22.02.2024 18:56

1525 Jón Kjartansson Su 311

  

                        1525 jón Kjartansson SU 311 við Bryggju á Reyðarfirði mynd þorgeir Baldursson 

21.02.2024 15:57

Menn voru áhyggjufullir en einbeittir við leitina

 Þorkell Pétursson skipst Barða Nk mynd Smári Geirsson 2024

 

Að morgni þriðjudagsins 7. febrúar sl. fékk færeyska línuskipið Kambur á sig brotsjó suður af Suðurey í Færeyjum og lagðist á hliðina. Á skipinu var 16 manna áhöfn og komust 14 úr áhöfninni upp á skipið þar sem það flaut á hliðinni og var þeim bjargað um borð í þyrlu og fluttir til lands. Tveggja úr áhöfninni var hins vegar saknað og hófst fljótlega leit að þeim. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leitinni var Barði NK en Barði var á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu þegar slysið átti sér stað. Heimasíðan ræddi við Þorkel Pétursson, skipstjóra á Barða, og bað hann um að segja frá því sem þarna gerðist. Frásögn hans fer hér á eftir:

Við vorum að toga við landgrunnskantinn suðvestur af Færeyjum þriðjudaginn 7. febrúar. Veðrið var snarvitlaust um morguninn og ég hugsa að ölduhæðin hafi verið einir sex metrar. Um klukkan tvö eftir hádegi hringdi færeyska landhelgisgæslan í okkur og greindi frá slysinu og bað okkur að taka þátt í leit að tveimur færeyskum sjómönnum af Kambi. Við fengum vitneskju um að brotsjór hefði riðið yfir bátinn, hann lagst á hliðina og síðan sokkið eftir töluverðan tíma. Okkur var einnig greint frá því að búið væri að bjarga 14 úr áhöfninni og þyrla hefði flutt þá til lands. Þegar þyrlan bjargaði áhöfninni gat hún einungis tekið 13 menn um borð þannig að einn þurfti að hýrast á skipinu á meðan hún fór í land og kom síðan aftur til að sækja hann. Það hlýtur að hafa verið ömurleg vist fyrir manninn.

Við hífðum strax eftir að landhelgisgæslan hringdi og héldum af stað á leitarsvæðið. Þegar við hífðum var veðrið eiginlega gengið niður. Það tók okkur um einn og hálfan tíma að komast á svæðið sem leitað var á. Hoffell SU var að toga skammt frá okkur og þeir fengu sömu beiðni og við, hífðu strax og lögðu af stað til leitar. Það var leitað að mönnunum tveimur bæði á sjó og úr lofti. Við komum í björtu á leitarsvæðið en fljótlega skall á niðamyrkur. Á Barða eru þrír öflugir kastarar og þeir komu sér vel við leitina í myrkrinu. Þegar við vorum búnir að leita um tíma fengum við skilaboð frá breskri leitarflugvél um að athuga eitthvað sem þeir höfðu séð á floti í sjónum á tilteknum stað í grennd við okkur. Við héldum þegar þangað og þarna fundum við tvö björgunarvesti og einn bjarghring á floti. Þessa hluti tókum við um borð. Að þessu loknu héldum við leitinni áfram og sáum töluvert af braki í sjónum. Fljótlega fengum við tilkynningu um að leitinni væri frestað fram í birtingu og þar með lauk þátttöku okkar í þessari leit. Leitinni var hins vegar haldið áfram fram á laugardag en því miður var hún árangurslaus.

Það er ávallt átakanlegt að upplifa slys eins og það sem hér átti sér stað. Menn voru daprir og áhyggjufullir en einbeittu sér að leitinni eins og frekast var kostur. Allir í áhöfninni voru virkir við leitina og vonuðu heitt og innilega að hún bæri árangur. Fyrir okkur er einfalt að setja okkur í spor færeyskra starfsbræðra og finna til með þeim og fjölskyldum þeirra. Þessi atburður hafði djúp áhrif á alla í áhöfninni á Barða.

Þegar við lukum veiðum var komið við í Þórshöfn og þeir hlutir sem við fiskuðum upp úr sjónum við leitina afhentir landhelgsigæslunni.

heimild Svn.is/  Smári Geirsson 

21.02.2024 15:20

Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára legu

Ernir seldur til Ómans eftir tveggja ára legu

Uppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár .

Uppsjávarskipið Ernir hefur legið í Kópavogshöfn í rúmlega tvö ár en virðist nú vera selt til Ómans. mbl.is/Gunnlaugur

Gunnlaugur Snær Ólafsson

mbl.is

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Bókamerki óvirk fyrir óinnskráða Setja bókamerki

Upp­sjáv­ar­skipið Ern­ir sem hef­ur legið við bryggju í Kópa­vogs­höfn und­an­far­in rúm tvö ár virðist loks hafa fengið nýja eig­end­ur sam­kvæmt upp­lýs­ing­um 200 mílna. Málað hef­ur verið yfir nafn skips­ins og þar stend­ur nú Al Nasr og það merkt PSQ en það er skamm­stöf­un Sult­an Qa­boos-hafn­ar sem er stærsta höfn­in í Múskat, höfuðborg Ómans.

Að því sem 200 míl­ur kom­ast næst hef­ur skipið verið í eigu fé­lags Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar og til sölu um nokk­urt skeið.

Ern­ir (nú Al Nasr) hef­ur verið frá ár­inu 2020 skráð í Belís þar til nú. Skipið á sér þó langa út­gerðar­sögu meðal ann­ars á Íslandi, eins og 200 míl­ur sögðu frá árið 2022.

Gamall Vestmanneyingur vekur athygli í Kópavogi

Frétt af mbl.is

Gam­all Vest­mann­ey­ing­ur vek­ur at­hygli í Kópa­vogi

Í um­fjöll­un­inni frá fe­brú­ar 2022 seg­ir:

„Ern­ir var smíðaður 1987 í Ber­gen í Nor­egi fyr­ir norska út­gerð. Þá var skipið 58,9 metra að lengd, 12,6 metra að breidd og 1.900 brútt­ót­onn og bar um langt skeið nafnið Har­dhaus.

Árið 2004 festi Þor­björn Fiska­nes hf. (síðar Þor­björn hf.) í Grinda­vík kaup á skip­inu í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt Ólaf hf. og fékk skipið þá nafnið Grind­vík­ing­ur GK. Ekki gerðu Grind­vík­ing­ar skipið út lengi þar sem afla­heim­ild­ir reynd­ust ekki vera næg­ar til þess að standa und­ir rekstri skips­ins.

Rétt ein­um og hálf­um mánuði eft­ir að Þor­björn Fiska­nes hf. keypti skipið var það selt Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. með til­heyr­andi afla­heim­ild­um í ís­lenskri sum­argots­s­íld, norsk-ís­lenskri síld og loðnu. Fékk þá skipið nafnið Guðmund­ur VE.“

Ernir heitir nú Al Nasr og er skipið skráð í .

Ern­ir heit­ir nú Al Nasr og er skipið skráð í Óman. Ljós­mynd/?Stefán O. Stef­áns­son

Til Vest­manna­eyja og Græn­lands

„Eft­ir aðeins tveggja ára þjón­ustu fyr­ir Ísfé­lagið var Guðmund­ur VE í mars 2006 send­ur til skipa­smíðastöðvar í Póllandi þar sem átti að fram­kvæma um­tals­verðar breyt­ing­ar. Þar kviknaði eld­ur í frysti­lest skips­ins og urðu tölu­verðar skemmd­ir á vinnslu­dekk­inu.

Eft­ir 10 mánaða veru í Póllandi snéri Guðmund­ur aft­ur til Íslands en þá hafði skipið verið lengt um 12,5 metra og með nýj­an búnað um borð.

Októ­ber 2013 var Guðmund­ur seld­ur til Græn­lands þar sem Royal Green­land gerði skipið út en und­ir nafn­inu Tasiilaq. Tasiilaq átti eft­ir að koma oft til Íslands á þeim tæpu sjö árum sem skipið sigldi und­ir græn­lensk­um fána.

Þann 15. júní 2020 seldi hins veg­ar Royal Green­land skipið og fékk það nafnið Ern­ir og varð skráð í Belís. Royal Green­land festi kaup á Christian í Grót­in­um frá Fær­eyj­um sem leysti Tasiilaq (Erni) af hólmi en fær­eyska skipið fékk við það nafn fyr­ir­renn­ara síns, Tasiilaq.“

Ern­ir hef­ur nú, sem fyrr seg­ir, fengið nafnið Al Nasr og mun vera gert út frá Óman.

20.02.2024 23:59

1977 Július Geirmundsson IS 270

            1977 Július Geirmundsson  is 270 i kaldfýlu á Selvogsbanka 

16.02.2024 22:53

Arctic Voyager á Fáskrúðsfirði

                     Arctic Voyager á Fáskrúðfirði mynd þorgeir Baldursson 

29.03.2023 22:55

Breki Ve 61

                       2161 Breki Ve 61 mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 22:50

Kvannoy N- 400- B landar loðnu

                                         Kvannoy N-400 -B við bryggju á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 08:08

Langar og leiðinlegar brælur

                               1661 Gullver Ns 12 i Brælu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 106 tonnum á Seyðisfirði í gærmorgun. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að drullubræla hafi verið alla veiðiferðina. „Við vorum að veiðum við Herðablaðið eða ofan við Reyðarfjarðardýpið.

Það aflaðist ágætlega en veiðiferðin tók eina þrjá sólarhringa. Eftir hádegi á sunnudag var orðið vitlaust veður og þá var farið í land.

Það er búin að vera mikil brælutíð í janúar og það sem af er febrúar. Þetta eru langar og leiðinlegar brælur og þreytandi tíðarfar,“ segir Þórhallur.

Gullver heldur á ný til veiða í kvöld.

06.02.2023 23:05

Július Geirmundsson is 270.

                                         1977 Július Geirmundsson IS 270 mynd þorgeir Baldursson 2022

06.02.2023 07:50

Norsk Loðnuskip á Fáskrúðsfirði

                   Fjöldi Noskra loðnuskipa i höfn á Fáskrúðsfirði 4 feb 2023 mynd þorgeir Baldursson 

                                       Loðnulöndun á Fáskrúðfirði 4 feb 2023 mynd þorgeir Baldursson 

Unnið dag og nótt á Fáskrúðsfirði Fjöldi norskra skipa hefur landað yfir 1.800 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði síðustu daga.

Nú er unnið nótt og dag í Loðnuvinnslunni við að frysta loðnuna.

Það sem flokkast undan fer í bræðslu. Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir farmana ekki mjög stóra, 250 til 300 tonn,

en safnist þegar saman kemur. Sex skip lönduðu fyrir helgi og þar á undan lönduðu tvö skip.

„Nú er komin bræla og verður væntanlega fram á miðvikudag,“ segir Friðrik og bætir við að skipin bíði veðrið af sér áður en haldið sé aftur út á miðin.

„Það er bara fjögurra til fimm tíma sigling út á miðin frá okkur.“

Hann segir þó ekkert verða stopp í vinnslunni; þegar loðnan er komin í frysti fer mannskapurinn yfir í vinnslu á bolfiski.

Friðrik gerir ráð fyrir að taka bolfisk með í dag og fara svo alveg yfir í hann á morgun.

„Já, það er nóg að gera, alltaf nóg að gera. Við erum kannski öðruvísi en önnur uppsjávarfyrirtæki því við rekum bolfiskvinnsluhús líka,

þá fellur aldrei dagur úr vinnu hjá okkur,“ segir Friðrik.

nánar um þetta i morgunblaðinu i dag 

17.01.2023 07:44

Gamla Hoffell að koma til Fáskrúðfjarðar

                         2885 Hoffell su 80 (Gamla heitir Ango ) undir Færeyskuflaggi mynd þorgeir Baldursson 2022

16.01.2023 08:11

Helga Maria Re 1

                                         1868 Helga Maria Re 1 mynd Þorgeir Baldursson 2022

16.01.2023 00:52

Gamli Höfðinginn á loðnumiðunum

                               183.   Sigurður Ve 15 á loðnumiðunum 8 mars 2012 mynd þorgeir Baldursson 

                                       183 Sigurður Ve 15 mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2012

                                                183 Sigurður Ve 15 mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2012

14.01.2023 00:41

Bjartur Nk 121 brælutúr

 Skrapp i veiðferð með Steinþóri Hálfdánarssyni og hans mönnum á Bjarti Nk 121 þann 8 mars 2014 

og hérna koma nokkrar myndir úr veiðiferðinni 

                                                   Hrollaugseyjar 8 mars 2014 Mynd þorgeir Baldursson

                                    Vitinn i Hrollaugseyjum er um 30 metrar á hæð mynd þorgeir Baldursson 

                                   Það var talsverð bræla um borð i Bjarti Nk 121 mynd þorgeir Baldursson 

                                    Verið að hifa pusar á dekkið á Bjarti Nk 121 Mynd Þorgeir Baldursson 

                                         Stroffan sett á belginn 8 mars 2014 mynd þorgeir Baldursson 

                                                  Pokinn að koma upp rennuna mynd þorgeir Baldursson 2014

                           þetta er afraksturinn ca 6 tonn af Djúpkarfa mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2014

17.12.2022 23:04

Hoffell Su 80 á Eyjafirði i dag

Hið nýja skip Loðnuvinnslunnar Hoffell Su 80 kom til Akureyrar i dag og i vikunni verður skipið tekið upp i Flotkvinna

hjá slippnum á Akureyri þar sem að sett verður nýtt botnstykki fyrir hlerapar og kanski eitthvað fleira 

 

                         3035 Hoffell Su 80 á Eyjafirði við Hjalteyri i dag Mynd þorgeir Baldursson 17  des 2022

                             3035 Hoffell Su 80 á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 17 des 2022

                                           3035 Hoffell Su 80 mynd þorgeir Baldursson 17 des 2022

 
 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 785
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1683
Gestir í gær: 115
Samtals flettingar: 608178
Samtals gestir: 25787
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 06:26:54
www.mbl.is