesflakinu. Í túrunum á undan vorum við sunnar og vorum til dæmis á Stokksnesgrunni og lentum út í Rósagarð þar sem fékkst djúpkarfi. Þá var farið allvíða. Venjulega eru túrarnir hjá okkur þrír til fjórir sólarhringar þannig að þeir eru ekki langir. Gert er ráð fyrir að skipið haldi á ný til veiða í kvöld. Það er verið að taka nýja víra og að því loknu verður látið úr höfn,“ segir Þórhallur.

                  Landað úr Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 2019

               Landað úr Gullver drónamynd Þorgeir Baldursson 2019

                     1661 Gullver við bryggju á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 

19.08.2019 08:18

Tveir i slippnum verið að græja millidekk

   2891 Kaldbakur EA1 og 2954 Vestmannaey VE 54 mynd Þorgeir Baldurssson 

18.08.2019 13:14

Á strandveiðum fyrir austan

                            Bragi   Frændi flottur á Strandveiðum  

            7400 Snjólfur  SF65 mynd Hólmar Hallur Unnsteinsson 

                       Á strandveiðum við kvisker  mynd Bragi Fannar

18.08.2019 09:35

Fjölnir GK 157 kemur til Grindavikur

                   1136 Fjölnir Gk157 Mynd Guðmundur St Valdimarsson 

17.08.2019 21:00

Isleifur Ve 63 kemur með Makril til Eyja

Isleifur Ve 63  i eigu Vinnslustöðvarinnar kom tii Eyja um kl 2230 i gærkveldi 

með makril  úr sildarsmugunni en um 2 sólahringa stim er á miðin svo að mikill timi fer i siglingar

þar eru einnig rússnesk, færeysk og grænlensk makrílskip. Í gær var þokkaleg veiði og í nótt veiddist vel.

og eru skipin að fá góð höl þannig að  Fiskurinn sem fæst er stór, eða 550 gr. að meðaltali. 

Fréttarritari Siðunnar Óskar Pétur Friðriksson  var á bryggjunni og tók meðfylgjandi myndir 

 

        2388 Isleifur Ve 63 Mynd Óskar Pétur Friðriksson  16 Ágúst 2019

  Eyjólfur  Guðjónsson Skipst  Mynd óskar P friðriksson 

             Isleifur VE 63 mynd Óskar Pétur Friðriksson 15 ágúst 2019

      Birjað var að landa úr skipinu i Gærkveldi mynd óskar Pétur Friðriksson 

      Skipverjar ánægðir að vera komnir heim mynd Óskar Pétur Friðriksson 

 

 

 

16.08.2019 19:38

Tvær Vestmaeyjarnar Ve 54

 Vestmanney VE 54 mynd  þorgeir Baldursson

       2954 Vestmannaey Ve 54  á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson 

 

16.08.2019 10:18

Fengu 180 millj­óna króna inn­spýt­ingu

   Mein Schiff 4 og MSC Orchestra á pollinum i gær Mynd þorgeir Baldursson 

    Nieuw Statendam á Eyjafirði þann 13 ágúst mynd þorgeir Baldursson 

„Það má al­veg reikna með að þessi þrjú skip hafi skilað sam­an­lagt um 180 millj­ón­um króna í norðlenska hag­kerfið og skapað fjölda manns vinnu.“

Þetta seg­ir Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Vís­ar hann í máli sínu til þess að í þess­ari viku komu þrjú stór skemmti­ferðaskip til Ak­ur­eyr­ar með hátt í ell­efu þúsund manns, farþega og áhafn­ir. Er koma skipa mik­il lyfti­stöng fyr­ir hafn­ir og bæi úti á landi.

Heimild Morgunblaðið 

Myndir Þorgeir Baldursson 

16.08.2019 10:02

JOLIE BRISE Sailing Vessel

Þessi Breska Skúta er að koma til Seyðisfjarðar eftir stutta stund

myndir af Marinetraffic.com 

                                       Marinetraffic © Rick Tomlinson

                                Marinetraffic © Proche 

                             marineTeaffic ©  Ken Pickersgill

                                   Marinetraffic © Graham Rabbitts

IMO:  -

MMSI:  232007940

Call Sign:  2XBV

Flag:  United Kingdom [GB]

AIS Vessel Type:  Sailing Vessel

Gross Tonnage:  -

Deadweight:  -

Length Overall x Breadth Extreme:  25m × 5m

Year Built:  -

Status:  Active


Read more at http://www.marinetraffic.com/en/ais/details/ships/shipid:183542/mmsi:232007940/imo:0/vessel:JOLIE_BRISE#7yeDGsTtTofcprYO.99

16.08.2019 08:03

Beðið með björgunnaraðgerðir á Svalbarða

 

Hætta við að fjarlægja Northguider!

Smit Salvage hefur tímabundið fært skip sín og sylgt til Longyear-bæjar vegna ísskylirða norðan við Hinlopen.

Það eru kröftugir vindar síðustu daga sem gera það að verkum að ísklumparnir hafa farið af stað og óttast björgunarsveitin að ísinn vefji sig utan um hin skipin. Þeir fylgjast nú vel með og munu snúa aftur til Hinlopen um leið og ástandið batnar. 

Umhverfisyfirvöld á Svalbarða telja að það stafi hætta á bráðri mengun vegna þessa og fylgist Norska strandgæslan því náið með björgunaraðgerðum Nouthguied. sem að strandaði þar skömmu fyrir jólin 2018

 

        Northguider á strandstað við Svalbarða  Mynd Norska Strandgæslan 

Skipið hallar um 70-80 gráður á Stjórborða mynd Norska Strandgæslan

     Northguider H-177 á strandstað Á Svalbarða Mynd norska Strandgæslan 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1684
Gestir í dag: 131
Flettingar í gær: 1266
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 9699452
Samtals gestir: 1366947
Tölur uppfærðar: 25.1.2020 19:02:35
www.mbl.is