Færslur: 2009 September

28.09.2009 00:00

Trillubátar


                                                      6379. Reyðar SU 604


                                                       6377. Snari


                                              6395. Smári HU 7


                                                   6191. Snarfari AK 17


                                                         5501. Stefán


                                                     2532. Svana


                 6476. Svava Gísladóttir BA 220 © myndir Þorgeir Baldursson 2009

27.09.2009 23:09

Tvö uppsjávarskip Eskju


               Tvö uppsjávarskip Eskju ©mynd þorgeir Baldursson

27.09.2009 11:20

Siglunes ÞH 60


                                                             Á línuveiðum


                                                      Á rækjuveiðum


                                                    Borðað úti á dekki


                                                    Á sjómannadaginn


              1100. Siglunes ÞH 60 í slipp á Húsavík
© myndir Svafar Gestsson

Smíðanr. 22 hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi 1970. Vorið 2003 var skipið selt ævintýramanni á uppboði, sem kom því í slipp í Njarðvik og þar stóð það nafnlaust fram á haustið 2004.Ekkert varð úr breytingum á skipinu og eignaðist slippurinn skipið.  Í júní 2008 dró það 973. Jón Steingrímsson RE 7 með sér til Esbjerg í Danmörku, en báðir fóru þeir þá í pottinn.
Nöfn: Siglunes SH 22, Siglunes HU 222, Siglunes ÞH 60, aftur Siglunes SH 22, Siglunes HF 26, Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Strákur ÍS 26 og Strákur SK 126.

27.09.2009 09:54

Óþekkt skip


                                      Hvaða skip er þetta © Mynd þorgeir Baldursson 2009

27.09.2009 00:00

Sólmyrkri

Þetta merkilega fyrirbæri sem myndasyrpa Svafars Gestssonar sýnir okkur var tekin í Ghana 2006 og sýnir sólmykra sem sást einna best þaðan. Myndirnar tók hann á Cannon Eos 100 vél í gegnum  rafsuðugler sem ég hélt fyrir linsunni og eru mjög skýrar.

Á einni mynd sést Hinrik skipstjóri horfa gegnum rafsuðugler og er þar hægt að átta sig á myrkrinu sem þessu fylgdi en þetta var um kl. 14 sem þetta var og stóð til að verða 15 og þá nánast algjört myrkur.
























                                       © myndir Svafar Gestsson í Ghana 2006

26.09.2009 16:35

Seigur og Happasæll KE 94


  

Dráttarbáturinn 2219. Seigur og fiskibáturinn 1767. Happasæll KE 94 © myndir Emil Páll í sept 2009

26.09.2009 16:02

Eldey GK 74 á förum?


           450. Eldey GK 74 í höfn í Vogum © mynd Markús Karl Valsson í sept. 2009
1430. Birta VE 8 dró Eldeyjuna frá Sandgerði og inn í Voga í fyrradag, en aðili í Vogum hefur keypt bátinn og er talið að hann ætli að fylla hann af brotjárni og láta draga erlendis
. Kom þetta fram á síðunni krusi.123.is

Eldey sem hét upphaflega Geir KE 1 var fyrsta stálfiskiskipið sem smíðað var fyrir íslendinga í Þýskalandi árið 1956.

Frá árinu 2006 hefur skipið legið við bryggju í Sandgerðis, er er löngu afskráð sem fiskiskip og hefur verið stefnt að því áður að koma því í brotajárn án þess að af því yrði.

26.09.2009 13:57

Er blátt tískuliturinn?

Á undanförnum árum hefur blái liturinn náð yfirhöndinni á stórum hluta flotans. Sem dæmi þá voru í Keflavíkurhöfn þegar ég tók meðfylgjandi myndir 12 skip og voru 9 þeirra eða 75% blá að lit. Að vísu eru þarna 3 skip frá Nesfiski, en öll þeirra 10 skip bera þann lit. Þá er þarna eitt erlent skip en það er einnig að mestu blátt.


Hér sjáum við þrjá bláa og 1 grænann. Þeir bláu eru Askur GK 65, Siggi Bjarna GK 5 og Quest. Sá græni er Örn KE 14.


Hér eru fjórir bláir þ.e. Ósk KE 5, Arnþór GK 20, Benni Sæm GK 26, Njáll RE 275, Ragnar Alfreðs GK 183 og í hvarfi fyrir Benna Sæm er Happasæll KE 94. Þá er einn svartur þ.e. Seigur og í hvarfi fyrir Njáli er annar í viðarlitum sem er Lena ÍS 61 © myndir Emil Páll í sept. 2009

26.09.2009 09:17

Muninn II GK 343 / Svanur KE 90


          929. Muninn II GK 343 í Sandgerðishöfn í kring um 1945 © mynd úr safni Emils Páls


            929. Svanur KE 90 siglir inn til Hafnarfjarðar © mynd Jóhann Þórlindsson


                  929. Svanur KE 90 í Sandgerðishöfn © mynd Markús Karl Valsson

Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1945.
Nöfn: Ekki vitað hvaða nafn hann bar í Danmörku 1945-47, en eftir það: Muninn II GK 343, Þorsteinn Gíslason KE 90, Sandvík KE 90, og Svanur KE 90.
Talinn ónýtur 2003 og frá því um veturinn 2003 og þar til um vorið 2005 lá báturinn í Njarðvíkurhöfn, en var þá færður til Reykjavíkurhafnar, en kom aftur til Njarðvíkur 2008 og hefur verið þar síðan og er nú í eigu Reykjaneshafnar.

26.09.2009 00:07

Rex HF 24










         2702. Rex HF 24. Á fyrstu tveimur myndunum er togarainn í Marokko, en á tveim síðari í Póllandi og á þeirri neðstu liggur Que Vadis ex Örn KE utan á togaranum © myndir Svafar Gestsson

Togarinn er smíðaður í Noregi 1986.

25.09.2009 13:07

Geysir








                                     Geysir, í Marokkó © myndir Svafar Gestsson

25.09.2009 00:45

Herjólfur kominn úr slipp


                                   HERJÓLFUR © MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2009
Vestmannaeyjarferjan Herjólfur var tekin úr flotkvinni á Akureyri seinnipartinn i gær eftir
endurbætur á veltiuggum skipsins og Aðalvélum og að sjálfsögðu voru siðurnar málaðar
og skipið merkt skipið mun sigla frá Akureyri i nótt um kl 03 eftir að ventlar á aðalvél hafa verið stilltir og vonandi kemmst þá allt i samt lag i Eyjum,

25.09.2009 00:00

Que Sera Sera HF 26 / Prowess GY 720


                                  2724. Que Sera Sera HF 26 í Las Palmas


                        2724. Que Sera Sera HF 26 í slipp í Las Palmas


                      2724. Que Sera Sera HF 26 í höfn í Laayone í Marokko


      Prowess GY 720 í höfn í Fraserburgt í Skotlandi © myndir Svafar Gestsson

Sm. í Kootstertille, Hollandi 1980.
Nöfn Avril, Paula, Prowess BF 720, Prowess GY 720 og Que Sera Sera HF 26

24.09.2009 20:23

Þrír brunabátar í endurbyggingu hjá Sólplasti

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, hafa verið mikil verkefni að undanförnu hjá Sólplasti í Sandgerði og á árinu hafa óvænt komið inn endurbyggingar á bátum sem lentu í bruna. Í dag eru tveir bátar sem skemmdust er mikill bruni kom upp í fyrirtækinu 25. mars sl., en þá átti degi síðar að sjósetja Odd á Nesi SI 76, sem einmitt var að koma úr endurbyggingu eftir bruna í Sandgerðishöfn fyrr á árinu. Þá var inni í húsinu báturinn Völusteinn ÍS sem hefur verið þar lengi í endurbótum og síðan kom Vinur GK sem 30. júlí sl. brann illa í Grófinni í Keflavík.
Smíðað hefur verið nýtt hús á Odd á Nesi, búið er að hreinsa nánast allt úr skrokki Vins og Völusteinn er, ja eins og myndin sínir lítið nema smá þúst að framan. Að auki verður notað tækifærið og Vinur lengdur um 1.20 metra eða í 9.90.


                                   2615. Oddur á Nesi SI 76 með nýja húsið


                                  2477. Vinur GK 96 eins og hann lítur út í dag


    2207. Völusteinn ÍS 89, eða það litla sem er eftir af honum. Þessi blái er 1943. Sólborg I GK, sem áður hét Sigurvin GK og hlekktist á í innsiglingunni til Grindavíkur fyrir mörgum árum og átti að vera íhlaupaverkefni fyrirtækisins, en fyrirtækið keypti bátinn © myndir Emil Páll í sept. 2009

24.09.2009 16:25

Quest


                                    Quest nálgast hafnargarðinn í Keflavík í dag


                                          Quest komið inn í Keflavíkurhöfn


     Eins og sést eru þó nokkrir spíttbátar á efsta dekkinu til nota í ævintýraferðir © myndir Emil Páll í september 2009.

Í dag kom til Keflavíkur þetta skip sem hefur IMO númerið 8913904 og er skráð sem farþegaskip og er í eigu Kanadamanns, sem skráir skipið í Nassau. Skipið er þó öllu jafnan notað sem einkasnekkju eigandans, en á milli þess sem hann notar skipið fer það í ævintýrasiglingar og var nú að koma frá Grænlandi með 44 farþega. Skipið sem var smíðað í Fredrikshavn 1992 og mælist 1128 tonn, hét áður Disko II og þar áður Saqqit Ittuk.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1108
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060524
Samtals gestir: 50934
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:00:58
www.mbl.is