16.04.2022 10:56

Rokkarinn GK 16 á Hrefnuveiðar

            1850 Rokkarinn Gk 16 mynd þorgeir Baldursson 2019

Þröstur Sigmundsson veiddi eina hrefnu á bát sínum síðasta sumar. Aðrir hafa ekki veitt hrefnu hér við land síðan 2018.

„Ég get alla vega sagt að ég stefni á það í sumar að fara á hrefnuveiðar,“ segir Þröstur Sigmundsson á Rokkaranum GK 16, fjórtán metra bát sem gerður er út frá Grindavík. „Það hefur náttúrlega verið frekar lítil veiði á þessu, allir aðrir eru hættir.“

Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en síðasta árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Engin hrefnuveiði var síðan stunduð á árunum 2019 og 2020, en 2021 veiddist ein hrefna og það var Þröstur sem veiddi hana.

„Já, ég veiddi eina í ágúst í fyrra, og það var gert líka til þess að vera þá búinn að taka eina í gegnum vinnsluna, það yrði þá klárt núna.“

Lokað fyrir

Ástæðan fyrir því að enginn hélt á hrefnuveiðar árið 2019, og sárafáir árið 2018, er fyrst og fremst sú að dregin var lína þvert yfir Faxaflóa sem ekki mátti veiða innan. Þröstur segir að á þessu svæði hafi um 80% veiðinnar fengist að jafnaði árin á undan.

„Þetta varð til þess hjá mér að ég gat ekki haldið þessu áfram eins og ég hafði verið að gera þetta. Veiðisvæðið var bara svona og ráðherra lokaði því.“

Eftir að þessu gjöfula svæði var lokað er ekki lengur hægt að ganga að hrefnunni vísri þar. Svipast þarf um eftir henni á öðrum slóðum, og þar kemur stórt hafsvæði til greina. Þröstur segir þetta valda því að veiðiskapurinn verði allt öðru vísi.

„Þá verður allt erfiðara. Og þegar það er bara einn bátur verður þetta ennþá erfiðara, það er betra þegar tveir eða þrír eru að leita saman. En svo er fleira sem spilar inn í þetta, bæði verð og frystikostnaður og eftirlit og allt þetta, en það er bara eins og gerist og gengur í þessu. Það er alltaf erfiðara fyrir minni aðila að standa í slíku.“

Hrefna sést víða

Hann ber sig þó vel og segir að töluvert sjáist til hrefnu víðs vegar í kringum landið.

„Menn voru svona að hringja í mig í fyrra félagar af sjónum, þeir eru alveg að sjá töluvert af hrefnu. Hún er mjög víða. En ég stefni alla vega á að kíkja eitthvað á þetta, þó ég verði kannski ekki á fullu í þessu.“

Hann segir markaðinn eingöngu vera innanlands.

„Þetta er bæði selt í búðir og á veitingastaði. Ætli það hafi ekki verið um það bil helmingur í búðir og helmingur á veitingastaði. En eins og þetta er hugsað, þá er innanlandsmarkaðurinn alveg nóg ef það eru einn eða tveir í þessu. Það er eftirspurn eftir kjötinu. Menn hafa verið að flytja inn hrefnu frá Noregi.“

Meðfram hrefnunni ætlar Þröstur á strandveiðar í sumar, rétt eins og undanfarin ár.

„Strandveiðar hafa alveg lagast frá því fyrir um tvemur árum upp á verð og svoleiðis. Mér finnst það mjög fínt fyrirkomulag að þú hafi einhverja möguleika, og það er náttúrlega búið að laga það kerfi heilmikið frá því þetta byrjaði.“

Heimild Fiskifrettir 2022

16.04.2022 10:37

Kristrún RE 477 á Eyjafirði

                      2774 Kristrún Re 477 á eyjafirði i gær mynd þorgeir Baldursson 15 april 2022

Kristrún RE 477 kom til Akureyrar i gær til löndunnar og var aflinn um 100 tonn af Grálúðu og var ástæða þess 

að bilun i frystibúnaði bátsins sem að ekki var hægt að laga með skjótum hætti þvi var ákveðið að skipið sigldi til Akureyrar 

og landaði og i morgun hélt skipið til Dalvikur þar sem að tekin var is fyrir næstu veiðferð og verður haldi til veiða 

fljótlega og netin dregin i bátin og siðan siglt til Reykjavikur þar sem að ný Kristrún Re biður að halda til veiða 

15.04.2022 08:52

Ásgrimur Halldórsson SF 250

                        2780 Ásgrimur Halldórsson SF 250 mynd Þorgeir Baldursson 

14.04.2022 22:05

Málmey Sk 1

                                                    1833 Málmey Sk 1 mynd Þorgeir Baldursson 

14.04.2022 21:36

Drangey Sk 2 i kaldaskit á Eldeyjarbanka

                         2893 Drangey Sk 2 á Eldeyjarbanka mynd þorgeir Baldursson april 2022

14.04.2022 12:08

Björg EA 7 i kaldaskit á Eldeyjarbanka

                          2894 Björg EA 7 i kaldaskit á Eldeyjarbanka mynd þorgeir Baldursson 2022

14.04.2022 09:00

Tyrki og Kinverji á togslóðinni

  2861 Breki ve 61 og 2892 Björgúlfur EA 312 mætast á toginu á Selvogsbanka i april 2022 mynd þorgeir Baldursson 

14.04.2022 07:46

Algjört lykilatriði að hafa góða áhöfn í góðu fiskeríi

                1937 Björgvin EA 311   á togi á Eldeyjarbanka mynd þorgeir Baldursson april 2022               
af heimasiðu Samherja 

Góð ufsaveiði hefur verið að undanförnu út af Reykjanesi. Skipstjórinn á Björgvin EA 311 segir vissulega gaman að lenda í góðu fiskeríi,en það megi ekki koma niður á gæðum hráefnisins til vinnsluhúsanna. Í slíkum túrum skipti sköpum að hafa góða og samhenta áhöfn.

Oddur Brynjólfsson skipstjóri á Björgvin hefur verið til sjós í um tvo áratugi og hefur því marga fjöruna sopið. Hann segir mörg skip gerð út á ufsa þessar vikurnar svo sem á Eldeyjarbanka, enda veiðiheimildir í þorski skertar á yfirstandandi fiskveiðitímabili, miðað við árið á undan.

Stærsta holið 19 tonn

Björgvin landaði í Hafnarfirði í byrjun vikunnar og var aflanum ekið norður til Akureyrar og Dalvíkur til vinnslu.

 

Frá vinstri: Jón Baldur Agnarsson bátsmaður, Hallbjörn Hjartarson háseti, Daníel Halldórsson yfirvélstjóri, Jóhann Ólason kokkur, Davíð Eggertsson netamaður og Sigurður Guðmundsson háseti.

„Við vorum með um 125 tonn og túrinn tók þrjá og hálfan sólarhring, þannig að við vorum að veiðum í um tvo og hálfan sólarhring. Uppistaðan fékkst svo að segja á einum sólarhring og um 70 tonn af aflanum var ufsi, almennt ágætis fiskur.”

 

Ufsinn krefst þolinmæði

„Já, það voru ansi mörg skip þarna í ufsanum á tiltölulega afmörkuðu svæði. Skipin voru að draga þvers og kruss í kringum mann, þannig að það er eins gott að vera vakandi þegar þannig er. Ufsaveiðar eru um margt nokkuð spennand og krefjast vissrar þolinmæði. Stundum er dregið klukkutímum saman en lítið sem ekkert kemur í trollið en svo allt í einu hittir maður á góðar torfur og þá er eins gott að áhöfnin sé klár í törn. Í síðasta túr var stærsta holið um 19 tonn en við reynum að taka ekki of mikið í einu, þannig tekst okkur betur að hámarka gæði aflans sem er auðvitað markmiðið. Við þetta bætist líka að það er ekki auðvelt að sjá á dýptarmælum hvaða tegundir er um að ræða, það kemur bara í ljós þegar 

Stærsta holið var 19 tonn

veiðarfærin eru komin á dekkið.”

 

Valinn maður í hverju rúmi

 

“Já, það er algjört lykilatriði að hafa góðan og samhentan mannskap og sú er raunin á Björgvin, hérna er valinn maður í hverju rúmi. Björgvin er líka afskaplega gott skip, þó það sé komið nokkuð vel til ára sinna en því hefur verið haldið afskaplega vel við í gegnum tíðina. Veturinn var einstaklega erfiður veðurfarslega séð en dagatalið segir okkur að betri tíð sé í vændum og við verðum að trúa því.”

Landvinnslan þarf hráefni strax eftir páska

“Við verðum á miðunum næstu sólarhringana,þannig að landvinnslan fái hráefni strax eftir páska. Hvort við förum aftur á ufsamiðin á reyndar eftir að koma í ljós en ég tel það líklegt. Það þarf líka að taka mið af hrygningarstoppinu sem er að taka gildi,” segir Oddur Brynjólfsson skipstjóri á Björgvin EA 311.

 

Oddur Brynjólfsson skipstjóri á Björgvin EA 311
Gauti Valur Hauksson 1.stýrimaður og Jón Baldur Agnarsson bátsmaður í brúnni.

 

 

 

14.04.2022 07:08

Harðbakur EA 3 tekur trollið i Kaldafýlu á Selvogsbanka

                                        2963 Harðbakur EA 3 mynd þorgeir Baldursson 2022

                            Hleranir komnir upp verið að hifa i Grandarana mynd þorgeir Baldursson 2022

               lengjan kominn inná dekk og verið að hifa i belginn mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                verið að hifa i belginn mynd þorgeir Baldursson 2022

                                  15- 20 m/s þegar trollið var tekið mynd þorgeir Baldursson 2022

                          Kaldafýla á miðunum þegar trollið er tekið mynd þorgeir Baldursson 2022

                             Skipverjar á Harðbak EA taka trollið á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson 2022

14.04.2022 06:54

Breki Ve 61

                        2861 Breki Ve 61 á togi á Eldeyjarbanka i birjun april mynd þorgeir Baldursson 2022

14.04.2022 00:47

Baldviin Njálsson Gk 400

                           2992 Baldvin Njálsson Gk 400 Mynd þorgeir Baldursson 2022

14.04.2022 00:09

Páskastopp hjá Bergey og Vestmannaey

                             2964 Bergey Ve144 að toga á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson 2022

Vest­manna­ey VE og Ber­gey VE komu til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um á mánu­dag með full­fermi og hafa bæði skip­in gert hlé á veiðum. Vegna áhrifa hátíðanna á flutn­ing á fiski og að það sé hrygn­ing­ar­stopp til 21. apríl hef­ur verið ákveðið að halda ekki til veiða á ný fyrr en í fyrsta lagi páska­dag.

Þetta er haft eft­ir Arn­ari Rich­ards­syni, rekstr­ar­stjóra Bergs-Hug­ins, á vef móður­fé­lags­ins (Síld­ar­vinnsl­an). Hann seg­ir vertíðina hafa gengið vel til þessa og bend­ir á að það taki skip­in um tvo sól­ar­hringa að ná full­fermi og að fisk­ur­inn sé góður og verð há. Veðrið hef­ur þó truflað veiðar nokkuð í vet­ur.

Þá hélt Gull­ver NS til veiða í gær­kvöldi eft­ir viku hlé á veiðum. Gert er ráð fyr­ir að hann komi til lönd­un­ar á laug­ar­dag.

                                                 1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 2022

13.04.2022 08:11

Fjölnir Gk 157

                               1136 Fjölnir GK 157 á útleið frá Grindavik fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 

13.04.2022 00:38

Helga Maria RE 1 togar i brælu

                     1868 Helga Maria Re 1 á Eldeyjarbanka i brælu mynd þorgeir Baldursson april 2022

12.04.2022 07:34

Tómas Þorvaldsson Gk 10

                                   2173 Tómas Þorvaldsson Gk 10 mynd þorgeir Baldursson 2021

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 911
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 622208
Samtals gestir: 27134
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 01:29:38
www.mbl.is