04.01.2025 01:33Nýr hvalaskoðunnarbátur til HúsavikurHvalaskoðunnar fyrirtækið Friends of Moby Dick hefur ferst kaup á ferju frá Noregi sem að verður notuð i hvalaskoðun frá Húsavik á komadi sumri að fyrirtækinu standa Arnar Sigurðsson og fjölskylda en hann hefur langa reynslu að fara með fólk i hvalaskoðun þar sem að hann var i mörg ár skipstjóri hjá https://www.whalewatchingakureyri.is/ en stofnaði https://www.friendsofmobydick.is/ fyrir um tveimur árum siðan og verður gert út frá Húsavik friendsofmobydick.is
Skrifað af Þorgeir 04.01.2025 00:30Birkir Bárðarson farinn frá Hafró til Rastar„Mér fannst þetta vera það spennandi að ég stóðst ekki mátið,“ segir Birkir Bárðarson sem stjórnar hefur loðnurannsóknum hjá Hafrannsóknastofnun en heldur nú á ný mið.
Birkir Bárðarsson og Hafþór Jónsson um borð i Gefjun EA 510 mynd þorgeir Baldursson Birkir Bárðarson sjávarlíffræðingur sem starfað hefur hjá Hafrannsóknastofnun í yfir tvo áratugi og haldið þar utan um loðnurannsóknir er hættur og tekinn til starfa fyrir Röst sjávarrannsóknasetur. Enn meira spennandi„Ég hef verið í mjög spennandi verkefnum hjá Hafró en fer yfir í enn meira spennandi verkefni,“ segir Birkir sem verður verkefnastjóri hjá Röst sem tók til starfa á síðasta ári. „Þar eru áhugaverðar rannsóknir í gangi og sem eru fram undan í tengslum við bindingu kolefnis í hafi. Þetta verður skemmtileg nýsköpun í hafrannsóknum.“ Að sögn Birkis er starfsemi Rastar styrkt af umhverfisverndarfélögum. Þar séu nú þrír starfsmenn. „Röst gerði í fyrra samninga við Hafró um rannsóknir í Hvalfirði fyrir um 100 milljónir króna,“ bendir hann á. Röst hluti af alþjóðlegu netiÞetta kom einmitt fram í frétt Fiskifrétta þann 27. nóvember. Þar sagði um Röst að það væri nýlega stofnað óhagnaðardrifið rannsóknarfélag sem hefði það hlutverk að stuðla að rannsóknum sem tengdum hafinu og loftslagsbreytingum. Röst væri hluti af alþjóðlegu neti rannsóknastöðva undir hatti Carbon to Sea Initiativ sem væri óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem starfrækt væri með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála. „Stofnunin leiðir metnaðarfulla áætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni sjávar sé skilvirk og örugg varanleg leið til þess að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Röst er dótturfélag íslenska loftslagsfyrirtækisins Transition Labs,“ sagði þá nánar um Röst. Teresa tekur við af Birki
„Ég byrjaði hjá Hafró upp úr aldamótum og er búinn að vera þar með langhléum síðan,“ segir Birkir um ferilinn hjá Hafrannsóknastofnun. Það hafi verið stór ákvörðun að skipta um starf. „En mér fannst þetta vera það spennandi að ég stóðst ekki mátið. Ég fór nýlega í nám í verkefnastjórnun og það virkar vel í þessu umhverfi.“ Við starfi Birkis hjá Hafrannsóknastofnun tekur Teresa Sofia Giesta da Silva sjávarlífræðingur. heimild Fiskifrettir mynd af Birki og Hafþóri þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 31.12.2024 00:55Kalt i hvalaskoðun i EyjafirðiAldrei hefur verið jafn gott hvalalíf í Eyjafirði og nú á síðustu 15 árum. Sést hefur til hvals í firðinum 20 mánuði í röð. Þetta segir Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic SeaTours, í samtali við mbl.is. Arctic SeaTours hefur boðið upp á hvalaskoðun í Eyjafirði frá árinu 2009. Árið 2014 byrjaði fyrirtækið að bjóða upp á slíkar ferðir allan ársins hring. 880 ferðir á árinuFreyr segir að oftast hafi lítið sést til hvals í firðinum í mars og apríl en að árið í ár hafi verið undantekning á því og segir hann að sést hafi til hvals í öllum hvalaskoðunum þá mánuði. Fyrirtækið hefur farið ríflega 880 hvalaskoðunarferðir á árinu en í aðeins þremur þeirra hefur ekki sést til hnúfubaks. „Síðan ég byrjaði árið 2009 er þetta langbesta árið. Það eru þrjár ferðir á þessu ári þar sem við höfum ekki séð hnúfubak og þar af voru tvær ferðir í febrúar og svo ein í júlí, sem var bara óheppni - það var bara þoka,“ segir Freyr. Heimild mbl.is Myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 29.12.2024 17:51Sigurbjörg Ve 67nú fyrir skömmu var einkennis stöfum og Heimahöfn Sigurbjargar ÁR 67 breitt i Ve 67 og er þá komin með heimahöfn i Vestmannaeyjum eftir að isfélag vestmannaeyja lokaði vinnslunni þar fyrsta myndin er tekin skömmu eftir að hún hóf veiða og þá var skráningin Ár 67 og heimahöfnin i Þorlákshöfn sem að nú hefur verið breytt og tók óskar Pétur friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta þessar myndir af Sigurbjörgu Ve við bryggju nú um jólahátiðina kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 27.12.2024 21:47Sviptu Vestmannaey veiðileyfi í 2 vikur
Skrifað af Þorgeir 25.12.2024 23:14Bessi is 410
Skrifað af Þorgeir 23.12.2024 22:56Öll skip Samherja i höfn um jólinÖll skip Samhera eru komin til hafnar og áhafnir komnar í jólafrí. Skipin eru að venju vel skreytt í tilefni jólanna og sömu sögu er að segja um starfsstöðvar félagsins. Meðfylgjandi myndir eru af skipum Samherja, einnig vinnsluhúsunum á Akureyri og Dalvík. Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár. heimild Samherji.is
Kaldbakur EA 1 mynd Samherji.is
Björg EA 7 Mynd samherji.is
Björgúlfur EA 312 mynd Samherji.is
Snæfell EA 310 mynd Samherji.is
Harðbakur EA 3 mynd Samherji.is
Margret EA 710 mynd Samherji.is
Vilhelm Þorsteinsson EA 11 mynd Samherji.is
Frystihús Samherja á Dalvik mynd samherji.is
Frystihús Útgerðarfélags Akureyringa mynd Samherji.is Skrifað af Þorgeir 16.12.2024 22:22Núpur Ba 69 á Strandstað við Patreksfjörð
Skrifað af Þorgeir 16.12.2024 22:12Spænskur togari á flæmska Hattinum
Skrifað af Þorgeir 16.12.2024 21:46Varðskipið Týr
Skrifað af Þorgeir 15.12.2024 22:59Sæborg ÞH i Hvalaskoður á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 11.12.2024 23:21Sáu 20 hnúfubaka
Skrifað af Þorgeir 09.12.2024 23:10Hoffell Su 80
Ísland og Færeyjar hafa gengið frá samningum um fiskveiðar árið 2025. Ákveðið var í kjölfar viðræðna í byrjun desember að framlengja gildandi samningum milli ríkjanna og í því felst að skip beggja ríkja fá að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld í lögsögum hvors annars. Fá færeysk skip að veiða 5.600 tonn af botnfiski á Íslandsmiðum. Þar af má allt að 2.400 tonn vera þorskur og 400 tonn af keilu. Þá fá Færeyjar 5% af heildarkvóta í loðnu en þó ekki meira en 30 þúsund tonn. Íslendingar fá 1.300 tonn af markílkvóta Færeyinga, en enn er ósamið milli ríkjanna um makrílveiðar. Færeyjar hafa þó gert samning um makrílveiðar við Noreg og Bretland án aðkomu Íslands, Evrópusambandsins og Grænlands. Frétt af mbl.isEining um heildarkvóta en ekki skiptinguFram kemur í tilkynningu á vef sjávarútvegs- og samgönguráðuneytis Færeyja (Fiskivinnu- og samferðslumálaráðið) að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að samningaviðræðurnar færu fram í Færeyjum fyrr í haust, en viðræðum hafi verið frestað eftir að tilkynnt var um að efnt yrði til þingkosninga Íslandi. heimild Mbl.is Skrifað af Þorgeir 09.12.2024 21:46ólafur Magnússon EA 250
Skrifað af Þorgeir 08.12.2024 23:16G run Kaupir Sturlu GK 12
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 256 Gestir í dag: 1 Flettingar í gær: 5046 Gestir í gær: 5 Samtals flettingar: 2385817 Samtals gestir: 70017 Tölur uppfærðar: 13.12.2025 01:21:43 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is