09.11.2025 23:32

"Ekk­ert annað en morðhót­un"

                       Einar Guðmundsson Eftirlitsmaður fiskistofu 

Heimild mbl.is 200 milur 

Hvað þýðir það að vera hótað að vera hent í sjóinn? Það er auðvitað ekkert annað en morðhótun,“ segir Jóhann Ásmundsson, sérfræðingur hjá veiðieftirliti Fiskistofu, í erindi sínu á ráðstefnu Háskólans á Akureyri um löggæslu og samfélagið.

Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa fundið sig í aðstæðum þar sem talað hefur verið niður til þeirra, þar sem þeir upplifa útilokun eða mismunun, veist hefur verið að þeim með orðum og athöfnum og þær aðstæður komið upp þar sem þeir hafa upplifað þrúgun og andlegt ofbeldi.

Þetta sýna niðurstöður frumathugunar Fiskistofu á upplifun veiðieftirlitsmanna á vettvangi svo ekki verður um villst. Frumathugunina afréð Fiskistofa að gera í kjölfar ráðstefnu á vegum stofnunarinnar þar sem mikið var rætt um andlega heilsu, þrúgandi aðstæður eftirlitsmanna og flókna hluti á borð við áreitni sem eftirlitsmenn hafa sagt frá.

Sjómaður greip til vopna og skaut á dróna

Frétt af mbl.is

Sjómaður greip til vopna og skaut á dróna

37.500 landanir í 60 höfnum

Jóhann Ásmundsson sagði frá niðurstöðum frumathugunarinnar á dögunum á ráðstefnu Háskólans á Akureyri um löggæslu og samfélagið.

Í samtali við mbl.is segir Jóhann að stofnunin hafi viljað fylgja eftir því sem kom fram á ráðstefnunni og einnig vekja athygli á hlutverki sínu og þeim störfum sem starfsfólk Fiskistofu sinnir í oft mjög flóknum aðstæðum.

Eftirlitsmenn Fiskistofu á vettvangi voru 19 bæði árin 2023 og 2024. Eftirlitsmönnum er ætlað að hafa eftirlit með reglum sem snúa að veiðum, vigtun, skráningu og meðferð afla og afurða. Fiskistofa kemur að sögn Jóhanns að 37.500 löndunum á ári í 60 höfnum. Segir hann stofnunina í raun reka fiskveiðistjórnunarkerfið og Fiskistofa og eftirlit hennar sé mikilvægur hlekkur svo kerfið sé trúverðugt.

Haft áhrif utan vinnu

Enn fremur sýna niðurstöðurnar að upplifun veiðieftirlitsmannanna hefur verið við aðstæður sem þeir komast ekki úr, t.d. um borð í skipi eða við eftirlit þar sem krafist er stöðugrar viðveru. Þeir hafa tilkynnt um erfið atvik á vettvangi og mál hafa legið á þeim persónulega og haft áhrif á þá utan vinnu.

Veiðieftirlitsmönnum finnst vanta farveg til að deila eða tjá sig um erfiða reynslu og að bregðast hefði mátt betur við þegar tilkynnt hefur verið um erfið atvik.

Þeir voru spurðir hvers konar úrræðum þeir beiti þegar þeir mæta erfiðum aðstæðum á vettvangi. Sögðust þeir allir beita hyggjuviti og/eða persónulegri reynslu og næmni.

4,8% minni þorskkvóta úthlutað í ár

Frétt af mbl.is

4,8% minni þorskkvóta úthlutað í ár

Skortir frekar sektarheimildir

Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa ekki valdheimildir en þótt þeir hafi ekki beinar valdheimildir segir Jóhann þá hafa eftirlitsheimildir sem hægt sé að beita með íþyngjandi hætti.

Að lokinni framsögu Jóhanns gafst gestum í sal tækifæri á að spyrja spurninga og sneri fyrsta spurningin einmitt að valdheimildum. Dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, spurði hvort Fiskistofa hefði sóst eftir valdheimildum fyrir sína eftirlitsmenn.

Jóhann sagði Fiskistofu sem stofnun í raun ekki hafa skoðun á því. Sagði hann frá umræðu sem hafi verið uppi um sameiningu Fiskistofu við Landhelgisgæsluna og að kannski mætti auka samstarfið og að Fiskistofa fengi meiri stuðning frá gæslunni.

Sagði Jóhann meðal annars frá því að Fiskistofa hefði samið við Landhelgisgæsluna um að hún sæki veiðieftirlitsmenn ef upp koma aðstæður þannig að þeir upplifi sig óörugga um borð.

„Kannski skortir frekar sektarheimildir,“ sagði Jóhann.

Jóhann segir að innan Fiskistofu hafi verið talin ástæða til að reyna að fá einhverja mynd af því ástandi sem veiðieftirlitsmenn hafi upplifað á vettvangi.

„Við heyrum auðvitað eitthvað á kaffistofunni en þegar þetta er komið svona svart á hvítu, þá er þetta einhvern veginn staðfest,“ segir Jóhann og vísar þar til niðurstaðna frumathugunarinnar.

Framkvæmd frumathugunarinnar

Tekin voru viðtöl við 13 eftirlitsmenn sem byggð voru á stöðluðum spurningum sem öllum fylgdu þrjár undirspurningar:

  • Hefur þú lent í stöðu í vinnunni, þar sem talað er niður til þín?

Allir 13 veiðieftirlitsmenn sögðu að lítið hefði verið gert úr þeirra störfum á vettvangi. Allir sögðu þeir að á vettvangi hefði verið gert lítið úr Fiskistofu eða samstarfsmönnum þeirra og 10 af 13 eða um 77% sögðu að lítið hefði verið gert úr þeim persónulega.

  • Hefur þú verið útilokaður í vinnu á vettvangi eða þér mismunað á vettvangi?

Tólf af 13 eftirlitsmönnum, eða 92%, hafa upplifað sig óvelkomna á vettvangi, 11 af 13, eða tæp 85%, hafa upplifað að þeim hafi verið sýnt fálæti og þeir verið útilokaðir eða einangraðir.

  • Hefur verið veist að þér persónulega með orðum og athöfnum á vettvangi?

Ellefu af 13 eftirlitsmönnum, eða tæp 85%, sögðust hafa setið undir reiðilestri og dylgjum, 9 af 13 eftirlitsmönnum eða 69% hafa upplifað ögrun, ógnun eða hótun á vettvangi og 4 af 13 eða 31% hefur verið hótað líkamsmeiðingum.

  • Hefur þú upplifað þrúgun eða lent í ofbeldi á vettvangi?

Tólf af 13, eða 92%, hafa upplifað þrúgun eða spennu á vettvangi sem og andlegt ofbeldi. Enginn hefur upplifað líkamlegt ofbeldi.

Skemmst er þó að minnast þess er þremur byssuskotum var skotið á dróna sem eftirlitsmaður Fiskistofu notaðist við er hann sinnti eftirliti í nóvember á síðasta ári. Verknaður sem gæti fallið undir brot gegn valdstjórninni. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er það mál í eðlilegu ferli.

Undantekning en ekki regla

Jóhann tekur fram að eftirlitsmenn hafi allir talað um í viðtölunum að þau tilvik sem varpað er ljósi á í frumathuguninni séu undantekningartilvik.

Segir hann sína upplifun af þessu ástandi þá að kannski hafi þetta bara alltaf verið svona eða a.m.k. gerst yfir langan tíma og viðhorf skipstjóra, sjómanna og annarra á vettvangi til eftirlitsmanna hafi verið látið óátalið.

„Ef eitthvað er ekki fordæmt opinberlega, þá færast línurnar. Ég held að þetta vilji í raun enginn og þetta er ekki vinnuumhverfi sem neinn ætti að sætta sig við.“

Hvað þýðir að vera hótað að vera hent í sjóinn?

Jóhann ræðir aðstæður eftirlitsmanna sem eru einir úti á rúmsjó í allt frá nokkra daga og alveg upp í mánuð eða lengur meðal heillar áhafnar manna þar sem þessi neikvæðu viðhorf kannski ríkja eða á minni bátum þar sem þau ríkja ekki síður.

„Hvað þýðir að vera hótað að vera hent í sjóinn? Það getur þýtt bara svona, „æi þegiðu“ en einhverjir hafa upplifað slíkt bara mjög sterkt.

Það er auðvitað ekkert annað en morðhótun og upplifunin getur verið mjög raunveruleg fyrir marga,“ segir Jóhann.

Hann segir augljóst að menn hafi upplifað að þeim hafi verið ógnað í orði og athöfnum og í aðstæðum sem þeir komast ekki úr.

„Einir á meðal fjölda manna sem beina spjótum sínum að þeim,“ segir Jóhann og gefur í skyn að það geti varla verið þægilegt.

Jóhann segir að það þurfi að taka samtalið og það sé það sem verið sé að gera nú.

„Þetta er eflaust eitthvað sem við hjá Fiskistofu getum skoðað betur hjá okkur. Í eðli sínu er eftirlit eitthvað sem menn vilja kannski ekki að haft sé með þeim en enginn vill koma nálægt fiskveiðistjórnunarkerfi ef ekkert eftirlit er haft með því.“

08.11.2025 17:44

Gert klárt fyrir vetrarlegu i Bótinni

Það voru næg Haustverkin i bótinn i dag verið að gera klárt fyrir vetrarlegu hérna koma nokkrar myndir 

 

            Skipverjar og Eigendur ásamt Aðstoðarfólki gerir Nóa EA 611 Klárann mynd þorgeir Baldursson 

                             Nói EA611 er glæsilegur Eikarbátur mynd þorgeir Baldursson 

07.11.2025 01:04

Neyðarkallinn verður seldur á Akureyri

Neyðarkallinn verður seldur næstu daga

Skapti Hallgrímsson - skapti@akureyri.net  05.11.2025 kl. 18:00

Guðrún Elísabet Jakobsdóttir og Ágústa Ýr Sveinsdóttir, félagar í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri,

seldu Neyðarkallinn við verslun Nettó í Hrísalundi í morgun. Mynd: Þorgeir Baldursson

Árleg sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum hófst í morgun. Björgunarsveitarfólk verður áberandi við fjölfarna staði næstu daga og í einhverjum sveitarfélögum verður gengið í hús.

Sölunni lýkur næstkomandi sunnudag, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

 

Hefð er fyrir því að forseti Íslands taki á móti Neyðarkalli á fyrsta söludegi og Halla Tómasdóttir kom að Elliðaánum í Reykjavík í morgun í þeim erindagjörðum ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. 

 

Að þessu sinni var það öflugur straumvatnsbjörgunarhópur sem flutti Neyðarkallinn yfir straumvatnið og afhenti forseta, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Við tilefnið ítrekaði Halla mikilvægi sjálfboðaliðastarfs Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir samfélagið og vonaðist til að vel yrði tekið á móti sölufólki.

 


Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason eiginmaður hennar þegar forsetinn tók á móti Neyðarkallinum í morgun.

Mynd: Landsbjörg/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Neyðarkallinn í ár er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns „og þannig heiðrum við minningu góðs félaga,

Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í hörmulegu slysi við æfingar í straumvatni, fyrir rétt um ári síðan.

Það var gert í góðu samráði við fjölskyldu Sigurðar og björgunarsveitina Kyndil, sem hann veitti formennsku,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

 

Árleg sala Neyðarkallsins er ein af stóru fjáröflunarleiðum björgunarsveitanna „og stendur undir eðlilegri endurnýjun björgunarbúnaðar og þjálfunar félaga björgunarsveita um land allt,“

segir í tilkynningunni.

heimild Akureyri.net

05.11.2025 23:12

Nær öll skip kominn aftur til veiða

                             Sildarvinnsluflotinn við bryggju i Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 

Öll skip Síldarvinnslusamstæðunnar fyrir utan Barða NK eru komnar aftur á veiðar eftir vel heppnaða árshátíðarferð starfsmanna til Sopot í Póllandi.

Bergey VE og Vestmannaey VE héldu til veiða í gær og eru nú að toga á Víkinni en Gullver NS sigldi frá Seyðisfirði á mánudagskvöld og er nú við veiðar á Austfjarðamiðum.

Línuskipin tvö, Páll Jónsson GK og Sighvatur GK, hafa verið úti fyrir suðausturlandi, togarinn Jóhanna Gísladóttir GK er komin á karfaveiðar í Víkurálnum og krókaaflamarksbáturinn Fjölnir GK hélt í róður frá Skagaströnd.

Frystitogarinn Blængur NK lagði af stað á miðin frá Neskaupstað í gær. Hann sigldi fyrst til veiða á Tangarflakinu en í morgun var hann kominn yfir á Gerpisgrunn. Uppsjávarskipin Beitir NK og Börkur NK fóru á síldarmiðin fyrir vestan land, í Jökuldýpinu og Kolluálnum, en veiðarnar hafa farið rólega af stað þar.

Barði mun slást í hópinn von bráðar og halda á síldarveiðar fyrir vestan landið.

Frystihús og salthús Vísis í Grindavík eru þegar komin á fullt skrið. Starfsfólk fiskiðjuversins í Neskaupsstað bíður þess að fá síld í hús en þá fara hjólin samstundis að snúast aftur þar á bæ.

Heimild Heimasiða SVN 

05.11.2025 08:49

Glugginn i dag

                                                   Glugginn i dag Smábátahöfnin i Sandgerðisbótinnin  mynd þorgeir Baldursson 

31.10.2025 23:43

Birtingur Nk 124

                                                     1293 Birtingur NK 124 Mynd þorgeir Baldursson 

                                             1293 Birtingur NK 124 á landleið til Neskaupstaðar Mynd þorgeir Baldursson 

31.10.2025 06:27

80 starfsmenn tóku þátt í 30. haustralli Hafró!

                            3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300 Mynd Þorgeir Baldursson 

30. október 2025

Starfsfólk í haustralli fékk þessa glæsilegu boli í tilefni af 30. haustrallinu. Efsta mynd er áhöfn.Starfsfólk í haustralli fékk þessa glæsilegu boli í tilefni af 30. haustrallinu. Efsta mynd er áhöfn og rannsóknafólki á Þórunni, því næst má sjá áhöfn og rannsóknafólk á Árna og neðsta hópmyndin er af áhöfn og rannsóknafólki á Breka. Neðst myndin er af Ástu Hrafnhildardóttur náttúrufræðingi á Hafrannsóknastofnun með þetta líka glæsilega sæbjúga.

 

 

Þann 17. október s.l. lauk þrítugustu Stofnmælingu botnfiska að haustlagi (einnig nefnt haustrall eða SMH). Togararnir Breki VE og Þórunn

Sveinsdóttir VE auk rannsóknaskipsins Árni Friðrikssonar HF tóku þátt í verkefninu í ár og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Skipstjórar voru Heimir Hafsteinsson á Árna Friðrikssyni HF, Sigurjón Viðarson og Óskar Þór Kristjánsson á Þórunni VE og Magnús Ríkarðsson á Breka VE.

Togað var á 372 stöðvum allt í kringum landið en stöðvarnar dreifast yfir allt landgrunnið og niður á landgrunnsbrúnina niður á allt að 1300 m dýpi.

Eins haustrall í 30 ár

Haustrall hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð grálúðu og djúpkarfa. Auk þess er markmið verkefnisins að afla upplýsingar um útbreiðslu, líffræði og

fæðu helstu fisktegunda á Íslandi

 

Auk söfnun á líffæðilegum upplýsingum fiskistofna eru ýmsir umhverfisþættir skráði svo sem sjávarhiti (við botn og yfirborð) og veðurfar. Auk þess hefur botndýrum einnig verið safnað til nokkurra ára og frá árinu 2017 hafa skráningar á rusli/plastrusli í afla farið fram með skipulögðum hætti. Gagnasöfnun í Haustralli hefur með tímanum orðið veigamikill þáttur í langtímavöktun lífríkis á íslensku hafsvæði og margar skýrslur, vísindagreindar og nemaverkefni sem nýta gögn safnað í haustralli komið út. Helstu niðurstöður úr Haustralli 2025 er að vænta í desember.Heimild HafogVatn.is

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

31.10.2025 00:29

Blys fyrir hvern þann sem lést

 

Að lokinni minningarstund í Flateyrarkirkju tendruðu björgunarsveitarmenn 20 blys til .

                        Blys voru tendruð fyrir hvern þann sem að lést i snjóflóðinu á Flateyri Morgunblaðið Halldór Sveinbjörnsson isafirði 

 

30 ár Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur inn til lendingar á Flateyri. .

                               Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur inn til lendingar Varðskipið Freyja i bakgrunni mynd Halldór Sveinbjörnsson 

                 Þyrlan lennt og Varskipið Freyja biður Átekta mynd Guðbjartur Ásgeirsson 

                           Fallegur dagur á Flateyri og varðskipið Freyja lónar á firðinum mynd Guðbjartur Ásgeirsson 

fleiri sem tóku þátt í björgunaraðgerðum á Flateyri dagana eftir flóðið voru um borð í þyrlunni.

Þá kom varðskipið Freyja einnig til Önundarfjarðar í gær, og með því skipverjar sem voru um borð í varðskipunum Tý og Óðni þegar snjóflóðið féll árið 1995. Séra Fjölnir Ásbjörnsson leiddi minningarstund og las við upphaf hennar upp nöfn þeirra sem fórust.

„Við enduðum stundina á að ganga að minningarsteininum fyrir utan Flateyrarkirkju, þar sem ég flutti bæn og blessun,“ segir Fjölnir. Undir lokin tendruðu björgunarsveitarmenn 20 blys til minningar um hvert og eitt þeirra sem létust.

„Þetta var mjög hátíðleg stund og fallegur dagur,“ segir Fjölnir. Að minningarstundinni lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti í Samkomuhúsinu. 

heimild morgunblaðið / mbl.is 

                                               Landhelgisgæslan kom bæði á þyrlu og skipi. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Það var fallegt veður í Önundarfirði í dag.

                                                                Það var fallegt veður í Önundarfirði í dag. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Séra Fjölnir Ásbjörnsson leiddi minningarstundina.

                                                     Séra Fjölnir Ásbjörnsson leiddi minningarstundina. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Í kirkjugarðinum er minnisvarði um þau sem fórust í flóðinu .

                                             Í kirkjugarðinum er minnisvarði um þau sem fórust í flóðinu 1995. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

 

                         

                                                                                    mbl.is Halldór Sveinbjörnsson 

                      Benoný Ásgrimssson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar kemur til Flateyrar mbl.is  Halldór Sveinbjörnsson 

           Auðunn Kristinnson aðgerðarstjóri LHG og Ólafur Helgi Kjartansson fyrrverandi sýslumaður á Isafirði mbl.is Karitas Sveina Guðjónsdóttir 

 

30.10.2025 23:42

Falleg vetrarbirta i miðbæ Akureyrar

                    2922 Hólmasól við bryggju og falleg siðdegisbirta vð Hof mynd þorgeir Baldursson 

       Bifreiðastöð Oddeyrar menningarhúsið Hof og likamræktarstöðin WorldClass mynd þorgeir Baldursson 

29.10.2025 10:15

Sólrún EA 151

                                           1851 Sólrún EA151 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

26.10.2025 20:22

Breskt Herskip á Akureyri

Freigáta konunglega breska flotans, HMS Somerset, er komin til Akureyrar.

Þar fékk áhöfnin hlýjar móttökur, að því er segir á opinberum reikningi herskipsins á X.

Samkvæmt miðlinum UK Defence Journal er heimsókn freigátunnar liður í yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans á Norður-Atlantshafi.

Herskipið var tekið í notkun árið 1996 og er hannað fyrir kafbátahernað en ber þó einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti,

svo sem hina nýlega kynntu NSM-flaug (Naval Strike Missile) sem getur verið beitt á óvinaskip eða skotmörk á landi sem eru í meira en 160 kílómetra fjarlægð.

heimild mbl.is 

                      HMS Somerset á Akureyri seinnipartinn i dag mynd þorgeir Baldursson 

                        HMS Somerset á Akureyri seinnipartinn i dag mynd þorgeir Baldursson 

26.10.2025 17:45

VASCO DA GAMA á Eyjafirði

                                 Vasco DA Gama á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2025

                                            

                                    Vasco DA Gama á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2025

                                             Vasco DA Gama á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 26 okt 2025

VASCO DA GAMA (IMO: 8919245) is a Passenger Ship and is sailing under the flag of Portugal.

Her length overall (LOA) is 219 meters and her width is 31 meters.

smá viðbót Vasco DA Gama kom til isafjarðar i morgun og þá tók Guðbjartur Ásgeirsson þessar myndir og sendi mér

               Vasco DA Gama á isafirði i morgun ásamt Jóhönnu, Júliusi Geirmundssyni ,og Páli Pálssyni 

   Vasco DA Gama á isafirði i morgun ásamt Jóhönnu, Júliusi Geirmundssyni ,og Páli Pálssyni Myndir Guðbjartur    

         Vasco DA Gama kom við i Vestmannaeyjum og þá tók Óskar Pétur Friðriksson þessa mynd 

        skipið stoppaði i Klettsvikinni og voru farþegarnir ferjaðir i land mynd óskar Pétur Friðriksson 

skipið hélt svo frá Eyjum um kl 17 eitthvað suður i höf samkvæmt  Marine Traffic.com 

 

 

24.10.2025 18:50

Akureyri i október 2025

                             Krossanes mynd Þorgeir Baldursson 

      Slippstöðvarsvæðið og fiskihöfnin mynd Þorgeir  Baldursson 

                           Fiskihöfnin mynd Þorgeir Baldursson 

                   Frystihús Útgerðarfélags Akureyringa á Fiskitanga mynd Þorgeir Baldursson

 

                     Smábátahöfninn i Sandgerðis bót mynd Þorgeir Baldursson 

 

24.10.2025 09:13

Sildarmælingum að ljúka

                     3045 Þórunn Þórðardóttir HF 300  á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Þórunn Þórðardóttir HF, hefur verið við síldarmælingar við landið frá 10. október og er, þegar þetta er skrifað, stödd innarlega í Hrútafirði.

200 mílur heyrðu í Sigurvin Bjarnasyni, leiðangursstjóra og líffræðingi við uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, sem segir veðrið hafa verið með besta móti í ferðinni. Markmið leiðangursins segir hann vera að afla upplýsinga um stærð, árgangaskipan og þróun á stofnstærð íslenska sumargotssíldarstofnsins. Gögnum er safnað með bergmálsmælingum og sýnatöku og er leiðangrinum skipt í tvo hluta.

Fullorðin síld mæld í fyrri hluta

Í fyrri hluta leiðangursins voru mælingar framkvæmdar við Suður- og Austurland og rannsóknir gerðar á fullorðinni síld, en það er sá hluti stofnsins sem útgerðirnar veiða.

Sigurvin Bjarnason, líffræðingur við uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, er leiðangursstjóri ferðarinnar.

Sigurvin Bjarnason, líffræðingur við uppsjávarsvið Hafrannsóknastofnunar, er leiðangursstjóri ferðarinnar. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

„Við fórum um djúpin á suðausturlandi, eða frá Skeiðárdjúpi og austur að Lónsdjúpi,“ segir Sigurvin. „Við mælum síld með bergmálsmælum auk þess að taka líffræðisýni, togsýni, úr torfum sem við mælum.“ Að því búnu hélt leiðangurinn austur fyrir landið þar sem mælt var frá Norðfjarðardjúpi og norður að Bakkaflóadýpi. Þar segir Sigurvin að mikið hafi verið af síld síðustu vikurnar og veiðin almennt verið góð.

„Uppsjávarskipin hafa verið að veiða norsk-íslenska vorgotssíld, sem heldur sig á þessu svæði að lokinni fæðugöngu,“ segir Sigurvin og bætir við að þegar fæðugöngu sé lokið haldi síldin aftur austur til Noregs þar sem hún hefur vetursetu og hrygnir síðan um vorið. „Hins vegar hefur íslenska sumargotssíldin í auknum mæli blandast þeirri norsku síðustu ár,“ segir Sigurvin. „Við erum því að meta þessa blöndun og áætla hversu mikið er af sumargotssíld á svæðinu.“

Ungsíld mæld í seinni hluta

Í seinni hluta leiðangursins, sem stendur yfir núna, fara fram mælingar á 1-2 ára ungsíld við Norður- og Vesturland. Þá er siglt inn í firði þar sem uppeldisstöðvar sumargotssíldarinnar eru.

„Við höfum lokið við mælingar í Öxarfirði, Skjálfanda, Eyjafirði og Skagafirði,“ segir Sigurvin en Þórunn Þórðardóttir er sem fyrr segir stödd í Hrútafirði núna. Leiðangrinum lýkur við Vestfirði áður en haldið er aftur til hafnar eftir helgina og hafist handa við að vinna úr þeim gögnum sem safnast hafa í leiðangrinum.

Sigurvin segir að lokum að haldið verði til frekari síldarmælinga í lok mars þegar mælingar á stofnhlutanum sem heldur sig vestan lands fara fram.

heimild 200 milur 

mynd af Þórunni Þorgeir Baldursson 

23.10.2025 07:54

Skip á Akureyri

 

                                 Nokkur skip við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson okt 2025

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2568
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 5902
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 2291712
Samtals gestir: 69244
Tölur uppfærðar: 10.11.2025 18:02:46
www.mbl.is