31.08.2025 20:00Siðutogarinn Harðbakur EA1 við Torfunes
Gæsilegt líkan af Harðbak EA 3, einum síðutogara Útgerðarfélags Akureyringa, var afhjúpað á Torfunefsbryggju í Gær að viðstöddu fjölmenni. Það var völundurinn Elvar Þór Antonsson sem smíðaði líkanið fyrir hóp fyrrverandi sjómanna á togurum ÚA en listaverkið afhjúpuðu tveir fyrrverandi skipverjar á Harðbak, Arngrímur Jóhannsson og Steingrímur Antonsson. Arngrímur og Steingrímur eru þeir einu sem enn eru á lífi úr 30 manna áhöfn Harðbaks í sögulegum Nýfundnalandstúr 1959 þegar gerði slíkt gjörningaveður og grimmdarfrost í nokkra sólarhringa að margir togarar voru í stórhættu og einn íslenskur, Júlí GK frá Hafnarfirði, fórst með allri áhöfn, 30 mönnum. Steingrímur var háseti en Arngrímur nýútskrifaður loftskeytamaður, hann hélt upp á 19 ára afmælið nokkrum vikum síðar. Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950 en fyrir átti félagið tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2. Þessir þrír voru nánast eins, en Harðbakur nokkrum fetum lengri og var því mun merkilegri að sumra mati – m.a. bræðranna Þorsteins og Kristjáns Vilhelmssona sem rifjuðu upp skemmtilegar sögur frá þeim tíma þegar faðir þeirra, Vilhelm Þorsteinsson, var skipstjóri Harðbaks. Báðir fóru þeir fyrst barnungir til sjós með föður sínum. ÚA gerði Harðbak EA 3 út allt til ársins 1975. Líkanið sem afhjúpað var í dag er það sjötta sem Elvar Þór hefur smíðað fyrir hópinn sem áður er nefndur. Hin eru af Kaldbak EA 301, Svalbak EA 302, Sléttbak EA 304, Harðbak EA 303 og Sólbak EA 5. Þau líkön voru öll til sýnis við Torfunefið í dag. Sigfús Ólafur Helgason, sem fer fyrir þessum hópi fyrrverandi sjómanna ÚA, flutti ávarp í dag og minnti m.a. á mikilvægi þess að líkönunum yrði fundinn samastaður. Hann hefur löngum talað fyrir nauðsyn þess að koma á fót sjóminjasafni á Akureyri. Teksti Akureyri.net myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 30.08.2025 09:42Breki VE 61 á toginu
Skrifað af Þorgeir 28.08.2025 17:59Berlin Nc 107 á AkureyriSnemma i morgun kom til Akureyrar þýski frystitogarinn Berlin NC 107 en það er i fyrsta skipti sem að hann kemur hingað frá þvi að hann var smiðaður fyrir tveimur Árum en skipið mun leggja úr höfn um miðnætti i kvöld og er stemmt á grálúðuveiðar við austurströnd Grænlands og verður Teitur Björgvinsson skipstjóri þennan túr en á móti honum er Stefán Viðar Þórisson en þeir hafa lengi verið skipstjórar hjá Samherja samstæðunni
Skrifað af Þorgeir 25.08.2025 23:05Málmey SK 1 Risahal i Úthafskarfa
Skrifað af Þorgeir 24.08.2025 02:20Mikil umsvif i Hvalaskoðun á AkureyriMikil fjölgun farþega i hvalaskoðun frá Akureyri en mikill fjöldi þeirra er af skemmtiferðaskipum og að sögn forsvarsmanna félaganna virðist þetta frekar hafa aukist frá siðasta ári að minnst kosti var nóg að gera hjá Whale Watching Akureyri i morgun og mikið lif og för á Bryggjunni
Skrifað af Þorgeir 15.08.2025 21:21Venus NS 50 á útleið frá Akureyri
Skrifað af Þorgeir 12.08.2025 01:00Landað úr Ljósafelli SU 70
Skrifað af Þorgeir 07.08.2025 22:45Skeljungur afgreiðir lífeldsneyti í fyrsta skipti til skemmtiferðaskips
Skrifað af Þorgeir 06.08.2025 22:58Sólberg ÓF 1 Mettúr i islenskri Lögsögu
Skrifað af Þorgeir 31.07.2025 18:29trilludagar á Siglufirðinokkrar myndir frá Sigga Daviðs Frá Trilludögum á siglufirði um siðustu helgi
Skrifað af Þorgeir 28.07.2025 23:13hvalaskoðun um helgina i EyjafirðiÞað er búið að vera mikið lif og fjör hjá ferðafólki sem að fer i Hvalaskoðun i Eyjafirði allir bátar nánast fullir og hefur hvalaskoðun aldrei verið vinsælli meðal ferðafólks skemmtiferðaskipa hérna koma nokkrar myndir sem að voru teknar um helgina og sýna stemminguna
Skrifað af Þorgeir 28.07.2025 22:10Smábátaveiðar i EyjafirðiLandssamband smábátaeigenda leggur til að aflamark í þorski verði 240 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september nk. í stað þeirra tæplega 204 þúsund tonna sem svokölluð aflaregla mælir fyrir um. Aflaaukningin yrði 36 þúsund tonn, færi ráðherra að tillögunni. Aflareglan byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og mati á stofnstærð þorsks á Íslandsmiðum. Samkvæmt aflareglunni miðast þorskafli næsta fiskveiðiárs við meðaltal af tveimur breytum; aflamarki undangengins fiskveiðiárs annars vegar og 20% af viðmiðunarstofni yfirstandandi árs hins vegar.
Skrifað af Þorgeir 25.07.2025 06:36Málmey SK 1 i slipp
Skrifað af Þorgeir 24.07.2025 07:23Linubáturinn Elley á útleið
Skrifað af Þorgeir 23.07.2025 23:47Tjaldur SH 270 i slipp á Akureyri
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2168 Gestir í dag: 96 Flettingar í gær: 1694 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 1872763 Samtals gestir: 66966 Tölur uppfærðar: 31.8.2025 23:01:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is