01.07.2025 21:25Blængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur 1/7/2025 | FréttirBlængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur1/7/2025 | Fréttir ![]() Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær að aflokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var 676 tonn upp úr sjó og verðmæti hans er 442 milljónir króna. Aflinn var langmest ýsa og ufsi en síðan var töluvert af þorski og öðrum tegundum. Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri sagði að túrinn hefði verið tíðindalítill. ”Við vorum að veiðum fyrir austan land allan túrinn, mest á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshallinu. Það var bræla fyrstu dagana en síðan var gott veður allt til loka. Í lok túrs kvöddum við reynslumesta manninn í áhöfninni en það er Sigurður Breiðfjörð. Það er eftirsjá að honum en hann er að hætta eftir langan og farsælan sjómannsferil. Sigurður er hörkuduglegur, jákvæður og skemmtilegur auk þess að búa yfir ótrúlegri reynslu,” sagði Sigurður Hörður. ![]() Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Breiðfjörð og spurði hann hvers vegna hann væri að hætta. ”Ég er að hætta vegna aldurs. Ég er orðinn 65 ára og ég vil hætta áður en ég verð bara fyrir strákunum þarna um borð. Ég hef verið hátt í 50 ár á sjónum og það finnst sjálfsagt mörgum að nóg sé komið. Ég hóf sjómannsferilinn kornungur á netabáti en síðan náði ég því að vera háseti á síðutogaranum Maí. Það eru ekki margir núverandi sjómenn sem voru á gömlu síðutogurunum. Ég var síðan á ýmsum bátum en að því kom að togararnir tóku yfir. Ég var til dæmis á Apríl, Ými og Rán. Þá lá leiðin til Noregs þar sem ég var á togara frá Álasundi og síðan var ég reyndar um tíma á dönskum bátum. Árið 2001 lá leiðin aftur til Íslands og ég var á nokkrum togurum eins og Þór, Venusi, Sturlaugi, Örfirisey og Höfrungi. Á Blæng fer ég árið 2021 og hef verið þar háseti síðan. Mér hefur líkað einstaklega vel að vera á Blængi. Á Blængi eru hörkuskipstjórar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfnin er jákvæð og samviskusöm. Blængur er rúmlega 50 ára gamalt skip en það hefur fiskast ótrúlega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð. Það eru sjálfsagt ekki allir sem gera sér grein fyrir því að pláss á Blængi er með bestu togaraplássum á landinu og það hefur verið frábært að vera á þessu skipi. Nú fer ég að slappa meira af en hingað til en ég kveð skipsfélagana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eftir að ganga vel áfram sem hingað til,” sagði Sigurður Breiðfjörð. Skrifað af Þorgeir 29.06.2025 22:04Loran i KrossanesiNorski linu og netabáturinn Loran kom til Akureyrar i vikunni og var erindið að taka oliu og kost ásamt netum þar sem að báturinn er á Gráluðuveiðum við austur Grænland og hefur gengið vel að sögn skipverja hérna eru nokkrar myndir af Bátnum i krossanesi
Skrifað af Þorgeir 28.06.2025 00:25LE Champlain leggst á bryggju við TorfunesFyrsta Skemmirferða skipið sem að lagðist að Torfunes bryggju eftir að hún var endurbyggð er Franskt og heitir LE Champlain og það voru um 200 farþegar um borð þetta er svon lúxusskip með öllu inniföldu en hérna koma nokkrar myndir
Skrifað af Þorgeir 21.06.2025 23:49Flugdagurinn á Akureyrihttps://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/06/23/myndir_flugdagurinn_a_akureyri/
Skrifað af Þorgeir 21.06.2025 02:22Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á makrílveiðar
Skrifað af Þorgeir 16.06.2025 00:03Varðskipið Freyja á Eyjafirði i dagÞað var mikið að gera hjá Einari Valssyni og áhöfn varskipsins Freyju i dag þegar verið var að laga dublið sem að er á Hörgárgrunni og þegar rég flaug yfir skipið var búið að hifa það upp með krananum og verið að vinna i þvi siðan fór ég útá Hjalteyri og myndaði skipið með drónanum og hérna kemur afraksturinn
Skrifað af Þorgeir 15.06.2025 13:39Uppsjávarveiðiskipið Venus Ns 150 á Eyjafirði i dagÞað er Glæsilegt uppsjávar veiði skips Brims h/f Venus Ns 150 eftir að hafa verið i slipp á Akureyri i nokkurn tima héðan hélt skipið til Vopnafjarðar og siðan verður haldið til veiða næstu daga hérna koma nokkrar myndir teknar i dag við Hjalteyri
Skrifað af Þorgeir 09.06.2025 11:14Gullver Ns 12 i Brælu
Skrifað af Þorgeir 09.06.2025 10:22Slökkvilið Akureyrar kom i veg fyrir sýruleka
Slökkviliðið á Akureyri kom í veg fyrir sýruleka eftir óhapp um borð í skipi í gær. Verið var að hífa upp gám með fosfórsýru er hann slitnaði frá og lenti aftur í skipinu. „Það var ekki alveg vitað fyrst hvort það væri að leka úr gámnum eða ekki en það benti allt til þess þannig að það var allt ræst út hjá slökkviliðinu,“ segir Jóhann Þór Jónsson, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri. Búið er að dæla úr tankinum og koma sýrunni fyrir á öruggum stað en að sögn Jóhanns er fosfórsýra mjög ætandi og getur myndað gasský sem getur farið um allt, „og er mjög hættulegt“. Slökkviliðsmenn eru nú að hefja vinnu við að hífa skemmda tankinn úr skipinu og koma honum fyrir á öruggum stað. Útkallið kom kl. 13:36 í gær og hafa slökkviliðsmenn verið á fullu við vinnu síðan, en að sögn Jóhanns ættu þeir að klára verkið á næstu tveimur tímum. Siðustu viðbragðsaðilar voru að fara af vettvangi nú um Hádegisbil
Skrifað af Þorgeir 07.06.2025 13:51Bergey Ve 44 i Sjósett i slippnumSkömmu fyrir Hádegið i dag 7 júni var Bergey VE44 sett niður i slippnum á Akureyri þar sem að hún hefur verið i hefðbundu viðhaldi sem að nú sér brátt fyrir enda á
Skrifað af Þorgeir 10.05.2025 18:55Álag á kerfi vegna gagnamagns
Aukning gagnamagns á gagnasíðum Fiskistofu urðu til þess að kerfið sem sinnir framsetningu gagnanna átti erfitt með að vinna úr þeim og hefur átt það til að frjósa. Fiskistofa upplýsir að búið sé að gera viðeigandi lagfæringar til þess að bregðast við þessu. Greint var frá því fyrr í dag að kerfisvilla leiddi til þess að aflatölur strandveiðibáta á gagnasíðum stofnunarinnar væru bjagaðar. Frétt af mbl.isAflatölur fyrir áhrifum kerfisvillu„Fiskistofa hefur einsett sér að birta gögn á rauntíma og birta eins nákvæm gögn og hægt er. Gagnasíðan er með lifandi gögn, stundum eru skráningar rangar og birtast þá á síðunni vegna þessa og leiðréttast einnig þegar skráningar eru leiðaréttar. Þegar upp koma villur höfum ekki haft þann háttinn á að taka síðuna niður heldur einsetjum við okkur að laga villuna eins fljótt og kostur er,“ útskýrir Fiskistofa. Þá vekur stofnunin sérstaklega athygli á því að gögnin séu birt upplýsingaskyni en „eru ekki grundvöllur fyrir ákvörðunum stofnunarinnar.“ heimild mbl.is / 200milur Skrifað af Þorgeir 10.05.2025 11:42Hav Brim Landar skeljasandi á Dalvik1250 tonnum af Skeljasandi landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún. Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað. Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar. Frá þessu segir orðrétt á Fb síðu Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Skrifað af Þorgeir 08.05.2025 23:05Heimaey ve 1 kveður Eyjarnar
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1023 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 5739 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 1621640 Samtals gestir: 61133 Tölur uppfærðar: 2.7.2025 06:04:09 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is