31.08.2025 20:00

Siðutogarinn Harðbakur EA1 við Torfunes

                                                         Harðbakur EA 3 mynd þorgeir Baldursson 

Gæsilegt líkan af Harðbak EA 3, einum síðutogara Útgerðarfélags Akureyringa, var afhjúpað á Torfunefsbryggju í Gær að viðstöddu fjölmenni. Það var völundurinn Elvar Þór Antonsson sem smíðaði líkanið fyrir hóp fyrrverandi sjómanna á togurum ÚA en listaverkið afhjúpuðu tveir fyrrverandi skipverjar á Harðbak, Arngrímur Jóhannsson og Steingrímur Antonsson.

Arngrímur og Steingrímur eru þeir einu sem enn eru á lífi úr 30 manna áhöfn Harðbaks í sögulegum Nýfundnalandstúr 1959 þegar gerði slíkt gjörningaveður og grimmdarfrost í nokkra sólarhringa að margir togarar voru í stórhættu og einn íslenskur, Júlí GK frá Hafnarfirði, fórst með allri áhöfn, 30 mönnum. Steingrímur var háseti en Arngrímur nýútskrifaður loftskeytamaður, hann hélt upp á 19 ára afmælið nokkrum vikum síðar.

Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950 en fyrir átti félagið tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2. Þessir þrír voru nánast eins, en Harðbakur nokkrum fetum lengri og var því mun merkilegri að sumra mati – m.a. bræðranna Þorsteins og Kristjáns Vilhelmssona sem rifjuðu upp skemmtilegar sögur frá þeim tíma þegar faðir þeirra, Vilhelm Þorsteinsson, var skipstjóri Harðbaks. Báðir fóru þeir fyrst barnungir til sjós með föður sínum. ÚA gerði Harðbak EA 3 út allt til ársins 1975.

Líkanið sem afhjúpað var í dag er það sjötta sem Elvar Þór hefur smíðað fyrir hópinn sem áður er nefndur. Hin eru af Kaldbak EA 301, Svalbak EA 302, Sléttbak EA 304, Harðbak EA 303 og Sólbak EA 5. Þau líkön voru öll til sýnis við Torfunefið í dag. Sigfús Ólafur Helgason, sem fer fyrir þessum hópi fyrrverandi sjómanna ÚA, flutti ávarp í dag og minnti m.a. á mikilvægi þess að líkönunum yrði fundinn samastaður. Hann hefur löngum talað fyrir nauðsyn þess að koma á fót sjóminjasafni á Akureyri.

Teksti Akureyri.net myndir Þorgeir Baldursson 

                                        Sigfús ólafur Helgasson hélt ræðu mynd þorgeir Baldursson 

                       Kristján og Þorsteinn Vilhelmssynir héldu stutta tölu mynd þorgeir Baldursson 

                  Steingrimur Antonsson og Arngrimur Jóhannson afhjúpuðu likanið mynd þorgeir Baldursson 

                     Steingrimur Antonsson og Arngrimur Jóhannson Skoðuðu likanið mynd þorgeir Baldursson 

                                                   likanið er mikil Glæsismið mynd þorgeir Baldursson 

                                   Árni Ingólfsson fv skipstjóri og Davið Hauksson mynd þorgeir Baldursson 

      Svavar Gunnþórsson  óskar Sigurpálsson og Birgir Aðalsteinsson skoða likanið af Harðbak mynd þorgeir 

              Tryggvi Ingimarsson var skipverji á Harðbak en var i frii túrinn örlaga rika mynd þorgeir Baldursson 

                            mikill mannfjöldi skoðaði likanið af Harðbak EA 3 Mynd þorgeir Baldursson  

               fv sléttbakur / Svalbakur    Sólbakur    Kaldbakur /Harðbakur  mynd þorgeir Baldursson 

                           Þorsteinn Vilhelmsson og Vilhelm Þorsteinsson mynd þorgeir Baldursson 

   Brynjar Arnarsson Viðir Benidiktsson Þorsteinn Már Baldvinsson Kristján Vilhelmsson mynd þorgeir Baldursson 

 

30.08.2025 09:42

Breki VE 61 á toginu

       

                                    2061 Breki Ve 61 á Veiðum á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

28.08.2025 17:59

Berlin Nc 107 á Akureyri

Snemma i morgun kom til Akureyrar þýski frystitogarinn Berlin NC 107 en það er i fyrsta skipti sem að hann kemur hingað 

frá þvi að hann var smiðaður fyrir tveimur Árum en skipið mun leggja úr höfn um miðnætti i kvöld

og er stemmt á grálúðuveiðar við austurströnd Grænlands 

og verður Teitur Björgvinsson skipstjóri þennan túr en á móti honum er Stefán Viðar Þórisson 

en þeir hafa lengi verið skipstjórar hjá Samherja samstæðunni 

      Teitur Björgvinsson skipstjóri á Berlin Nc 107 mynd þorgeir Baldursson 

                               Berlin Nc 107 við bryggju i krossanesi i dag mynd þorgeir Baldursson 

                                     Berlin Nc 107 við bryggju i krossanesi mynd þorgeir Baldursson 

                     Berlin NC 107  og Vilhelm Þorsteinsson EA11 við bryggju i Krossanesi mynd þporgeir Baldursson 

                                          Berlin Nc 107 við bryggju i Krossanesi mynd þorgeir Baldursson 

 

 

25.08.2025 23:05

Málmey SK 1 Risahal i Úthafskarfa

                                          Málmey Sk 1 á úthafsveiðum á karfa á fjöllunum mynd þorgeir Baldursson

Hérna má sjá Málmey SK 1 á úhafsveiðum fyrir nokkrum árum i þessu holi voru um 30 tonn af karfa

og landaði skipið fullfermi af frystum afurðum eftir stuttan túr á veiðum 

24.08.2025 02:20

Mikil umsvif i Hvalaskoðun á Akureyri

Mikil fjölgun farþega i hvalaskoðun frá Akureyri en mikill fjöldi þeirra er af skemmtiferðaskipum og að sögn 

forsvarsmanna félaganna virðist þetta frekar hafa aukist frá siðasta ári að minnst kosti var nóg að gera hjá 

Whale Watching Akureyri i morgun og mikið lif og för á Bryggjunni 

                 Hólmasól Hvalaskoðunnarskip Whale Watching Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

              Biðröð að komast i hvalaskoðun um borð i Konsúll og Hólmasól við bryggju mynd þorgeir Baldursson 

                               Ný söluskrifstofa ásamt góðri útiaðstöðu mynd þorgeir Baldursson 

15.08.2025 21:21

Venus NS 50 á útleið frá Akureyri

         2881 Venus NS 50 mynd Þorgeir Baldursson 2025

12.08.2025 01:00

Landað úr Ljósafelli SU 70

                                                      1277 Ljósafell su 70 mynd þorgeir Baldursson 

07.08.2025 22:45

Skeljungur afgreiðir lífeldsneyti í fyrsta skipti til skemmtiferðaskips

 

                                               Scarlet Lady á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Skemmtiferðaskipið Scarlet Lady frá Virgin Voyages kom til Reykjavíkur og Faxaflóahafna í fyrsta skipti 5. ágúst síðastliðinn. Við það tilefni afgreiddi Skeljungur einnig í fyrsta skipti hreint lífeldsneyti til skemmtiferðaskips. Um tímamótaviðburð er að ræða þar sem enn sem komið er er erfitt fyrir skemmtiferðaskip að nálgast hreint lífeldsneyti á heimsvísu – en þó ekki á Íslandi þar sem Skeljungur afgreiddi um hundrað tonn í fyrradag. Afgreiðslan fór fram með olíubílum Skeljungs sem einnig eru eingöngu knúnir af lífdísel, því sama og fór um borð í Scarlet Lady.

 

Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, var á meðal gesta um borð í Scarlet Lady 5. ágúst þegar skipst var á plöttum eins og hefð er fyrir þegar skip kemur í nýja höfn.

 

Jill Stoneberg, forstöðumaður samfélagsmála og sjálfbærni hjá Virgin Voyage, og Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs.

Jill Stoneberg, forstöðumaður samfélagsmála og sjálfbærni hjá Virgin Voyage, og Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs.

„Þetta er í fyrsta sinn sem lífeldsneyti er selt um borð í skemmtiferðaskip á Íslandi. Forsagan er sú að ég og Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi, hittum Jill Stoneberg, forstöðumann samfélagsmála og sjálfbærni hjá Virgin Voyages, í Miami. Við sögðum henni að við gætum boðið upp á hreint lífeldsneyti á Íslandi, sem kom henni talsvert á óvart. Það hefur reynst erfitt að fá slíkt eldsneyti í erlendum höfnum. Í kjölfarið var ákveðið að afgreiða lífeldsneyti um borð í Scarlet Lady þegar skipið kæmi til Reykjavíkur og það er meðal annars ástæðan fyrir því að við erum hér í dag.“ segir Þórður.

Afgreiðsla lífeldsneytis mikilvæg
Eldsneytið sem Skeljungur býður hér á landi kemur frá finnska fyrirtækinu Neste og er hágæða lífeldsneyti (HVO/ Hydrotreated Vegetable Oil), framleitt úr 100% endurnýjanlegum hráefnum eins og matarolíu og dýrafitu. Með lífeldsneytinu er hægt að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 75%-95% miðað við sambærilegt jarðefnaeldsneyti. Samanborið við skipaolíu (e. Marine Grade Oil) er dregið úr gróðurhúsalofttegundum um 90%.

 

„Virgin Voyages hafa skuldbundið sig til að ná núllosun fyrir árið 2050. Sú vegferð er þegar hafin með notkun á lífeldsneyti sem unnið er úr úrgangi í bland við það eldsneyti sem við notum að jafnaði. Við erum mjög ánægð með að geta tekið lífeldsneyti á Íslandi og vonum að fleiri hafnir muni geta boðið lífeldsneyti fyrir skemmtiferðaskip í framtíðinni,” segir Jill Stoneberg.

Skemmtiferðaskipageirinn hefur sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi innan 25 ára, og eru ný og nýleg skip hönnuð með það að leiðarljósi. Scarlet Lady er slíkt skip og fór í sína jómfrúarferð 14. febrúar 2020.

                               

                                              Scarlet Lady á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Skipið er með 1.408 farþegakáetur og 813 káetur fyrir áhöfn, sem gerir hámarksfjölda um borð um 4.400 manns. Við heimsókn skipsins til Reykjavíkur var það nánast fullbókað með 2.770 skiptifarþega. Það þýðir að allir farþegar fóru frá borði til að dvelja á hótelum í Reykjavík áður en þeir flugu úr landi og nýir farþegar komu í þeirra stað um borð.

Scarlet Lady er knúið áfram af fjórum Wärtsilä 46F dísilvélum sem skila samtals 64.000 hestöflum (48 megavöttum) og geta náð allt að 22 hnúta hámarkshraða (um 41 km/klst).

Frá árinu 2022 hefur Virgin Voyages unnið markvisst að því að auka hlutdeild lífeldsneytis í sínum flota. Vélar skipsins eru þannig hannaðar til að geta brennt fjölbreyttum eldsneytistegundum, þar á meðal lífeldsneyti.

 

06.08.2025 22:58

Sólberg ÓF 1 Mettúr i islenskri Lögsögu

                                           2917 Sólberg ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 2025

Sólberg ÓF 1, frystitogari Ísfélags hf., kom til hafnar á Siglufirði í gærkvöldi eftir stærsta túr skipsins á Íslandsmiðum.

Afli úr sjó taldist 1.337 tonn, eða tæp 45 tonn á dag.

Afli skipsins var meðal annars um 565 tonn af þorski, 278 tonn af ýsu, 260 tonn af gullkarfa og 187 tonn af ufsa.

Skipstjóri í þessari veiðiferð var Einar Númason.

 

31.07.2025 18:29

trilludagar á Siglufirði

nokkrar myndir frá Sigga Daviðs Frá Trilludögum á siglufirði um siðustu helgi 

             mynd sigurður Daviðsson 

           mynd  sigurður Daviðsson 

              Mynd siggi Daviðs 

                     mynd siggi Daviðs 

                  mynd siggi Daviðs 

                  Mynd Siggi Daviðs 

                    mynd Siggi Daviðs

                 mynd Siggi Daviðs 

 

28.07.2025 23:13

hvalaskoðun um helgina i Eyjafirði

Það er búið að vera mikið lif og fjör hjá ferðafólki sem að fer i Hvalaskoðun i Eyjafirði allir bátar nánast fullir og hefur 

hvalaskoðun aldrei verið vinsælli meðal ferðafólks skemmtiferðaskipa hérna koma nokkrar myndir sem að voru teknar 

um helgina og sýna stemminguna 

 

                   Farþegar i rib bát  voru mjög glaðir með hvalaskoðunina mynd þorgeir Baldursson 

                            Hnúfubakur geri sig kláran i Djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 

                  áhafnir og farþegar hvalaskoðunnarbátanna skima eftir hval mynd þorgeir Baldursson 

                     Ánægðir farþegar á heimleið eftir frábæran túr með rib bát mynd þorgeir Baldursson 

                                       hnúfubakur i djúpköfun mynd þorgeir Baldursson 

28.07.2025 22:10

Smábátaveiðar i Eyjafirði

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda legg­ur til að afla­mark í þorski verði 240 þúsund tonn á næsta fisk­veiðiári sem hefst 1. sept­em­ber nk.

í stað þeirra tæp­lega 204 þúsund tonna sem svo­kölluð afla­regla mæl­ir fyr­ir um.

Afla­aukn­ing­in yrði 36 þúsund tonn, færi ráðherra að til­lög­unni.

Afla­regl­an bygg­ist á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og mati á stofn­stærð þorsks á Íslands­miðum.

Sam­kvæmt afla­regl­unni miðast þorskafli næsta fisk­veiðiárs við meðaltal af tveim­ur breyt­um;

afla­marki und­an­geng­ins fisk­veiðiárs ann­ars veg­ar og 20% af viðmiðun­ar­stofni yf­ir­stand­andi árs hins veg­ar.

            6926 Mars  EA  Skipverjar veiða i matinn takið eftir handfærarúllunum mynd þorgeir Baldursson 

                            skipverjar á Óla Njáli ea voru að veiða við Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 

                    veggbrattir karlarnir  á Óla Njáli  þótt að aflabrögðin væru léleg mynd þorgeir Baldursson 

                                  Skipverjar á Mars veiða i soðið mynd þorgeir Baldursson 

 

 

25.07.2025 06:36

Málmey SK 1 i slipp

                         1833 Málmey Sk 1 i flotkvinni á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

24.07.2025 07:23

Linubáturinn Elley á útleið

                             2657 Elley EA 250  á útleið frá Akureyri I gærkveldi mynd þorgeir Baldursson 

23.07.2025 23:47

Tjaldur SH 270 i slipp á Akureyri

                                   2158 Tjaldur SH 270 i slipp á Akureyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2168
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 1694
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1872763
Samtals gestir: 66966
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 23:01:02
www.mbl.is