Flokkur: blogg

12.11.2007 13:23

Brimnes Re 27


  1. Brimnes Re 27 hið nýja skip Brims h/f landaði á Akureyri i morgun 500 tonnum mest þorskur sem að fékkst i rússnesku lögsögunni aflaverðmætið var 78 milljónir og túrinn tók 39 daga skipið mun svo fara aftur út i kvöld en með nýja áhöfn

12.11.2007 00:45

Halkion Ve 205


© Valur stefánsson  Halkion Ve 205 kemur til hafnar hvað getið þið sagt mér um þennan bát

11.11.2007 16:39

Guðmundur Ve og Glaður Sh koma inn til Ólafsvikur

Alfons Finnson blaðamaður Skessuhorns sendi mér þessa mynd af Guðmundi Ve og Glað Sh á leið til hafnar i Ólafsvik á dögunum

11.11.2007 16:10

Seley Su 10

Óskar Franz sendi mér þessa mynd og og vil ég þakka honum fyrir afnotin mér  finnst  vel til fallið að hún birtist hér

10.11.2007 09:48

Guðmundur Kristinn Su 404

Guðmundur Kristinn Su 404 með nótina á siðunni haustið 1983 en skipið var þá á sildveiðum fyrir austan land skipstjórinn hét Ingvi hvað er svo vitað um þennan bát

09.11.2007 20:50

Niðurrif gamalla skipa i Krossanesi


Krossanes

Myndatexti: Hegranesið sem liggur utan á Margréti EA í Krossanesi verður bútað niður og brotajárnið flutt út en aðstaða starfsmanna verður um borð í Margréti. Þá standa yfir viðræður um kaup á bátnum Jóni Steingrímssyni sem liggur við löndunarbryggjuna. Á innfelldu myndinni er Jón Pétur Pétursson. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Íslendingur og Svíar að hefja brotajárnsvinnslu í Krossanesi:

Heilu fiskiskipin bútuð niður til útflutnings

Það er að færast í líf í tuskurnar í Krossanesi á Akureyri á nýjan leik en þar er Íslendingur í samstarfi við Svía að fara að hefja brotajárnsvinnslu af fullum krafti. Þar verða m.a. fiskiskip bútuð niður, brotajárnið flutt út með fraktskipi og selt til aðila í Svíþjóð. Fyrsta skipið sem þannig fer fyrir, er skuttogarinn Hegranes frá Sauðárkróki.

Þá hafa þessir aðilar einnig keypt gamla skuttogarann Margréti EA af Samherja, ekki til niðurrifs, heldur undir höfuðstöðvar sínar í Krossanesi. Um um borð í Margréti verða vistarverur starfsmanna, skrifstofuaðstaða og birgðageymsla en 14 Lettar eru m.a. komnir til vinnu á Akureyri. Einnig er stefnt að því að ráða heimamenn til starfa. Íslendingurinn sem þarna kemur að málum heitir Jón Pétur Pétursson úr Kópavogi en hann rekur fyrirtækið JPP ehf.

Jón Pétur sagði í samtali við Vikudag að í gangi væru viðræður um kaup á fleiri íslenskum fiskiskipum til niðurrifs og einnig stendur til að kaupa annars konar brotajárn til útflutnings. Skipin verða þá dregin í Krossanes og bútuð niður þar. ?Brotajárn er verðmæti en menn hafa verið láta það fara úr landi fyrir allt of lítinn pening. Þetta sem menn kalla rusl og drasl lítum við á sem hráefni og erum tilbúnir að greiða fyrir það.?

Jón Pétur sagði að einnig stæðu yfir viðræður um niðurrif á fiskimjölsverksmiðjunni í Krossanesi. Þá hafa þessir aðilar gert kauptilboð í Harðbak EA, ísfisktogara Brims, ekki til niðurrifs þó, heldur með það að markmiði að selja togarann til útgerðaraðila í Suður Ameríku.

Jón Pétur sagði að menn hefðu fengið mjög góðar viðtökur á Akureyri og þá ekki síst hjá hafnaryfirvöldum hann segir að mjög spennandi tímar séu framundan í þessari atvinnugrein. ?Það tekur um þrjár vikur að búta niður skip eins og Hegranes og þá í þær einingar sem þarf til í útflutninginn.?


 

09.11.2007 11:36

Sildveiðar i Grundarfirði

Sildveiðar i Grundarfirði hafa verið ævintýri likust en skipin hafa verið að fá sildina allveg uppá 7 fm fyrir framan hafnarkjaftinn Kap Ve fékk til að mynda 1300 tonna kast og var lóðningin ca 5 faðmar á þykkt þessa mynd af skipunum tók Alfons Finnsson  blaðamaður Skessuhorns  og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin

08.11.2007 21:23

Lundey NS 14


Lundey NS 14 var i Reykjavik i morgun þegar siðuskrifari átti leið um bryggjuna og voru netagerðarmenn eitthvað að vinna i nótinni uppi á bryggju

04.11.2007 22:03

Votaberg Su 14

hvað er vitað um þennan bát

04.11.2007 21:31

Reginn Hf 228

Reginn Hf 228 myndin tekin i þorlákshöfn hvað er vitað um þennan bát

04.11.2007 19:39

Gyllir ÍS 261

Hvað voru margir togarar  af þessari stærð og sömu teikningu smiðaðir og hvað heita þeir man einhver hvaða gælunafni Gyllir var kallaður i þessum lit

04.11.2007 19:19

Nótin dregin um borð i Þórshamar Gk 75

  1. Þarna er myndin kominn af bátnum með þessari miklu brú skipstjóri var Jón Eyfjörð sem að nú er skipst á Sighvati Bjarnassyni Ve 81

04.11.2007 10:54

Þorri Su 402

Ágætu spekingar nú væri gaman ef að þið gætuð sagt sögu þessa báts

04.11.2007 00:48

Samherjaskip


Samherja flotinn á árum áður en það skal tekið fram að 3 af þessum skipum eru enn i eigu Samherja Hf eða dótturfélaga þeirra erlendis annas eru þetta eftitalin skip. Akureyrin Ea 10,Viðir Ea 910,Margret Ea710, og Hjalteyrin Ea 310

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is