27.10.2021 22:55

Bergey Ve dregur Vestmannaey til Neskaupstaðar

                2963 Bergey Ve 144 og 2964 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 2019

          önnnur af tveimur Yanmar aðalvelin í Vestmannaey Ve 54 mynd Þorgeir Baldursson 2019

26.10.2021 22:16

Nýtanleg ígulkeramið í Norðfjarðarflóa

 

                              1787 Eyji Nk 4 mynd þorgeir Baldursson október 2021

                1787 Eyji Nk 4 hifir plóginn við Norðfjarðarhornið mynd þorgeir Baldursson 

Skolla­kopp­ar eða ígul­ker fund­ust á 90% stöðva í leit að mögu­leg­um miðum í Norðfjarðarflóa og Mjóaf­irði síðasta vor. „Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar leiddu í ljós að nýt­an­leg ígul­keramið eru á svæðinu, sér­stak­lega í Hell­is­firði og Viðfirði,“ seg­ir m.a. í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um verk­efnið.

Afl­inn var 15-200 kíló í togi, en togað var á tíu stöðvum. Meðal­stærð var yfir lönd­un­ar­stærð á öll­um stöðvum þar sem skolla­kopp­ur veidd­ist. Yf­ir­leitt var afl­inn nokkuð hreinn og lít­ill meðafli.

Útgerðarfé­lagið Emel ehf. í Nes­kaupstað stóð fyr­ir leiðangr­in­um og var bát­ur þeirra, Eyji NK-4, notaður við könn­un­ina. Um borð var veiðieft­ir­litsmaður, sem sá um sýna­tök­ur, mynda­tök­ur og skrán­ingu.

Ígul­kerið skolla­kopp­ur eða græníg­ull mun vera eina ígul­kera­teg­und­in við Ísland sem hef­ur verið nýtt. Til­rauna­veiðar hóf­ust, þá stundaðar af köf­ur­um, árið 1984 á nokkr­um stöðum við landið en lögðust af 1988. Árið 1993 hóf­ust veiðar að nýju við landið, en þá voru notaðir plóg­ar við veiðarn­ar. Há­mark landaðs afla var 1.500 tonn árið 1994 og voru veiðarn­ar stundaðar fram til 1998 þegar markaðir hrundu. 2004 hóf­ust plóg­veiðar að nýju í inn­an­verðum Breiðafirði en litlu var landað þar til árið 2007 er afl­inn var 134 tonn.

Síðan þá hef­ur afl­inn auk­ist og mest verið veitt í Breiðafirði en sl. ár hef­ur einnig verið veitt í Húna­flóa og Reyðarf­irði, seg­ir í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

22.10.2021 18:53

ILIVILIQ GR 2-201 á Eskifirði

              ILIVILIQ GR 2-201 við bryggju á Eskifirði  mynd þorgeir Baldursson 23 sept 2021

                     ILIVILIQ GR 2-201 mynd þorgeir Baldursson 23sept 2021

           ILIVILIQ GR 2-201 og Aðalsteinn jónsson Su 11 mynd þorgeir Baldursson 23 september 2021

                                 ILIVILIQ GR 2-201   mynd þorgeir Baldursson 23sept 2021

21.10.2021 06:09

key Fighter að sækja Lýsi til Fáskrúðsfjarðar

                    Key Fighter  á Fáskrúðsfirði í Gærmorgun mynd þorgeir Baldursson 

        Key Fighter og Hoffell Su 80 við bryggju á Fáskrúðsfirði í Gærmorgun mynd þorgeir Baldursson 

20.10.2021 18:57

allhvasst á Fáskrúðsfirði í dag

það var allhvass vindur í hviðum í morgun þegar ég fór á fætur 

og fór vindmælirinn í brúnni á Ljósafelli Su 70 í um 30 hnúta 

 

 

            Fáskrúðsfjörður í morgun mynd þorgeir Baldursson 

         Ljósafell Su og Hoffell Su í Höfn á Fáskrúðsfirði í morgun  mynd þorgeir Baldursson 

19.10.2021 22:07

Rex NS 3 að Grotna niður

                  Rex Ns 3 á Reyðarfirði í dag mynd þorgeir Baldursson 19október 2021

þessi Bátur hefur staðið lengi við kaffi Sumarlinu á Fáskrúðsfirði hver er saga hans 

óðinn Magnasson þú veist allt um málið og kanski einhverjir fleiri 

17.10.2021 12:55

Hákarlinn skorinn

                        Hákarlinn skorinn mynd þorgeir Baldursson 17október 2021

það var létt yfir strákunum okkar í dag þegar 

þeir voru að skera Hákall sem að koma upp með trollinu í  nótt 

        Hákarlinn er vel tenntur mynd Þorgeir 

13.10.2021 11:55

Loðnukvótinn 662 tonn

                                             Loðnuveiðar mynd þorgeir Baldursson 

11.10.2021 23:37

Barði Nk 120 Ex Börkur Nk

 

2865 Barði Nk 120 Ex Börkur 11 Nk122  við bryggju í Neskaupstað mynd Guðlaugur B Birgisson 2021 og mun verða áfram í eigu Sildarvinnsunnar í Neskaupstað þar sem að aukinn loðnukvóti 

kallar á öll þau skip sem að brúkleg eru spurning hvort að Jón Kjartansson Su 111 og sighvatur Bjarnasson  ve verði klárir  í slaginn  

10.10.2021 18:45

Óveður á Hofsósi í birjun október

það var ekki gæfuleg aðkoman að höfninni á Hofsósi í birjun október 

þegar heimamenn litu yfir hafnarsvæðið allt á rúi og stúi 

oliutankur fyrir smábáta hafði lostnað viktarskurinn á leiðinni í höfnina 

og rusl uppí fjöru myndir  Þiðrik Unason 

                 oliutankur fyrir smábáta hafði lostnað mynd þiðrik unason 

                           viktarskurinn í frumeindum mynd þiðrik unason 

           viktarskurinn og olitankurinn mynd þiðrik unason 

          Grjót og netahringir á við og dreif um hafnarsvæðið  mynd þiðrik unason 

09.10.2021 21:54

Blængur Nk á Isafirði

                                    1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 2021

í morgun kom frystitogarinn Blængur Nk til hafnar á Ísafirði og var erindið að fá 

gert við bilun í aðalvél skipsins og á þessari stundu er ekki vitað hvað það tekur 

langan tíma fréttin verður uppfærð Blængur Nk hélt til veiða aftur í nótt eftir viðgerð á 

Aðlavélinni þar sem að þetta var auðveldara en að þetta leit út í birjun og nú er 

skipið komið á  veiðar útaf vestfjörðum 

08.10.2021 17:57

Bjarni Ólafsson Ak 70

 

 

         2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 við bryggju á Neskaupstað  í vikunni mynd þorgeir Baldursson 

06.10.2021 00:19

Oddeyrin EA210 i fyrstu veiðiferð

I kvöld hélt Nýjasta skip samherja Odderin Ea 210 til veiða frá Akureyri og þá voru þessar myndir teknar 

                                          Trollið tekið um borð i dag mynd þorgeir Baldursson 5 okt 2021

                    Áhöfnin skömmu fyrir Brottför i kvöld Mynd þorgeir Baldursson 5 okt 2021

            Hjörvar Kristjánsson Verkefnastjóri kom sleppti og spýtti á endann mynd þorgeir Baldursson 

                    Hjörtur Valsson Skipst og Páll Steingrimsson  stýrimaður mynd þorgeir Baldursson 

                                                Haldið til veiða mynd þorgeir Baldursson 5 oktober 2021

                   2978 Oddeyrin EA210 heldur til veiða frá Akureyri mynd þorgeir Baldursson 5 október 2021

 

05.10.2021 12:28

Stærsta skipið selt til Rússlands

Navigator er engin smásmíði Hann er 121 m á lengd og hefur frá 2017 verið á veiðum úti fyrir ströndum Máritaníu.

                        Navigator er eng­in smá­smíði Hann er 121 m á lengd og hef­ur frá 2017 verið á veiðum úti fyr­ir strönd­um Má­rit­an­íu. — Ljós­mynd/?Al­bert Har­alds­son

Span Ice selur risatogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags • Stærsta fiskveiðiskip sem verið hefur í eigu Íslendings • Eigandinn keypti skipið af Rökke árið 2016 en bauð fyrst í það árið 2008

Stefán E. Stef­áns­son

ses@mbl.is

Fyr­ir­tækið Span Ice hef­ur selt rúss­neska út­gerðarfyr­ir­tæk­inu JSC Akros risa­tog­ar­ann Navigator. Har­ald­ur Reyn­ir Jóns­son er eig­andi Span Ice en syst­ur­fyr­ir­tæki þess, Úthafs­skip, hef­ur ann­ast út­gerð Navigator við strend­ur Má­rit­an­íu frá ár­inu 2017. Skipið keypti Span Ice árið 2016 og réðst í kjöl­farið í tals­verðar end­ur­bæt­ur á því.

Morg­un­blaðið náði tali af Har­aldi í gær, skömmu eft­ir að af­hend­ing skips­ins fór fram á Las Palmas á Kana­ríeyj­um, þaðan sem skipið hef­ur verið gert út.

„Þetta eru mik­il tíðindi fyr­ir okk­ur en með þessu fer síðasti tog­ar­inn úr eigu okk­ar. Í fyrra seld­um við skip­in Vikt­oríu og Gl­oríu til Óman,“ seg­ir Har­ald­ur. Hann seg­ir að tals­verður aðdrag­andi hafi verið að söl­unni. Þannig hafi kaup­end­urn­ir nálg­ast hann á síðasta ári og fyr­ir um mánuði hafi kaup­samn­ing­ur verið und­ir­ritaður.

Það er þó ekki lang­ur tími, sam­an­borið við það hversu lang­ur tími leið frá því að Har­ald­ur fékk þá hug­dettu að kaupa Navigator og þar til skipið komst í hans eigu.

„Ég bauð í skipið fyrst árið 2008 en það var ekki fyrr en átta árum síðar sem við Røkke náðum sam­an og hann seldi.“

Verk­efna­laust frá 2007

Vís­ar Har­ald­ur þar til norska út­gerðarkóngs­ins Kj­ell Inge Rökke sem lét smíða skipið árið 1996. Hafði skipið legið bundið við bryggju í skipa­smíðastöð í Króa­tíu og verk­efna­laust, allt frá ár­inu 2007.

Hann seg­ir að JSC Akros sé fyr­ir­tæki sem staðsett sé á Kams­j­at­ka-skaga í aust­ur­hluta Rúss­lands og að senni­lega fari skipið til veiða á Kyrra­hafi í kjöl­far breyt­inga.

Stórt á alla mæli­kv­arða

„Við gerðum tals­verðar breyt­ing­ar á skip­inu á sín­um tíma. Bjugg­um það til upp­sjáv­ar­veiða, sett­um upp vinnslu­lín­ur og frysti­búnað fyr­ir upp­sjáv­ar­skip og end­ur­nýjuðum raf­einda­búnað í brúnni. Mér skilst á kaup­end­un­um að þeir muni auka við vinnslu­getu skips­ins enn frek­ar og bæta fiski­mjöls­verk­smiðju við skipið.“

Það er eng­in smá­smíði. Stærsta fiski­skip sem nokkru sinni hef­ur verið í eigu ís­lensks aðila. Vinnslu­geta þess er 220 tonn af fryst­um afurðum á sól­ar­hring. Lengd þess er 121 metri en til sam­an­b­urðar er lengsta skip Brims, Vík­ing­ur AK 100, 81 metri á lengd. Þá er Beit­ir NK 122, sem er í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, 89 m á lengd. Navigator er 18,5 metr­ar á breidd og 8.913 brúttó­rúm­lest­ir.

70-80 í áhöfn á hverj­um tíma

„Í áhöfn hafa verið á bil­inu 70-80 manns á hverj­um tíma og við höf­um gert það út með tveim­ur áhöfn­um,“ seg­ir Har­ald­ur. Skip­stjór­ar á skip­inu hafa verið þeir Páll Kristjáns­son og Al­bert Har­alds­son en sá síðar­nefndi hélt í gær upp á af­mæli sitt, sama dag og skipið færðist í eigu JSC Akros.

Kaup­verðið er trúnaðar­mál að sögn Har­ald­ar en hann viður­kenn­ir þó að hann sé mjög sátt­ur við viðskipt­in. Ekki hafi í raun staðið til að selja skipið held­ur hafi ætl­un­in verið að gera það áfram út. Hann seg­ir óljóst hvað taki við. Spurður út í hvort langri út­gerðar­sögu sé nú lokið, vill Har­ald­ur ekki kveða upp úr um það.

„Það eru mörg tæki­færi og ýms­ir mögu­leik­ar sem vert er að skoða en það er ekk­ert ákveðið enn þá,“ seg­ir hann.

Navigator

» Skipið var smíðað fyr­ir Kj­ell Inge Rökke árið 1996.
» Komst í eigu Span Ice árið 2016 og ráðist var í mikl­ar end­ur­bæt­ur á því.
» Skipið er 121 metri á lengd,
breidd þess er 18,6 metr­ar.
» Það er 8.913 brúttó­rúm­lest­ir á stærð.
» Vinnslu­get­an er 220 tonn af fryst­um afurðum.
Í áhöfn eru 70-80 manns á hverj­um tíma.
» Skip­stjór­ar hafa verið Íslend­ing­arn­ir Páll Kristjáns­son og Al­bert Har­alds­son.

Haraldur Reynir Jónsson

Har­ald­ur Reyn­ir Jóns­son

02.10.2021 22:03

Særif SH 25

           2822 Særif SH 25 mynd þorgeir Baldursson 2 október 2021

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 605806
Samtals gestir: 25589
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 04:15:58
www.mbl.is