Færslur: 2009 September06.09.2009 10:32Boði SH 1841572. Boði SH 184, á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðaður af Jóhanni S. Karlssyni út á Grandagarði í Reykjavík 1980. Lengdur 1995. Nöfn: Helga Péturs RE 88, Helga Péturs RE 478, Helga Péturs GK 478, Rúna Péturs GK 478 og Boði SH 184. Tekinn af skrá 2008, en endurskráður 2009. Skrifað af Emil Páli 06.09.2009 10:28Hvalur 9 RE 399997. Hvalur 9 RE 399 siglir inn Hvalfjörð © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 05.09.2009 19:47100 ára gömul skipHér koma tvær myndir af skipum sem voru til í kring um aldamótin1900 og eru því liðin meira ein ein öld síðan þau voru í umferð. Báðar myndirnar eru ú safni Emils Páls, en ljósmyndari er ókunnur. Skonnortan Ásta sem var í eigu H.P. Duus og annaðist flutninga á saltfiski til Spánar. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef er ekki klárt hvort Duus átti þrár skútur eða eina, sem þetta gæti passað við og því veit ég ekki hvaða frásögn á við þetta skip. Coot GK 310 var fyrsti botnvörpungurinn í eigu íslendinga. Kom hann til Hafnarfjarðar 6. mars 1905 og þar með hófst togaraútgerð á Íslandi. Hann rak upp á Keilisnesi á leið til Hafnarfjarðar 14. des. 1908. Skrifað af Emil Páli 05.09.2009 18:02Hvaðan skildi þetta vera?Hún er örugglega létt þessi, en spurt er hvaðan þessi mynd er tekin og margir kannast örugglega við staðarvalið © myndir úr safni Svafars Gestssonar Skrifað af Emil Páli 05.09.2009 10:12Alnöfnur hlið við hlið1209. Freyja GK 364 og 426. Freyja GK 364 © myndirnar tók Emil Páll í maí 1980, en þá var stálbáturinn að taka við af eikarbátnum og ekki var búið að setja nýja nafnið á eikarbátinn. Saga bátanna kemur hér á eftir: Annar er enn til, en þó ekki hérlendis og hinn er farinn fyrir móðuna mikla eins og einhver nefndi það þegar skip sökk. 426. Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1958. Nöfn: Freyja ÍS 364, Freyja GK 364, Pólstjarnan KE 3 og Jóhanna Magnúsdóttir RE 74. Brann og sökk út af Meðallandi 25. maí 1983. 1209. Smíðanr. 45 hjá Skipasmíðastöð Marselliusar Bernhardssonar á Ísafirði 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf. Seyðisfirði 1988. Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 4, Freyja GK 364. Seld til Írlands 20. des. 1994 og eftir Freyja SO, Kelly J og í Króatíu bar hann síðast þegar ég vissi nafni Keli. Skrifað af Emil Páli 05.09.2009 01:21Siglufjörður2298. Kársnes KÓ 66 6725. Anna SI 6 1774. Bára SI 1 7185. Farsæll SI 93 2139. Gunni Jó SI 173 © myndir Þorgeir Baldursson á Siglufirði í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 19:27KeflavíkurhöfnHér sjáum við gamla mynd úr Keflavíkurhöfn, en með öllu er óvíst hvenær hún var tekin eða hver tók hana. Myndin er úr safni Emils Páls. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 17:57Hvaða staður er þetta?Hvaða staður er þetta ? © myndir úr safni Svafars Gestssonar Nú er þetta komið á seinnihlutann, raunar eru aðeins tvö byggðarlög eftir fyrir utan það sem hér kemur og ein annarskonar mynd. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 11:46TappatogararnirFyrir hálfri öld komu hingað til lands 12 systurskip sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Austur-Þýskalandi og voru 250 tonna stálskip sem gengu undir nafninu Tappatogarar. Hér birtum við myndir af fjórum þeirra. 73. Gunnar SU 139 © mynd Snorri Snorrason Bar aðeins þetta eina nafn og var seldur til Noregs 19. júní 1981. 76. Helgi S KE 7 © mynd Emil Páll 1983 Nöfn: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125. Síðari árin var skipið meira bundið við bryggju en í útgerð s.s. frá 1996 - 2003 og aftur frá 2006 til 2008 að það var dregin erlendis og átti að fara í pottinn, en sökk austur af Aberdeen í Skotlandi 27. maí 2008. 78. Ísborg ÍS 250 í Njarðvíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll í september 2009 Nöfn. Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn Ísborg ÍS 250. 181. Mánatindur SU 95 © mynd Emil Páll 1980 Nöfn: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240. Fór í pottinn í Grimsby í Englandi 1994. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 00:34Særún2427. Særún, í Stykkishólmi sl. laugardag © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Smíðað í Noregi 1978 úr áli. Keypt hingað til lands árið 2000 og er með heimahöfn í Stykkishólmi. Hét áður La Reina. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 00:27Laxá141. Laxá © mynd Snorri Snorrason Smíðanr. 1075 hjá D.W. Kremer & Sohn í Elmshorn, Vestur-Þýskalandi 1959. Hljóp af stokkum 20. okt. 1959. Lagði af stað í sína fyrstu ferð frá Hamborg 11. des. 1959 og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum 30. des. sama ár. Nöfn: Laxá, Vega, Selt úr landi til Grikklands 28. mars 1977 og hefur síðan borið nöfnin: Hermes G, Thyella, Tara, Hanci Adnan Vunculer og Ahsen. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 00:23Kyndill138. Kyndill © mynd Snorri Snorrason Smíðað í Waterhulzen í Hollandi 1955. Selt til Englands 31. okt. 1973. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 00:12Keflavík1624. Keflavík í höfn í Keflavík í fyrsta sinn © mynd Emil Páll 198 og eitthvað. Smíðanr. 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S í Svenborg í Danmörku 1978. Skipið var skírt eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtæksins, auk þess sem Saltsalan hf. var með aðal bækistöð sína í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleiganda var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík. Skipið kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Keflavíkur á sjómannadaginn 198 og eitthvað. En heimahöfn Keflavíkur var í Vík í Mýrdal. Nöfn sem skipið hefur borið: Charm, Keflavík, Írafoss og Aasfjord. Skipið var selt úr landi til Antigua 11. des. 1990 og hélt Írafossnafninu til 1997 að það var selt til Noregs þar sem það fékk núverandi nafn Aasfjord. Skrifað af Emil Páli 04.09.2009 00:07Fagranes46. Fagranes © mynd Snorri Snorrason Smíðanr. 54 hjá Ankerlökken Verft A/S í Florö í Noregi 1963. Nöfn: Fagranes, Fjörunes og Moby Dick. Seldur úr landi til Grænhöfðaeyja í maí sl. og stóð til að Ísafold sem einnig var seld á sama stað myndi draga bátinn út í júlí sl. en þeir eru ekki farnir ennþá. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1089 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 25 Samtals flettingar: 1079223 Samtals gestir: 51441 Tölur uppfærðar: 30.12.2024 16:59:18 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is