26.03.2020 13:59

Þjálfun á Magna frestað vegna veirunnar

                        2985   Magni  Mynd Hilmar Snorrasson  2020

                                       2985 Magni        Mynd Hilmar Snorrasson  2020

                                   2985 Magni Mynd hilmar Snorrsson 2020

Nýi drátt­ar­bát­ur­inn Magni, sem kom til lands­ins í lok fe­brú­ar, hef­ur reynst vel en kór­ónu­veir­an hef­ur sett strik í reikn­ing­inn í sam­bandi við þjálf­un starfs­manna.

Gísli Jó­hann Halls­son, yf­ir­hafn­sögumaður hjá Faxa­flóa­höfn­um, seg­ir að þegar þjálf­un­in hafi verið búin að standa yfir í viku hafi Hol­lend­ing­arn­ir sem hafi séð um hana verið kallaðir heim vegna veirunn­ar sunnu­dag­inn 15. mars.

„Við höf­um því aðeins verið að fikra okk­ur sjálf­ir áfram,“ seg­ir hann og bæt­ir við að vegna góðra aðstæðna í fyrra­dag hafi bát­ur­inn verið notaður til að færa skip Eim­skips í Reykja­vík­ur­höfn.

Þá standi til að taka þjálf­un með Land­helg­is­gæsl­unni í dag eða á morg­un.

„Við för­um mjög var­lega,“ seg­ir Gísli um stöðuna og nefn­ir að ekki hafi verið hægt að halda áfram þjálf­un í Stýri­manna­skól­an­um vegna veirunn­ar. „Við tök­um hænu­skref,“ seg­ir hann.

200 milur mbl.is

26.03.2020 09:35

Við verðum að stækka hratt

Skaginn 3X með verkefni út um allan heim

   Ingólfur Árnasson framkvst mynd Hag 

 Flæðilínur, ofurkæling, mannlausar lestar, risavaxin verkefni út um allan heim og framundan er fjórða iðnbyltingin í landvinnslunni. Allt hefur þetta orðið til í hugskoti íslenskra frumkvöðla og fáir þekkja söguna betur en Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X.

Burðarásinn í atvinnulífinu á Akranesi er Skaginn 3X. Fyrirtækið og umfang þess stækkar með hverju árinu. Nú er svo komið að framleiðslan á Sindragötu á Ísafirði hefur sprengt utan af sér og sömu sögu er að segja á Akranesi. Framundan eru mörg stór verkefni, ekki síst erlendis, og innleiðing nýrrar tækni í eigin framleiðslu fyrirtækisins.

Ingólfur Árnason er driffjöðurin að baki fyrirtækinu og stærsti eigandi. Að loknu tæknifræðinámi í Danmörku á níunda áratugnum hóf hann störf hjá Framleiðni, sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hans hlutverk var að heimsækja fiskvinnslur víða um land og innleiða nýja tækni. Á þessum árum var allur fiskur flakaður í bökkum og bakkarnir fluttir fram og til baka með handafli. Þá fæddist honum sú hugmynd að færa vinnuna inn á færibönd og útkoman var sú að fyrsta flæðilínan var kynnt til sögunnar 1983. Þar með var flæðilínuvæðingin hafin í íslenskri fiskvinnslu. Hugmyndin og heitið á fyrirbærinu varð til í hugskoti Ingólfs, sem og enska útgáfan flowline. Með flæðilínunni urðu miklar framfarir og framleiðniaukning í sjávarútvegi.

Mjór er mikils vísis

Fyrir um 30 árum þótti mjög gott ef nýtingin úr þorski í flök væri 40-43% en Ingólfur bendir á að hún sé nú miklu nær 48-50%. Þannig hefur fiskvinnslunni fleygt fram á þremur áratugum.

Þessi 7 prósentustiga aukning úr 40-43% nýtingu í 48-50% nýtingu þýðir að nýtingin á hverjum þorski hefur aukist um 20%. Þetta má þakka flæðilínuvæðingunni og því að láta fiskinn ekki stöðvast í vinnslunni. Þetta gerist með betri meðferð á hráefninu sem hefst strax úti á sjó og hvatinn er ekki síst takmörkuð auðlind og nauðsyn þess að fullnýta hráefnið.

Kvótakerfið var tekið upp á svipuðum tíma og flæðilínuvæðingin hófst og á örfáum árum var búið að flæðilínuvæða allt Ísland. Í framhaldinu var tæknin innleidd í Noregi, Kanada og víðar um heim.

Ingólfur fór í framhaldinu að starfa sjálfstætt og í samstarfi við Þorgeir & Ellert á Akranesi sem tóku að sér smíðavinnu. Í dag eru Skaginn og Þorgeir & Ellert systurfyrirtæki. Við tók þróun og smíði á næstu kynslóð flæðilína sem var með vigtareftirliti. Til varð fyrsta vigtartengda flæðilínan sem sýndi nýtinguna frá hverjum starfsmanni, afköst og fleira. Innleiðing á þessari tækni hófst árið 1988 og var mikið framfaraspor fyrir fiskvinnsluna og stuðlaði að mikilli framleiðniaukningu.

Ný kynslóð flæðilínu hafði verið þróuð í samstarfi við Pólstækni á Ísafirði sem á þessum árum var annað tveggja, lítilla fyrirtækja sem sérhæfði sig í framleiðslu á vogum. Hitt var Marel. Fyrsta vigtartengda flæðilínan var seld til Vestmanna í Færeyjum. Um svipað leyti fór Pólstækni í gjaldþrot. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi forstjóri Samgöngustofu, var þá hægri hönd Geirs Gunnlaugssonar, forstjóra Marel. Hann hafði samband við Ingólf og bauð upp á samstarf við Marel.

Fyrsta skurðarvélin

Samstarfið við Marel varði í talsverðan tíma og samhliða því byrjar Ingólfur einnig að þróa fyrstu sjálfvirku skurðarvélina.

„Menn höfðu nú ekki mikla trú á því að unnt væri að skera fisk á milli færibanda en við smíðuðum vél og sýndum fram á að það væri hægt. Í framhaldinu gerði ég samning við Marel um að fyrirtækið smíðaði fyrstu skurðarvélina með myndavél fremst í henni. Það hittist þannig á að hjá Marel vann ungur maður að sínu doktorsverkefni og sérsvið hans var myndgreiningartækni. Hann hafði þróað tæki fyrir færabandaflokkara sem átti að greina sporð frá miðstykki eða hnakka. Marel nefndi tækið formflokkara. Doktorsefnið var Hörður Arnarson, núverandi forstjóri Landsvirkjunar. Ég hafði séð þessa tækni og fannst kjörið að tengja hana við nýju skurðarvélina. Það varð úr og til varð fyrsta skurðarvélin með myndgreiningartækni og hún rokselst enn þann dag í dag hjá Marel. Hún hefur auðvitað verið þróuð mikið áfram en það voru við Hörður sem gerðum fyrstu skurðarvélina með myndgreiningartækni,“ segir Ingólfur.

Ingólfur seldi Marel framleiðsluréttinn á skurðarvélinni sem hann segir nú að hafi verið mikil mistök af sinnu hálfu. Marel hóf einnig framleiðslu á flæðilínum þegar fyrirtækið flutti framleiðslu sína í Garðabæinn enda var þessi uppfinning Ingólfs ekki einkaleyfisvernduð.

Skaginn 3X verður til

1998 stofnaði Ingólfur fyrirtækið Skagann. Hófst strax á vegum nýstofnaðs fyrirtækis útflutningur á vigtartengdum flæðilínum um allan heim. Það sem hefur einkennt feril Ingólfs og fyrirtækja hans er framsýni. Nú var búið að flæðilínuvæða vinnsluna en fjölmörg verkefni önnur í tengslum við meðferð sjávarafla voru framundan. Skaginn fór að beina sjónum sínum að kælitengdum lausnum. Undanfarin 20 ár hefur fyrirtækið unnið að þróun á kælitækni og hefur sá þáttur starfseminnar vaxið gríðarlega.

Fyrir fjórum árum varð 3X Technology á Ísafirði systurfélag Skagans. Hófst þá þróun á enn einni byltingarkenndri tækninni sem ekki sér fyrir endann á, íslausri kælitækni. Þróunarvinnan byggði á góðu samstarfi við FISK Seafood, Iceprotein á Sauðárkróki og Matís sem styrkt voru af Tækniþróunarsjóði og AVS-sjóðnum.  Sambærilegt þróunarsamstarf hefur átt sér stað hvað varðar nýsköpun í uppsjávarvinnslum sem jafnframt hefur verið stutt af opinberum sjóðum. Þau fyrirtæki sem hvað mest hafa rutt brautina með Skaganum 3X, í uppsjávarlausnum, eru HB Grandi, Síldarvinnslan, Eskja, Skinney-Þinganes, Ísfélagið í Vestmanneyjum og færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic.


Framfarir kvótakerfinu, umhverfis- og auðlindastýringu að þakka

 

Ingólfur þakkar það kvótakerfinu og aukinni umhverfis- og auðlindastýringu þann vilja og áhuga sem stóru sjávarútvegsfyrirtækin hafa sýnt nýrri tækni og aðferðafræði.

„Það góða við kvótakerfið er að það leggur þá ábyrgð á menn að þeir fari vel með auðlindina og nýti hana til hins ítrasta. Aukin nýting á þorski í afurðir um 20% á er að stórum hluta kvótakerfinu að þakka. Það varð að skapa meiri verðmæti úr aflanum og leita leiða til að auka geymsluþol og koma vörunni meira út í ferskfisk og dýrari afurðir. Þetta skipti miklu minna máli þegar allir gátu veitt eins og þeir vildu. Þegar það þarf að greiða fyrir aðgang að auðlindinni þá þurfa menn gera sem mest úr aflanum. Þetta virkar sem hvati til þess að gera betur og smitar út frá sér í aðrar greinar, til að mynda tæknigreinarnar. Sem dæmi má nefna að nútímavædd uppsjávarvinnsla greiðir um eina klukkustund í laun fyrir 1.500 kíló af pakkaðri vöru. Fyrir tæknivæðingu uppsjávarvinnsla þótti gott að sleppa með 150 klukkustundir fyrir sambærileg störf. Með tækniframförum er því búið að tífalda afkastagetuna. Við erum alveg að komast á þann stað að uppsjávarvinnsla fari fram án þess að mannshöndin komi nokkurn tíma nærri afurðinni.“

Hefja uppsetningu á Kúril-eyjum í haust

Lykillinn að vexti Skagans 3X er samstarf við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.

„Við værum ekki að selja uppsjávarverksmiðju til Kúril-eyja núna nema vegna þess að við nutum samstarfs við Síldarvinnsluna á sínum tíma við þróun á fyrstu stóru plötufrystunum. Svo kemur til samstarfs við önnur sjávarútvegsfyrirtæki og tæknistigið eykst jafnt og þétt,“ segir Ingólfur.

Tækniforskot Íslands spyrst út og eftirspurn kemur erlendis frá. Nýjasti samningur Skagans 3X í samstarfi við Frost og Rafeyri á Akureyri snýst einmitt um uppbyggingu á uppsjávarvinnslu rússneska sjávarútvegsrisans Gidrostroy í Rússlandi. Til að gefa hugmynd um stærð fyrirtækisins má nefna að það fer með álíka stóran kvóta og allur íslenski kvótinn er. Á Kúril-eyjum verður reist hátæknivædd uppsjávarverksmiðja með afkastagetu upp á 800 tonn á sólarhring. Hráefnið, sem verður mestmegnis sardína, fer inn í verksmiðjuna og kemur út úr henni pakkað og tilbúið til flutnings á markaði nánast án þess að mannshöndin snerti nokkurn tíma á því.

Fulltrúar frá Gidrostroy komu hingað til lands á einkaþotu á síðasta ári í þeim erindum að skoða lausnir Skagans 3X. Frá Reykjavík var síðan flogið til Egilsstaða og ekið þaðan til Eskifjarðar og á Neskaupstað þar sem uppsjávarverksmiðjur voru skoðaðar. Frá Íslandi hélt hópurinn til Noregs og skoðaði  tæknilaunir varðandi uppsjávarverksmiðjur þar. Eftir þessa yfirreið barst Ingólfi símtal frá Alexander Verkhovksy, eiganda Gidrostroy. Skilaboðin voru þau að Rússar væri á sínum stað hvað viðkemur lausnum í uppsjávarvinnslu, Íslendingar í fararbroddi og Norðmenn einhvers staðar þar á milli. Gidrostroy vildi lausn Skagans 3X.

Hafist verður handa við uppsetninguna í haust. Eitt af úrslausnarefnunum var hvernig koma ætti starfsmönnum fyrirtækjanna fram og til baka. Þessu fylgir umtalsverður kostnaður því á milli 50-60 manns frá Skaganum 3X, Frost og Rafeyri munu vinna við uppsetninguna í tveimur áföngum og ferðakostnaðurinn fram og til baka er á aðra milljón króna á hvern mann. Ráðgert er að flogið sé til Moskvu, þaðan til Vladivostok og Shakalin-eyju. Þaðan er farið síðasta spölinn með skipi til Shikotan-eyju í Kúril-eyjaklasanum. Ferðalagið tekur þrjá daga. Verið er að reisa góða starfsaðstöðu í eynni þar sem mannskapurinn mun halda til meðan á verkinu stendur. Vinna við fyrri áfangann hefst í haust og stendur fram á vetur. Svo stendur til að hefja seinni áfangann næsta vor.

4. iðnbyltingin í landvinnslu

Þróun og framleiðsla á flæðilínum fyrir bolfiskvinnslu var upphafið að farsælum ferli Ingólfs innan tæknigeirans. Og þangað leitar hugurinn. Hann segir að framundan sé fjórða iðnbyltingin í landvinnslu á bolfiskafla.

Fyrir dyrum stóð árið 2014 að FISK Seafood léti smíða fyrir sig nýjan togara sem síðar fékk nafnið Drangey og kom til landsins síðla sumars 2017. FISK Seafood óskaði eftir þróunarsamstarfi hvað varðar ofurkælingu, vinnslubúnað til að kæla fisk um borð í veiðiskipum án þess að ís eða krapi komi þar nærri. Úr varð að farið var í verkefnið með aðkomu rannsóknaraðilanna Iceprotein og Matís.  Íslaus kæling var í framhaldinu sett í skip FISK Seafood, Málmey, fyrst skipa í heiminum. Það var gert 2014 og hefur búnaðurinn því fengið eldskírn sína þar og var því ákveðið að búnaðurinn yrði einnig settur um borð í Drangey.

„Í framhaldi af þessu ákveður HB Grandi að láta smíða sín skip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, kallar mig á sinn fund og segir fyrirtækið ekki vilja byggja ný skip með sama fyrirkomulagi í lest og tíðkast hafði. Hann taldi það ekki boðlegt fyrir áhafnirnar. Ég taldi nú í fyrstu að ekki væri svo einfalt að gera stórar breytingar á því fyrirkomulagi. En Vilhjálmur vildi að við leystum þetta verkefni í samvinnu. Eftir miklar vangaveltur duttum við niður á alveg einstaka lausn. Við gerðum teikningu að mannlausri lest en vissum samt ekki alveg hvernig við áttum að leysa verkefnið tæknilega. Við smíðuðum módel í skipamíðastöðinni hérna á Akranesi til þess að sjá hvernig tæknin gæti virkað. Tæknilausnir af þessu tagi, sem þróaðar hafa verið allt frá veiðum til sjálfvirkrar löndunar á síðustu fjórum árum er það byltingarkenndasta sem gert hefur verið í íslenskum sjávarútvegi. Þær eiga eftir að breyta öllu. Nú erum við að fara af stað með þessum sömu fyrirtækjum, HB Granda og FISK Seafood, og ætlum að skoða möguleika á nýrri tækni í bolfiskvinnslu í landi,“ segir Ingólfur.

Knarr

Markmiðið verður að auka kælingu og meðferð fisksins í vinnsluferlinu með nýrri hugsun. Ingólfur segir að litlar framfarir hafi í raun orðið í þessum efnum í fiskvinnslunni, fram að vatnskurðarvél, frá því fyrstu flæðilínurnar voru teknar í notkun. Þróunarferlið verður einnig í samstarfi við Iceprotein, sem hefur þróað vinnslu á próteinum úr afskurði og öðrum hliðarafurðum bolfisks. Slík vinnsla byggist á hágæða hráefni – fiski sem hefur verið ofurkældur. Markmiðið er sem sagt að hámarka virði aðalafurðarinnar, flaksins, og hliðarafurðanna.

Þróunarvinnan er hafin. Ingólfur segir að hún væri ekki möguleg nema í samstarfi við fyrirtækin. Þannig verði tæknin til og síðar tilbúin til notkunar innanlands og til útflutnings á erlenda markaði. Sama hefur gerst í uppsjávarfiski. Þar hefur orðið til tækni í samstarfi við íslensku sjávarútvegsfyrirtækin sem nú eru seld víða um heim. Fimm milljarða samningur var gerður um uppsjávarverksmiðju fyrir Vardin Pelagic í Færeyjum og nú síðast var gerður samningur á Kúril-eyjum. Fjölmargt fleira er í farvatninu hjá Skaganum 3X jafnt innanlands sem erlendis.

Afsprengi (e. Spin-off) þess samstarfs sem Skaginn 3X hefur átt við önnur tæknifyrirtæki á Íslandi er Knarr. Skaginn 3X á 30% hlut í þessu sameiginlega markaðsfyrirtæki sex af fremstu tækni- og þjónustufyrirtækja landsins innan sjávarútvegs.

Tækifæri út um allt

„Við sækjumst ekki lengur sérstaklega eftir því að selja búnað eða einstaka hluti búnaðar í skip. Hugsunin er sú að framleiða allan búnaðinn og skipið utan um hann. Starfsemi Knarr er komin í fullan gang. Verið er að smíða uppsjávarskip í Noregi fyrir hollenska útgerð og í farvatninu er framleiðsla á búnaði fyrir fleiri frystiskip, innanlands og erlendis. Það er núna verið að teikna uppsjávarskip með Knarr-laginu með afköst upp á 400 tonn af frystri vöru á sólarhring. Tækifærin eru út um allt. Sem dæmi erum við nú að vinna að því að flytja uppsjávartækni í landi um borð í veiðiskipin. Við höfum sáð vel í akurinn og það eru að koma upp margvísleg tækifæri,“ segir Ingólfur.

Skaginn hf., eitt af systurfélögunum þremur innan Skagans 3X, velti eitt á árinu 2016 um 4,3 milljörðum króna sem var 42% aukning frá árinu 2015. Veltuaukningin varð enn meiri á árinu 2017 þótt tölur um það liggi ekki fyrir enn.

Ingólfur segir ekki standa til að skrá fyrirtækið á markað. „Við höfum getað vaxið sjálf í gegnum eigin vöxt um 30% á ári. Við erum að flýta okkur að vaxa eins hratt og við lifandi getum. Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið hættulegt að vaxa á þessum hraða. En það er líka hættulegt að verja milljörðum króna í þróun á einstakri tækni og hafa svo ekki afl til að framleiða. Við verðum því að stækka hratt,“ segir Ingólfur.

Heimild Fiskifrettir 

 

25.03.2020 23:14

Grænland

                                        Á siglingu við Strönd Grænlands Mynd þorgeir Baldursson 

25.03.2020 11:54

Gitte Henning FD 950 Með kolmunna til Fáskrúðfjarðar

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu.

Skipið er byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf, 90 metrar að lengd og 18 metrar á breidd.

                 Gitte Henning FD950  Mynd Loðnuvinnslan 

          Gitte Henning FD 950 Mynd Eðvarð Þór Gretarsson 25 mars 2020

22.03.2020 21:06

Harðbakur EA 303 Eftir árekstur við skemmtiferðaskip

             1412 Harðbakur EA303    ljósmyndari Óþekktur 

22.03.2020 11:58

Á eftir að setja sálina Pál Jónsson Gk 7

            Gisli Jónsson Skipst Mynd Jón Steinar Sæmundsson 2020

 

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bóka­merki

Páll Jóns­son GK, nýi Vís­is­bát­ur­inn, reyn­ist vel og veiðin er ágæt. Með 40.000 króka á sjó sagði Gísli Jóns­son sína sögu en hann hef­ur verið til sjós í alls 54 ár. Starfið seg­ir hann hafa breyst mikið.

„Þorsk­ur­inn bít­ur ekki á agnið eins og við vild­um, því nú er loðna um all­an sjó,“ seg­ir Gísli Jóns­son, skip­stjóri á Páli Jóns­syni GK 7. Landað var úr bátn­um í Grinda­vík í gær­morg­un og var afl­inn um 70 tonn; þorsk­ur sem fékkst á Skerja­dýpi suður af Reykja­nesi, á Eld­eyj­ar­banka en að stærst­um hluta á Drit­vík­ur­grunni úti af Snæ­fellsnesi.

Nýr Páll Jónsson GK kom í dag

Frétt af mbl.is

Nýr Páll Jóns­son GK kom í dag

„Þó að loðnan finn­ist ekki í veiðan­leg­um mæli er nóg af henni samt, og hún þá mik­il­vægt æti fyr­ir þann gula og ann­an fisk sem er ofar í fæðukeðjunni. Sama var uppi á ten­ingn­um í fyrra en þegar loðnan hvarf var líka fínt fiskirí. Sama býst ég við að ger­ist á næst­unni.“

Alltaf á þriðju­dög­um

Hinn nýi Vís­is­bát­ur, Páll Jóns­son GK, er 45 metra lang­ur, 10,5 metra breiður og fyrsta ný­smíðin af þess­ari stærð sem Vís­ir hf. fær í rúm­lega 50 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Bát­ur­inn kom til lands­ins 21. janú­ar. Róðrarn­ir síðan þá eru orðnir fjór­ir. Afl­inn sem fékkst á lín­una í þrem­ur fyrstu túr­un­um var um 100 tonn, en hver bát­ur í út­gerð Vís­is hef­ur sinn fasta lönd­un­ar­dag. Er þriðju­dag­ur­inn jafn­an merkt­ur Páli Jóns­syni, sem kem­ur inn í bítið og fer út aft­ur um kvöldið. Miðað er við að á bátn­um séu fiskuð um 4.000 tonn á ári, en sú tala þarf að hald­ast og hrá­efni að ber­ast í rétt­um skömmt­um svo að jafn­vægi hald­ist í vinnslu og sölu afurða.

Landað í Grindavíkurhöfn.

Landað í Grinda­vík­ur­höfn. Ljós­mynd/?Jón Stein­ar Sæ­munds­son

„Bát­ur­inn hef­ur nú í upp­haf­inu reynst vel í alla staði og reynsl­an er góð. Reynd­ar er eft­ir að fínstilla nokk­ur smá­atriði og koma ein­staka tækj­um og búnaði fyr­ir á sín­um rétta stað; nokkuð sem ég vil kalla að setja þurfi sál­ina í skipið, sem er al­veg bráðnauðsyn­legt,“ seg­ir Gísli og held­ur áfram:

24 eru í hópn­um

„Aðbúnaður í bátn­um er all­ur eins og best verður á kosið, svo sem á dekki, vinnslu­rými, í vél, vist­ar­ver­um skip­verja og borðsal. Allt íburðarlaust en flott. Svo erum við líka með all­an nýj­asta og besta skip­stjórn­ar­búnaðinn sem býðst, en hvernig hon­um var komið fyr­ir í brúnni var nokkuð sem ég fékk að vera með í ráðum um við og hönn­un smíði báts­ins. Annað sáu sér­fræðing­arn­ir um. “

Alls eru fjór­tán í áhöfn á Páli Jóns­syni GK, en menn róa til skipt­is svo í hópn­um öll­um eru alls 24 karl­ar. Allt dugnaðarforkar, rétt eins og þarf til sjós og á lín­unni – en sú sem skip­verj­arn­ir á Páli settu í sjó og drógu á Drit­vík­ur­grunni í vik­unni var 54 kíló­metr­ar og krók­arn­ir um 40.000 tals­ins.

Páll Jónsson GK þegar hann kom til Grindavíkur í janúar.

Páll Jóns­son GK þegar hann kom til Grinda­vík­ur í janú­ar. Ljós­mynd/?Jón Stein­ar Sæ­munds­son

Gísli seg­ir góða og skemmti­lega til­finn­ingu fylgja því að vera skip­stjóri á nýj­um bát. Einn af hápunkt­um á ferl­in­um sem spann­ar 54 ár, þar af skip­stjóri síðan 1973. Fyrst var Gísli á bát­um frá Stokks­eyri og byrjaði fimmtán ára. Var seinna aust­ur á landi. Bjó þrjá­tíu ár í Þor­láks­höfn og var á bát­um sem gerðir voru þaðan út. Árið 1996 réði hann sig síðan til Vís­is hf. í Grinda­vík og munstraðist svo þegar fram liðu stund­ir á bát­inn Pál Jóns­son GK – hinn fyrri.

Dag­ur sem markaði skil í sög­uni

„Við héld­um út í fínu veðri og sett­um út fyrstu lögn­ina og þetta var 11. sept­em­ber 2001, dag­ur sem átti eft­ir að marka skil í sög­unni,“ seg­ir Gísli, en á sín­um 19 árum á Páli Jóns­syni fyrri fiskuðust alls 60 þúsund tonn, sem hlýt­ur að telj­ast ansi gott þegar allt er sam­an lagt eft­ir tvo ára­tugi.

„Ég var og er vissu­lega ekki einn í þessu harki og alltaf með góðan mann­skap með mér. Við Ingi­berg­ur Magnús­son, jafn­aldri minn og æsku­fé­lagi frá Stokks­eyri, erum bún­ir að vera sam­an til sjós nán­ast alla tíð og þá hef­ur Val­geir Sveins­son frá Eyr­ar­bakka verið með mér síðan 1996. Á nýj­um Páli Jóns­syni og fimm síðustu ár á þeim fyrri hef­ur Bene­dikt Páll Jóns­son verið stýri­maður og skip­stjóri á móti mér. Á þess­um bát ætl­um við að hafa fyr­ir­komu­lagið þannig að ég tek tvo túra og hann aðra tvo. Það kem­ur ágæt­lega út. Orðinn sjö­tug­ur finnst mér allt í lagi að slá aðeins af og taka mér lengri frí. Yngri menn sem leggja sjó­mennsk­una fyr­ir sig gera slíkt raun­ar líka og kjósa að eiga líf utan vinn­unn­ar, sem ég skil vel,“ seg­ir Gísli að síðustu.

Viðtalið við Gísla var fyrst birt í ViðskiptaMogg­an­um 18. mars.

22.03.2020 11:16

Þokkaleg birjun á Grásleppuveiði

 

 

        Sverrir og Guddi Á  Aþenu Þh 505 Gera klárt mynd þorgeir Baldursson

         2436 Aþena ÞH 505 heldur i Róður  mynd þorgeir Baldursson 
 
Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn 7. febrúar sl.  Mjög góð þátttaka var á fundinum og margt fróðlegt sem þar kom fram.
 
 
Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund.  Almennt gengu veiðarnar vel hér við land, Grænlandi og Noregi.  Þó lítilsháttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður.  
 
Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna.
 

Ísland

9.433 tunnur

Grænland

8.431 tunnur

Noregur

1.965 tunnur

Nýfundnaland

    461 tunna

Danmörk og Svíþjóð

1.000 tunnur

 
 
84447037_161724231937976_6156380957873012736_n.png
Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.  Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppuhrogn koma og þau sett á matseðla sem sérstakur réttur (Frisk stenbiterrogn).  Rétturinn nýtur sívaxandi vinsælda - sýrður rjómi með tilheyrandi kryddi í botninn og hrognin sett ofan á og vafla við hliðina - lostæti.
 
 
 
Hvernig væri nú að veitingageirinn á Íslandi tæki þann danska sér til fyrirmyndar?   
 
 
 

22.03.2020 10:47

Sirrý Is 36

                2919 Sirrý is 36 Mynd þorgeir Baldursson 12 mars 2020

21.03.2020 22:37

Hákon EA 148 við Slippkantinn i morgun

          2407 Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2020  

Hákon EA kom til Akureyrar i fyrrinótt og mun vera að fara i slipp og stoppa næstu 3 vikur 

 

21.03.2020 16:48

Dagur SK 17 seldur erlendis

                   Dagur EK 2001 mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2020

Dögun á Sauðárkróki hyggur á breytingar.

Dögun á Sauðárkróki hyggst ekki gera út skip til rækjuveiða á Íslandi á þessu ári og hefur sett Dag SK 17 á sölu. Áhöfninni, fimm manns,  verður sagt upp en hluta hennar býðst mögulega að halda sínum plássum hjá nýjum eiganda gangi samningar um söluna eftir. Dögun hyggst auka framleiðslu á iðnaðarrækju í verksmiðjunni á Sauðárkróki og stefnt er að vinnslu á 10.000 tonnum á þessu ári.

Dögun hefur starfað óslitið frá árinu 1983 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju. Rækjuverksmiðjan tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum. Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi. Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri Dögunar, segir ástæður þess að ekki verði gert út á rækjuveiðar þær að veiðarnar standi ekki undir sér. Þar er ekki um lágt verð að sakast heldur ónóga veiði og kostnaðarsamt úthald.

Of hár kostnaður

„Rekstrarskilyrði fyrir rækjuútgerð hafa verið erfið í nokkuð mörg ár eða 10-15 ár. Aðallega snýst það um litla veiði sem er undir því sem þarf til að útgerð borgi sig.   Kostnaðurinn sem hlutfall af tekjum er of hár þegar aflinn er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir Óskar.

Borist hefur tilboð í Dag SK  frá Eistlandi þar sem það yrði gert út á rækju undir eistnesku flaggi. Samningurinn er þó ekki frágenginn.  Dagur var keyptur 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997.

Opnað á Flæmska hattinum

Langstærstur hluti hráefnisins sem unninn er í verksmiðju Dögunar kemur annars staðar frá, þ.e.a.s. Barentshafi, Kanada og á þessu ári verður opnað fyrir rækjuveiðar að nýju á Flæmska hattinum. Stefnt er að vinnslu á um 10.000 tonnum á þessu ári í rækjuverksmiðju Dögunar. Undanfarin ár hafa verið framleiddar afurðir úr 6.000 til 7.500 tonnum af hráefni. Síðustu ár hefur hlutfall innlendrar rækju verið innan við 10% af hráefnisöflun Dögunar.

Verksmiðjan var mikið endurnýjuð á síðasta ári. Bætt var við tækjabúnaði, annað endurnýjað og sjálfvirkni aukin. Rúmlega 25 manns vinna við rækjuvinnsluna og sú tala mun lítið breytast þrátt fyrir aukna framleiðslu framundan með aukinni sjálfvirkni.

Margar útgerðir hafa hætt rækjuveiðum á síðustu árum. Nú er til að mynda ekkert skip á rækjuveiðum en búasta má við einhver haldi til veiða í vor. Það eru þá nánast eingöngu skip sem eru í blönduðum veiðum, það er að segja rækju og bolfiski. Dögun hefur ekki haft svigrúm til þess vegna kvótastöðu sinnar í öðrum tegundum. Það eru ekki nema einn eða tveir sem eru eingöngu í rækju á sumrin.

           

20.03.2020 21:02

Bara venjuleg Flensa hjá skipverjum

           Hrafn Sveibjarnarsson GK 255 mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Staðfest hefur verið að veikindin sem komu upp hjá áhöfn togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar frá Grindavík eru ekki af völdum COVID-19 veirunnar.

20.03.2020 17:27

Loðna Hrygnir á Húnaflóa

Hrygningarloðna í Húnaflóa styður vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi. Þetta segir leiðangursstjóri í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Hann segir í samtali við ruv.is enga vísbendingu um vestangöngu loðnunnar.

Það er tæp vika síðan haldið var í leiðangur á uppsjávarskipinu Kap VE til að rannsaka loðnu við landið. Leiðangurinn hófst fyrir sunnan land og þaðan var haldið norður með Vesturlandi og austur að Eyjafirði. Þar var gert hlé á rannsóknum vegna veðurs.

Vilja fylgjast með framvindu loðnugöngunnar

Birki Bárðarson leiðangursstjóri, segir tilganginn með þessum túr að fylgja eftir stofnmati loðnu fyrr í vetur. „Við viljum fygjast með framvindu göngunnar og hvenig það gerir sig og hvort það sé eitthvað nýtt að gerast þar. Hvort að hugsanlega séu einhver merki um vestangöngu eða einhverja óvænta atburði.“ Þá sé verið að skoða ástand loðnunnar frá ýmsum hliðum, hrygningarsvæði og fæðuöflun.

Áhugavert að sjá hrygningaloðnu í Húnaflóa

Birkir segir þá ekki hafa séð mikið af loðnu, en þó nokkuð. Hrygningaloðna hafi verið undan Suðurlandi og út af Reykjanesi, en lítið hafi reynst á bak við fréttir af loðnu út af Faxaflóa. Þá sáu þeir nokkuð af hrygningaloðnu inni á Húnaflóa sem hann segir áhugavert. „Það má svosem búast við því og eins og við höfum talað um, virðist vera aukin hrygning undanfarið fyrir norðan land. Og þetta er til merkis um það.“

Engin ákveðin merki um vestangöngu

„En það er engin vestanganga á leiðinni og þú ert ekkert að sjá meira en menn áttu von á?“ 
„Við höfum ekki séð nein ákveðin merki um vestagöngu, nei. Og enn sem komið er þá er engin stór breyting á því sem við erum að sjá. Þó að það hafi verið ánægjulegt að sjá líf í Húnaflóanum,“ segir Birkir.

 

               Kap Ve 4 á Akureyri i vikunni Mynd þorgeir Baldursson 

 

20.03.2020 13:19

Björgun Blátinds VE 21

Nú fyrir Skömmu var unnið að Björgun Blátinds VE 21 i vestmannaeyjarhöfn og var okkar maður 

óskar Pétur Friðriksson á vaktinni sem endranær og fangaði herlegheitin á flögu myndavélarinnar 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir sendinguna 

 

        Blátindur og Lóðsinn mynd Óskar Pétur Friðriksson  

Þórólfur Vilhjálmsson, húsa- og skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum, var einn þeirra sem kom að endursmíði Blátinds árið 2000. Hann fylgist með af bryggjunni þegar bátnum var lyft af hafsbotni.

     Þórólfur Vilhjálmsson Skipasmiður Mynd óskar PéturFriðriksson

 

„Ég hef nú bara séð hann úr fjarlægð á seinni árum. Við tókum hann gríðarlega mikið í gegn á sínum tíma en síðan dagaði þetta mál einhvers staðar uppi. Síðan hefur ekki gengið sem skyldi. Eins og ástandið er núna á bátnum er það mikið verkefni að gera eitthvað vitrænt í málinu, að því er mér finnst. Ég hef svo sem ekki skoðað þetta mikið heldur bara fylgst með úr fjarlægð hvernig þetta hefur því miður gengið til hins verra. Þetta er sannarlega merkilegur bátur en hér eins og víðar hefur vantað hvata til að halda í þessi atvinnumenningarverðmæti sem víða eru. Oft hefur þetta byggst á eldhugum og þar má sem dæmi benda á slíka menn á Siglufirði sem hafa dregið til sín fólk sem hefur áhuga á varðveislu slíkra minja. En víða eru skip að grotna niður hér og þar á landinu,“ segir Þórólfur.

                     Dapurt ástand  mynd  Óskar Pétur Friðriksson 

 

Hann kveðst telja að mikið þurfi til þess að koma Blátindi í viðundandi horf. Málið snúist hugsanlega um það að lagfæra bátinn þannig að hann verði sýningarhæfur eða færa hann í það horf að hægt verði að nota hann til dæmis í ferðaþjónustu að sumarlagi.

          Blátindur við Skansinn mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Hættulegt ástand bátsins

„En hvað sem reynt verður að gera þá verður það mjög kostnaðarsamt eins og málið hefur þróast,“ segir Þórólfur. Hann segir Vestmannaeyjabæ standa vel en það skyggi á að annað árið í röð bregðist loðnuvertíðin og ofan í þetta bætist kórónuveiran. Loðnubrestur sé gríðarlegt högg fyrir sjávarútvegsbyggðirnar. Hann eigi því síður von á því að björgun atvinnumenningarlegra minja verði í forgangi á dálítið fordæmalausum tímum.

           Blátindur Ve 21 kafarar að störfum mynd óskar Pétur Friðriksson 

 

Fram kom á fundi hafnar- og framkvæmdaráðsins að stefnt sé að viðhaldi á lyftupalli skipalyftunnar þann 22. mars og fyrir þann tíma yrði að losa skipalyftupallinn. Þeir möguleikar séu í stöðunni að negla vatnsheldan krossvið yfir göt á síðu Blátinds og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við hann. Annar möguleiki sé að flytja bátinn á svæðið norðan við lyftuhúsið. Ekki sé forsvaranlegt að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu vegna hættulegs ástands hans auk þess sem stöðugt verði að dæla úr honum sjó. Ekki sé hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er.

              Kominn á Þurrt Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Björgunnarmenn sem að komu að verkinu mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Tryggvi Sig Gisli Óskars og tói vidó Mynd Ósksar Pétur Friðriksson

Saga Blátinds er eftirfarandi

Blátindur VE 21.

Skráninganúmer 347

Vélbátur.

Fiskibátur.

 

Eigendur Blátinds.

1947. Ríkissjóður Íslands.

1948. Magnús Thorberg og Ágúst Ólafsson Vestmannaeyjum.

1959. Blátindur GK 88,

Snæfell hf og Söltun hf Keflavík.

1962. Atlantor hf Reykjavík.

1966. Sæmundur Jónsson, Gísli Jónsson og Bjarni Ágústsson Grindavík.

1970. Blátindur  Sk 88,

Lúðvík Gizurarson, Reykjavík.

1972. Fiskiðja Sauðárkróks hf Sauðárkróki.

1982. Tindur sf Sauðárkróki.

1990. Seldur til Ólafsfjarðar Kvótalaus.

1993. Tryggvi Sigurðsson og Hermann Einarsson fá hann dreginn til Vestmannaeyja.

2000. Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21.

2001. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja.

Varðveislustaður, við Skansinn, Vestmannaeyjahöfn.

Smíðaár 1947.

Skipasmíðastöð. Dráttarbraut Vestmannaeyja hf, meistari: Gunnar Marel Jónsson.

Smíði Bátsins var hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkistjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok.

Smíðastaður. Vestmannaeyjar.

Lengd 18,4m. breidd 5,1m dýpt 2,14

Smíðaefni og samsetning. Eik: sléttsúðaður.

Þilför: Alþilja.

Yfirbygging: Stýrishús, lúkar, lúkarskappi.

Lokuð rými: Lest, vélarúm.

Möstur og seglabúnaður: Tvísildur, framsigla og aftursigla.

Vél:

1947: Alpha dísel 150 hö.

1961: Alpha dísel 220hö.

1980: GM dísel 335 hö.

Fengið úr Eyjafréttum 19. Febrúar 2020.

20.03.2020 08:13

Skipverjar í Sóttkvi í vestmannaeyjum

     Hrafn Sveibjarnasson GK 255 Mynd óskar Pétur Friðriksson 20 mars 2020

Mikill viðbúnaður var hjá Lögreglu og sóttvararteimi Landlæknis

þegar togarinn Hrafn Hrafn Sveinbjarnarsson Gk i eigu Þorbjarnar i Grindavik 

kom inn til eyja um kl 02 i nótt vegna gruns um Korona smit um borð og voru 

alls 4 skipverjar settir i einangrun 

19.03.2020 18:34

Kaldbakur EA 1 Landar i Hafnarfirði

   

                    2891 Kaldbalur Ea 1 Llandar i Hafnarfirði mynd Þorgeir Baldursson mars 2020

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 933
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 1683
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 608326
Samtals gestir: 25805
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 07:55:04
www.mbl.is