04.06.2022 09:24

Vörður ÞH 44 kemur til hafnar

                    2962 Vörður þH 44 kemur til hafnar og sprignum kastað i land mynd þorgeir Baldursson 

03.06.2022 23:12

LILJA RAFNEY VILL BJARGA MARÍU JÚLÍU

LILJA RAFNEY VILL BJARGA MARÍU JÚLÍU

               mynd og frett af bæjarins besta bb.is

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna, vill bjarga skipinu Maríu Júlíu sem var fyrsta varðskip og hafrannsóknarskip Íslendinga.

Í um­ræðum um störf þingsins á Al­þingi í gær benti Lilja Raf­n­ey á að skipið ætti sér merka sögu en hafi legið í Ísa­fjarðar­höfn undan­farin ár

þar sem það má muna sinn fífil fegurri.

„Byggða­safn Vest­fjarða og minja­safnið á Hnjóti njóti keyptu skipið árið 2003 en þá átti að selja það til Suður-Afríku.

Það naut varð­veislu og stuðnings opin­berra aðila fyrstu árinu en hefur legið í svo­kallaðri öndunar­vél við Ísa­fjarðar­höfn síðan 2014

og fer hver að verða síðastur að bjarga þessum menningar­verð­mætum frá glötun …

Og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum á Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlega viðgerð,

svo bjarga megi þessu krúnudjásni að ég tel í sjósafnsgripum um haf og strandmenningu 20. aldar,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi í gær. 

03.06.2022 16:59

Bandarisk Kafbátarleitarflugvél á Akureyri

 

                  skemmitferðaskipið Norweigan Star og Bandariska flugvélin mynd þorgeir Baldursson 

                          p 8 er kafbátaleitarflugvél Boeing 737-800 erx mynd. þorgeir Baldursson 

                                 p8  Hækkarflugið  til suðurs mynd þorgeir Baldursson 3 júni 2022

P-8  kafbátaleitarflug­vél banda­ríska sjó­hers­ins var við aðflug­sæfing­ar að Ak­ur­eyr­arflug­velli skömmu fyr­ir há­degi í dag.

Um var að ræða hefðbundna æf­ingu en þær eru gerðar með reglu­legu milli­bili, að sögn Ágeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

03.06.2022 16:47

Norweigan Star á Akureyri

                          Norweigan Star við bryggju á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 3 júni 2022

31.05.2022 21:00

Minna á þörf á reglum eftir slys á Ömmu Siggu


                                 Amma Sigga i hvalaskoðun á Skjálfandaflóa mynd þorgeir Baldursson 

                                    Amma Sigga á siglingu til hafnar mynd þorgeir Baldursson 

                                                   Kjói  i eigu Húsavik adventura mynd þorgeir Baldursson 

Enn hafa ekki verið út­færðar kröf­ur um að út­gerðir RIB-báta séu látn­ar fram­kvæma áhættu­möt á mis­mun­andi aðstæðum sem fæli í sér að við til­tekn­ar aðstæður væri siglt hæg­ar, þrátt fyr­ir að ráðuneyti sam­göngu­mála hafi gefið fyr­ir­heit þess efn­is fyr­ir fjór­um árum. Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa vek­ur at­hygli á þessu í ný­legri at­vika­skýrslu sinni.

Í skýrsl­unni er fjallað um at­vik sem átti sér stað 6. sempt­em­ber á síðasta ári um borð í bátn­um Amma Sigga sem hvalskoðun­ar­fyr­ir­tækið Gentle Gi­ants ger­ir út. Bát­ur­inn var á sigl­ingu norðan við Lundey á Skjálf­anda­flóa. Öldu­hæðin þenn­an dag var á Gríms­eyj­ar­sundi 2 metr­ar og var sunn­an­vind­ur 4-5,5 metra á sek­úndu.

Á meðan sigl­ing­unni stóð sigldi Amma Sigga fram af öldu og við það fékk farþegi, sem sat í fremstu sætaröð, högg und­ir sig og slasaðist á baki. Ferðin var kláruð með lág­marks hreyf­ingu á bátn­um en við lækn­is­skoðun kom í ljós að farþeg­inn var með sam­falls­brot í hrygg.

Tíð slys á RIB-bát­um

Nefnd­in álykt­ar ekki í mál­inu en vís­ar á fyrri niður­stöður sín­ar í sam­bæri­leg­um slys­um og bend­ir á að í kjöl­far tveggja slysa hafi árið 2017 verið lagt til að gerðar verði úr­bæt­ur á reglu­verki. „Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bát­um, sem notaðir eru í at­vinnu­skyni, legg­ur nefnd­in til við Sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneyti að sett­ar verði regl­ur sem tryggi ör­yggi farþega. Í því sam­bandi verði m.a. at­hugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.“

Um­rætt ráðuneyti hafi hins veg­ar talið ekki fært að setja sér­stak­ar regl­ur varðandi sæti þar sem bát­arn­ir væru CE-merkt­ir. Hins­veg­ar var ákveðið að móta kröf­ur um áhættumat sem myndi skil­greina aðstæður sem kalla á minni hraða. „Þetta hef­ur ekki verið gert,“ seg­ir í skýrsl­unni að lok­um.

31.05.2022 08:06

Otter Bank BL 937879

                       Otter Bank BL 937879 við slippkantinn mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

30.05.2022 11:15

Skenmmtiferðaskip á Akureyri i morgun

i morgun komu 2 stór skemmtiferða skip til hafnar á Akureyri i morgun og hérna koma nokkrar myndir 

 

                    Skemmtiferða skip á Akureyri i morgun 30 mai 2022 mynd þorgeir Baldursson 

                                    Skemmtiferðaskip mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

                                              Norwegian star mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

                                                      Jevel of the Seas mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

29.05.2022 10:02

Toppmenn í Bótinni

      Hriseyingar  Sævar Sigmarsson og Tryggvi Ingimarsson í sandgerðisbót mynd þorgeir 

28.05.2022 23:16

Björg EA 7

                            2894 Björg EA 7 mynd þorgeir Baldursson 2022

28.05.2022 09:29

Gullver Ns12

              1661 Gullver Ns12  á veiðum í Berufjarðarál mynd Steinþór Hálfdánarsson 2022

27.05.2022 18:46

Hásteinn Ár 8 á landleið

                                                   1751 Hásteinn ÁR 8 Mynd Þorgeir Baldursson  2022

26.05.2022 20:21

Metdagur á Strandveiðum

                  Hermann Daðasson Skipstjóri á Hafþór EA19 með vænan þorsk mynd þorgeir Baldursson 

Mest­ur afli í maí­mánuði frá upp­hafi strand­veiða barst á land á mánu­dag þegar 320 tonn­um var landað á höfn­um hring­inn í kring­um landið. Gott veður var til sjó­sókn­ar víðast hvar og marg­ir voru fljót­ir að ná dags­skammt­in­um, sem er 774 kíló af óslægðum þorski eða 650 þorskí­gildi.

Alls lönduðu 464 strand­veiðibát­ar afla í fyrra­dag og reru flest­ir þeirra, eða 276, á svæði A, sem nær frá Arn­arstapa að Súðavík, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda.

Á mánu­dag var meðal­verð á óslægðum, hand­færa­veidd­um þorski á fisk­mörkuðum 399 krón­ur fyr­ir kíló og ufs­inn seld­ist á 220 krón­ur. Miðað við að all­ur afli hafi verið seld­ur í gegn­um fisk­markaði læt­ur nærri að afla­verðmætið hafi verið um 125 millj­ón­ir króna.

Eldra met fyr­ir maí var sett á mánu­dag í síðustu viku en þá var dagsafl­inn 308 tonn. Met á ein­um degi allt strand­veiðitíma­bilið stend­ur þó enn óhaggað en 28. júní í fyrra nam afl­inn 367 tonn­um.

26.05.2022 18:33

Hannes og orginal handfærarúllur

         6645 Sveinn EA 204 og Hannes Kristjánsson skipstjóri með handsnúnar handfærarúllur mynd þorgeir 

                                                      Hannes við Rúllurnar mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                       6645 Sveinn EA 204 mynd þorgeir Baldursson 2022 

 

26.05.2022 14:49

Fisher Bank á siglingu á Eyjafirði

                                 Fisher Bank BL 937880 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2022

26.05.2022 12:13

Ljósafell Su 70 á Eskifirði

                          1277 Ljósafell Su70 tekur Vira á Eskifirði mynd Eðvarð þór Grétarsson 2022

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1094
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 1683
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 608487
Samtals gestir: 25831
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 09:43:54
www.mbl.is