26.10.2025 20:22

Breskt Herskip á Akureyri

Freigáta konunglega breska flotans, HMS Somerset, er komin til Akureyrar.

Þar fékk áhöfnin hlýjar móttökur, að því er segir á opinberum reikningi herskipsins á X.

Samkvæmt miðlinum UK Defence Journal er heimsókn freigátunnar liður í yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans á Norður-Atlantshafi.

Herskipið var tekið í notkun árið 1996 og er hannað fyrir kafbátahernað en ber þó einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti,

svo sem hina nýlega kynntu NSM-flaug (Naval Strike Missile) sem getur verið beitt á óvinaskip eða skotmörk á landi sem eru í meira en 160 kílómetra fjarlægð.

heimild mbl.is 

                      HMS Somerset á Akureyri seinnipartinn i dag mynd þorgeir Baldursson 

                        HMS Somerset á Akureyri seinnipartinn i dag mynd þorgeir Baldursson 

26.10.2025 19:45

VASCO DA GAMA á Eyjafirði

                                 Vasco DA Gama á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2025

                                            

                                    Vasco DA Gama á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2025

                                             Vasco DA Gama á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2025

VASCO DA GAMA (IMO: 8919245) is a Passenger Ship and is sailing under the flag of Portugal.

Her length overall (LOA) is 219 meters and her width is 31 meters.

smá viðbót Vasco DA Gama kom til isafjarðar i morgun og þá tók Guðbjartur Ásgeirsson þessar myndir og sendi mér

               Vasco DA Gama á isafirði i morgun ásamt Jóhönnu, Júliusi Geirmundssyni ,og Páli Pálssyni 

   Vasco DA Gama á isafirði i morgun ásamt Jóhönnu, Júliusi Geirmundssyni ,og Páli Pálssyni Myndir Guðbjartur      

24.10.2025 18:50

Akureyri i október 2025

                             Krossanes mynd Þorgeir Baldursson 

      Slippstöðvarsvæðið og fiskihöfnin mynd Þorgeir  Baldursson 

                           Fiskihöfnin mynd Þorgeir Baldursson 

                   Frystihús Útgerðarfélags Akureyringa á Fiskitanga mynd Þorgeir Baldursson

 

                     Smábátahöfninn i Sandgerðis bót mynd Þorgeir Baldursson 

 

24.10.2025 09:13

Sildarmælingum að ljúka

                     3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300  á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Þórunn Þórðardóttir HF, hefur verið við síldarmælingar við landið frá 10. október og er, þegar þetta er skrifað, stödd innarlega í Hrútafirði.

200 mílur heyrðu í Sigurvin Bjarnasyni, leiðangursstjóra og líffræðingi við uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, sem segir veðrið hafa verið með besta móti í ferðinni. Markmið leiðangursins segir hann vera að afla upplýsinga um stærð, árgangaskipan og þróun á stofnstærð íslenska sumargotssíldarstofnsins. Gögnum er safnað með bergmálsmælingum og sýnatöku og er leiðangrinum skipt í tvo hluta.

Fullorðin síld mæld í fyrri hluta

Í fyrri hluta leiðangursins voru mælingar framkvæmdar við Suður- og Austurland og rannsóknir gerðar á fullorðinni síld, en það er sá hluti stofnsins sem útgerðirnar veiða.

Sigurvin Bjarnason, líffræðingur við uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, er leiðangursstjóri ferðarinnar.

Sigurvin Bjarnason, líffræðingur við uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, er leiðangursstjóri ferðarinnar. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

„Við fórum um djúpin á suðausturlandi, eða frá Skeiðárdjúpi og austur að Lónsdjúpi,“ segir Sigurvin. „Við mælum síld með bergmálsmælum auk þess að taka líffræðisýni, togsýni, úr torfum sem við mælum.“ Að því búnu hélt leiðangurinn austur fyrir landið þar sem mælt var frá Norðfjarðardjúpi og norður að Bakkaflóadýpi. Þar segir Sigurvin að mikið hafi verið af síld síðustu vikurnar og veiðin almennt verið góð.

„Uppsjávarskipin hafa verið að veiða norsk-íslenska vorgotssíld, sem heldur sig á þessu svæði að lokinni fæðugöngu,“ segir Sigurvin og bætir við að þegar fæðugöngu sé lokið haldi síldin aftur austur til Noregs þar sem hún hefur vetursetu og hrygnir síðan um vorið. „Hins vegar hefur íslenska sumargotssíldin í auknum mæli blandast þeirri norsku síðustu ár,“ segir Sigurvin. „Við erum því að meta þessa blöndun og áætla hversu mikið er af sumargotssíld á svæðinu.“

Ungsíld mæld í seinni hluta

Í seinni hluta leiðangursins, sem stendur yfir núna, fara fram mælingar á 1-2 ára ungsíld við Norður- og Vesturland. Þá er siglt inn í firði þar sem uppeldisstöðvar sumargotssíldarinnar eru.

„Við höfum lokið við mælingar í Öxarfirði, Skjálfanda, Eyjafirði og Skagafirði,“ segir Sigurvin en Þórunn Þórðardóttir er sem fyrr segir stödd í Hrútafirði núna. Leiðangrinum lýkur við Vestfirði áður en haldið er aftur til hafnar eftir helgina og hafist handa við að vinna úr þeim gögnum sem safnast hafa í leiðangrinum.

Sigurvin segir að lokum að haldið verði til frekari síldarmælinga í lok mars þegar mælingar á stofnhlutanum sem heldur sig vestan lands fara fram.

heimild 200 milur 

mynd af Þórunni Þorgeir Baldursson 

23.10.2025 07:54

Skip á Akureyri

 

                                 Nokkur skip við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson okt 2025

21.10.2025 22:03

Sildarleit i Eyjafirði i dag

Hið nýja skip Hafró Þórunn Þórðardóttir HF 300 kom i fyrsta skipti inná Eyjafjörð i dag og var verkefnið 

að leita að sild skipið krúsaði hérna allan fjörðinn allveg inná poll og þegar þetta er skrifað um kl 2215 

var skipið við norðaustur enda Hriseyjar á togferð en á þeim slóðum höfðu hvalaskoðunnarbátar 

séð mikið lif á mælum og mikið af hval á slóðinni allt uppi 20 stykki i túr enda er Eyjafjörðurinn 

með um 99% árangur i hvalaskoðun á Islandi 

                             3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300 mynd þorgeir Baldursson 21 okt 2025 

                      3045 Þórunn Þórðardóttir HF300 við Krossanes i dag mynd þorgeir Baldursson 

                               3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300 mynd þorgeir Baldursson 2025

                           3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300 á Eyjafirð i dag mynd þorgeir Baldursson 

20.10.2025 19:34

Þórunn Sveinsdóttir Ve verður Ljósafell SU

                                          2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401  mynd þorgeir Baldursson 

                                        2401 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd þorgeir Baldursson 

Loðnuvinnslan kaupir Þórunni Sveinsdóttur VE 401

Loðnuvinnslan og Ós ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Loðnuvinnslunnar á ísfisktogaranum Þórunni Sveinsdóttur VE 401.

Skipið er smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku árið 2010. Skipið var lengt í sömu stöð árið 2019 og er nú 46,3 metra langt og 11,2 metra breitt.

Skipið mun leysa af hólmi Ljósafell SU 70 sem smíðað var í Narasaki skipasmíðastöðinni í Japan árið 1973.

Ljósafell hefur verið afar farsælt skip og þjónað Loðnuvinnslunni og tengdum félögum vel frá komu þess til heimahafnar 31. maí 1973.

Áhafnarmeðlimum Ljósafells verður boðið starf á nýju skipi.

Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir að um merkileg tímamót sé að ræða í sögu félagsins.

Lengi hafi verið stefnt að því að endurnýja Ljósafell en skipið hafi einfaldlega haft alla burði í að sinna hlutverki sínu með sóma og geri í raun enn.

Sölu Þórunnar bar brátt að og ákvörðun um að kaupa skipið hefur þurft sinn meðgöngutíma í ljósi ýmissa áskorana fram undan í rekstri útgerðarfyrirtækja.

Það hafi þó ekki verið hægt að horfa fram hjá því að Ljósafell er ekki að yngjast.

Þórunn Sveinsdóttir er aflmeira veiðiskip sem hefur sýnt sig og sannað á miðunum með öflugri áhöfn í gegnum árin.

Skipið getur dregið tvö troll og þannig aukið afla á togtíma verulega. Auk þess er burðargeta skipsins tæplega 60% meiri en Ljósafells.

Það verður mikill söknuður af Ljósafelli en skipið er í góðu ásigkomulagi miðað við aldur þess, enda ekkert verið til sparað í viðhaldi þess í gegnum árin.

Gert er ráð fyrir því að skipið verði selt í kjölfar móttöku Þórunnar Sveinsdóttur í lok mars á næsta ári.

heimild Heimasiða Loðnuvinnslunnar 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

19.10.2025 23:56

Sæfari i slipp Á Akureyri

                      2691 Grimseyjarferjan Sæfari i slipp á Akureyri i vikunni mynd þorgeir Baldursson okt 2025

19.10.2025 19:48

Fyrsti túrinn hjá Valgarði með Gullver Ns 12

Fyrsti túrinn í skipstjórastólnum

Valgarður Freyr Gestsson fór sinn fyrsta túr í skipstjórastólnum á .

Valgarður Freyr Gestsson fór sinn fyrsta túr í skipstjórastólnum á Gullveri NS en hann hefur verið fyrsti stýrimaður um borð í tvö ár. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

 

Ísfisktogarinn Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag með nýjan skipstjóra í brúnni, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Valgarður Freyr Gestsson fór sinn fyrsta túr sem skipstjóri en hann hefur verið fyrsti stýrimaður Gullvers í ein tvö ár.

Afli Gullvers að þessu sinni er 80 tonn, þar af eru 58 tonn þorskur og tæp 20 tonn af ýsu. Valgarður segir þennan fyrsta túr sinn hafa gengið ágætlega en ýsan hafi þó látið eltast við sig.

Margir kvarti undan ýsufæð

„Við byrjuðum á Tangaflaki og síðan var haldið á Gletting en ýsuveiðin var takmörkuð þar,“ segir Valgarður. „Þá var siglt norður á Digranesflak og þar tekin þrjú hol en aflinn var að mestu þorskur á þeim slóðum. Þá var haldið suður eftir í ýsuleit og byrjað á Gerpisflaki og endað á Gauraslóð með heldur litlum árangri.“ Hann segir jafnframt að áhöfn Gullvers sé ekki ein um að eltast svona við fiskinn því víða sé kvartað undan ýsufæð þessa dagana.

Valgarður sestur í skipstjórastólinn á Gullveri NS.

Valgarður sestur í skipstjórastólinn á Gullveri NS. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Valgarður segist sérstaklega ánægður með áhöfnina. „Þetta var minn fyrsti túr sem skipstjóri og það er auðvelt að vera skipstjóri á skipi þar sem er samheldin og góð áhöfn,“ segir hann. „Á Gullveri er flottur mannskapur.“

Þegar löndun er lokið verður haldið til Neskaupstaðar til að sinna viðhaldi á skipinu. Aftur verður siglt á miðin á fimmtudagskvöld.

13.10.2025 12:15

Akureyri 13 okt 2025 skip og Bátar

Nokkur Skip við bryggju á Akureyri i morgun 

       Jökull ÞH ,Þórsnes SH,Hákon EA ,Snæfell EA ,Vikingur Ns mynd þorgeir Baldursson 

   Björg EA, Jökull ÞH ,Þórsnes SH,Eyborg EA, Oddeyrin EA, Silfurborg SF,Sæfari Hákon EA mynd þorgeir Baldursson 

 

10.10.2025 22:56

Sigurjón Friðriksson EA 50

                               7035 Sigurjón Friðriksson EA 50 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

02.10.2025 06:40

Tryllt upplifun í Hvalaskoðun i Eyjafirði

                Það var mikil upplifun hjá farþegum í hvalaskoðun um borð í Hólmasól mynd Þorgeir Baldursson 

30.09.2025 00:37

Harpa Karen á Eyjafirði

                               Harpa Karen á siglingu við Svalbarðseyri i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 2025

 

Það er mikið umleikis hjá útgerðarfélaginu Brimkló sem að gerir út tvo báta Hörpu Karen EA sem að er Skemmtibátur 4,67 tonn og 7,4 m/L smiðaður i Bever Marin A/S 1985. og Nóa EA611 sem að er Eikarbátur og er orðin mjög glæsilegur i höndum þeirra Daviðs Haukssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur enda eru þau mjög samhent að hafa bátana snyrtilega og vel um gengna og það er greinilegt að þau hafa mikinn metnað þegar kemur að útgerðinni 

                                

                        Harpa Karen á siglingu við Svalbarðseyri i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 2025

                             Harpa Karen á siglingu við Svalbarðseyri i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 2025

                                        Eikarbáturinn Nói á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 

 

29.09.2025 01:18

Hobbyveiðar i Eyjafirði

Hobbysjómenn i Eyjafirði skreppa stumdum á sjó undanfarið hefur verð tregur afli vegna stóra dragnótabáta sem 

að hafa verið að veiðum utarlega i firðinum þannig að enginn fiskur kemur hérna inn  á grunnin 

skrapp útá Gásir i dag og tók nokkrar með dróna enda Eyfjörðurinn með fallegustu fjörðum i logni 

                           Skipverjar á Nóa á veiðum mynd þorgeir Baldursson 28 sept 2025

                                   Þokkaleg veiði hjá skipverjum  á Nóa mynd þorgeir Baldursson 

24.09.2025 22:45

Detta um heljarinnar góð síldarhöl fyrir austan

           

 

                                                   Sigurður ve 15 mynd þorgeir Baldursson 

 

Detta um heljarinnar góð síldarhöl fyrir austan

Birkir Ingason, stýrimaður á Sigurði VE, segir síldveiðar ganga vel fyrir austan þótt enn sem komið sé þurfi að hafa dálítið meira fyrir síldinni en í fyrra og að hún sé heldur smærri en þá. Hann búist við að fara næst á kolmunna í Rósagarðinn áður en veiðar á heimasíldinni hefjist fyrir vestan land.

Talsvert er um háhyrninga á veiðislóðinni hjá Sigurði VE. Birkir Ingason stýrimaður segir þeim virðast vera að fjölga en séu ekki að trufla.„Þeir eru mjög gæfir og koma stundum í tugatali og fylgja okkur í dælingunni. Þeir taka það sem dettur úr belgnum og bíða eftir að eitthvað klikki um borð til að geta tekið restina.“ Myndir/Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson

Deila

„Við köstuðum við Glettinganes og fengum 320 tonn í fyrsta holinu sem var mjög stutt. Svo fengum við 375 tonn núna í nótt,“ segir Birkir Ingason, stýrimaður á Sigurði VE, sem er við síldveiðar fyrir austan land og rætt var við í gærmorgun.

Að sögn Birkis er um að ræða ágætis fisk þótt enn sé komið er sé hún heldur minni en í fyrra. „Þetta er um 400 gramma síld sem við erum að fá. Við erum að reyna að halda meðalþyngdinni helst yfir 400 grömmunum; vinnslan biður um betri fisk í það sem þeir eru að framleiða þessa stundina,“ segir hann.

 

Stærri síld en á Seyðifjarðardýpi

 

Flott dæling af fallegri síld um borð í Sigurði VE. Mynd/Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson

Flott dæling af fallegri síld um borð í Sigurði VE. Mynd/Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson

 

Áður en Sigurður hóf veiðar við Glettinganes segir Birkir að í túrnum á undan hafi verið veitt um þrjátíu sjómílum sunnar, á Seyðisfjarðardýpinu og þar um kring.

„Þá var síldin aðeins smærri og hentaði illa fyrir það sem vinnslan var að gera. Þeir reyna að heilfrysta mikið og lausfrysta hana og svo er minni síldin unnin í flök og flapsa. Þeir eru mjög duglegir að skipa út og halda nógu plássi í frystigeymslunum.“

Þegar rætt er við Birki, sem er  að morgni þriðjudags eins og áður segir, eru þrjú önnur skip á síldveiðum á sömu slóðum; Ásgrímur Halldórsson SF, Beitir NK og Gullberg VE. Með Sigurði segir hann Heimaey VE vera að veiða upp í um ellefu þúsund tonna kvóta í norsk-íslensku síldinni fyrir Ísfélagið. Þessi tvö skip landi síldinni á Þórshöfn.

 

Upp í 700 tonna höl

„Það hafa ekki verið mörg skip á svæðinu í einu. Menn hafa yfirleitt verið að ná þessu á frekar skömmum tíma, hafa dottið um alveg heljarinnar góð höl. Menn hafa verið að taka alveg upp í 700 tonna höl á stuttum tíma,“ segir Sigurður. Miðað við síðustu ár finnist honum samt að síldin láti hafa aðeins meira fyrir sér núna.

„Síðustu ár hafa menn getað komið hérna og kasta bara á einhvern bing og tekið þetta á mjög skömmum tíma. Núna erum við að keyra um og leita,“ segir Birkir. Menn hafi svo sem engar kenningar um hvað valdi þessum mun.

„En kannski er fiskurinn einfaldlega seinna á ferð eins og var með makrílinn í sumar þar sem veiðin blossaði upp alveg í restina. Maður heldur í vonina að fiskurinn sé ekki alveg kominn á svæðið og að það skili sér eitthvað meira að norðan. En einhvern tíma hefði það jaðrað við frekju að vera ósáttur við 300 til 400 tonn í holi,“ segir Birkir og hlær.

 

Taka einn eða tvo kolmunnatúra

Að sögn Sigurðar er von á brælu aðfaranótt föstudags sem standa muni fram á laugardag. Segist hann alveg til í að geta klárað túrinn með fullfermi og náð í höfn áður en veðrið skelli á.

„Og þegar þetta er búið reikna ég með að við tökum einn eða tvo kolmunnatúra í Rósagarðinn áður en við förum yfir í heimasíldina vestur af landi,“ segir Birkir.

Eins og sést á forsíðu Fiskifrétta í dag er talsvert um háhyrninga á veiðislóðinni. Birkir segir þeim virðast vera að fjölga en séu ekki að trufla.

„Þeir eru mjög gæfir og koma stundum í tugatali og fylgja okkur í dælingunni. Þeir taka það sem dettur úr belgnum og bíða eftir að eitthvað klikki um borð til að geta tekið restina,“ segir Birkir Ingason. heimild fiskifrettir 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1569
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 2230718
Samtals gestir: 68868
Tölur uppfærðar: 29.10.2025 01:23:57
www.mbl.is