01.07.2025 21:25

Blængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur 1/7/2025 | Fréttir

Blængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur

1/7/2025 | Fréttir

Blængur NK landaði í Neskaupstað í gær. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær að aflokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var 676 tonn upp úr sjó og verðmæti hans er 442 milljónir króna. Aflinn var langmest ýsa og ufsi en síðan var töluvert af þorski og öðrum tegundum. Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri sagði að túrinn hefði verið tíðindalítill. ”Við vorum að veiðum fyrir austan land allan túrinn, mest á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshallinu. Það var bræla fyrstu dagana en síðan var gott veður allt til loka. Í lok túrs kvöddum við reynslumesta manninn í áhöfninni en það er Sigurður Breiðfjörð. Það er eftirsjá að honum en hann er að hætta eftir langan og farsælan sjómannsferil. Sigurður er hörkuduglegur, jákvæður og skemmtilegur auk þess að búa yfir ótrúlegri reynslu,” sagði Sigurður Hörður.

Sigurður Breiðfjörð með félögum á síðustu vakt hans á Blængi NK. Sigurður er lengst til hægri í fremri röð. Ljósm. Víkingur Trausti Elíasson

Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Breiðfjörð og spurði hann hvers vegna hann væri að hætta. ”Ég er að hætta vegna aldurs. Ég er orðinn 65 ára og ég vil hætta áður en ég verð bara fyrir strákunum þarna um borð. Ég hef verið hátt í 50 ár á sjónum og það finnst sjálfsagt mörgum að nóg sé komið. Ég hóf sjómannsferilinn kornungur á netabáti en síðan náði ég því að vera háseti á síðutogaranum Maí. Það eru ekki margir núverandi sjómenn sem voru á gömlu síðutogurunum. Ég var síðan á ýmsum bátum en að því kom að togararnir tóku yfir. Ég var til dæmis á Apríl, Ými og Rán. Þá lá leiðin til Noregs þar sem ég var á togara frá Álasundi og síðan var ég reyndar um tíma á dönskum bátum. Árið 2001 lá leiðin aftur til Íslands og ég var á nokkrum togurum eins og Þór, Venusi, Sturlaugi, Örfirisey og Höfrungi. Á Blæng fer ég árið 2021 og hef verið þar háseti síðan. Mér hefur líkað einstaklega vel að vera á Blængi. Á Blængi eru hörkuskipstjórar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfnin er jákvæð og samviskusöm. Blængur er rúmlega 50 ára gamalt skip en það hefur fiskast ótrúlega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð. Það eru sjálfsagt ekki allir sem gera sér grein fyrir því að pláss á Blængi er með bestu togaraplássum á landinu og það hefur verið frábært að vera á þessu skipi. Nú fer ég að slappa meira af en hingað til en ég kveð skipsfélagana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eftir að ganga vel áfram sem hingað til,” sagði Sigurður Breiðfjörð.

29.06.2025 22:04

Loran i Krossanesi

Norski linu og netabáturinn Loran kom til Akureyrar i vikunni og var erindið að taka oliu og kost

ásamt netum þar sem að báturinn er á Gráluðuveiðum við austur Grænland og hefur gengið vel að sögn skipverja 

hérna eru nokkrar myndir af Bátnum i krossanesi 

                        Norski netabaturinn Loran M-12 G   Mynd þorgeir Baldursson 28 jún 2025 

                                               Loran M-12-G Mynd þorgeir Baldursson 2025 

                                           Loran M-12-G AAlasund mynd þorgeir Baldursson 2025

28.06.2025 00:25

LE Champlain leggst á bryggju við Torfunes

Fyrsta Skemmirferða skipið sem að lagðist að Torfunes bryggju eftir að hún var endurbyggð

er Franskt og heitir  LE Champlain  og það voru um 200 farþegar um borð

þetta er svon lúxusskip með öllu inniföldu en hérna koma nokkrar myndir 

                                 Le chanplain við Torfunes bryggju i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

                                  Le chanplain og Dráttarbáturinn Seifur mynd þorgeir Baldursson 

                                              Torfunesbryggja mynd þorgeir Baldursson 

22.06.2025 11:08

Þerney RE 1

                                                       2960 Þerney RE 1 mynd þorgeir Baldursson 

21.06.2025 23:49

Flugdagurinn á Akureyri

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/06/23/myndir_flugdagurinn_a_akureyri/

                                                              Mynd þorgeir Baldursson 21 júni 2025

21.06.2025 02:22

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á makrílveiðar

                           Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á siglingu á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson 

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, hélt í gærkvöld frá Akureyri til makrílveiða.

Fyrstu íslensku skipin hófu leit og veiðar fyrr í vikunni en þau mega veiða samtals 125 þúsund tonn, þar af eru veiðiheimildir Vilhelms Þorsteinssonar EA hátt í 14 þúsund tonn.

Líklega í Smuguna

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri segir að með fleiri skipum styttist væntanlega í að vertíðin hefjist fyrir alvöru. Rétt um tveir mánuðir eru liðnir frá því kolmunnavertíð lauk.

„ Við verðum að vona hið besta í upphafi vertíðar. Skipin sem eru komin á miðin eru suðaustur og austur af landinu en ég reikna fastlega með því að fara í Smuguna. Siglingin í Smuguna er nokkuð löng, tekur um einn og hálfan sólarhring og er lykilatriði við veiðar þar að útgerðir hafi á að skipa góðum og öflugum flota.“

Samstarf við önnur skip skilar góðum árangri

Síðustu árin hafa skip Samherja og Síldarvinnslunnar unnið saman á miðunum, sem hefur gefið góða raun að sögn Guðmundar.

„ Aflanum er safnað saman í eitt skip, með því móti kemst fiskurinn mun ferskari til vinnslu í landi. Samstarfið sparar líka umtalsverða orku, því með þannig vinnulagi er ekki verið að sigla í land með ónýtta burðargetu. Ég tel að þetta samstarf hafi gengið vel, markmiðið er alltaf að hámarka verðmæti aflans. Eins og ég segi, þá er ég þokkalega bjartsýnn á 

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja leysti landfestar, eins og svo oft áður

komandi vertíð, upphaf hverrar vertíðar er að vísu oft háð nokkurri óvissu. Og þannig er staðan akkúrat núna. Þessir þættir hafa ekkert breyst með árunum,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.

                          Vilhelm Þorsteinsson EA11 er glæsilegt skip mynd þorgeir Baldursson 

                                Vilhelm Þorsteinssson EA 11 mynd þorgeir Baldursson 

                               Vilhelm Þorsteinsson EA11 á útleið frá Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Heimasiða Samherja www.samherji.is 

 

 

16.06.2025 00:03

Varðskipið Freyja á Eyjafirði i dag

Það var mikið að gera hjá Einari Valssyni og áhöfn varskipsins Freyju i dag

þegar verið var að laga dublið sem að er á Hörgárgrunni og þegar rég flaug yfir skipið 

var búið að hifa það upp með krananum og verið að vinna i þvi

siðan fór ég útá Hjalteyri og myndaði skipið með drónanum og hérna kemur afraksturinn 

                          Skipverjar á Freyju vinna við dublið á Hörgárgrunni mynd þorgeir Baldursson 

                                                Varskipið Freyja á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 

                                       Varskipið Freyja við Hjalteyri  i dag mynd þorgeir Baldursson 

                                      Varðskipið Freyja siglir út Eyjafjörð mynd þorgeir Baldursson 

15.06.2025 13:39

Uppsjávarveiðiskipið Venus Ns 150 á Eyjafirði i dag

Það er Glæsilegt uppsjávar veiði skips Brims h/f Venus Ns 150 eftir að hafa verið i slipp á Akureyri

i nokkurn tima héðan hélt skipið til Vopnafjarðar og siðan verður haldið til veiða næstu daga 

hérna koma nokkrar myndir teknar i dag við Hjalteyri 

                                          2881 Venus Ns 150 á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 

                                            2881 Venus NS 150 á siglingu við Hjalteyri i dag  mynd þorgeir Baldursson 

                         2881   Venus Ns 150 siglir framhjá Hjalteyri      mynd þorgeir Baldursson 

                        2881 Venus NS 150 siglir út Eyjafjörð sennipartinn i dag 15 júni mynd þorgeir Baldursson 

    

 

 

 

 

09.06.2025 11:14

Gullver Ns 12 i Brælu

                         1661 Gullver Ns 12 I brælu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 
 

09.06.2025 10:22

Slökkvilið Akureyrar kom i veg fyrir sýruleka

                                     Malik Arctica við bryggju á Akureyri i morgun mynd þorgeir Baldursson 

Slökkviliðið á Ak­ur­eyri kom í veg fyr­ir sýruleka eft­ir óhapp um borð í skipi í gær. Verið var að hífa upp gám með fos­fór­sýru er hann slitnaði frá og lenti aft­ur í skip­inu.

„Það var ekki al­veg vitað fyrst hvort það væri að leka úr gámn­um eða ekki en það benti allt til þess þannig að það var allt ræst út hjá slökkviliðinu,“ seg­ir Jó­hann Þór Jóns­son, verk­efna­stjóri hjá slökkviliðinu á Ak­ur­eyri.

Búið er að dæla úr tank­in­um og koma sýrunni fyr­ir á ör­ugg­um stað en að sögn Jó­hanns er fos­fór­sýra mjög æt­andi og get­ur myndað gas­ský sem get­ur farið um allt, „og er mjög hættu­legt“.

Slökkviliðsmenn eru nú að hefja vinnu við að hífa skemmda tank­inn úr skip­inu og koma hon­um fyr­ir á ör­ugg­um stað.

Útkallið kom kl. 13:36 í gær og hafa slökkviliðsmenn verið á fullu við vinnu síðan, en að sögn Jó­hanns ættu þeir að klára verkið á næstu tveim­ur tím­um.

Siðustu viðbragðsaðilar voru að fara af vettvangi nú um Hádegisbil 

 

 

07.06.2025 13:51

Bergey Ve 44 i Sjósett i slippnum

Skömmu fyrir Hádegið i dag 7 júni var Bergey VE44 sett niður i slippnum á Akureyri þar sem að hún hefur verið 

i hefðbundu viðhaldi sem að nú sér brátt fyrir enda á 

 

                                      2964 Bergey Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 7 júni 2025 

                               2955 Seifur 2964 Bergey Ve 44 og 1732 Sleipnir Mynd þorgeir Baldursson 
 
 

10.05.2025 18:55

Álag á kerfi vegna gagnamagns

                                                                Löndun mynd þorgeir Baldursson 

Aukn­ing gagna­magns á gagn­asíðum Fiski­stofu urðu til þess að kerfið sem sinn­ir fram­setn­ingu gagn­anna átti erfitt með að vinna úr þeim og hef­ur átt það til að frjó­sa. Fiski­stofa upp­lýs­ir að búið sé að gera viðeig­andi lag­fær­ing­ar til þess að bregðast við þessu.

Greint var frá því fyrr í dag að kerfis­villa leiddi til þess að afla­töl­ur strand­veiðibáta á gagn­asíðum stofn­un­ar­inn­ar væru bjagaðar.

Aflatölur fyrir áhrifum kerfisvillu

Frétt af mbl.is

Afla­töl­ur fyr­ir áhrif­um kerfis­villu

„Fiski­stofa hef­ur ein­sett sér að birta gögn á raun­tíma og birta eins ná­kvæm gögn og hægt er. Gagn­asíðan er með lif­andi gögn, stund­um eru skrán­ing­ar rang­ar og birt­ast þá á síðunni vegna þessa og leiðrétt­ast einnig þegar skrán­ing­ar eru leiðarétt­ar.  Þegar upp koma vill­ur höf­um ekki haft þann hátt­inn á að taka síðuna niður held­ur ein­setj­um við okk­ur að laga vill­una eins fljótt og kost­ur er,“ út­skýr­ir Fiski­stofa.

Þá vek­ur stofn­un­in sér­stak­lega at­hygli á því að gögn­in séu birt upp­lýs­inga­skyni en „eru ekki grund­völl­ur fyr­ir ákvörðunum stofn­un­ar­inn­ar.“

heimild mbl.is / 200milur 

10.05.2025 11:42

Hav Brim Landar skeljasandi á Dalvik

1250 tonnum af Skeljasandi  landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún.

Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað.

Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar.

Frá þessu segir orðrétt á Fb síðu Búnaðarsambands  Eyjafjarðar.

 

                             Skeljasandi landað á Dalvik i siðustu viku mynd þorgeir Baldursson 

                                  Skeljasandurinn settur settur á Flutningabila á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 

                                              Hav Brim við bryggju á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 

08.05.2025 23:05

Heimaey ve 1 kveður Eyjarnar

                           Heimaey Ve 1 Kveður Vestmannaeyjar mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1023
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 5739
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1621640
Samtals gestir: 61133
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 06:04:09
www.mbl.is